Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.11.1975, Qupperneq 8

Dagblaðið - 03.11.1975, Qupperneq 8
Dagblaðið. Mánudagur 3. nóvember 1975. BIAÐIO frfálsi, úháS dagblað (Jtgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir:' Hallur Simonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson, Hiidur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur BjarnleifsSon, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Ölmusan enn á ferð í fjárlagafrumvarpi næsta árs er ^ gert ráð fyrir, að 27.550.000 krónur " renni til blaða og að sérstök nefnd stjórnmálaflokkanna skipti þessu fé niður. Ljóst er þvi, að stjórnmála- flokkarnir hyggjast halda áfram hin- um hvimleiðu dagblaðastyrkjum, sem verið hafa á fjárlögum undanfarin ár. Fé þetta er veitt undir yfirskini ástar á prent- frelsi. Stjórnmálamennirnir segjast með þessu vera að verjast þvi, að dagblaðadauði, sem nokkuð hefur borið á erlendis, haldi innreið sina hér á landi. Þetta gæti verið nokkuð snotur hugsjón, en er þvi miður ekki i samræmi við raunveruleikann- Þessar rúmu 27 milljónir á ári eru i rauninni þátt- ur af samtryggingu stjórnmálaflokkanna og fela i sér vörn þeirra gegn prentfrelsi i landinu. Þær eru notaðar til að halda úti flokkspólitiskum og einlitum blöðum og hjálpa þeim til að halda markaði fyrir venjulegum og almennilegum blöðum i likingu við þau, sem dafna erlendis. í ár eins og undanfarin ár hefur hluti blaðafjárins verið notaður til kaupa á 450 eintökum af hverju blaði, Alþýðubiaðinu, Timanum, Morgunblaðinu, Visi, Þjóðviljanum og Nýjum þjóðmálum. Hinum hluta fjárins hefur verið skipt milli þingflokkanna i hlutfalli við alþingismannatölu þeirra. Flokkarnir hafa siðan hver skipt sinni upphæð á velviljuð dag- blöð og málgögn úti á landi. Öll dagblöðin, Alþýðublaðið, Timinn, Morgun- blaðið, Visir og Þjóðviljinn hafa fengið þennan beina styrk. Visir var að visu ekki i náðinni fyrri hluta þessa árs vegna óhóflegs sjálfstæðis gagnvart Sjálfstæðisflokknum, en nú mun hafa verið bætt úr Beini styrkurinn og blaðakaupin eru mikilvægur þáttur i rekstri flokks'pólitisku blaðanna. Sem dæmi má nefna, að kaup rikisins á 450 eintökum Alþýðu- blaðsins nema meiru en 10% af sölutekjum blaðs- ins. Enda veitir hinum einsýnu dagblöðum ekki af slikri aðstoð. Þau þyrftu raunar mun hærri styrk til að bæta sér upp óvinsældirnar hjá blaðalesendum. Nýja blaðið, Dagblaðið, tekur ekki þátt i þessari samtryggingu stjórnmálaflokkanna. Dagblaðið hefur ekki óskað eftir 450 eintaka gustukakaupum rikisins og hyggst ekki fara fram á þau. Dagblaðið hefur ekki heldur óskað eftir neinni annarri þátt- töku i 27 milljóna herfangi dagblaðanna og ætlar sér að neita slikri þátttöku, ef hún býðst. Dagblaðið getur virðingar sinnar vegna ekki hengt sig á klafa stjórnmálaflokka, rikisstjórnar og fjármálaráðuneytis. Dagblaðið er kostað af lesend- um sinum og skrifað fyrir þá, en ekki fyrir valda- stofnanir þjóðfélagsins. Eigin tekjur blaðsins eiga að tryggja afkomu þess, en engar pólitiskar ölmus- ur né pólitisk samtrygging. Athyglisvert er, hve litla möguleika kjósendur hafa á að koma i veg fyrir spillingu á borð við blaða- féð. Þeir geta ekki skipt um flokka, þvi að allir flokkarnir eru hjartanlega sammála um að magna sameiginlegt herfang sitt, hvort sem það heitir blaðafé, þingflokkastyrkur eða friðindi alþingis- manna. Það er ekki laustvið, að fleira sameini flokkana en sundri þeim. Barátta gegn blaðaölmus- unni gæti verið eitt af mörgum verðugum verkefn- um varnarfélags skattgreiðenda, ef duglegir menn gætu komið sliku félagi á fót. „Frjáls var ég fœdd, og frjáls mun ég lifaog Þjóðleikhúsið: „Carmen”, ópera i fjóruin þúttum, byggð á sögu eftir Prosper Mérimée. Textahöfundar: Meilhac og Halévy Þýðandi: Þorsteinn Valdimars- son Tónlist: Georges Bizet Lcikmynd og búningar: Baltasar Dansar: Erik Bidsted Kórstjórn og æfing tónlistar: Carl Billich Hljómsvcitarstjóri: Bohdan Wod- iczko Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Persónur og söngvarar: Carmen: Sigriður E. Magnús- dóttir Don José: Magnús Jónsson EscamiIIio, nautabani: Walter Grönroos Micaele: Ingveldur Hjaltested Frasquita: Elin Sigurvinsdóttir Mecedes: Svala Nielsen Zuniga: Hjálmar Kjartansson Moralés: Halldór Vilhelmsson Daniciare: Kristinn Hallsson Remendado: Garðar Cortes Auk ofangreindra koma fram hermenn, starfsstúlkur i tóbaks- verksmiðju, nautabanar og að- stoðarmcnn þeirra, götustrákar, borgarar, sigaunar, alinúgi. Þá er „Carmen” loksins komin á svið i Þjóðleikhúsinu. Það hefur kostað . svita, tár, áhyggjur, taugaveiklun og eflaust magasár einhvers staðar, en árangurinn hlýtur að bæta allt það upp. Hafi nokkurn tima verið unnir sigrar á fjölum Þjóðleikhússins þá var það sl. föstudagskvöld. Sigriður E. Magnúsdóttir og Magnús Jónsson voru vægast sagt stórkostleg i hlutverkum Carmenar og Don José. Á þessu ári eru rétt 200 ár siðan „Carmen” var frumsýnd i Opéra- Comique leikhúsinu i Paris. Varla hefur Georges Bizet órað fyrir þeim feikna vinsældum er þessi Don José leiöir Carmen út úr sigarettuverksmiðjunni. JÓN KRISTINN CORTES Tónlist Glœsileg túlkun Sinfóniuhljómsvcit tslands, 3. tónleikar i Háskólabiói 30.10. •75. Efnisskrá: Wagner: Meistarasöngvararnir i Núrnberg, forleikur Jónas Tómasson: „1.41” Haydn: Scena di Bercnice Williamson: Portrait of Dag Ham marskjöld. Brahms: Tilbrigði um stef eftir Ilaydn Stjórnandi: Karsten Andersen Einsöngvari: Elisabeth Söder- ström Hann var vel blandaður tón- verka-,,kokkteillinn" sem var á efnisskrá tónleikanna sl. fimmtudagskvöld. Breiddin var mikil, allt frá glæsilegum for- leik til samtimaverks, sem ég held að hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Wagner Forleikurinn að Meistara- söngvurunum i Nurnberg er verk sem gefur hverri hljóm- sveit tækifæri til að sýna getu sina i glæsilegri spilamennsku og túlkun. Það eru mikil bláe- brigðaskipti i verkinu, og er það á valdi stjórnandans hvaða stefnu verkið tekur, hvort hann leggur áherslu á gjallandi glæsileik þess með miklum lúðraþyt og sterkum hljómum. eða hvort hann reynir að draga fram andstæðurnar i stefjum þess, og lætur glæsileikannfrek- ar sitja á hakanum. Karsten Andersen valdi seinni kostinn, með smá innskotum af glæsileik. Frá upphafi til enda var mikill og fallegur hljómur i hljómsveitinni, og svo gott sem hver einasta nóta komst til skila hrein og hnökralaust. Hljóm- sveitin fylgdi stjórnandanum vel eftir og tók hverri bendingu. óperur Haydns Litið fer fyrir þeim óperum sem Haydn samdi á ferli sinum, en þær voru yfir tuttugu. Flest allar voru samdar er hann var i þjónustu Esterhayzys greifa, og voru eðlilega miðaðar við þær flutningsaðstæður, er voru fyrir hendi i höllinni, og textinn eða librettoið litilfjörlegur. Aðeins nokkrar ariur eru ennþá fluttar og þá vegna þess, að flytjandinn hefur þar sérstök tækifæri til að sýna snilli sina. Elisabet Söderström er mikil söngkona. Flutningur hennar á ariunni Berenice che fai var i einu orði sagt stórkostlegur, öll túlkun og framkoma glæsileg. Röddin, frekar djúp og hlý, hljómaði af miklum krafti i hvern krók og kima Háskóla- biós. ópera hans átti eftir að hljóta, þvi verkinu var fálega tekið af jafnt áheyrendum sem gagnrýnend- um. Þeir sem sóttu Opéra-Comique leikhúsið voru alls óvanir óperum sem þessari. Ahrifamikið raun- sæið, lág þjóðfélagsstaða og lé- legt siðferðisþrek sumra persón- anna féll alls ekki inn i þeirra hugmyndir um hvernig ópera átti að vera. Þeir voru vanir ,, — og allt endar vel”-óperum, sem sýndu lifið eins og þeir vildu hafa það. Einnig var tónlistin ekki eins og venjan var, hljómsetning Biz- ets var þeim framandi, verkið virtist formlaust, þeir vildu hafa sóló, dúetta o.s.frv. á „réttum” stöðum, svo þeir væru með á nót- unum frá upphafi til enda. Mest lof hlutu dúett Don José og Mica- elu i fyrsta þætti, söngur nauta- banans i öðrum þætti, og aria Micaelu i þriðja þætti, þvi það féll inn i vel þekktan ramma. Óperan „Carmen” fjallar um samskipti sigaunastúlkunnar Carmen og Don José liðsforingja. Carmen er ákaflega lifsglöð, læt- ur hverjum degi nægja sina þján- ingu, reikar frá einum elskhuga til annars að sigaunahætti, en Don José er saklaus sveitapiltur, sem elskar sina Micaelu. Carmen tælir hann til lags við sig og i ást sinni og afbrýði brýtur hann allar brýr að baki sér og gengur til liðs við smyglarahóp þann, er Carm- en tilheyrir. En hún fær fljótt leið á honum, hún hittir nautabana, sem hún vill frekar, og kastar Don José þvi frá sér. Þar með eru örlög hennar ráð- in, fyrir utan nautáatsleikvang- inn hittast þau aftur, Carmen og Don José, þótt hún viti að hann leiti hennar, en það voru óskráð lög hennar samfélags, hún er ekki frjáls nema Don José láti hana lausa. Er hann heyrir að hún vill ekkert með hann hafa, nær af- brýðisemin algjörum tökum á honum, hann dregur upp hnif og rekur i barm hennar. Elisabct Söderström Dag Hammarskjöld Eins var með verk Malcolms Williamson, Portrait of Dag Hammarskjöld, það var sungið af miklum innileik. Eftirtektar- vert var, hve Söderström var afslöppuð i allri framkomu, var t.d. gaman að heyra skýringar hennar á texta ariunnar og text- ann úr verkinu um Hammar- skjöld, þó sá lestur hafi verið full langur. Hljómsveitin, eða öllu heldur strengjasveitin, lék það af mikl- um þokka og næmum skilningi. Sömu sögu er að segja um Haydn-tilbrigði Brahms, leikur- inn var þar til fyrirmyndar, og má hljómsveitin og stjórnand- inn vera ánægð með sinn hlut eftir þessa tónleika. Á efnisskránni var einnig verkið „1.41” eftir isfirðinginn Jónas Tómasson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.