Dagblaðið - 03.11.1975, Page 14

Dagblaðið - 03.11.1975, Page 14
14 Dagblaðið. Mánudagur 3. nóvember 1975. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Landsliðskappar slóg- ust eins og smópollar t>að sauð uppúr á Baseball Ground — leikvelli Derby — á laugardag og tveir af kunnustu leikinönnum Knglands, Francis l.ee hjá Derby og Norman Hunt- er hjá Leeds, voru reknir af leikvelli eftir blóðug átök. Leik- inenn, sem leikið hafa sanian marga landsleiki fyrir England — ferðast saman vitt og breitt — létu hnefana skipta i viðureign sinni á vellinum og cinnig á leið til búningshcrbergja, þegar dómarinn hafði rckið þá af velli. Það byrjaði 10 min. eftir hléið — en aðdragandinn var þó lengri. t stórskemmtilegum fyrri hálfleik náði Trevor Cherry forustu fyrir Leeds, þeg- ar hann skallaði i mark á 11. min. Archie Gemmill jafnaði fyrir Derby á 25. min. og tveim- ur min. fyrir hlé var dæmd vita- spyrna á Hunter, þegar hann brá Lee. Vitaspyrnudómurinn kom Hunter úr jafnvægi — kannski skiljanlegt, þar sem Lee er frægastur enskra leik- manna fyrir aö fá dæmdar vita- spyrnur. Charlie George tók spyrnuna og skoraði örugglega. 2-1 i hálfleik fyrir Derby. Á 55. min. lék Lee með knöttinn, þeg- ar Hunter braut gróflega á hon- um. Lee sló þá til hans. Hunter tók á móti og kapparnir frægu börðust eins og vitfirringar. Aðrir leikmenn gengu á milli og var þá ekki laust við að sumir notuðu hnefana. En þegar dómarinn hafði talað heldur betur yfir hausamótum aðal- persónanna rak hann þá af velli. Þeir Lee og llunter gengu sam- an út af vellinum — og virtust þá sem gamlir landsliðsfélagar. En allt i einu réðist Lee á pý á Hunter — og þegar þeir loks voru skildir að lak blóðstraum- ur úr nefi Lee. Þetta voru mikil lýti á annars góðum ieik — en áfram hélt hann. Á 74. min. tókst Duncan McKenzie að jafna fyrir Leeds og það virtist stefna i jafntefli. En tveimur min. fyrir leikslok tókst Koger Davies að skora sigurmarkið, — hafði komið inn sem varamaður fyrir Bruce Rioch. Roy McFarland lék ekki með Derby vegna meiðsla frá Tékkalandsleiknum, en Eddie Gray var með Leeds á ný. Úrslit á laugardag urðu þessi: 1. deild Birmingham — WestHam 1-5 Burnley — Stoke 0-1 Coventry —QPR l-l Derby — Leeds 3-2 Everton — Leicester 1-1 Ipswich — Aston Villa 3-0 Manch.Utd.—Norwich 1-0 Middlesbro — Liverpool 0-1 Newcastle — Arsenal 2-0 Sheff. Utd. — Manch. City 2-2 Tottenham — Wolves 2-1 2. deild Bolton — Blackpool 1-0 Bristol Rov. — Blackburn 1-1 Chelsea — Plymouth 2-2 Luton — Bristol City 0-0 Nottm. For. — Carlisle 4-0 Orient — Oldham 2-0 Osford — Hull City 2-3 Portsmouth — Fulham 0-1 WBA — Notts County 0-0 York — Sunderland 1-4 Á föstudag léku Charlton og Southampton og sigraði Charl- ton með 4-1. Manch. Utd. er aftur i efsta sætinu i 1. deild — en liðið átti i hinum mestu erfiðleikum með að ná báðum stigunum gegn Norwich á laugardag. Það var ekki fyrr en á 83. min. að Stuart Pearson skoraði gullfaliegt mark eftir undirbúning Lou Macari. Það mátti ekki seinna vera, að yfirburðir United færu að segja til sin, en aö sögn BBC átti hið unga lið Manch. Utd. 90% af leiknum. Þó hefði Nor- Stuart Pearson skoraði eina markið á Old Trafford á laugardag. Glæsilegt mark, sem sannar að Pearson er bezti miðherji Englands sagði BBC. —Hann er á miðri myndinni. wich með sterkum varnarleik — og skyndisóknum — hæglega getað „stolið” stigi eða stigum. Phil Boyer átti hörkuskot i þverslá — þar sem Paddy Itoche náði ekki til knattarins. En það var raunverulega i eina skiptið, sem Roche þurfti að verja i leiknum — já, irski landsliðsmarkvörðurinn Roche, þvi Alex Stepney var settur úr liðinu eftir slakan leik i West Ham. t ágúst, þegar keppnin hófst, átti Roche reyndar að vera i marki i fyrsta leiknum, en þvi var breytt, þegar faðir hans lézt degi áður. Stepney fékk sitt tækifæri, sem hann nýtti vel, lengstum. Með þessari breytingu er eng- inn eftir i aðalliðinu af hinum „gömlu” köppum Manch. Utd. — nú allt lefkmenn, sem Docherty hefur keypt eða „al- má geta þess, að Leeds er með 13, Arsenal og Liverpool 10, Derby 9, Everton, QPR og Tottenham 7 og Manch. City 6. Mesta athygli á iaugardag vakti stórsigur West Ham i Birmingham og Lundúnaliðið hefur jafn mörg stig og Manch. Utd. — lakari markatölu, en hefur leikið einum leik minna. Trevor Brooking var frábær á laugardag. Eftir að Trevor Francis hafði náð forustu fyrir Birmingham á 5. min. jafnaði Brooking eftir mikið einstak- lingsframtak á 15. min. Á 37. min. sendi Pendrey knöttinn i eigið mark — eftir upphlaup Brooking — og i siðari hálfleikn- um skoraði West Ham þrjú mörk. Þau komu á fimm min. kafla. Fyrst Lampard bakvörð- ur með þrumufleyg af 30 m færi, en siðan Alan Taylor tvö og mark — og segir það mikið um styrkleika varnar Liverpool. Á 74. min. tókst Terry McDermott að skora eina mark liðsins — hafði komið inn sem varamað- ur, þegar Brian Hall meiddist. Siðari hálfleikurinn var ákaf- lega grófur — og á 84.min. var bakvörðurinn ungi hjá Liver- pool, Joe Jones, rekinn af velli fyrir brot á Hickton. Þá sauð upp úr og átök það, sem eftir var. Middlesbro fékk tvö tæki- færi i lokin, en tókst ekki að nýta þau. Fyrsta tap Middlesbro á heimavelli var staðreynd — en knattspyrnan hafði lika tapað. Nokkru norðar léku New- castle og Arsenal og það var góð skemmtun fyrir áhorfendur. Frábær leikur og Arsenal-liðið var óheppið að vera marki undir i hálfleik. Alan Gowling skoraði nokkrum sekúndum fyrir hlé. Þegar Derby sigraði Leeds — Francis Lee og Norman Hunter reknir af velli — West Ham vann stórsigur, en Manch. Utd. nóði aftur efsta sœtinu i 1. deild á betri markatölu ist” upp hjá félaginu siðan hann tók við liðinu. Lið United er sennilega með lægstan meðal- aldur allra liða i ensku deildun- um — en þar eru þó ekki neinir nýgræðingar beint. á ferð. Á bókum félagsins eru 15 lands- liðsmenn — eða fleiri en hjá nokkru ööru félagi — og eru þá ieikmenn eins og Stuart Pear- son og Brian Greenhoff, sem voru i enska landsliðshópnum i Tékkóslóvakiu, ekki taldir með. Já, 15 landsliðsmenn, og sjö þeirra voru i eldlinunni i lands- leikjunum i vikunni — sá nýj- asti, Stewart Houston lék sinn fyrsta leik með Skotum. Flestir irskir — eða átta landsliðsmenn —-en þessir ungu piltar verða að læra að nýta yfirburði sina, þvi lið koma nú til með að pakka vörn sina á Old Trafford eins og Norwich á laugardag. Ef við ræðum aðeins meira um landsliðsmenn hjá félögum var Brooking „bakvið” öll. QPR, sem var efst fyrir um- ferðina, tapaði stigi i Coventry, þar sem hvorugt liðið átti skilið að vinna. Lið Coventrý vegna þess að það var ekki nógu gott — lið QPR vegna þess að það barð- ist ekki i leiknum. Framan af hafði það yfirburði, en fór illa með tækifæri þar til Don Givens skoraði á 49. min. Dave Thomas „átti” markið — lék á King markvörð og gaf siðan á Givens, sem gat ekki annað en skorað. David Cross jafnaði fyrir Coventry 5 min. siðar og þá hættu leikmenn QPR að leika knattspyrnu. Liverpool var fyrst liða til að skora i Middlesbro og ekki nóg með það — Liverpool sigraði og það án Hughes, Heighway og Lindsay. Það voru kannski ekki sanngjörn úrslit, þvi Middlesbro sótti stanzlaust allan fyrri hálf- leikinn. Átti þó bara tvö skot á Alan Ball lék snilldarlega hjá Arsenal — eins og þegar hann var upp á sitt bezta I enska landsliðinu. En það nægði ekki og eftir að Newcastle skoraði annað mark sitt á 79. min. var öllu lokið fyrir Lundúnaliðið. Irving Nattrass skoraði með þrumufleyg af 35 m færi — eitt failegasta mark, sem sézt hefur á St. James Park. Um aðra leiki er það að segja, að Everton var án Bernard, Cle- ments og Kenyon gegn Leicest- er, sem setti Frank Worthington — áður miðherja Englands — úr liði sinu. Jafntefli varð 1-1. Ti- unda jafntefli Leicester, en enn- þá hefur liðið ekki sigrað. David Smallman skoraði fyrir Everton úr viti á 8. min„ en Robert Lee jafnaði fyrir Leicester á 55. min. Stoke sigraði i 3ja útileiknum i röð — nú i Burnley. Ian Moores- skoraði eina mark leiksins. Manch. City komst tveimur mörkum yfir i Sheffield, en það nægði ekki til sigurs. Gunthrié og Eddy, vitaspyrna, skoruðu fyrir Sheff. Utd. og liðið hlaut sitt fyrsta stig i langan tima. Ungur piltur, John Peddelty, skoraði i fyrri hálfleik gegn Villa — og i þeim siðari hafði Ipswich öll tök á leiknum. Tre- vor Whymark á 56. min. og Bry- an Hamilton á 64. min. skoruðu. Tottenham vann aftur. Þeir Neighbour i fyrri hálfleik og Skotinn Young skoruðu mörk Lundúnaliðsins. 1 2. deild jók Sunderland for- skot sitt i tvö stig — vann örugg- an sigur i Jórvik. Tony Towers skoraði tvö af mörkunum úr vitaspyrnum. Bolton heldur sinu striki — sigraði Blackpool á heimavelli og var áhorfenda- fjöldinn þar hinn mesti i haust hjá þessum Lancashireliðum. Gamli, enski landsliðsmaður- inn, Peter Thompson — einn leiknasti leikmaður, sem leikið hefur hér á Laugardalsvellin- um, þá með Liverpool — sýndi allar sinar beztu hliðar i Bolton- liðinu áhorfendum til mikillar ánægju. 1 3. deild vann Crystal Palace öruggan sigur i Halifax (1-3) og er efst með 22 stig. Bury hefur 20 stig og Hereford 19 eftir góð- an sigur i Preston (3-4). Preston er i 4. sæti með 17 stig. 1 4. deild eru Lincoln og Northampton efst með 22 stig, Tranmere hef- ur 20, Reading 19 og Doncaster 18. Staðan er nú þannig: I. deild Manch. Utd. 15 9 3 3 25-13 21 West Ham 14 9 3 2 25-16 21 QPR 15 7 6 2 23-10 20 Derby 15 8 4 3 23-20 20 Liverpool 14 7 5 2 20-11 19 Everton 14 7 4 3 21-19 18 Leeds 14 7 3 4 22-17 17 7 Stoke 15 7 3 5 17-14 17 Manch. City 15 5 6 4 23-15 16 ) Middlesbro 15 6 4 5 16-13 16 f Newcastle 15 6 3 6 30-23 15 ) Ipswich 15 5 5 5 15-14 15 ( Norwich 15 5 4 6 23-26 14 Arsenal 14 4 5 5 18-17 13 Tottenham 15 3 7 4 21-22 13 Coventry 15 4 5 6 14-18 13 | Aston Villa 15 4 5 6 14-22 13 ff Burnley 15 3 6 6 16-22 12 Leicester 15 0 10 5 14-24 10 % Birmingham 15-3 3 9 20-30 9 Wolves 15 2 4 9 16-26 8 Sheff.Utd. 2. dcild 15 1 2 12 8-32 4 | Sunderland 15 10 2 3 26-11 22 Bristol City 15 8 4 3 29-16 20 1 Bolton 14 8 4 2 27-15 20 i Fulham 14 7 4 3 19-10 18 ff Bristol Rov 14 6 6 2 19-12 18 1 Notts Co. 14 7 4 3 14-11 18 ff Southa'pton 14 7 2 5 26-20 16 Oldham 14 6 4 4 20-20 16 Charlton 14 6 4 4 19-20 16 c r. Hull City 14 5 4 5 14-15 14 J f 1 / Nottm. For. 14 4 5 5 16-13 13 Luton 14 4 5 5 13-12 13 Orient 14 4 5 5 11-12 13 \ Chelsea 15 3 7 5 16-20 13 þ Blackpool 14 5 3 6 13-19 13 l WBA 13 3 7 3 9-14 13 1 Plymouth 14 4 4 6 15-19 12 Blackburn 14 2 7 5 13-15 11 ff Oxford 14 3 3 8 14-23 9 \ f Carlisle 14 2 4 8 11-23 8 Portsmouth 13 1 6 6 8-19 8 V York City 14 2 3 9 13-26 7 Þeir skora flest mörk Markahæstu leikmenn I Englandi eftir leikina á laugar- dag. 1. deild 16 — Ted MacDougall, Norwich, 14 — Petcr Noble, Burnley. 12 — Alan Gowling, Newcastle. 10 — Malcolm MacDonald, Newcastle, og Alan Taylor, West Ham. 2. deild 12 — Paul Cheesley, Bristol City, og Derck Hales, Charlton. 9 — Mike Channon, Southamp- tttton%8 — Bruce Bannister, Bristol Rov. 3. deild 10 — Ray Treacy, Preston. 9 — David Kemp, Crystal Palace, og Pcter Silvester, Southend. , .. , 4. deild 15 — Fred O’Callaghan, Don- caster. 13 — John Ward, Lincoln. \ J

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.