Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.11.1975, Qupperneq 24

Dagblaðið - 03.11.1975, Qupperneq 24
Sandgerði í nótt: TRYLLT NAUT STÓRSKEMMIR BÍL - FARÞEGAR SLUPPU - NAUTIÐ SKORIÐ Á STAÐNUM Tryllt naut hljóp beint framan á fólksbil, sem i voru hjón með tvö ung börn, austur á Egils- stöðum i gærkvöidi. Konan hlaut áverka á höfði, er hún kastaðist fram i bílnum. Nautið var i dauðateygjunum, þegar það var skorið á staðnum. ,,Við vissum ekki fyrr en á móti okkur kom æðandi stórt naut. Virtist skepnan alveg tryllt”, sagði Sjöfn Helgadóttir, sem var þarna i bil með manni sinum, Kristni Arnasyni, og tveim drengjum, 11 og þriggja ára. Voru drengirnir i aftursæt- inu en hjónin i framsætunum. Sjöfn sagði, að þau hjónin hefðu verið á leiðinni út á flug- völlinn á Egilsstöðum um kl. 6 i gærkvöldi. Var þá orðið dimmt, en flugvél með fullum ljósum var nýlent á vellinum. Var hún að snúa heim að flugskýlinu, þegar farþegar i fólksbilnum sáu tryllt naut koma æðandi á móti bilnum. Kristni tókst að hemla og draga þannig verulega úr ferð bilsins. Var höggið samt mikið, þegar nautið skall beint framan á stuðarann og kastaðist siðan upp á vélarhúsið. Billinn, sem er af gerðinni Plymouth „Duster” 1971, er mjög illa farinn eftir þennan óvenjulega árekstur. Varð að draga hann af staðnum. Nautið er holdanaut frá Egilsstaðabú- inu, liklega um 300 kg á þyngd. Skömmu eftir áreksturinn kom Ingimar Sveinsson, bóndi á Egilsstöðum. Hafði hann með- ferðis sveðju og skar hann naut- ið, sem var i dauðateygjunum. barna beggja megin við fjöl- farinn veg og i kringum flug- völlinn ganga nokkrir tugir holdanauta frá Egilsstaðabú- inu. Er völlurinn girtur, en ekki er talið að girðingin haldi trylltu nauti, hvað þá mörgum. Þetta er ekki i fýrsta skipti sem naut og bifreið rekast þarna saman. Er almenn óánægja með, að ekki skuli girt með veginum, en ekki virðist ljóst, hverjum ber að kosta þá framkvæmd. Mun það standa i vegi fyrir þvi, aö það sé gert. Vitað er, að bændur telja það i verkahring vega- gerðarinnar, en ekkert gerist og nautin ganga þarna laus ennþá. — BS — FIMM BATAR A LAND, - OG BÍLL FÓR í SJÓINN 1 ofsaveðrinu, sem gekk yfir landiö i nótt og i morgun rak fimm báta á land i Sandgerði. Er Dagblaðsmenn komu á stað- inn um tíuleytjð i morgun, var búið að ná fjórum þeirra á flot aftur, en einn, Skúmur GK 22 lá enn þá uppi i fjöru. Skrúfa báts- ins hafði bilað, er mest á reyndi, og menn vonuðu að hægt yrði að ná honum á flot á flóðinu i kvöld. Það var um sexleytið i morg- un, sem bátana rak á land, en þá hafði ekki séð i höfnina i um þrjá klukkutima fyrir brimi. Stærðar grjóthnullungar og spýtpabrak lágu upp um allt hafnarsvæðið, og voru vinnuvél- ar að koma á staðinn til að ryðja það. Einn ameriskur bill, sem hafði verið skilinn eftir á bryggjunni i gærkvöld fór i sjó- inn i nótt, og sást ekkert af hon- um, nema oliubrák á sjónum. —AT— Skúmur GK lá á þurru. en er lalinn óskemmdur. i fprgrunni má sjá grjót og brak, sem skolaðist á land. DB mynd: Bjarnleifur Stórtjón ó Vatnsleysuströnd af flóðum: URD OG GRJÓÍ UM ÖLL TÚN, - VARNARGARÐAR SÓPUÐUST BURT Öldurnar skoluðu burt kofum. 20 kindum og bát bjargað með snarrœði Stórskaðar urðu á Vatns- leysuströnd i nótt af völdum sjávargangs og óveðurs. Hefur sjórinn rutt i burtu varnargarði, sem ýtt var upp fyrir 7-8 árum, er mikil flóð gerði þá, við álika aðstæður og voru i nótt. Sópaði sjávargangurinn verkfæra- geymslu og fleiri skúrum burt i nótt, sjór gekk upp undir bæi og ein fjölskylda flýði hús sitt. Var það fjölskylda Ormars Jónsson- ar, tengdasonar bóndans á Neðri Brunnastöðum, en flótt- inn var meira gerður i öryggis- skyni Simon Kristjánsson, bóndi á Neðri-Brunnastöðum sagði að hann hefði vaknað kl. 03.45 við óveðrið og sjávarganginn. Atti hann bát niður á kambi og vildi bjarga honum og tókst það með aðstoð fólks er hann ræsti. Við þá björgunaraðgerð sá hann i ljósum bils sins stóran fjárhóp, sem kominn var i sjálfheldu vegna ílóðsins. Tókst Simoni með snarræði að rifa niður girðingu svo féð kæmist upp á túnin. Mátti ekki tæpara standa. þvi sumt af fénu lenti i brim- öldunum er gengu á land upp og tóku litlu siðar með sér kofa- ræksni á sjávarkambinum er féð hafði leitað skjóls undir. Hefði allur fjárhópurinn, alls um 20 kindur, lent i hafrótinu, ef Simon hefði ekki komið auga á það i skini bflljósanna. Simon sagði að ægileg eyði- legging blasti við sjónum þarna um slóðir. Urð'og grjót er upp um öll tún. Sjór næði upp að stuðurum bils hans á heimakstursbrautinni að bæn- um og gamli þjóðvegurinn til Keflavikurvarundirsjóá kafla. Veðurhæðin komst i 10-11 stig að áliti Símonar, en það var fyrstog fremst brimið sem tjóni olli. Sagði Simon að útlitið væri svart, þvi nú væru varnargarð- ar horfnir og kæmi önnur slfk hrina með vaxandi flóði, væri ekki að vita hvað gerast mundi. Viðar mun tjón hafa orðið, en Simon hafði ekki haft spúrnir nema frá Knarrarnesi, er við ræddum við hann i sima. ASt. frfálst, nháð dagblað Mánudagur 3. nóvember 1975. Vaknaði við reykjarkóf -og vakti félaga sína Eldur kom upp i v.b. Hafnarbergi RE 404, þar sem hann lá við Grandagarö i nótt kl. 4.45. Svaf skipshöfnin um borð og vaknaði einn skip- verja við reykjarkóf i lúkarn- um. Vakti hann félaga sina tvo og gerði slökkviliði aðvart. Höfðu mennirnir hafið slökkvistarfið er slökkviliðs- menn bar að. Tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, ’ sem ekki varð mikill, en reykjarkófið þeim mun meira. Tveir mannanna sem um borð sváfu voru fluttir i slysadeild þvi þeir munu hafa orðið fyrir revkeitrun. Mátti þarna litlu muna að verr færi. _ Dregið í getrauninni: HANN FÆR HAWAIIFERÐ Sá heppni i áskrifendaget- raun Dagblaðsins heitir Jakob Hálfdánarson, til heimilis að Kleppsvegi 144 i Reykjavik. Dregið var úr gifurlegum fjölda svara, sem blaðinu bár- ust, og kom þá upp lausn Jakobs, sem getur nú veitt sér þann munað að sóla sig að vetrarlagi i hinu milda og þægilega loftslagi Hawaii- eyja, auk þess að heimsækja Kaliforniu og New York á heimleið. Við óskum Jakobi og hans tjölskyldu til hamingju og þökkum lesendum okkar fyrir góða þátltöku. —JBP— Tveir útlend- ingar týndir í óbyggðum — voru ó leið til Landmannalauga á lélegri bifreið Tveir menn úr Sigöldu, sem ætluðu i gær austur i Landmanna- laugar, eru enn ekki komnir fram. Bilar fóru í birtingu i morgun til að leita, en komu báðir aftur skömmu fyrir hádegi og höfðu ekki orðið varir mannanna. Dagblaðið náði tali af Halldóri Eyjólfssyni á Rauðaiæk i morgun, en hann er starfsmaður Landsvirkjunar þarna efra. Hann sagði, að hann væri að leggja upp á snjóbilnum þar sem hann hefði verið beðinn um að svipa^t um eftir mönnunum. Halldór er allra manna kunnugastur þarna og taldi hann, að óvist væri, hvort mennirnir hefðu ratað rétta leið. Þeir væru ókunnugir þarna og i gærkvöldi hefði skollið á leiðinda- veður með snjókomu. Gætu þeir allt eins hafa farið Fjallabaksveg eða jafnvel enn aðra leið. Mennirnir, sem lögðu af stað úr Sigöldu kl. um 3 i gærdag eru Englendingur og Þjóðverji, sem eru við störf hjá verktakafyrir- tækinu Strabach, sem annast malbikun. Fóru þeir á lélegum Landrover-bil, sem „hvorki held- ur vindi né vatni”, eins og skrif- stofan i Sigöldu orðaði það. Siðustu fréttir hermdu, að mennirnir hafi fundizt nærri Landmannalaugum, þar sem bill- inn var fastur, i vonzkuveðri. Mönnunum tveim hatði ekki oröið meint af nokkru volki, sem þeir höfðu lent i —B.S.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.