Dagblaðið - 04.11.1975, Side 3

Dagblaðið - 04.11.1975, Side 3
Oagblaðift. Þriðjudagur 4. nóvember 1975. Slysagildrurnar í Breiðholti: TIU ARA STRAKUR BJARGAÐI 5 ÁRA DRENG FRÁ DRUKKNUN „Við vorum bara að leika okkur þarna, af þvi að það kom enginn i sunnudagaskólann. Kristján stóð eitthvað nálægt vatninu og svo datt hann aftur á bak úti”, sagði Ásgeir Guð- mundsson, 10 ára gamall Breið- holtsbúi, sem með snarræði sinu bjargaði 5 ára gömlum félaga sinum frá drukknun i tjörn, sem myndazt hefur við eitt hornið á leik fimihúsinu við Fellaskól- ann, á sunnudagsmorgun. Kristján litli var hress i .gær, er við hittum þá félága, en enginn vafi er á þvi, að illa hefði getað farið, þegar litið er á tjörnina. Þetta ersama sagan, vegna ein- hverra framkvæmda er grafin hola þarna við eitt hornið á leik- fimihúsinu, en siðan horfið á braut án þess að byrgja hana almennilega. Að visu voru búkkar settir þarna upp fyrir skömmu, en þeir eru nú komnir á flot og er gryfjan þvi óvarin, Hundruð barna eru þarna að leik á hverjum degi. Foreldrar hafa margsnúið sér til yfir- valda, en litið hefur gerzt i mál- inu. Það virðist alltaf þurfa stórslys til þess að þessar slysa- gildrur séu almennilega b.yrgð- ar. —Hp Strákarnir i Breiðholtinu, Ásgeir 10 ára og Kristján 5ára, myndin var tekin af þeim við slysagildruna sem varð næstum til þess að Kristján litli yrði fyrir slysi. (DB-mynd Björgvin). N SÓLARGEISU í HRÁSLAGANUM — Dagblaðið heimsœkir heppna óskrifendur „Hún borgar sig sannarlega áskriftin að Dagblaðinu,” sagði Jakob Hálfdánarson og hló ánægjulega þegar Dagblaðs- menn heimsóttu hann á heimili hans i gærkvöldi. Fyrr um daginn haföi nafn Jakobs verið dregið úr hátt á annað þúsund lausnum sem bárust vegna áskrifendagetraunar Dag- blaðsins. Það var að vonum glatt á hjalla að Kleppsvegi 144, en þar býr Jakob Hálfdánarson, 33 ára tæknifræðingur hjá Vega- gerðinni ásamt konu sinni Margréti Sveinsdóttur og þremur börnum, Þórnýju Björk 7 ára, Jóni Viðis 5 ára og Hlyni Sveini 4 ára. Fjölskyldan var þegar komin i ferðaskapið, þrátt fyrir kalsann utan dyra. Fram undan eru sól- vermdar baðstrendur Hawaii- eyja og blómum skrýddar Hula dansmeyjar, sveiflandi sér eftir fögru hljómfalli polynesa- söngvanna i skugga pálma- trjánna. „Frúin hafði einmitt orð á þvi i gærkvöldi að liklega hefðum við ekki hreppt ferðina fyrst engin upphringing var komin,” sagði Jakob. „En það rættist heldur betur úr þessum hráslagalega degi Jakob Hálfdánarson og Margrét Sveinsdóttir vinningshafar I áskrifendagetraun Dagblaösins ásamt börnum sinum, Jóni Viðis, Þórnýju Björk og Hlyni Sveini. þegar fréttirnar bárust. Siðan hefur allur timinn farið i ferða hugleiðingar.” Rétt svör eru: 1. Canberra, 2. Ottawa 3. Riyadh, 4. Pretoria, 5. Ankara, 6. Brasilia 7. VVashington, 8. Delhi. Dagblaðið óskar þessum heppnu áskrifendum til hamingju með væntanlega ævintýraferð til Hawaii. —AE— Að leik í pabba bíl... Þegar litli snáðinn sezt upp i bilinn hans pabba sins getur farið illa. Þannig var það i þessu tilfelli. Fiktað i stjórn- tækjunum og billinn fer að siga afturábakog hafnar loks fram af stalli og niðri i blómabeði. Lik- lega hefur þeim litla ekki staðið á sama. Menn ættu að gæta þess vandlega að læsa bilum sinum, lika heima við húsin sin, freistingarnar eru alltaf fyrir hendi hjá þeim minni, að ekki sé talað um þá sem ganga um og stela bilum að næturlagi. (Ljós- mynd Sig. Jón.) HOSKULDUR ER RAÐUNEYTISSTJORI í grein um námslán i blaðinu i Það er ekki rétt. hann er ráðu gær segir, að Höskuldur Jónsson neytisstjóri þar. sé fulltrúi i fjármálaráðuneytinu. HP. IIERBERT: frjáls á ný. DB- inynd: Björgvin. HERBERT HÆTTUR í PELICAN Hljómsveitin Pelican er enn á ný orðin söngvaralaus, þvi að Herbert Guðmunds- son sagði upp i gærdag. orð- inn langþreyttur á þeirri pressu. sem hefur hvilt á honum allt frá þeim degi. er hann gekk i hljómsveitina i mai i vor. „Við skildum i mesta bróð- erni,” sagði Herbert. er við ræddum við hann i gær- kvöldi, ..en ég var dálitið óánægður með að koma ekki að nokkrum lögum eftir sjálfan mig, sem ég vildi að við tækjum. Svo var ég i rauninni aldrei sérstaklega ánægður i hljómsveitinni. og þegar ég var orðinn var við að nokkur pressa hafði myndazt innan hljóm- sveitarinnar um að ég hætti. þá notaði ég tækifærið og sagði upp." Ekki gat Herbert sagt neitt um það. hvað hann tæki sér fyrir hendur á næstunni. en bjóst þó við að hann mvndi taka sér gott fri i nokkurn tima. „Nú. og svo getur verið að ég fari i að taka upp plötu með lögum eftir sjálfan mig og einnig nokkrum dægur- lögum frá fyrri árum." sagði hann. Hljómsveitin Pelican er þegar farin að leita eftir nýj- um söngvara i stað Herberts. Ómar Óskarsson kvað einn ákveðinn mann vera i sigti. en hann hefði enn ekki gefið ákveðið svarum. hvort hann 'gengi i hljómsveitina. ..En þau mál skýrast væntanlega i dag eða á morgun." sagði Ómar að lokum. —AT—

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.