Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 8
8 BIABtÐ frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir:'Hallur Sfmonarson Hönnun: Jóhannes Revkdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur BjarnleifsSon, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirfksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Námsmenn í mótvindi Athyglisvert er, hversu útbreidd er andúð meðal almennings á málstað námsmanna i lánamálum þeirra. Gagnrýnisskrif i dagblöðum segja ekki nema hluta af þvi illa umtali, sem námsmenn sæta um þessar mundir. Menn segja námsmenn lifa hóglifi. Þeir eigi bil og dýrustu hljómflutningstæki, búi i kostnaðarsömu hjónabandi, fljúgi heim i fri tvisvar til þrisvar sinnum á ári, ef þeir stundi nám erlendis, og heimti vinveitingar i félagsheimili sinu, séu þeir við nám heima. Eflaust er það upp og ofan, hvernig námsmenn fara með fé og ef til vill hafa aukizt kröfur þeirra til lifsins gæða. Jafnvel fyrrverandi námsmenn eru gagnrýnir og segja sjálfa sig ekki hafa verið svona hóglifa i þá gömlu, góðu daga. Þeir hafi þá snikt sér far með fiskiskipum til náms erlendis, hafi dregið fram lifið á tekjum af sumarvinnu og neitað sér um hjóna- bandssælu. En sjálfsagt hefur einnig þá verið upp og ofan, hvernig námsmenn fóru með fé. íslendingar hafa áratugum saman, á timum striðsgróða og sildar- ævintýra, vanið sig á töluverða eyðslusemi og gefið börnum sinum slæmt fordæmi. Menn hafa lika áhyggjur af þvi, að námsmenn séu of margir, raunar miklu fleiri en þjóðfélagið hafi þörf fyrir. Sumir þeirra stundi varla nokkurt nám, sem heitið geti, og lifi samt á lánum, sem séu i rauninni styrkir, af þvi að verðbólgan geri endur- greiðslurnar verðlitlar. í rauninni er það þetta, sem er kjarni vandamáls- ins. Lánasjóður námsmanna er gjaldþrota, af þvi að námsmönnum hefur fjölgað svo ört og af þvi að endurgreiðslur fyrri lána eru honum harla litils virði. Ef til vill væri unnt að tengja lánin meira árangri i námi og þeim stigum, sem menn taka á námsferli sinum. Og ef til vill væri unnt að verðtryggja lánin að einhverju eða verulegu leyti. Slikt væri raunar skynsamlegra aðhald en sú drákonska aðferð að klippa skyndilega og óvænt á lánin, eins og nú hefur verið gert. En rikisstjórnin verður fyrir þrýstingi úr ýmsum áttum, ekki eingöngu frá námsmönnum. Hin alvar- lega staðreynd er sú, að stjórnin mundi verða meira gagnrýnd af almenningi fyrir að láta undan náms- mönnum heldur en hún er nú gagnrýnd af náms- mönnum fyrir að gefa litið eftir. Verkfallshótanir magna þessa andúð i þjóðfélag- inu. ,,Fari þeir bara i fri”, segir fólk og lætur sig litlu varða, þótt námsmenn segist ætla að leggja niður nám til að þrýsta fram kröfum sinum. Það viðrar þvi ekki vel fyrir námsmenn um þessar mundir. Hér verður ekki sett fram nein patentlausn á hin- um mikla vanda, sem margir námsmenn eru i vegna frestunar á útborgun lána. Aðeins skal sett fram sú skoðun, að ekki verði haldið þannig á mál- um, að langskólanám verði forréttindi barna vel- stæðra foreldra. Dagblaöið. Þriðjudagur 4. nóvember 1375. Þegar friðarverðlaununum var úthlutað Október blóðugasti mónuður órsins Nýliðinn októbermánuður var blóðugasti mánuður ársins — til ■þessa að minnsta kosti. Október 1975 verður lengi i minnum hafður fyrir blóðið sem úthellt var af skotmönnum, sprengju- tilræðismönnum, skæruliðum og stjórnarherjum i Norður- og Suður-Ameriku. Evrópu, Afriku, Miðausturlöndum og Asiu. Kaldhæðni örlaganna réð þvi, að október var einnig mánuður friðarverðlauna Nóbels. A pappirnum rikti friður i heiminum i október en samt voru nokkur „óopinber” strið i gangi, þar á meðal þrjú borgarastrið. Þessi strið kostuðu hundruð mannslifa, margir hinna látnu voru blásak- lausir. Blóðið streymdi striðum i Beirút, Vin og Paris og i Angola börðust þrjár „frelsisfylkingar” um völdin áður en landið fær sjálfstæði 11. nóvember. 1 Eþiópiu voru einnig bar- dagar á milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna Eritreu. 1 Asiu blæddi. Barizt var á eynni portúgölsku Timor. Þar áttust við hermenn stjórnar Indónesiu og timorskir fylgis- menn þeirra annars vegar og frelsisfylking eyjunnar, Fretilin, hins vegar. t Suður-Ameriku börðust argentinskar hersveitir við skæruliða Montoneros af mikilli hörku. Mannfall beggja var til- finnanlegt. Skæruliðar Baska á Spáni létu til sin taka og i Bandarikj- unum skókust nokkrar borgir af sprengingum. Pólitisk mannrán héldu áfram af viðlika krafti og áður. í slysum týndu hundruð manna lifi, hvort heldur það voru flugslys, járnbrautarslys eða sjóslys. Október 1975 verður einnig minnzt sem mánaðar þegar leið undir lok viðburðarikt timabil sögunnar: Fransisco Franco, harðstjóri Spánar i fjóra ára- tugi, var á siðasta snúning. 1 Beirút voru nær stöðugir bardagar sem raunar hafa geisað allt siðan i april. Þar eigast við vinstrisinnaðir múhameðstrúarmenn, er njóta aðstoðar palestinskra hermdarverkamanna, og hægrisinnaðir falangistar, kristnir menn. Nú geisar borgarastyrjöld i Libanon. Þar hafa hundruð saklausra látið lif sitt og enn fleiri hafa særzt. Tjón á mannvirkjum er gifurlegt. Auk viðskiptalifsins lamaðist hið daglega lif ibúa Beirút og útlendingar voru Sprengjutilræöi vera æ algengari. Þessi mynd er frá London. Til- viljun ein réð þvi að þingmaðurinn Hugh Fraser og Caroline Kennedy voru ekki i bilnum þegar hann sprakk, en jafnsaklaus veg- farandi lét lifið i stað þeirra. hvattir til þess af rikisstjórnum sinum að yfirgefa borgina. Vopnahléum var lýst yfir með reglulegu millibili en enginn hlustaði. í Evrópu létu pólitiskir laun- morðingjar til sin taka. 22. október gengu þrir óþekktir byssubófar inn á skrifstofu tyrkneska sendiráðsins i Vinar- borg og skutu sendiherrann, Danis Tunaligil, til bana. Tveimur dögum siðar var sendiherra Tyrklands i Paris, Ismail Erez, skotinn til bana þar i borg. Á Norður-trlandi féllu rúmlega 20 manns fyrir byssu- kúlum. Þar urðu og sprengingar þrátt fyrir vopnahléið, sem lýst hefur verið yfir. I trska lýðveldinu rændu tveir (eða sjö)skæruliðar hollenzkum kaupsýslumanni, dr. Tiede Herrema. og kröfðust frelsis til handa þr>ggja fangeisuðum félögum sinum, að öðrum kosti týndi Hollendingurinn lifi. Lögreglan hefur fundið felu- stað þeirra og umkringir nú staðinn, en hvorki gengur né rekur um lausn málsins. Irska stjórnin neitar að semja við ræningjana og dr. Herrema er orðinn örvæntingarfullur. I London létu tveir menn lifið i sprengingu og margir liggja sárir. Einni sprengju var komið fyrir utan við neðanjarðarjárn- brautarstöð. Við sprenginguna týndi einn maður lifi og 20 særð- ust. Annarri sprengju var komið fyrir við veitingahús i borginni, þar sem þingmenn koma gjarnan til málsverðar, en hún fannst og var gerð óvirk áður en tjón hlauzt af. Þriðju sprengjunni var komið fyrir undir bil ihaldsþing- mannsins Hughs Frasers. Til- viljun olli þvi að þingmaðurinn og Caroline Kennedy, gestur hans, voru ekki komin út i bilinn þegar hún sprakk. Vegfarandi, sem átti leið hjá, týndi hins vegar lifi sinu i sprengingunni. Hann var einn helzti krabba- meinssérfræðingur Bretlands, Gordon Fairley. En önnur sprenging varð 29. október i Mayfair-hverfi Lundúnaborgar. 17 manns særðust alvarlega. Enginn tók á sig ábyrgð vegna þessara sprenginga en lög- reglan i London telur að þarna hafi trski lýðveldisherinn IRA verið að verki. t Bandarikjunum urðu sprengingar i New York, Was- hington og Chicago. Svo virtist sem ákveðið samband væri á milli margra sprenginga i nokkrum bönkum og opinberum byggingum snemma morguns 27. október. Sem betur fer meiddist enginn. Hópur sjálf- stæðissinna frá Puerto Rico tók á sig ábyrgð fyrir þessar sprengingar vestra. Á Spáni gekkst aðskilnaðar- hreyfing Baska, ETA, fyrir morðum á 11 lögregluþjónum i hefndarskyni fyrir aftökur fimm félaga þeirra i september. Þeir voru aftur á móti teknir af lifi fyrir morð á lögreglu- þjónum. Þannig ganga morðin i hringi. Hogfrœði fómarinnar Helzta forsendan fyrir giftu og velfarnaði samfélags eða þjóðfélags er sú, að sérhver meðlimur þess geri a.m.k. jafn- miklar kröfur til sjálfs sin og hann gerir til annarra. Ef ein- staklingarnir i samfélaginu brydduðu nú upp á þvi nýmæli i veröldinni að gera meiri kröfur til sjálfra sin en annarra, fengi enginn mannlegur máttur kom- ið i veg fyrir vöxt þess og við- gang. t sliku samfélagi hafa skilyrði myndazt fyrir raun- verulega einingu, sem er undir- rót allra sannmennskra fram- fara og lýsa má með þeim orð- um, sem rúma siðfræði kristin- dómsins: Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig. Slikt viðhorf krefst að sönnu fórna af hverjum og einum, en þegar öllu er á botninn hvolft hafa engar umtalsverðar framfarir orðið i heiminum án fórna. Það kann að hljóma sem öfug- mæli, en þessi einingarviðleitni er þegar hafin um allan heim. Hið ytra sér hennar merki i ýmsum alþjóðlegum stofnunum og bandalögum, alþjóðatungu- málum, tilraunum til samræm- ingar gjaldmiðils og þess hátt- ar. En það sem einkennir þessa þróun, sem er undiraldan i sam- skiptum flestra þjóða, er þvi miður hvorki sú bræðralags- kennd né sáttfýsi, sem varanleg eining hlýtur að byggjast á, heldur andstæða þeirra: ótti og tortryggni. Og meðan stefnt er að einingu með þviliku hugar- fari er tilraunin dæmd til að bera rýran ávöxt. Forsenda varanlegrar einingar er einmitt gagnkvæmt traust og virðing þjóða, þjóðfélagshópa og ein- staklinga. Slik afstaða felur i sér á okkar dögum gjörtæka breytingu á hugarþelinu og full-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.