Dagblaðið - 04.11.1975, Side 14

Dagblaðið - 04.11.1975, Side 14
14 X" Hagblaðið. Þriðjudagur 4. nóveniber 1!)75. Hann líkist föður sínum í einu og öllu Sonur Clark Gable fœddist 5 mónuðum eftir lót föður síns Kay var hvött til þess að skira soninn Clark, en faðir hans hafði tal- að uni það fyrir dauða sinn að nafnið gæti orðið honum fjötur um fót siðar meir. © Úrvals kjötvöru r og þjónusta ÁVALLT EITTHVAÐ GOTTÍ MATINN Stigahlið 45-47 Sími 35645 TOYOTA vetrarskoðun 1. Vélastilling 2. Stilltir ventlar 3. Hreinsun á blöndung 4. Skipt um kerti 5. Hreinsuö loftsia [ 6. Fyllt á rúðusprautu (frostvari) 7. Mældur frostlögur 8. Rafgeymir mældur, hreinsuö 9. Viftureim skoðuð 10. Stillt kúpling. geymissambönd Verð með sölusk. kr. 5500—6500 eftir gerðum. Innifalið i verði: Kerti, platínur, ventlaloks- pakkning, frostvari á rúðusprautu, vinna. TOYOTA þjónustan Ármúla 23. — Sími: 30690 — John Clark Gable ásamt möður sinni, Kay Spreckles. Hann fæddist 5 inánuðum eftir lát föður sins, hins fræga Clark Gables. — Ég var bæði óhamingju- söm og einmana þegar Clark dó, segir ekkja Clark Gable, Kathleen Spreckles, nýlega i blaðaviðtali. — Ég var ákveðin i þvi þá að gifta mig ekki aftur og ég hef heldur ekki gert það. Ég hef heldur ekki haft neina þörf fyrir það, þvi ég á John Clark. Mér þykir vænt um að sjá hann stækka og likjast föður sinum æ meir. 10 dögum eftir að töku mynd- arinnar ,,The Misfits” lauk i nóvember 1960 lézt aðalleikari hennar, Clark Gable, af hjarta- slagi. Var miklu álagi við töku myndarinnar um kennt að svona fór. Fimm mánuðum seinna fædd- ist fyrsti og eini sonur hans, John Clark Gable. Þykir John Clark, sem núna er 14 ára gam- all, likjast föður sinum mjög i einu og öllu. Ekkja Clarks, Kay, hefur sagt að jafnvel augnaráð þeirra sé hið sama, — þetta sé alveg með ólikindum. Kay hefur tekizt að vernda son sinn furðu vel fyrir forvitn- um fréttamönnum i þessi 14 ár, en hún hefur verið i stöðugum ótta um að honum yrði rænt eða gert rnein á einhvern hátt. Þegar John Clark var aðeins 6 mánaða gamall hringdi lögregl- an til hennar ,,til þess ab vara mig við en þeir höfðu fengið upphringinu þar sem einhver hótaði að ræna John Clark,” segir Kay. — Ég hleypti ekki lögreglunni inn til min fyrr en þeir höfðu fullvissað mig um að þeir væru örugglega frá lögreglunni.” Kay hefur ekki hleypt blaða- mönnum og ljósmyndurum inn til sin. Hún vildi helzt ekki láta neinn vita um hvar þau mæðgin héldu sig. Hún komst að samkomulagi við lögregluna um að fá nætur- vakt til þess að gæta hins rúm- lega 80 ferkilometra landseturs þar sem hún bjó áður ásamt syni sinum, i Californiu. Landsetur þetta keypti Clark Gable á sinum tima handa fjórðu eiginkonu sinni, Carole Lombard. Kay býr nú i Beverly Hills og hefur látið koma fyrir sérstöku viðvörunarkerfi i húsi sinu og er það i tengslum við lögreglustöð- ina i hverfinu til varnar gegn mannræningjum. Margir af aðdáendum Clark Gable hafa spurt hvort John Clarke eigi eftir að feta i fótspor föður sins. Kay hefur svarað þeirri spurningu á þá leið að Clark Gable hafi verið á þeirri skoðun að nóg væri að hafa einn leikara i hverri fjölskyldu, — og hún væri á sömu skoðun. — En vel má vera að það fari á aðra leið heldur Kay áfram. John Clark likist föður sinum i fleiru en útlitinu. Hann er ástriðufullur, bliður og óhefl- aður i sömu andrá, alveg eins og faðir hans. Hann hefur mikla hæfileika, — er alveg eins og faðir hans hefði helzt kosið — og með þessi augu sin hlytur hann að verða kvennagull. Clark Gable lék alls i 67 kvik- myndum og hafði aðalstjörnur Hollywood sem mótleikara. M.a. má nefna Gretu Garbo, Helen Hayes, Jean Harlow, Vivian Leigh, Lönu Turner, Myrnu Loy, Claudettu Colbert og Marilyn Monroe. Clark Gable og Marilyn Monroe kveðjast eftir að töku myndarinn- ar „Tlie Misfits” lauk. lOdögum siðar var Clark Gable dáinn. iBIABIB er smóauglýsinga blaðið SOLUMAÐUR VANUH. GÓDUR. IIÁTT KAUF. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist Dagblaðinu fyrir 8. nóv. nk. merkt „SÖLUMAÐUR 234”.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.