Dagblaðið - 24.11.1975, Page 3
Pagblaðið. Mánudagur 24. nóvember 1975.
3
Giftusamleg björgun
ferðalanga á Reykjaheiði
Stórhríð á
Húsavík
um helgina
Eftir hádegið á laugardag
lögðu fjórir ungir menn frá
Húsavik i kynnisferð upp á
Reykjaheiði. Veður var ekki
beinlinis til slikrar ferðar fallið
þar sem stórrigning var og veg-
ir blautir. Endaði með þvi að
piltarnir festu farartæki sitt,
sem var Landrover-jeppi, er
þeirkomu fram að Þeistareykj-
um. —■ Gátu þeir ekki meö
nokkru móti losað bilinn og
lögðu þvi af stað heimleiðis
gangandi.
Þeir héldu sig á veginum all-
an timann, þvi mikil þoka var á
heiðinni. Ekki er nema klukku-
tima akstur fram að Þeista-
reykjum frá Húsavik undir
venjulegum kringumstæðum,
en ferðalangarnir komu ekki til
Húsavikur fyrr en komið var
undir miðnætti. Tveir þeirra
höfðu gefizt upp á göngunni og
lagzt fyrir uppi á heiði.
Þá var skollin á linnulaus
stórhrið. Gerður var út hjálpar-
leiðangur til að bjarga mönnun-
um tveim og bilnum. Fór lög-
reglumaður ásamt manni úr
hjálparsveitinni i Landrover
jeppa, fundu mennina tvo og
björguðu bilnum.
Mennirnir voru orðnir hold-
votir og kaldir er aö þeim var
komið, en varð að öðru leyti
ekki meint af.
Leiðangursmenn komu kl. 4 á
sunnudagsmorguninn heim til
Húsavikur heilu og höldnu. Þótti
mikil mildi að ekki tókst verr til.
Lögreglan gat þess að færð i
bænum væri furðanlega góö og
hvergi ófært, aöeins jafnfallinn
snjór. Ekki var útlit fyrir að lát
yrði á snjókomunni.
A.Bj.
Óeinkennisklæddir lögreglumenn telja dansgesti f Sigtúni, —en þeir reyndust öllu fleiri en leyfilegt er.
(DB-mynd Björgvin).
Gestirnir voru fleiri en leyfilegt er:
TALIÐ ÚT ÚR
SIGTÚNI
Þeir voru rétt yfir markinu,
sagði Grétar Norðfjörð lög-
reglumaður, þegar við spurðum
hann um „úttalninguna” úr Sig-
túni s.l. laugardagskvöld.
Það var ekki opið i öllum
samkomuhúsum borgarinnar á
laugardagskvöldið og mátti
þess vegna búast við miklum
fjölda gesta i Sigtúni. En engum
var hleypt inn i húsið eftir
klukkan ellefu. Þá biðu nokkur
hundruð manns fyrir utan. —
Við talninguna kom i íj’ós að tála
gesta i húsinu var aðeins hærri
en leyfilegt er, sagði Grétar
Norðfjörð.
A.Bj.
Hálko á Hellisheiði
einn valt
Fljúgandi hálka var á veginum
yfir Hellisheiði um helgina, en
umferð var ekki mjög mikil. Einn
Vegna fréttar i blaði yðar á
föstudag um eldsvoða i báti á
Seyðisfirði vil ég gjarna að eftir-
farandi komi fram.
Slökkvistarfið gekk mjög greið-
lega og ekkert fum eða flaustur
átti sér stað i upphafi, heldur
gekk óvenju fljótt fyrir sig að
koma tækjunum fyrir og senda
reykkafara meö slökkvitæki ofan
i bátinn. Um það að sprautað hafi
verið bensini á eldinn i stað létt-
froðu er staðhæfulaust með öllu
og reyndar rakalaus lygi. Það
skal að visu viðurkennt, að það
hefði getað farið illa vegna þess
að froðuefnið er geymt á plast-
brúsum og nærri lá að bensin-
bill valt, var það jeppabifreið úr
Reykjavik. Engan sakaði að sögn
lögreglunnar á Selfossi. A.Bj.
brúsi, sem ekki var nægjanlega
auðkenndur frá kvoðubrúsunum,
yrði tekinn i misgripum.
Sem betur fer er eldsvoði ekki
daglegur viðburður hér en vekur
eðlilega mikla athygli þegar hann
ásérstað. Þessi athygii torveldar
ávallt slökkvistarfið vegna þess
að alltaf er viss hópur áhorfenda
sem lætur svona atvik æsa sig
upp. Dæmi eru til að fullorðið fólk
leikur hreina trúða við slik tæki-
færi. Fréttaskáldið ÓJ frá föstu-
deginum er einmitt ágætt dæmi
um slikt.
Theodór Blöndal
slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði.
Óútfylltum
en undir-
rituðum
tékkum
stolið á
Siglufirði
Aðfaranótt s.l. miðviku-
dags var brotizt inn i Lag-
metisiðjuna Siglósild á
Siglufirði. Var stolið þaðan
litlum peningakassa og
skjalatösku. Ekki var vitað
hve miklir peningar voru i
kassanum en i skjalatösk-
unni voru ýms skjöl og tékk-
hefti á Landsbankann i
Reykjavik og var búiö að
undirrita nokkra tékkana. —
Taskan hefur nú fundizt úti
á viðavangi, en i henni var
einungis reykjarpipa og
stimpill Lagmetisiðjunnar,
hitt var allt horfið. Er nú
unnið að rannsókn málsins.
A.Bj.
SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN
VILL EKKI VIÐUR-
KENNA BENZÍNGUSUNA
Linnulaus snjókoma
fyrir norðan og vestan
Verulegt úrkomumagn á Reykjanesvita
og í Reykjavík
Aðfaranótt sunnudags byrjaði
að snjóa á Norðurlandi og Vest-
fjörðum. Var linnulaus snjó-
koma þar á sumum stöðum i
gær. Vindur á landi var ekki
mjög sterkur, norðan kaldi en
allhvasst eða hvasst á miðun-
um, einkum á Vestfjarðamið-
um.
Sunnanlands var mun minni
úrkoma, aðeins él og viða var
þurrt á Suðurlandi.
Veðurstofan sagði að ástæðan
fyrir þessu veðri væri að lægð-
armiðja fór yfir landið aðfara-
nótt sunnudags. Olli hún veru-
lega mikilli rigningu á öllu
Norður- og Vesturlandi. Þegar
lægðin var komin yfir breyttist
úrkoman i snjókomu.
Frá þvi kl. 18 á laugardags-
kvöld og þar til kl. 9 á sunnu-
dagsmorgun mældist mest úr-
komumagn 25 mm á Reykjanes-
vita og 22 mm i Reykjavik.
A.Bj.
Þungfœrt á götum Siglufjarðar
Mikil snjókoma var á Siglu-
firði um helgina. Kyngdi þar
niður snjó, en veður var kyrrt.
Skyggni var ekki nema 3—400
metrar. Færð var nokkuð þung,
vegna þess hve blautt var undir
snjónum. Ekki höfðu orðið nein
slys i umferðinni er við höfðum
samband við lögregluna á Siglu-
firði i gær. A.Bj.
Hálka og ófœrð á ísafirði
Stórhrið var á Isafirði i fyrri-
nótt og kyngdi niður snjó. Færð
spilltist i bænum og mikil hálka
myndaðist. Ekki varð samt nema
einn árekstur þar i gær og hann
mjög smávægilegur.
Tveir smábátar, sem höfðu
verið á sjó, leituðu vars á tsafirði
vegna óveðursins.
Sæmilega gott veður var komið
i gær, bjart yfir og engin úrkoma.
A.Bj.
Braut rúður og grindverk
og sleit upp hríslur
Mikill erill og þvarg var hjá
lögreglunni i Reykjavik er liða
tók á föstudaginn. Urðu útköll
lögreglunnar alls 84 og i flestum
tilvikum var það út af ölvun og
afleiðingum hennar. Fanga-
geymslur lögreglunnar fylltust
snemma kvölds.
Einn hinna ölóðu gekk ber-
serksgáng i Skipasundi skömmu
eftir miðnætti aðfaranætur
laugardags. Gekk maðurinn þar
milli húsanna frá 56 til 64.Braut
hann rúður viða. sparkaði sund-
ur grindverki og reif upp hrislur
i görðum. Var lögreglan til
kvödd og hinn ölóði var settur
bak við lás og slá. ASt.
11 teknir ölvaðir við akstur
— og tveir á sama reiðhjólinu
Sjö voru teknir ölvaðir við
akstur bifreiða hér i Reykjavik
á föstudaginn og fjórir bættust i
þann hóp á laugardaginnAEinn
hinna seku var þar að auki á
stolnum bil. Var hann stöðvaður
i ökuferð sinni á niunda timan-
um á laugardagsmorguninn.
Sjaldgæfara er að menn séu
ölvaðir á reiðhjólum. En við
slikan „akstur” voru tveir pilt-
ar teknir i Nóatúni á laugar-
dagskvöld. Hjólinu höfðu pilt-
arnir stolið við Tónabæ og tvi-
menntu þeir siöan á þvi niður i
Nóatún. þar sem lögreglan batt
enda á ökuferðina.
ASt.
Lét ölvunarœði sitt bitna
á kyrrstœðum bíl
Bifreið frá Guðmundi Jónas-
syni var illa leikin i fyrrinótt er
ölvaður maður réðst að henni.
Lögreglan var til kvödd um
kl. 3 á sunnudagsnótt og kom að
manninum við iðju sina. Hafði
maðurinn gengið berserksgang
i bilnum og stórskemmt hann,
brotið og rifið. Maðurinn var
ölvaður og fékk gistingu i fanga-
gevmslum lögreglunnar.
ASt.