Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 7
Pagblaðiö. Mánudagur 24. nóvember 1975. 7 Erlendar fréttir OMAR VALDIMARSSON 1 REUTER I Monopoly-meistari Hálfþritugur irksur fast- eignasali, John Mair, varð heimsmeistari i „monopoly” i Washington i gær. Hann þakkar sigur sinn „hreinni hæfni, snilli minni — og gin og tónik.” Mair stóð sig afburðavel all- an timann, en hætti þó titlin- um þegar hann missti tening- inn i ginglasið sitt. Hann sigr- aði siðan Belgann Roger Hendrickson, sem varð í öðru sæti, Norðmanninn Cato Wallo og Bretann Ken Jones. Ástralía „KOSIÐ UM FRAMTÍÐ MNGRÆÐISINS — sagði Whitlam í morgun II Gough Whitlam, hinn brott- rekni forsætisráðherra Ástraliu, hóf i morgun formlega Kosrimga baráttu Verkamannaflokksins og hvatti landsmenn til að bæta úr þvi mikla ranglæti, sem orðið hefði er stiórn hans var vikið frá. Whitlam sagði á fundi með 30 þúsund stuðningsmönnum sin- um i Sydney i morgun, að þeir ættu að gefa þingræðislegu lýð- ræði sanngjarnt tækifæri til að sanna ágæti sitt. „Þessar kosningar snúast um sjálft þingið,” sagði hann. „Þær snúast um framtið þingræðis- ins.” Whitlam var rekinn út starfi af landstjóranum Sir John Kerr, 11. þessa mánaðar vegna þess að hann hafði neitað að boða til kosninga þótt þingið vildi ekki samþykkja fjárlaga- frumvarp hans óbreytt. Whitlam sagði, aö stuðnmgur við landstjórann i þessu máli þýddi það eitt, að sami hlutur- inn gæti gerzt aftur og aftur þar til þingræðisfyrirkomulaginu væri endanlega komið fyrir kattarnef. „Það væri rangt gagnvart áströlsku þjóðinni, gagnvart ástralskri sögu og gagnvart framtið Ástraliu,” sagði Whit- lam á fundinum og fögnuðu fundarmenn vel og lengi. Talið er að Whitlam njóti stuðnings meirihluta þjóðarinn- ar en það fæst að sjálfsögðu ekki endanlega staðfest fyrr' en i kosningunum 13. desember. Gougli Whitlam: kosningabar- áttan liafin. Yelena Sakharov tekur við Nóbels- verðlaunum í Osló — í stað manns síns Yelena Sakharov fer til Oslóar i næsta mánuði til að veita viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd manns sins, sovézka kjarn- eðlisfræðingsins Andreis Sakhar- ovs, að þvi er vinir hennar sögðu i Flórens á ítaliu i gærkvöldi. Frú Sakharov mun fara i fylgd þriggja vina sinna. Einn er vinur hennar, sem hún hefur dvalizt hjá i Flórens, annar er túlkur hennar og sá þriðji læknirinn, er skar hana upp við gláku i Siena. Yelena hefur verið á ttaliu sið- an i ágúst vegna augnveiki sinn- ar. Hún fékk nýlega framleng- ingu á dvalarleyfi sinu utan Sovétrikjanna. Hún hafði gert sér vonir um að fá að fara með manni sinum til Oslóar til að taka við verðlaununum. Saharov hefur hins vegar ekki fengið leyfi sovézkra yfirvalda til að fara úr landi, þar sem hann byggi yfir vitneskju um rikis- leyndarmál. Bæði Sakharov og Yelena kona Nú hefur hún ákveðið að fara ti) hans hafa visað þessum fullyrð- Oslóar fyrir hönd manns sins og ingum Sovétstjórnarinnar á bug taka við verðlaununum. Andrei og Yelena Sakharov á heimili sinu i Moskvu i apríl sl. Spínóla segist œtla að frelsa Portúgal António de Spinóla, fyrrum forseti Portúgal, segist ætla að frelsa land sitt úr höndum „marx-leninista stjórnarinnar sem þar er við völd. Spinóla sagði þetta á fundi með frétta- mönnum i Toronto i Kanada i gærkvöldi. Hershöföinginn sagð frétta- mönnum, að portúgölsk yfirvöld sköpuðu stjórnleysi og ringul- reið, sem gæti endað með vopn- aðri uppreisn. Spinóla, sem er 65 ára, flýði til Braziliu fyrir rúmu ári eftir að honum mistókst að steypa vinstristjórninni i Lissabon af stóli. Hann verður handtekinn ef hann snýr aftur til Portúgal. Tilkynnt var um sprengju i samkomusalnum, þar sem Spinóla ávarpaði Kanadamenn af portúgölskum ættum. Það reyndist gabb. Um 200 manns mótmæltu Spinóla fyrir utan samkomuhúsið á meðan hann flutti mál sitt. Efnahagur heimsins að rétta úr kútnum segir Newsweek Á næstu tveimur árum munu Bandarikin veita efnahagsleg- um bata forystu um allan heim. Heimsverzlunin eykst og verð- bólgan minnkar, að þvi er segir i timaritinu Newsweek i dag. Timaritið gerði úttekt á efna- hagsmálum heimsins i félagi við efnahagsstofnun Pennsyl- vaniu háskóla. 1 niðurstöðunum, sem birtar eru i timaritinu i dag segir að heimsverzlunin — sem minnkað hefur um rúmlega 6 prósent á þessu ári — muni auk- ast um rúmlega 5% á næsta ári og um nærri tiu prósent 1977. Heimsframleiðslan ætti að aukast um að minnsta kosti fjögur prósent á næsta ári, segir timaritið, og 1977 ætti hún að aukast upp i sex prósent. Verðbólgan verður aöeins sex prósent eða jafnvel minna 1977. Miðað við „eðlilegar” aðstæð- ur, segir Newsweek, þá bendir allt til þess, að næsta ár verði hagstætt efnahagslifi heimsins. Fangauppreisn í New York Nokkur hundruð fangar á Rikers eyju i New Island-sundi i New York gerðu uppreisn snemma i morgun og halda fimm fangavörðum i gislingu. Engin meiðsli hafa verið til- kynnt og virðist allt vera tiltölu- lega kyrrt i fangelsinu. Það munu vera um 300 fang- ar, sem tóku völdin i morgun og voru flestir „vopnaðir” kústum og sópum. Ekki er vitað hverjar kröfur fanganna eru, né heldur hvað kom uppreisninni af stað. Aðeins er uppreisn á tveimur göngum i fangelsinu, þar sem fangar eru nokkur þúsund. Leikkono fœddi barn ó sviðinu Leikkona á Formósu (Tai- wan) fæddi barn á sviðinu er hún tók þátt i sýningu á óperunni „Litli drekinn", að þvi er segir i fréttum frá höfuðborg eyjarinn- ar. Ahorfendur stóðu i þeirri trú, að fæðingin væri frábærlega vel leik- ið atriði þangað til barnið fór að gráta hraustlega. Þá rigndi gjöf- um yfir sviðið. Leikhúsgestir voru á einu máli um. að barn. sem fæddist á þennan hátt, ætti gifturika framtið. Óperan „Litli drekinn” var frumsýnd i tilefni af nýju upp- skeruári. Stanzlaust fjölskylduboð hjú skrímslinu í Loch Ness Skrimslið i Loch Ness i Skot- landi er sprelllifandi og liður vel. Það lifir lifi sinu i dimmu djúpinu ásamt nærri fimmtiu ættingjum sinum, að þvi er virt- ur brezkur náttúrufræðingur, Sir Peter Scott, skýrði frá um helgina. Sir Peter fékk i hendurnar myndir, sem teknar voru i vatn- inu fyrir skömmu, og sagði þá að svo virtist, sem fjöldi skrimsla, er áætlað hefði verið að hefðu dáið út fyrir 70 milljón árum, synti um i Loch Ness Visindamenn við háskólann i Boston i Bandarikjunum tóku myndirnar. Að sögn Sir Peters sýna myndirnar hálslangt skrimsli, fiskætu, allt að þrettán metra langt. Rúmlega hundrað visinda- menn hvaðanæva úr heiminum munu koma saman til fundar i Edinborg i næsta mánuði til að ræða málið og kanna það nánar. Stjórn Chile leitar eftir „nýju lýðrœði". Forseti Chile, Augusto Pino- chet, sagði i Madrid á Spáni i gær, að engir pólitiskir fangar væru i Chile. „Aftur á móti eru til i Chile pólitiskir útlagar innanlands,” sagði Pinochet, „en þeir eru að- eins fimm hundruð.” Pinochet forseti tók viö völdum i september 1973, þegar Allende forseta var steypt af stóli og hann myrtur. Hann sagði i gær, að stjórn sin leitaði „nýs lýðræðis1'' i Chile, þar sem venjulegt lýðræði, bæði i Chile og annars staðar, væri „mengað” af marx-leninist- um. Er Pinochet var spurður hvern- ig þetta nýja lýðræöi væri, sagði hann: „Stjórnmálaflokkar eiga aðeins að verða upplýsingamiðl- andi. Þeim er ekki ætlað að hafa árásarvald og mega ekki verða þannig.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.