Dagblaðið - 24.11.1975, Page 18
18
Dagblaöiö. Mánudagur 24. nóvember 1975.
Málverkauppboð í Bredgade í KaupmannahSfn:
KJARVAL,
ENGILBERTS
OG JÓN
Stórt málverkauppboð fer
fram í Kunsthallen i Bredgade i
Kaupmannahöfn á miðvikudag
og fimmtudag næstkomandi.
Dagblaðið hefur eftir góðum
heimildum, að þarna verði boð-
in upp málverk eftir islenzka
listmálara, meðal annars Kjar-
val, Jón Stefánsson og Jón
Engilberts.
Ekki er blaðinu kunnugt, um
hvaða verk þessara islenzku
meistara er að ræða. Hins vegar
er vitað, að kunnir islenzkir
málverkasafnarar verða stadd-
ir á uppboðinu eða umboðsmenn
— íslenzkir
málverka-
kaupmenn
utan til að
bjóða í
verkin
þeirra. Ekki hafa þó einstakir
menn, sem eru á förum til Dan-
merkur og liklegir eru til að
láta ekki slikt uppboð fara fram
hjá sér, viljað staðfesta að er-
indi þeirra sé að keppa við Dani
um boð i islenzk málverk á áð-
urnefndu uppboði. —BS—
PLÁSS FYRIR NOKKRAR STEIKURNAR!
l>eir taka sig vcl út kokkarnir á Esju. Þeir viröast nú raunar vera aöallega i uppvaskinu þessa stundina,
en það þarf vist að gera þaö lika. Mönnum dettur lika ýmislegt i hug viö uppvaskiö og sennilega eru þeir
aö bræöa saman inatscöil dagsins. Pönnurnar þeirra eru aö minnsta kosti tiltækar og ekki af smærri
gcrðinni. Þær ættu að rúma nokkrar steikurnar — DB-mynd Ragnar Th.
BELGÍUMENN VILJA SEMJA
Belgiski sendiherrann kom til milnanna. viðræður verið ákveðnar laust
landsins i gær. Hann óskar eftir Að sögn Péturs Thorsteins- fyrir hádegið.
viðræðum um samninga um sonar ráðuneytisstjóra i utan- —HB
veiðar Belgiumanna innan 200 rikisráðuneytinu höfðu engar
55 ERLENDIR STÚDENTAR
HÓFU ÍSLENZKUNÁM VIÐ
HÁSKÓLANN í HAUST
— margir langt að komnir
Um 60 erlendir stúdentar
leggja stund á islenzkunám við
Háskóla íslands i vetur. Þar af
eru 55 sem eru að hefja nám.
Árlega koma hingað styrk-
þegar og eru þeir tólf talsins i
ár. Sumir eru langt að komnir,
einn alla leið frá Japan, en flest-
ir frá Norðurlöndunum, Þýzka-
landi og Engandi.
Tuttugu og tveir Bandarikja-
menn eru i deildinni, þar af eru
átta mormónar. Er þetta ó-
venjulega há hlutfallstala
Bandarikjamanna. Þá eru einn-
ig nemendur frá Grænlandi,
Malasiu, Kóreu og Filippseyj-
um i islenzkudeildinni.
Námið er byggt upp sem
tveggja ára nám, með átján
kennslustundum á viku. Á fyrra
ári eru tvö misserispróf. Þá eru
kennd undirstöðuatriði i mál-
fræði, framburður og beina-
grind af bókmenntasögu.
A siðara árinu er m.a. kennd
hagnýt málnotkun, sagnaritun
og isl. nútimamál.
Flestir nemendurnir eru á
aldrinum 20—30 ára og búa
styrkþegarnir á Stúdentagarð-
inum.
Guðni Kolbeinsson, sem kenn-
ir þessum erlendu stúdentum,
sagði að þeir væru mjög mis-
jafnlega á vegi staddir. Væri á-
berandi hve Norðmönnum og
Þjóðverjum gengi bezt, enda
hefðu þeir yfirleitt einhvern
undirbúning.
Guðni sagði að algengt væri
að nemendur innrituðust i deild-
ina á haustin, en margir heltust
svo úr lestinni þegar liður á vet-
urinn. Hefur deildinni haldizt ó-
venjuvel á stúdentunum að
þessu sinni.
A.Bj.
Fuglaverndarfélagiö
Næsti fræðslufundur Fuglavernd-
arfélagsins verður i Norræna
húsinu miðvikudaginn 26. nóvem-
ber kl. 20.30.
Árni Waag flytur erindi með lit-
skuggamyndum um náttúru-
vernd. Myndirnr eru af ýmsum
stöðum á landinu, af blómum,
fuglum og gróðri sem ógnað er af
ytri ástæðum, og' lögð áherzla á
að ekki má rjúfa hina viðkvæmu
lifskeðju i náttúrunni án þess að
gera sér ljósar afleiðingar sem af
þeim aðgerðum gela hlotizt. Árni
er þekktur fyrirlesari um nátt-
úruvernd , kunnur fyrir ágæta og
skýra framsetningu og einstakan
skilning á islenzkri náttúru.
Öllum heimill aðgangur.
Hiö íslenzka
náttúrufræðifélag
Næstkomandi mánudag, 24. nóv-
ember 1975, kl. 20.30 heldur Ölaf-
ur Karvel Pálsson fiskifræðingur
fyrirlestur i stofu 201, Árnagarði.
Fyrirlesturinn fjallar um rann-
sóknir á lifnaðarháttum þorsk-
fisksungviðis i Isafjarðardjúpi.
Fyrirlesturinn er opinn öllum
áhugamönnum.
Húsnæðismála-
ráðstefna
Sjálfstæðisflokkurinn mun efna
til ráðstefnu laugardag 6. des. og
sunnudag 7. des. nk. um húsnæð-
is- og byggingarmál.
Fundarstaður: Skiphóll, Hafn-
arfiröi.
A ráðstefnunni verður fjallað
um stöðu húsnæðis- og bygg-
ingarmála i dag, helztu vanda-
mál, hugsanlega þróun og mark-
mið.
Dagskrár verður nánar getið
siðar.
Þátttöku þarf að tilkynna til
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
fyrir þriðjudag 3. des. nk.
Kvenfélag
Laugarnessóknar.
Jólaföndrið verður næstkomandi
þriðjudagskvöld, 25. nóvember
kl. 8.30 i kjallara kirkjunnár.
Endurhæfingarrað.
Hæfnis- og slarfspi ul'anir lara
fram i Hálúni 12 alla daga nema
laugardaga og sunnudaga. Simi
84848.
' Fótsnyrting fyrir aldrað fólk i
i Mosfellssveit. Kvenfélag
Lágafellssóknar verður með fót-
snyrtingu fyrir aldrað fólk að
Brúarlandi. Timapantanir i sima
66218. Salome frá kl. 9—4, mánu-
daga—föstudaga.
Fundartimar AA-
samtakanna.
Fundartimar AA-deildanna i
Reykjavik eru sem hér segir:
Tjarnargata 3c mánudaga,
þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga og föstudaga kl. 9
e.h.
Safnaðarheimili Langholtssafn-
aðar föstudaga kl. 9 e.h. og
laugardaga kl. 2 e.h.
Muniö frimerkjasöfnun Geð-
verndar (innlend og erlend).
Pósthólf 1308 eða skrifstofa fe-
lagsins, Hafnarstræti 5, Reykja-
vik.
Simavaktir hjá ALA-NON.
Aðstandendum drykkjufólks skal
bent á simavaktir á mánudögum
kl. 15—16 og fimmtudögum kl.
17—18, simi 19282 i Traðarkots-
sundi 6. Fundir eru haldnir i Safn-
aðarheimili Langholtssafnaðar
alla laugardaga kl. 14.
MiR-salurinn: Svning a (flir-
prentunum sovézkra veggspjalda
frá styrjaldarárumnn 1941 45 og
veggspjöldum. sem vnru gel'in úl i
Sovétrikjunum á þessu ári lil
kynningar á kvikmvndum um
styrjöldina og athurði, er þá
gerðust, er opin i MiRsalnum
Laugavegi 178. Sýningin er opin
laugardaginn 8. nóv. kl. ni- m ()g
sunnudaginn ki. 14- 16. Eltir það
á skrifstofutima MIR a þriöju-
dögum og fimmturiögum kl
17.30—19.30. öllum lieimill að-
gangur.
Veðrið
Austan og norðaustan
gola og léttskýjað, en
þykknar fljdtlega upp
með austan og suðaustan
kalda. Dálitil snjókoma i
dag, en léttir til með
norðan og norðaustan
kalda i nótt. Frost verður
1—4 stig. Hitabreytingar
verða litlar á næstunni.
Asmundur Eiriksson,
trúboði og forstöðumaður Fila-
delfiusafnaðarins, lézt i Landa-
kotsspitala 12. nóvember. Otför
hans fór fram frá kirkju Fila-
delfiu siðastliðinn laugardag. —
Asmundur fæddist 2. nóvember
1899 að Reykjarhóli i Fljótum.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
rún Magnúsdóttir og Eirikur Ás-
mundsson. Asmundur lagði fyrir
sig búfræðinám, en varð - að
hverfa frá sökum veikinda. Árið
1932 fór hann i bibliuskóla i Stokk-
hólmi og er hann kom til baka
gekk hann i Hvitasunnusöfnuð-
inn. — Hann var forstöðumaður
þess safnaðar i 22 ár. Asmundur
var skáld gott, og orti bæði og
þýddi sálma og bækur.
Kona Ásmundar var Þórhildur
Jóhannesdóttir. Þau giftust árið
1932.
Sighvatur Bjarnason,
framkvæmdastjóri i Vestmanna-
eyjum, lézt i Eyjum 15. nóvem-
ber. Útför hans fór fram sl. laug-
ardag. — Sighvatur var fæddur á
Stokkseyri 27. október 1903. For-
eldrar hans voru hjónin Arnlaug
Sveinsdóttir og Bjárni Jónasson.
Árið 1925 flutti Sighvatur til
Vestmannaeyja og árið eftir eign-
aðist hann sinn fyrsta bát. Brátt
urðu bátarnir fleiri. Arið 1959 lét
Sighvatur af skipstjórnarstörfum
og gerðist þá framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar. Undir hans
handleiðslu óx fyrirtækið og dafn-
aði.
Sighvatur var fyrst kosinn i
bæjarstjórn Vestmannaeyja árið
1942 og átti þar sæti um árabil.
Hann var þegar kosinn i hafnar-
nefnd og átti þar sæti til dauða-
dags.
Kona Sighvats var Guðmunda
Torfadóttir. Þau eignuðust átta
börn, og eru sjö þeirra á lifi.
Kctill Brandsson,
lézt að Elliheimilinu Grund 11.
nóvember sl. og var jarðsunginn
frá Eyvindarhólakirkju siðastlið-
inn laugardag. — Ketill var fædd-
ur 16. janúar 1896 að Krókvelli
undir Austur-Eyjafjöllum. For-
eldrar hans voru hjónin Guðrún
Jónsdóttir og Brandur Ingimund-
arson bóndi. Ungur missti Ketill
móður sina og fór þá i fóstur til
föðursystur sinnar Kristinar Ingi-
mundardóttur og manns hennar
Una Unasonar. Ungur fluttist
Ketill til Vestmannaeyja og bjó
þar alla ævi eða allt þar til nátt-
úruhamfarirnar þar gengu yfir
árið 1973. Hann vann lengst af
sem netamaður. Árið 1971 fór
hann á Elliheimilið i Vestmanna-
eyjum, en eftir að gosið hófst
dvaldi hann á Elliheimilinu
Grund allt þar til hann andaðist.
Valgerður Þorvaröardóttir,
Miklubraut 78, verður jarðsungin
frá Háteigskirkju á morgun kl.
13.30.
Jón Gislason,
verzlunarmaður frá Siglufirði,
lézt 16. nóvember. útför hans fer
fram frá Fossvogskirkju i dag kl.
15.
Jóliann Bjarni Jósefsson,
vistmaður á Hrafnistu, lézt i
Landakotsspitala 21. nóvember.
Útför hans fer fram frá Fossvogs-
kirkju á morgun kl. 10.30.
Ingibjörg Felixdóttir,
fyrrum húsfreyja á Blámýrum i
ögurhreppi, lézt 13. nóvember.
Útför hennar hefur farið fram.
Jón Björnsson
verkstjóri, Fornósi 10, Sauðár-
króki, lézt 13. nóvember. útförin
hefur farið fram.
Adolf Kcrdinand Jónsson.
lézt i Sjúkrahúsi Isafjarðar 20.
nóvember.