Dagblaðið - 23.12.1975, Page 3
Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975.
3
‘Af hverju er ekki látið loga á jóiatrénu allan sólarhringinn? spyr
iesandi. Ekki veitir af I skammdeginu DB-mynd Bjarnleifur.
SPARAR MORG
SPOR OG ÞAÐ
ER VEL ÞEGIÐ
Kona úr Austurbænum hringdi:
„Bráðum koma blessuð jólin,
börnin fara að hlakka til, stend-
ur i sálminum. Já, blessuð jólin
eru að koma og þeim fylgir á-
vallt mikið annriki og fjárútlát.
Þvi vil ég koma á framfæri
þökkum minum til Dagblaðsins
fyrir hina mjög svo vel og
smekklega unnu jólagjafahand-
bók.
Þar var bent á ódýrar og um
leið mjög smekklegar jólagjafir
— áreiðanlega var það vel þegið
af mörgum, þeirra á meðal
mér.
Stærsti kosturinn við jóla-
gjafahandbókina var sá að ekki
var um auglýsingu að ræða —
heldur einfaldlega bentá ódýrar
og um leið praktiskar jólagjafir
sem mér finnst blaðamaður
hafa valið mjög smekklega.
Allir þekkja hið mikla búðar-
ráp fólks sem ekki veit i hvorn
fótinn það á að stiga — verður
ráðvillt af öllu þvi, sem verzl-
anir bjóða upp á. Þvi sparar
handbókin mörgum spor — og
ekki vanþörf á.”
ER SVONA
FRAMKOMA
AFSAKANLEG?
óttar Jóhannsson, Seyðisfirði, þetta sætti. Stúlkan svaraði þvi
hringdi: til, að það væri nú einu sinni
„Þannig er mál með vexti, að ekki venja að stimpla inn svona
ég var að kaupa sigarettur i smáupphæðir, eins og andvirði
Kaupfélagi Héraðsbúa hérna á sigaretta, mjólkurvara og þess
Seyðisfirði fyrir skömmu. Ég háttar. Kaupfélagsstjór.inn
borgaði með 5000 króna seðli. hafðiengin umsvif, heldur sagði
Þegar afgreiðslustúlkan var stúlkunni að hún gæti farið heim
hálfnuð við að telja til baka kom með það sama.
kaupfélagsstjórinn fram, leit i Þvi spyr ég kaupfélagsstjór-
peningakassann og sá, að stúlk- ann á Egilsstöðum, sem er yfir-
an hafði ekki stimplað upp- maður Kaupfélags Héraðsbúa:
hæðina fyrir andvirði sigarett- Er svona íramkoma afsakan-
anna inn. Hann spurði hverju leg?”
„Jólaljósaskreytingar
gleðja augað, en..."
R. hringdi:
,,Nú þegar skammdegið
leggsthvað þyngst á okkur — þá
bregðumst við við með þvi að
tendra ljós. Þannig reynum við
að lýsa upp umhverfið sem og
sálina. Og ekki er vanþörf á
óslóborg hefur gefið
Reykvikingum — sem og mörg
undanfarin ár — jólatré
Austurvöll. Hátiðahöld
kveikt er á trénu eru
fastur liður i lifi margra
Reykvikinga.
Jólatréð er skreytt marglitum
ljósum og kem ég þá að aðalefni
máls mins — sem er: Af hverju
er slökkt á ljósum trésins um
leið og götuljósum? Ég vildi
gjarna ogégveitað ég tala fyrir
munn margra — hafa kveikt á
ljósum trésins allan sólarhring-
inn — enda full þörf f þeim
skammdegisdrunga sem hvilir
Annað sem ég vildi gjarna
vekja máls á er jólaskreytingar
húsa. Nú er bað siður margra að
skreyta hús sin jólaljósum.
Sérstaklega er skemmtilegt að
sjá fjölbýlishús fallega skreytt
jólaljósum. Þetta gleður augað
og þá um leið hjartað.
Þvi finnst mér nauðsynlegt að
vanda til skreytinga þessara.
Við Þórufell i Breiðholti eru til
að mynda jólaljósaskreytingar
á nokkrum ibúðum. — Vel
hugsað hjá ibúunum en ljósun-
um er svo óreglulega raðað að
til lýta er. Þannig er ekki sama
hvernig hlutirnir eru gerðir og
vil ég þvi sérstaklega beina
orðum minum til ibúa Þórufells
um að iaga ljósin hjá sér — með
vinsemd.”
Raddir
lesenda
Austurstrætið er fagurt i skammdeginu þegar búið er að skreyta
það jólaijósum. Ekki vanþörf á að gleðja hjartað i fimbuikulda des-
ember. DB-mynd Björgvin Pálsson.
Ótrúlegur verðmismunur
Bjarni Bjarnason kom að máli
við DB:
,,Nú á þessum siðustu verð-
bólgutimum er mjög erfitt fyrir
verðlagsyfirvöld að fylgjast
með verðlagi i verzlunum. —
Allir vita að full ástæða er til.
Ég keypti nú um daginn sósu
vörumerkið var Russian
Dressing. Verðmismunur var ó-
trúlegur. Þvi fór ég með flösk-
urnar til verðlagsstjóra og benti
á þetta og eins og venjulega var
málið tekið til athugunar.
f Vörumarkaðnum kostaði
flaska af Russian Dressing 105
krónur — reyndar stóð að leyfi-
legt verð væri 175 krónur. 1
Kjarabæ kostaði nákvæmlega
eins flaska 305 krónur.
Heldur þótti mér verðmis-
munur mikill — já ótrúlega
mikill — eða hvað finnst ykk-
BÚNAÐARFÉLAGSMENN, VERIÐ
VELKOMNIR í BORGARFJÖRÐ!
Sveinn G. Hálfdánarson,
Borgarnesi skrifar:
„1 Dagblaðinu 16. desember
siðastliðinn var viðtal við tvo
starfsmenn Búnaðarfélagsins,
þá Agnar Guðnason og Jónas
Jónsson vegna hugsanlegs
flutnings stofnunar, sem þeir
starfa við, upp i Borgarfjörð.
Agnar segir að eini ókosturinn
við Borgarfjarðarhérað sé sá,
að þar sé ekki starfrækt prent-
smiðja.
— Ég vil benda Agnari á, að
hann þurfi engu að kviða i þeim
efnum, þvi siðan 1967 hefur
prentsmiðjan Prentborg hf.
starfað i Borgarnesi. Við i
Prentborg bjóðum Agnar og
Búnaðarfélagsmenn alla vel-
komna til viðskipta hvenær sem
er.
Þegar þessum ótta þeirra
Búnaðarfélagsmanna hefur
verið eytt ættu þeir að vera til-
búnir að flytja úr „sælunni” i
Reykjavik. Ég veit að Borgfirð-
ingar munu taka vel á móti
þeim þegar þar að kemur —■
sem vonandi verður sem allra
fyrst.”
BARÁTTUKVEÐJUR
FRÁ CORNWALL
— í landhelgisdeilu
Ritstjóri Dagblaðsins
29. nóvember
Heiðraði ritstjóri,
Við, sem ein smáþjóð til ann-
arrar sendum ykkur íslending-
um árnaðaróskir i baráttu
ykkar við enska valdbeitingu.
Við þekkjum vandamál ykkar
og við vonum að ykkur takist að
verja og vernda landhelgi ykk-
okkar við Englendinga
Mr. Davey sendi islenzku
þjóðinni þessar árnaðaróskir og
kunnum við honum beztu þakkir
fyrir. En eins og lesendur vita
An Penscryfa
29ves Mys Du
a syrra Ker
er Cornwall skagi.'sem gengur
vestur úr Englandi. Þar eins og
viðar i Skotlandi, Wales og
Irlandi búa nú Keltar, —
þjóðflokkur sem varð að lúta i
lægra haldi fyrir Engilsöxum.
Fiskimenn okkar eru sifellt
beittir sams konar valdbeitingu.
Fljótt risi sá dagur er allar
þjóðir hafi 200 milna fiskveiði-
lögsögu.
Beztu kveðjur
M.R. Davey
framkvæmdastjóri
Cornwall deildar
keltnesku flokkanna.
Truro,
Cornwall,
Stóra Bretlandi.
''y’-'-j avel an 0enethel vy0-han dh'onen whath a dhanvon
uOr.hemmynad ow'n ^wella dhe dus 3nys 7ey y'^a bell erbyn voweth
^orthru0h íow Saws Oo<fh\-os a wren yn tyen a0as stuth, ha0 yma
0naytyans dhyn y sowynveu0h ow tywella tythy0as bewnans. ,'.0an
pyskajory.n ny a vyth ow codhevel an kerth Oorthry0h, ha
ne dheffo'n jeth may fyth fynyou pysaessa deucans myldyr dhe bup
tyn*-Savens an poblow oll warbarth.
Dheu„h -why-yn-lel
Cowethas an scryfa
Scoren Kernewek
Kesunyans Keltek
Tru ro
Kernow
Breten Vur