Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 4
4 r Dagblaðið. Þriðjudagur 23. desember 1975. Atburðir síðustu daga knýja Lokum hafnarsvœðunum! Þrír gœtu gœtt beggja hafnarsvœðanna Lokun hafnarsvæðanna i Reykjavik er stórmál, sem yfir- völd borgarinnar hafa hummað fram af sér árum saman án framkvæmda. Málið hefur verið rætt á mörgum fundum og áætlanir gerðar. Enn bólar ekk- ertá framkvæmdum. Má ef til vill segja, að við séum fjær þvi takmarki nú, að fá hafnar- svæðunum lokað en þá er málið kom fyrst á dagskrá. Atburðir siðustu daga setja þó þetta mál aftur i brennipunkt og nú þarf athafnir i stað orða. Dagblaðið ræddi þessi mál við Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóra. Hann kvað stutt siðan þessi mál voru siðast á dagskrá hjá hafnarnefnd Reykjavikurborga r. Varðandi Sundahöfn kvaö Gunnar málið auðvelt i fram- kvæmd og lokun hafnar- svæðisins þar hefði veriö liöur i Slysið, sem varð á föstudags- kvöldið, þegar tvö ungmenni fórust i Sundahöfn, hefur vakið menn til umhugsunar um lokun hafnarmannvirkjanna. (DB- mynd Ragnar) byggingaráætlun hafnarinnar frá fyrstu tið. Þar þarf ekki nema tvö hlið á tveimur götum til að svæðið sé lokað umferð. Gunnar kvaðstbúast við,aðat- burðir siðustu daga myndu flýta lokun Sundahafnar. Hliðin væru i sjálfu sér ekki dýr en rekstur þeirra væri óleysta málið. Vörzlu þyrfti við annað hliðanna, þegar höfnin væri lokuð og skip lægju þar. Rætt hefði verið um að dreifa þeim kostnaði m.a. með þvi að leggja sérstakt næturvaktargjald ofan á hafnargjöldin. Gunnar sagði að viss vand- kvæði væru hins vegar á lokun gömlu hafnarinnar. Frá Ingólfsgarði að Hafnarhvoli væru 5 götur, sem liggja að hafnarsvæðinu. A Ægisgarði kæmi 6.hliöið og á Grandagarði sjöunda hliðiö. Eftir væri þá erfiðasti kaflinn, þ.e. frá Hafnarhvoli að Ægisgarði. Kæmi vart annað til greina en að girða meðfram Tryggvavötu. Við slika girðingu lokuðust Hafnarbúöir innan girðingar. Gunnar sagði að skoðanir manna i þessum efnum væru skiptar eins og i flestum öðrum málum. Fjárhagshliðin væri þó aðal dragbiturinn. Þá hefur það valdið töfum framkvæmda að gamla höfnin hefur verið að breytast, einkum austantil, með breytingum á Kalkofns- vegi. Gunnar sagði að ýmis skipa- félög t.d. Eimskip væru mjög hlynnt lokun hafnarsvæðanna og myndu vafalaust fáanleg til að veita þvi máli fjárhagslegan stuðning. Gunnar sagði að til væru kostnaðaráætlanir um lokun gömlu haínarinnar, en þær væru svogamlar að ekkert væri lengur á þeim að byggja. Engin áætlun um kostnaðinn hefði verið gerð miðað við núverandi verðlag. Þó talað sé um 7-8 hlið á göt- um er liggja að gö.mlu höfninni þýðir það ekki að þau yrðu öll vöktuð að næturlagi. Opin yrðu kannski 2 hliö að gömlu höfninni og siðan yrðu þeir er nauðsyn- lega þyrftu að fara að ferðast um hafnarsvæðið innan girðingar. Þvi mætti loka báð- um hafnarsvæðunum t.d. með þremur vaktstöðum. -ASt. DVELUR EINN UPPI FLJÓTDALSHEIÐI kann einangruninni þó vel r A Uppi á Fljótsdalsheiði, i um 640 metra hæö yfir sjávarmáli, býr maður nokkur, Einar örn Bjömsson að nafni. Hann dvelst þarna einn ásamt hundinum sinum og gætir mannvirkja Rafmagnsveitna rikisins. Þarna er hús og ýmis áhöld sem notuð voru I sambandi við rann- sóknir vegna Bessastaðaár- virkjunar siðastliðið sumar. Verk Einars er aðallega i þvi fólgið að halda ljósavélinni á staðnum gangandi og einnig þarf hann að halda hita á hús- inu. Þá þarf Einar að gæta þess að fólk sem bregður sér upp á Fljótsdalsheiði steli engu eða vinni skemmdarverk. Þó að Einar sé i um fjórtán kilómetra fjarlægð frá næstu byggð og að mestu einangraður vegna þungrar færðar er ein- angrunin ekki mjög tilfinnanleg þar sem hann hefur bæði sjón- varp og sima. Framan af hausti á meðan akfært var upp á Fljótsdalsheiði var nokkur gestagangur hjá Einari og hann býst við aö seinna I vetur, þegar sleðafærið verður komið, verði umferðin töluverö. Einar hefur dálitið fengizt við að rita greinar um málefni fyrir Morgunblaðið. Tiðindamaður Dagblaðsins, sem skrapp upp á heiði á dögunum, spurði Einar, hvort hann ætlaði að skrifa eitt- hvað þarna i einverunni. •,,0, ég veit það nú ekki,” svaraði Einar, ,,en ég tók nú samt pennann með mér til von- ar og vara.” —BA/ÁT .;••••••;. y... ... ,••,...•••. •;• •••• • • •!'• •• •• •• !• »i •! !•• • • •••.•••• ..V •:’■. :Vtt’u r.:S -•* *• ». s J •« v.. ••••• v ? 1 • Einar örn fyrir utan kofa sinn. JVIeð honum er félagi hans i út- legðinni. Myndin var tekin i hriðarkófi uppi á heiöinni (DB- mynd Bjarni Arthúrsson) Bilanir í Baldri smávœgilegar — geta þó tafið nokkuð fyrir YFIR HÁTÍÐARNAR VERÐUR OPIÐ SEM HÉR SEGIR: Aðfangadag: opið til kl.14,00 Jóladag: lokað Annan í jólum: lokað Gamlársdag: opið til kl.14,00 Nýjársdag: lokað GLEÐILEGA HÁTÍÐ! ASKUR Suðurlandsbraut 14 Menn hafa verið að sjá ofsjón- um yfir viðgerð þeirri er nú fer fram á skuttogaranum Baldri sem Landhelgisgæzlan hefur tekið I þjónustu sina. Við litum um borð og ræddum við Sigurð Sigurpálsson fyrsta vélstjóra og Bergvin Fannar Jónsson, annan vélstjóra, serri sjá um viðgerðirnar: „Stærsta vandamálið er öx- ullinn frá vél út i aðalspil”, sagði Sigurður. ,,Það kom i ljós að einhver sláttur var á honum þannig að átakið var ekki beint og þvi hætta á að hann brotnaði við átök.” Sigurður sagði að verið væri að vinna við öxulinn uppi i Landssmiðju. ,,Að öðru leyti erum við að gera vélina klára fyrir þau átök sem hennar biða,” sagði Berg- vin. „Tökum af henni öryggi, sem dempar viðbragðið, þvi bú- ast má við að þeir muni keyra á fullu áfram og svo fullu afturá- bak.” Benedikt Guðmundsson, eftir- litsmaður hjá Landhelgisgæzl- unni, vildi ekkert segja um það hvað viðgerð öxulsins liði. —HP i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.