Dagblaðið - 23.12.1975, Side 23
Dagblaðið. Þriöjudagur 23. desember 1975.
Cí
23
Útvarp
Sjónvarp
I
BYRJAÐ VAR Á MIÐJU SUMRI
AÐ UNDIRBÚA JÓLADAGSKRÁNA
Yönduð tónlist um jóladagana
Tónlistarstjóri útvarpsins,
Þorsteinnn Hannesson óperu-
söngvari.
— „Jafnan er mjög vandað til
alls tónlistarefnis sem flutt er á
jólunum,” sagði Þorsteinn
Hannesson, tónlistarstjóri út-
varpsins er við spurðum hann
um tónlistina i útvarpinu um
jólin.
,,Er þá fyrst að nefna tónleik-
ana á jólanóttina eða jóla-
tónleika útvarpsins sem eru á
dagskrá kl. 19:00 á aðfanga-
dagskvöld. Sinfóniuhljómsveit
Islands leikur i útvarpssal,
undirstjórn Páls. P. Pálssonar.
Einleikararnir með hljóm-
sveitinni eru fimm talsins. Dun-
can Campell, Christina M.
Tryk, Sigurður Ingi Snorrason,
Hafsteinn Guðmundsson og
Anna Aslaug Ragnarsdóttir og
eru þau öll i Sinfóniuhljómsveit-
inni.
A efnisskránni er Sinfónia i D-
dúr eftir Johann Christian
Bach, Sinfónia Concertante fyr-
ir óbó, klarinettu, horn og fagott
eftir Mozart, Pianókonsert i F-
dúr eftir Haydn og loks ,,Af
himnum ofan hér kom ég” til-
brigði eftir Johann Sebastian
Bach/Vuatos.
,,Þetta er mjög vandaðir tón-
leikar,” sagði Þorsteinn. ,,Þeir
eru teknir upp og aðeins fluttir
einu sinni.
Þá vil ég einnig benda á
organleik og einsöng i Dóm-
kirkjunni, sem er á dagskrá
strax á eftir jólatónleikunum.
Sólveig Björgling og Erlingur
Vigfússon syngja við orgelund-
irleik Ragnars Björnssonar
dömkantors. Við byrjuðum að
undirbúa jóladagskrána strax i
sumar og tókum þá upp þessa
tónleika þegar Erlingur var
staddur hér heima.”
Þá er flutt gömul upptaka af
orgelleik Páls sál. Isólfssonar,
en hann leikur orgelverk eftir
Bach, Pachelbel og Buxtehude.
Siðar um kvöldið verða fluttir
þættir úr jólaóratóriu eftir
Janowitz, Christa Ludwig, Fritz
Wunderlich og Franz Crass
Wunderlich og Franz Crass
syngja með Bach-kórnum og
hljómsveitinni i Munchen. Karl
Richter stjórnar, en hann er
einn af frægustu hljómsveitar-
stjórum Þýzkalánds.
A jóiadag ber miðdegistón-
leikana kl. 14:10 einna hæst en
þá er útvarpað frá tónleikum
sem haldnir voru i Háteigs-
kirkju 7 þ.m.
Margrét Bóasdóttir, sem út-
skrifaðist úr Tónlistarskóla
Kópavogs sl. vor, Rut Magnús-
son, Garðar Cortes og Halldór
Vilhelmsson flytja með kór
Háteigskirkju og félögum úr
Sinfóniuhljómsveit fslands.
Hörður Askelsson leikur á oregl
og Elin Guðmundsdóttir, sem
útskrifaðist úr Tónlistarskólan-
um i fyrra, leikur á sembal.
Marteinn Hunger Friðriksson
stjórnar.
A efnisskránni eru verk eftir
Johann Sebastian Bach, Hein-
rich Schutz, Johannes Brahms
og Willy Burkhard.
Dagskrá jóladags lýkur með
flutningi þátta úr óratoriunni
„Messias” eftir Handel. Flytj-
endur eru Joan Sutherland,
Gracy Bumbry, Kenneth Mc-
Keller og David Ward ásamt
kór og Sinfóniuhljómsveit
Lundúna. Sir Adrian Bolt
stjórnar.
Á II. dag jóla eru viðamiklir
morguntónleikar og kl. 15.00 er
óperukynning Guðmundar Jóns-
sonar. Kynnt verður óperan
„Idomeneo” eftir Mozart.
Þorsteinn Hannesson sagði að
ekki væru nema tiltölulega fá ár
siðan þessi ópera fékk
viðurkenningu, en nú þykir hún
jafn mæt og önnur verk tón-
skáldsins. Meðal flytjenda eru
Nicolai Gedda og Anneliese
Rothenberger, kór útvarpsins i
Leipzig og Rikishljómsveitin i
Dresden. Stjórnandi er Hans
Schmidt-Isserstedt.
Kl. 18:10 syngur Sigriður Ella
Magnúsdóttir og kl. 20:40 er
samleikur . i útvarpssal,
Manuela Wiesler, Pétur Þor-
valdsson og Helga Ingólfsdóttir
leika saman verk eftir Johann
Sebastian Bach. Loks leika Gisli
Magnússon og Halldór
Haraldsson Fantasiu i f-móll
eftir Schubert kl. 21:40.
A.Bj.
„Ég hef þekkt hann
frá því að hann var
smápatti..."
Sjónvarp aðfangadagskvöld kl. 23.10:
„Við leikum þarna saman
m.a. largo eftir Sanmartini, —
Rondó eftir Weber, Largo eftir
Cophin, vals eftir Prokofjeff
Svanirnir eftir Saint-Saens og
Hunangsflugan eftir Rimsky-
Korsakoff”, sagði Arni
Kristjánsson um þáttinn,,,Tón-
leikar”, sem er á dagskrá
sjónvarpsins kl. 23.10 i kvöld.
Erling Blöndal Bengtson selló-
leikari og Árni Kristjánsson
pianóleikari leika saman nokk-
ur lög núna i kvöld.
„v'ið Erling höfum þekkzt frá
þvi að hann var smápatti, 12 ára
gamall, — en þáttur þessi var
gerður i beinu framhaldi af
konsertferðalagi okkar nú i
sumar. Það er alltaf jafn
ánægjulegt þegar Erling kemur
hingað til tónleikahalds.”
Erling er giftur danskri konu
og á með henni tvö börn. Hann
er hálfur tslendingur, móðir
hans var islenzk en faðirinn
danskur. Hefur hann notið mik-
illa vinsælda erlendis enda frá-
bær sellóleikari. HP
A aðfangadagskvöld kl. 22:20
cr jólaguðsþjónusta i sjónvarps-
sal. Biskupinn yfir íslandi,
Sigurbjörn Einarsson, predikar
og þjónar fyrir altari. Kór
Menntaskólans i Hamrahliö
syngur undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur, organleikari er
Hörður Áskelsson.
Guðsþjónustan er flutt sam-
timis i útvarpi og sjónvarpi.
-A.Bj.
Þriðjudagur
23. desember
14.30 „Skrumskæling
konunnar" eftir Barbro
Bachberger. Guðrún Birna
Hannesdóttir lýkur lestri
þýðingar sinnar (5)
15.00 Jólakveðjur. Almennar
kveðjur, óstaðsettar
kveðjur og kveöjur til fólks,
sem ekki býr i s’ama
umdæmi.
Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir) Tónleikar.
16.40 Litli barnatlminn.
Finnborg Scheving fóstra
sér um timann.
17.00 Lagið mitt. Berglind
Bjarnadóttir sér um óska-
lagaþátt fyrir börn yngri en
tólf ára
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Frétaauki.
Tilkynningar.
19.40 „Helg eru jól” Jólalög i
útsetningu Arna Björns-
sonar. Sinfóniuhljómsveit
tslands leikur. Páll P. Páls-
son stjómar.
19.55 Jólakveðjur. Kveöjur til
fólks 1 sýslum og
kaupstöðum (þó byrjað á al-
mennum kveöjum ef ólokið
veröur)
22.00 Fréttir.
Veðurfregnir. Jólakveðjur —
framhald. — Tónleikar
(23.55 Fréttir i stuttu máli)
Miðvikudagur
24. desember
Aðfangadagur jóla
7.00 Morguniitvarp Veður-
fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Svala Valdimarsdóttir
lýkur lestri þýöingar sinnar
á „Malenu og hamingjunni”
eftir Maritu Lindquist (8).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Kristnilffkl.
10.25: Umsjónarmenn: Séra
Jón Dalbú Hróbjartsson og
Jóhannes Tómasson. 1
þættinum verður rabbaö viö
forystumenn Hjálpræðis-
hersins og greint frá ýmsu i
sambandi við jólahald i
Reykjavlk Kór Menntaskól-
ans við Hamrahlið syngur
kl. 11.00: Þorgeröur Ingólfs-
dóttir stjórnar. Jólasveina-
þáttur kl. 11.20: Umsjón:
Steinunn Sigurðardóttir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.10 Sóískrlk jan okkar Asgeir
Guðmundsson iðnskóla-
kennari flytur stutt erindi.
13.20 Jólakveðjur til sjómanna
á hafi úti Margrét Guð-
mundsdóttir og Sigrún
Siguröardóttir lesa
kveðjurnar.
15.25 „Gleðileg jól”, kantata
eftir Karl O. RunólfssonRut
L. Magnússon, Liljukórinn
og Sinfóniuhljómsveit Is-
lands flytja undir stjóra
Þorkels Sigurbjörnssonar.
15.45 „Ast á jólanótt”, smá-
saga eftir Eirlk Sigurðsson
Sigmundur Orn Arngrims-
son leikari les.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir Jólakveðj-
ur til Islenzkra barna Gunn-
vör Braga Siguröardóttir
sér um tfmann. Lesnar
verða kveöjur frá börnum á
Norðurlöndum og Borgar
Garðarsson les þýðingu sina
á sögunni „Grenitréð” eftir
Tove Jansson.
17.15 (Hlé).
18.00 Aftansfingur I Dómkirkj-
unni Prestur: Séra Þórir
Stephensen. Organleikari:
Ragnar Björnsson.
19.00 Jólatónleikar Sinfóntu
hljómsveitar tslands I út-
varpssal Einleikarar: Dun-
can Campell, Christina M.
Tryk, Hafsteinn Guðmunds-
son og Anna Aslaug
Ragnarsdóttir. Stjórnandi:
Páll P. Pálsson a. Sinfónia I
D-dúr eftir Johann Christi-
an Bach. b. Sinfónia Con-
certante fyrir óbó, klari-
nettu, hom og fagott eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
c. Pianókonsert i F-dúr eftir
Joseph Haydn. d. „Af himn-
um ofan hér kom ég”, til-
brigöi eftir Johann Sebasti-
an Bach/Vuatoz.
20.00 Organleikur og einsöng-
ur I Dómkirkjunni Sólveig
Björling og Erlingur Vig-
fússon syngja við orgel-
undirleik Ragnars Bjöms-
. sonar. Dr. Páll Isólfsson
leikur orgelverk eftir Bach,
Pachelbel og Buxtehude.
(Af hljómböndum útvarps-
ins frá fyrri árum).
20.30 Jólahugleiðing Séra
Gunnar Arnason flytur.
20.45 Orgelleikur og einsöngur
I Dómkirkjunni — framhald
21.05 „Þau brostu i nálægð,
mln bernskujól” Helga Þ.
Stephensen og Þorsteinn O.
Stephensen lesa jólaljóð og
kvennakvartett leikur jóla-
lög.
21.35 Þættir úr jólaóratoriu
eftir Johann Sebastian Bach
Gundula Janowitz, Christa
Ludwig, Fritz Wunderlich
og Franz Crass syngja með
Bach-kórnum og hljóm-
sveitinni I Munchen, Karl
Richter stjómar.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Jólaguðsþjónusta I sjón-
varpssal Biskup Islands,
herra Sigurbjörn Einars-
son, predikar og þjónar fyr-
ir altari. Kór Menntaskól-
ans viö Hamrahlið syngur
undir stjórn Þorgeröar
Ingólfsdóttur. Organ-
leikari: Höröur Askelsson.
Guðsþjónustan er flutt sam-
timis í sjónvarpi og útvarpi.
— Dagskrárlok um kl. 23.10.
Miðvikudagur
24. desember 1975
aðfangadagur jóla
14.00 Fréttir og veöur
14.15 Björninn Jógi Bandarisk
teiknimyndasyrpa. Þýöandi
Jón Skaptason.
14.40 Kaplaskjól Breskur
myndaflokkur byggöur á
sögum eftir Monicu
Dickens. Verölaunin.
Þýöandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
15.05 Tumi þumalLTékknesk
teiknimynd. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
15.50 Jólasaga. Bresk teikni-
mynd gerð eftir sögu
Charles Dickens: A
Christmas Cárol. Þýðandi
Jón Skaptason.
16.35 Hlé
22.20 Jólaguðsþjónusta 1
sjónvarpssal- Biskup
Islands, herra Sigurbjöra
Einarsson, prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór
Menntaskólans í Hamrahliö
syngur undir stjórn
Þorgeröar Ingólfsdóttur.
Organleikari Höröur
Áskelsson.
23.10 Tónleikar. Erling
Blöndal Bengt' son og Arni
Kristjánsson leika saman á
selló og pianó.
23.30 Dagskrárlok