Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 1
2.árg. Föstudagur2. janúar 1976 — l.tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 I VERÐ- STÖÐVUN .Leyfisgjöld til heildsölu hækka úr kr. 20 þúsundum i 200 þúsundir króna frá og með 1. janúar. Gjald fyrir smásöluleyfi hækkar úr kr. 5 þúsund i kr. 50 RÍKIÐ HÆKKAR YMIS GJÖLD UM 1000% þúsund, veðbókarvottorð ti- faldast i verði, þ.e. úr. kr. 50.00 i kr. 500.00. Ný reglugerð um dómsmála- gjöld var gefin út af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hinn 23. des. sl. samkvæmt lögum um aukatekjur rikissjóðs. Auk áðurgreindra hækkana á gjöld- um tekur hin nýja reglugerð einnig til gjalda vegna fjárnáms og uppboðs, sem og dómsmála- gjalda bæjarþings. Þá hækka þinglýsingargjöld einnig veru- lega, en stimpilgjöld ekki. Yfirleitt er þessi hækkun hvorki meira né minna en tiföld frá þvi, sem áður var. —BS— rsm ! ! Jk I I * 1 • f I f * ■'íM < yf/lk Hinir hamingjusömu foreldrarllannaKolbrún Jónsdóttir og Halldór Ólafur Ólafsson með nýfædda drenginn á Fæðingardeildinni. 20 MARKA STRÁKUR FYRSTA BARN ÁRSINS „Þetta er arfur,” varð Hall- dóri Ólafi Ólafssyni að orði þeg- ar hann sagði okkur frá þvi að kona sin Hanna Kolbrún Jóns- dóttir hefði fætt tæpra 20 marka dreng á Fæðingardeildinni fjór- ar minútur yfir tólf á fyrsta degi á nýja árinu 1976. Sá litli var lika 56 cm langur, en sló ekki föður sinn út , sem var 60 cm og 23 merkur. Halldór mælist i dag 197 cm. Maður órsins 1975: VIÐ KUSUM AÐALHEIÐI — sjá bls. 9 Sá litli var tekinn með keisaraskurði og er sennilega fyrsta barn ársins. Það er ekk- ert litið sem ýmis fyrirtæki og stofnanir ætla að færa fyrsta barninu og foreldrum þess. Má nefna ársmiða i happdrætti Há- skólans, Tropicana fyrir barnið i eitt ár, foreldrum er boðið i kvöldverð i Nausti, mamman fær glæsilega peysu frá Karna - bæ og pabbinn skyrtu .frá Bonaparte. „Við vorum ekkert að velta fyrir okkur gjöfunum. Aðal- atriðið er að við fengum hraust og heilbrigt barn,” segir móðirin og litur hamingjusöm á drenginn. ,,Ég held að ég hefði nú aldrei haft það að fæða hann. Þetta er eins og tveggja mánaða barn. Þetta tókst með hjálp læknanna,” bætir hún við. ,,Já við vissum að hann yrði tekinn með keisaraskurði. Það var búið að ákveða að gera það i dag,” sagði pabbinn Halldór , ,,en forsjónin lætur ekki að sér hæða og Hanna varð lasin á gamlárskvöld. Þau hjónin eru búin að vera gift i 15 mánuði. Hanna er skóla- hjúkrunarkona i Fellaskóla. Hún er 38 ára og er þetta fyrsta barnið sem hún fæðir. Þau eiga hins vegar 12 ára gamla fóstur- dóttur, sem heitir Anna Fanney. Húsbóndinn er 39 ára. EVI Sprengiefnið fundið TVEIR MENN í TUTTUGU DAGA GÆZLU MEDAN MÁLIÐ ER RANNSAKAÐ Rannsóknarlögreglan i Kópa- varðhaldi i allt að 20 daga. vogi hafði upp á tveimur mönn- Sprengieinið var falið bæði um, 18 og 20 ára gömlum, sem heimajíjá mönnunum og viðar. stolið höfðu dinamiti og hvell- Ekki var nánari fregnir hægt að hettum úr vinnuskúr verktaka i fá hjá lögreglunni um þetta mál, Kópavogi. Telur lögreglan að en málið er i rannsókn bæði hjá hún hafi nú fundið allt það rannsóknarlögreglunni i Kópa- sprengiefni sem stolið var. vogi og i Reykjavik. Mennirnir tveir sitja i gæzlu- ASt. STÖÐUGAR YFIRHEYRSLUR Stöðugt er unnið að rannsókn einhvers mesta sakamáls, sem lengi hefur komið upp hér á landi, morðákæru, fikniefna- sölu, fjárdráttarmáli o.fl. örn Höskuldsson sakadómari stýrir rannsókn málsins, en með hon- um starfa að rannsókninni rannsóknarlögreglumennirnir Eggert Bjarnason og Sigurbjörn Viðir Eggertsson. Yfirheyrslur hafa farið fram jóladagana alla og allt fram á gamlársdag. I morgun hófst vinna að nýju við málið. Fjórir menn sitja inni vegna málsins, sem er geysi- umfangsmikið og flókið.-JBP- m Þegar CIA lék sér með LSD - bls. 10-11 // Ekki sannað að James Earl Ray hafi myrt dr. King" Erl. fréttir bls. 6-7 Byrjaði árið vel: LEIKFIMI EFTIR ÚTVARPI - bls. 23 ÞEIR SKJÁLFA ENN NYRÐRA — baksíða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.