Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 13
12
DagblaOib. Föstudagur 2. janúar 1976.
litt stig skilur
að 4 efstu liðin
— eftir sigur Rangers gegn Celtic 1-0 í skozku knattspyrnunni
Rangere viröist hafa eitthvert
taká Celtie á þessu leiktimabili. t
þriöja sinn mættust liðin á
nvársdag og i þriðja sinn bar
Rangers sigur úr b vtum — sigraöi
nú með 1-0 að viðstöddum um 60
þúsund áhorfendum á Ibrox, leik-
velli Rangers i Glasgow. Derek
Johnstone, sem fyrir nokkrum
árum lék hér á Melavellinum með
skozku unglingalandsliði, skoraöi
eina mark leiksins á 31. min.
Skallaði knöttinn i mark. Það var
mikið klaufamark Peters Latch-
ford. markvarðar Celtic. Ifann
hikaði í úthlaupi — hefði auðveld-
Það eru ekki margir, sem hafa betur I návigi við hinn stóra
„Shuggic” Eðvaldsson, skrifar Daily Record I texta meö þessari mynd
— en islenzki varnarmaöurinn i Celtic-liöinu haföiekkert á móti þvi þó
þessi börn kæmu honum niöur. Myndin var tckin I jólaveizlu I Lewis-
verzlun i Glasgow, þar sem 20 leikmenn Celtic og Rangers voru
viðstaddir.
lega átt að geta náð knettinum —
sneri við og hljóp svo úr markinu
aftur. Johnstone skallaði þá yfir
hann i autt markið.
Þetta var harður leikur og
erfiður fyrir bæði lið. Leikmenn
Celtic fengu nokkur góð tækifæri,
en voru ekki á skotskónum að
þessu sinni. Sérstakur gæzlu-
maður var á Jóhannesi Eðvalds-
syni allan leikinn, og var það
Derek Johnstone. Elti Jóhannes
hvert sem hann fór á vallar-
helmingi Rangers. Það fór þvi
eins og talað var um eftir leik
Celtic við Ayr, að Rangers yrði að
hafa sérstakan gæzlumann á Jó-
hannesi.
Úrslit urðu annars þessi i
skozku aðaldeildinni i gær
Dundee — Aberdeen 1-3
Hibernian — Hearts 3-0
Motherwell — Ayr 1-0
Rangers—Celtic 1-0
St. Johnstone — DundeeU. 1-1
Hibemian vann góðan sigur á
hinu Edinborgarliðinu Hearts 3-0.
Smith og Duncan (2) skoruðu.
Staðan er nú ákaflega spennandi
Celtic efst með 25 stig, en stigi á
eftir eru Rangers, Motherwell og
Hibernian. Staðan er annars
þannig:
Celtic 19 11 3 5 37-22 25
Rangers 19 10 4 5 30-18 24
Motherwell 19 9 6 4 35-26 24
Hibernian 19 9 6 4 31-23 24
Hearts 19 7 7 5 22-23 21
Aberdeen 19 7 5 7 27-26 19
Dundee 19 6 5 8 29-36 17
Ayr 19 6 4 9 24-33 16
Dundee Utd. 19 4 6 9 21-27 14
St. Johnst. 19 2 2 15 20-42 6
KNATTSPYRNAN
í SKOTLANDI EÐVALDSSOIVI
Eftirfarandi grein Jóhannesar
Eðvaldssonar var sett i póst i
Glasgow 16. desember — en barst
okkur ekki fvrr en um áramótin.
Hefur þvi lent undir öllum jóla-
póstinum — og gott betur.
Jóhannes skrifar um 16. umferö-
ina i Skotlandi og þá gefum við
honum orðið.
Celtic-Aberdeen : 0-2. Jarvie
skoraði á 6. minútu og Graham á
34. minútu.
Ahorfendur fjölmenntu á leik-
inn — 35 þúsund samtals og mikil
og góð stemmning var meðal
þeirra. Meðal áhorfenda voru
Islendingar. Þetta var leikur þar
sem ekkert gekk upp h já okkur en
Aberdeen notaði sin tækifæri
mjög vel og þvi sluppu þeir með 2
dýrmæt stig.
Völlurinn var frosinn og erfitt
að fóta sig. Jarvie skoraði þegar á
6. minútu og við pressuðum stift
en allt kom fyrir ekki — siðan
skyndisókn og Graham skoraði á
34 minútu.
Eftir þetta pressuðum viö stift
en ekkert gekk. Það er ekki nóg
^ Handsprengjan )
að sækja stift — það þarf að skora
mörk.
Dundee United — Hearts 0-1.
Fimm þúsund áhorfendur mættu
á Tannadice Park til þess eins að
sjá liö sitt tapa rétt einu sinni.
Ekkert hefur gengið hjá United
eftir að þeir seldu Andy Gray til
Aston Villa fyrir 110 þúsund pund.
1 þessum leik voru markverðir
beggja liða*beztu menn.
Rangers-Ayr United 3-0.
Áhorfendur 15 þúsund. Mörk
Rangers skoruðu Jardine, viti,
51.minútu, Henderson 78. min. og
McKean 88. minútu.
Þar með náði Jock Wallace i
sinn fyrsta sigur i þriggja leikja
prógrammi þar sem hann hefur
skipað sinum mönnum að sigra.
Leikmenn Rangers urðu að leika i
51 minútu áður en markið kom en
eftir það var aðeins eitt lið á vell-
inum. Þetta var sætur sigur fyrir
Rangers þvi i október vann Ayr á
Somerset Park 3-0.
Hibernian-Motherwell 1-0.
Ahorfendur 16 þúsund. Mark Hibs
skoraði Stanton á 22. minútu,
skallaði sérlega fallega framhjá
markverði Motherwell. Eftir
markið lagði Hibs alla áherzlu á
að halda sinu — eti oft munaði
litlu að Motherwell skoraði. Peter
Marinello lék sinn fyrsta leik með
liðinu eftir söiuna frá Portsmouth
en átti ekki góðan leik — enda vel
gætt. Þót átti hann eina eða tvær
góðar sendingar.
Allar likur eru á þvi að
framkvæmdastjóri Celtic, Jock
Stein kom ekki i bráð til Park
Head. Hann er ekki enn búinn að
ná sér eftir meiðslin sem hann
laut i bilslysinu. Orðrómur er
um að Stein komi ekki fyrr.en i
febrúar.
Ef til vill er Stein að leiða hjá
sér að taka við Celtic — hefur
augastað á „Skotlands boss” þvi
Ormond hættir i febrúar' — en
þetta er álit manna i Skotlandi.
Hvað um það — meira i næstu
viku. kveðja
Jóhannes Eðvaldsson.
Ljósmyndari órsins
Það fer ekki milli mála — Bjarnleifur Kjarnleifsson var ljós-
myndari ársins livað iþróttamyndir snerti. Margar voru glæsi-
legar hjá honum á árinu — en þessar tvær sem birtar eru hcr til
hliðar báru þó af. Þær vöktu gifurlega athvgli — slógu í gegn!
Daghlaðsmaðurinn Bjarnleifur tók efri myndina, þegar blökku-
mennirnir i körfuknattleiknum, Curtiss og Rogers, létu hncfanu
skipta I leik Armanns og KR i vetur. Neöri myndin er af marki
ársins, þegar Jóhannes Eövaldsson skoraöi fyrra markið i sigur
leiknum gegn Austur-Þjóðverjum á Laugardalsvelli 2-1. Það \ ai
glæsilegt mark og filma af þvi var sýnd víða um heim. Undir-
ritaður ræddi við marga erlenda menn á árinu, sem fóru mikluin
viöurkenningarorðum um glæsimark Jóhannesar. Hann liggur i
vellinum —horfir á eftir knettinum i markiö. Sigurinn gcgn A-
Þjóöverjum var glæsilegaslur á árinu — af mörgum góöum,
iþróttaviöburður ársins hér á landi.
hsim.
Bezta lið heims
í Laugardalshöll
islendingar lcika tvo landsleiki
við Sovétmenn um helgina.
Landsliðiö hefur þegar veriö valið
— og töluverðar breytingar eru
frá leikjunum viö Júgóslava.
Þannig verða Björgvin Björg-
vinsson, Viking, Gunnar Einars-
son, Göppingen og Axel Axelsson,
Dankersen, ekki meö.
Að sjálfsögðu veikir þetta liðið
— en i þeirra stað koma þeir Ingi-
mar Haraldsson, Haukum, Bjarni
Jónsson, Þrótti, og Hörður
Sigmarsson, Haukum.
Ástæða þess að Björgvin leikur
ekki með er sú, að hann verður
austur á Egilsstöðum — ógerlegt
mun hafa reynzt að fá hann
lausan úr vinnu.
Landsliðið á laugardag verður
þannig skipað:
Ólafur Benediktsson, Val
Guðjón Erlendsson, Fram eru
markverðir.
Aðrir leikmenn eru:
Itisaþotan lækkar flugið...
Clafur H. Jónsson, Dankersen,
Stefán Gunnarsson, Val
Jón Karlsson, Val
Sigurbergur Sigsteinsson, Fram
Páll Björgvinsson, Viking
Arni Indriðason, Gróttu
Ingimar Haraldsson, Haukum
Ólafur Einarsson, Donzdorf
Bjarni Jónsson, Þrótti
Hcrður Sigmarsson, Haukum.
Leikurinn á laugardag verður
8. landsleikur þjóðanna — tvisvar
höfum við borið sigur úr býtum.
Árið 1973 komu Rússarnir hingað
og Islendingar sigruðu i báðum
leikjunum 23 -19 og 19-17. Siðast
léku þjóðirnar saman i
Júgóslaviu i sumar. Þá sigruðu
Sovétmenn 24-19.
Sovétmenn léku nýlega við
Júgóslava og tóku þá i kennslu-
stund — sigruðu 20-13 eftir að hafa
komizt i"7-0. Af þessu má marka
að Sovétmenn eru geipisterkir —
senniiega með sterkasta landslið
heimsins i dag.
Möguleikar íslands á sigri eru
ekki miklir og ekki bætir að
marga af máttarstólpum lands-
liðsins vantar. En Island hefur
sýnt það oftar en einu sinni að það
má sin mest þegar við minnstu er
búizt og áreiðanlega munu hinir
dyggu áhorfendur hvetja landann
vel. Leikurinn á laugardag hefst
kl. 3. Siðari leikurinn verður á
sunnudag og hefst kl. 20.30.
h halls.
Dagblaöiö. Föstudagur 2. janúar 1976.
13
i
Þetlu voru íþróttamyndir ársins