Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 3
3
Dagblaöiö. Föstudagur 2. janúar 1976.
Garðar óskar Sverrisson
skrifar:
„Búið er að gera eina vinsæl-
ustu iþrótt landsmanna að
skripaleik með þvi að flytja inn
negra og borga þeim fyrir að
leika.
Þessa fullyrðingu mátti lesa i
Dagblaðinu þann 29. 12. i
lesendadálki blaðsins. Yfir-
skriftin var „Lágkúra forystu-
Raddir
lesenda
baki?
sé svo skripalegt i fari
Bandarikjamannanna.
Helgi spyr hvers lags þjóð-
félag það sé, sem gerir körfu-
knattleiksmönnum það kleift að
fá hingað bandariska þjálfara,
sem hann kallar „negrainn-
flutning”? Helgi fjargviðrast
yfir að handknattleiksliðið skuli
ekki hafa fengið æfingatima i
Höllinni — vissulega er það
slæmt, en Helgi (ég bið ykkur
hin að afsaka á meðan) þjálfar-
arnir voru ekki ráðnir i gegn um
þá sem úthluta æfingatimum i
Höllinni. Þjálfurunum eru
greidd laun frá viðkomandi
iþróttafélögum en ekki úr
pyngju þess þjóðfélags sem' þú
hneykslast á.
Þessi furðulega spurning þin
hefur ekki hitt i mark — að
minnsta kosti hef ég ekki smekk
fyrir slikt.
Þú kvartar ekki yfir þeim
mikla fjölda knattspyrnuþjálf-
ara sem hér hafa þegið laun.
Hins vegar kvartar þú yfir þess-
Hvað liggur að
Stöðvið þennan
hégóma
GLANNAIEGUR AKSTUR
Jón Pétursson hringdi:
„Ég var ekki alls fyrir löngu
að ganga yfir Laugaveginn við
Ás og þar skall hurð svo sannar-
lega nærri hælum. Ég var með
litið barn mér við hlið þegar bill
kom akandi á fleygiferð vestur
Laugaveginn. Ég rétt náði að
kiþpa barninu frá, en naumt var
það.
Þegar við komum heim vor-
um við bæði i sjokki og reið.
Ég hringdi i lögregluna i
Reykjavik. Þar var mér sagt að
þar sem væri Y númer á bilnum
skyldi ég hringja i Kópavogs-
lögregluna, hvað ég gerði. Þeir
vildu ekkert gera i málinu nema
ég sendi skriflega skýrslu. Þvi
spyr ég: Er ekki hægt að veita
fólki tiltal án þess að send sé
skriíleg skýrsla?”
Við höfðum samband við lög-
regluna i Kópavogi og þar var
okkur sagt að iðulega væri farið
eftir ábendingum fólks — alls
ekki væri bundið við skriflega
skýrslu. Það væri metið hverju
sinni hvort ástæða þætti að
rannsaka málið nánar.
manna iþróttahreyfingarinn-
ar”. Sá er samdi þessa grein
hefur haft vakandi auga með
mannorði sinu með þvi að birta
ekki fullt nafn sitt — aðeins
Helgi.
1 grein sinni rembdist hann
eins og rjúpan við staurinn viö
að blanda saman málum sem
eiga litla sem enga samleið. Til
að mynda skilningsleysi stjórn-
valda á hag góðra frjálsiþrótta-
manna, slæm áhrif Bandarikja-
mannanna á Islenzkan körfu-
knattleik, upptinslu á sigarettu-
stubbum og siðast en ekki sizt
skammast hann yfir þvi að ekki
sé komið upp húsnæði fyrir
skautamenn — hverjum sem
um er að kenna. Alla þessa aðila
gagnrýnir hann i grein sem er
innan við 250 orð.
1 greininni er rokið úr einu i
annað án þess að gera grein
fyrir hverju máli fyrir sig, svo
sem athöfnum og áhuga skauta-
manna sjálfra á húsbyggingum.
Ekki eru færð rök fyrir hvað
um tveimur þjálfurum — frem-
ur lágt launuðum — og verður
þar ekki annað greint af grein
þinni en annarlegar hvatir liggi
að baki.
Kæri Helgi, ef þú ætlar að
ryðjast aftur fram á ritvöllinn
með sliku prentbulli — i guð-
anna bænum hafði þá ekki jafn-
mörg og óskyld baráttumál.”
HÁLOFTAVINDAR, HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?
Itagnar hringdi:
„Ég er einn af fjölmörgum
sem fóru á flugeldasýningu
Hjálparsveitar skáta á mánu-
dagskvöldið. Og hvilik von-
brigði. Einumog einum flugeldi
var skotið upp — með svona 3-4
minútna millibili. Svo voru
nokkur blys tendruð. Já, hvilik
vonbrigði.
Og ég sem var kominn alla
leið sunnan úr Hafnarfirði til
Þorgrímur Geirsson Ilallorms-
stað skrifar:
„Ég veit, að flugmenn þurfa
að fá fri á stórhátiðum eins og
aðrir launþegar, þótt þeir þurfi
kannski að leggja meir að sér en
flestir til að vinna fyrir launun-
um sinum. En hins vegar er ég á
þeirri skoðun að Flugfélagið
(eða Flugleiðir, eða hvað sem
það heitir nú) verði að standa
við fyrirfram gerðar áætlanir,
nema þvi aðeins að veður hamli
flugi.
„Það sem ég meina, sérðu
sko”, eins og skáldið sagði, er
að skömmu fyrir jól pantaði ég
far fyrir mig og fjölskyldu mina
frá Egilsstöðum til Reykjavikur
og skyldi ferðin farin annan dag
jóla. Fyxir hádegi þann dag
hringdi ég á flugvöllinn og var
þá sagt að vegna hvassra há-
loftavinda væru horfur á flugi til
Reykjavikur frekar slæmar, en
þó var mér sagt að hringja aftur
klukkan fimm sama dag.
Klukkan fimm var fluginu af-
lýst.
Nú hef ég sæmilega öruggar
heimildir fyrir þvi að þennan
dag hafi verið ágætt veður i
Reykjavik og það hefði þvi ekki
átt að hamla flugi. Auk þess
ræddi ég við fyrrverandi starfs-
mann Flugfélags tslands, á
meðan ég beið eftir flugi á Egils
stöðum daginn eftir, og kvaðst
hann kannast vel við þessa „há-
loftavinda”. Sagði hann að þeir
hefðu oft verið notaðir sem
skálkaskjól til þess að sleppa
við að fljúga með hálftómar vél-
ar. Hann bætti þvi við að há-
loftavindar mættu vera meira
en litið hvassir til að þeir höml-
uðu flugi.
Það var loksins farið i loftið
klukkan langt gengin átta á
laugardagskvöldið en þá hafði
það einmitt gerzt, öllum að ó-
vörum, að flugvöllurinn i
Reykjavik lokaðist sökum élja.
Þegar ég lét bóka mig i flugið
spurði ég mér til gamans hvort
ekki yrði farin aukaferð með þá
farþega sem biðu frá deginum
áður. Starfsmaðúr flugvallarins
svaraði þvi til að aðeins 20 far-
þegar hefðu verið bókaðir dag-
inn áður og nú hefðu aðrir 20
bætzt við. Með þessari töf og
niðurfellingu á flugi hafði tekizt
að fá i fulla vél frá Egilsstööum
i þessari lægð eftir annirnar fyr-
ir hátiðarnar.”
þess að horfa á þessi ósköp.
Nei, Hjálparsveitunum væri
nær að sleppa þessum dýru
flugeldasýningum og einbeita
sér þess i stað að sölunni. Það
væri fróðlegt að sjá hve miklu fé
skátar hafa varið i auglýsingar
og þessa flugeldasýningu.
Skyldi peningunum ekki betur
varið i starf sveitanna en þenn-
an hégóma?”
Þessa mynd tók hann Björgvin i Austurstrætinu — og lesrndur góð-
ir, finnst ykkur þessar fallegu stúlkur illa til fara?
Ömurlegar druslur
Kona úr Austurbænum skrifar:
„Nú fyrir jólin, þegar ég hef
átt leið um miðbæinn i öllu ann-
rikinu, hef ég^veitt þvi athygli
hve fáranlega mikill meirihluti
unga fólksins klæðir sig nú til
dags. Þó að fatnaðurinn á min-
um sokkabandsárum hafi ekki
verið til neinnar fyrirmyndar
vegna fábreytts úrvals, þá held
ég að smekkurinn hafi versnað
til mikilla muna á siðustu árum.
Ungt fólk, sem á völ á að klæð-
ast glæsilegum fatnaði, dressar
sig upp i hinar ömurlegustu
druslur og virðist álita það fint
að klæða sig þannig.
Það er allt i lagi að klæða sig
frjálslega en að þurfa að lita út
eins og útilegumaður eða fá-
tæklingur úr verstu úthverfum
stórborganna er áreiðanlega
ekki eins fint og morg ungmenni
virðast álita."
Spurning
dagsins
Hvað langar þig helzt til
þess að gera á næsta
ári?
Margeir Sigurðsson, húsvörður:
„Ætli ég geri ekki það sem ég hef
verið aðgera undanfarin ár,... ég
er húsvörður og reikna ekki með
að miklar breytingar verði á þvi
starfi.”
Aslaug Leifsdóttir, nemi: „Ekki
neitt, ... þó langar mig til þess að
fara til útlanda og þá helzt til
einhverra Norðurlandanna.”
Mattln'as Magnússon, sölumaður:
„Vinna, mig langar mikið til þess
að komast að hjá Eimskip þar eð
sjórinn hefur alltaf heillað mig.”
Armann Ægir Magnusson, hús-
gagnasmiður: ..Konia hernum
burt úr landinu og okkur úr
NATO. Þessa ákvörðun mina
byggi ég mest á þvi að Bretar
hafa komið verulega illa fram við
okkur nú undanfarið.”
Jóna Halldórsdóttir, afgreiðslu-
stúlka: „Maður hefur nú alltaf
gamanaf þvi'að ferðast.... annars
hef ég ekkert almennilegt svar
við þessu núna á stundinni.”
Halldóra Asgeirsdóttir, nemi:
..Mig langar til þess að fara i
ferðalag og að sjálfsögðu getur
maður alltaf óskað sér að maður
vinni i happdrætti."