Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 17
nagblaðið. Föstudagur 2. janúar 1976. Happdrœtti NLFÍ Dregið hefur verið i byggingarhappdrætti Náttúrulækningafélags íslands. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1. Austin Mini árgerð 1975: nr. 2116 2. Snjósleði Evenrude Skimmer: nr. 34204 3. Páskaferð 1976 með Sunnu til sólar- landa: nr. 61524 5. Páskaferð 1976 með Sunnu tii sólarlanda: nr. 29319 5. Páskaferð 1976 með Sunnu til sólarlanda: nr. 23148 6. Mokkakápa frá Heklu h.f. Akureyri: nr. 23884 7. Dvöl fyrir einn á Heilsuhæli NLFÍ i einn mánuð: nr. 37135. Upplýsingar að skrifstofu NLFí, Laugavegi 20 b, simi 16371 [Norðan gola og smáél i fyrstu, en siðan bjart. Frostið verður 7—10 stig. Sýningin „Islenzk nytjalist IV”, sem félagið Listiðn stendur að, hefur nú verið framlengd til sunnudagskvölds 11. janúar nk. Þar sýna auglýsingateiknar- arnir Friðrika Geirsdóttir og Kristin Þorkelsdóttir ýmislegt af verksviði teiknara, svo sem bóka- hönnum, ýmiss konar mynd- skreytjngar, firmamerki, fri- merki,'umbúðir, auglýsingar o.fl. Kemur þar einkar vel fram hversu fjölbreytt verksvið teikn- arans getur verið. Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ölafur Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson sýna uppdrætti og likan af Borgarleik- húsi. Einnig syna þeir með lit- skyggnum á mjög greinagóðan hátt hvernig nýta má leikhúsið á marga mismunandi vegu, eftir eðli þeirra verka, sem setja á þar á svið. Gefst almenningi hér mjög gott tækifæri til.þess að kynna sér innri gerð Borgarleikhússins, sem risa mun af grunni væntan- lega áður en mjög langt um liður. Sýningin er i húsnæði islenzks heimilisiðnaðar, Hafnarstræti 3 og er opin daglega kl. 2—10. lll 1 UTIVISTARFERÐIR Fyrsta ferð Útivistar á árinu 1976 verður farin sunnudaginn 4. janúar. Farið verður til Krisuvik- ur og mun séra Emil Björnsson 'flytja þar nýársandakt i kirkj- unni. Siðan verður farið niður á Selstanga milli Krisuvikur og Grindavikur og loks verður farið til Grindavikur og svipazt þar um. Ferðin kostar 1000 krónur en ókeypis er fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Nauðsynlegt er að vera vel klæddur og hafa með sér nestisbita. Fararstjóri verður Gisli Sigurðsson, fyrrum varð- stjóri og nú safnvörður i Hafnar- firði. SIGIUÐUR ÓLAFSDÓTTIR lézt 17. desember. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju sið- astliðinn laugardag. — Sigriður var fædd 16. nóvember árið 1916, dóttir hjónanna Elisabetar Jóns- dóttur og Ólafs Lárussonar. Á unga aldri veiktist Sigriður i baki og þurfti að leita sér lækninga til Reykjavikur frá Hellissandi. Þar dvaldist hún hjá kunningjafólki móður sinnar, Helgu Helgadóttur og Eliasi Guðmundssyni og þar ólst hún upp upp frá þvi. Sigriður hlaut venjulega skóla- fræðslu, en auk þess stundaði hún nám i einkatimum og aflaði Sér menntunar með sjálfsnámi. Rúmlega tvitug að aldri hóf hún störf á saumastofu Dýrleifar Ár- mann. Þar vann hún unz Dýrleif hætti störfum. Upp frá þvi vann hún við saumaskap hálfan daginn fram til ársins 1974, er hún varð að hætta sökum heilsubrests. Sigriður eignaðist einn son, Helga Sævar Björnsson. BIRGIR MOLANPER lézt af slysförum 19. desember. Útför hans fer fram i dag kl. 13.30. KONRAÐ ÁRNASON, Hjalla- brekku 24, andaðist 22. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju 5. janúar kl. 15. ELÍAS KR. JÖNSSON, Höfða- braut 16, Akranesi, lézt 23. des- ember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju i dag kl. 13.30. ARI BERGÞÓR SIGURPALS- SON, Haðalandi 9, lézt 25. desem- ber. Útför hans fór fram frá Foss- vogskirkju i morgun. JÓHANNA MAGNÚSPÓTTIR, Núpum i ölfusi, lézt 27. desem- ber. Útför hennar fer fram frá Kotstrandarkirkju á morgun, laugardag, kl. 14. INGIBERGUR JENS GUÐJóNSSON.Stigahlið 22, and- aðist 22. desember. RAGNAR GUÐNASON, vatns- maður hjá Reykjavikurhöfn, lézt 29. desember. JENNÝ FRIÐRIKSPÓTTIR, Pólgötu 5, Isafirði, lézt 29. desem- ber. SNJÓLAUG GUÐRÚN ARNA- DÓTTIR, Austurgötu 25, Hafnarfirði, lézt i Landspitalan- um 30. desember. Ljósm. Björgvin Póisson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.