Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 23
Pagblaðið. Föstudagur 2. janúar 1976.
Utvarp
Útvarpssaga barnanna kl. 17,10:
BERJAST VIÐ
Sjónvarp
ÞEIR URÐU AÐ
ÝMS ÖFL, BÆÐI
GÓÐ OG VOND
„Sagan fjallar um litinn strái
sem liggur veikur,” sagi Þor
leifur Hauksson, sem þýðir of
les sögu Astrid Lindgren
„Bróðir minn ljónshjarta”. Út
varpssaga barnanna er á dag
skrá útvarpsins á miðvikudög
um, föstudögum og sunnudög
um kl. 17.10.
Astrid Lindgren er vel þekkt
ur sænskur barnabókahöfundui
og hafa nokkrar bóka hennai
verið þýddar og gefnar út á ls-
landi. Skal þar fyrst fræga telja
Linu langsokk og Emil i Katt-
holti. Saga sú er Þorleifur
Hauksson les i barnatima út-
varpsins er nokkuð frábrugðin
„venjulegum” Astrid Lindgren
sögum.
Litli drengurinn i sögunni á
eldri bróður, sem reynir að hug-
hreysta litla bróður sinn, og
þegar sá litli veit fyrir vist að
hann er dauðvona segir sá eldri
honum að það geri ekki mikið
til. Þá eigihann eftir að komast
Valdimar örnólfsson og Magnús Pétursson eru að hefja nitjánda starfsárið i útvarpinu. DB-mynd
Björgvin.
FIMLEIKASTJÓRI HÁSKÓLANS
SÉR UM MORGUNLEIKFIMINA
— Það er rétt að byrja
nitjánda árið mitt i þessu starfi,
sagði Valdimar örnólfsson er
við ræddum við hann um
morgunleikfimina sem er á
dagskrá útvarpsins tvisvar á
hverjum morgni, kl. 7.15 og kl.
9.05.
— Fyrst til að byrja með var
égeinn i þessu, en fann svo út að
það var ekki nógu gott. Þá lagði
ég leið mina um skemmtistaði
borgarinnar til þess að finna
mér góðan pianóleikara. Ég
fann Magnús Pétursson og hann
féllst á að vera með mér og hef-
ur verið það siðan rétt eftir ára-
mótin 1958.
— Hefur ekki viðhorf fólks til
leikfimi og likamsræktar
breytzt á þessum árum?
— Jú, mjög mikið. Fyrstu ár-
in gat ég eiginlega ekki um
frjálst höfuð strokið. Þegar ég
var á gangi úti eða á skemmti-
stöðum var fólk sifellt að slást
upp á mig og var með alls kyns
skens vegna leikfiminnar. Þetta
er allt öðru visi núna. — Að visu
kemur fyrir aö fólk tekur mig
tali núna en það er þá til þess að
þakka mér fyrir leikfimi-
timana. Einn maður kom að
máli við mig og sagðist hafa
læknast af slæmum höfuðverk
sem hann hafði haft i mörg ár og
þakkaði það allt morgunleik-
fiminni. Mér varð að orði: Mikil
er trú þin, maður!
— Hver háttur er hafður á
gerð þáttanna? Hefurðu fólk
viðstatt þegar upptaka fer
fram?
— Á fyrstu árunum voru
þættirnir teknir upp i Þjóð-
leikhúskjallaranum, það var á
þeim árum þegar Helena
Eyjólfsdóttir söng þar. Það
gekk ekki vel að fá fólk til að
taka þátt i leikfiminni fyrst i
stað en nú tökum við þættina
upp niðri i útvarpi og gengur
mjög vel. Starfsfólk útvarpsins
tekur þátt i þessu og sumir taka
þetta svo alvarlega að þeir hafa
fengið sér sértakan iþrótta-
galla. Teknir eru upp 4—6 þættir
á viku og er leitazt við að hafa
æfingarnar þannig að þær séu
fyrir sem flest fólk á öllum
aldri. Það er bezt að hafa hress-
andi æfingar árla dags en
alls ekki þrekæfingar. Annars
er ég ekki fyrsti maðurinn með
morgunleikfimi i útvarpi. Sá
fyrsti var nafni minn Valdimar
Sveinbjörnsson, sem var
iþróttakennari við Menntaskól-
ann i Reykjavik um þrjátiu ára
skeið. Hann byrjaði með leik-
fimi i útvarpinu árið 1934. Að
visu var hann einn sins liðs og
leikfimin var ekki á dagskránni
nema i tvo til þrjá mánuði. Þá
var öllu efni útvarpað beint og
þetta hlýtur að hafa verið mjög
erfitt.
— Annars var það Valdimar
þessi og minn gamli rektor
Pálmi heitinn Hannesson sem
urðu þess valdandi að ég valdi
iþróttirnarsem mitt starf, sagði
Valdimar.
Valdimar örnólfsson er 43 ára
gamall og hefur það virðulega
heiti fimleikastjóri Háskóla
íslands, ætti að vera iþrótta-
stióri. sagði Valdimar, þvi hann
sér um fleira en fimleika. Hann
hefur reynt eftir megni að auka
fjölbreytni.i iþróttastundum
háskólanema. iþróttastarf
þeirra stendur meö töluvert
miklum blóma. íþróttafélag
Háskólans á t.d. blak-lið sem
hefur ekki verið sigrað i mörg
ár og unnið öll mót sem það
hefur tekiö þátt i. Einnig eiga
stúdentar mjög gott körfubolta-
lið.
Valdimar er kvæntur Kristinu
Jónasdóttur og eiga þau þrjá
syni, sem allir eru miklir
iþróttamenn. Valdimar er sem
kunnugt er einn af forráða-
mönnum Skiðaskólans i Kerl-
ingarfjöllum en þvi verðum við
að gera betri skil siðar meir.
—A.Bj.
til Nanjala, sem er einhvers
konar „ódáinsland” þar sem
allar óskir mannanna eru upp-
fylltar.
En svo gerast óvæntir hlutir
og eldsvoði kemur upp heima
hjá bræðrunum, sá eldri lætur
lifið þegar hann er að reyna að
bjarga yngri bróöur sinum.
Þegar sá yngri deyr af veikind-
unum hittast þeir bræðurnir i
„ódáinslandinu” og komast þá
að raun um að þar er ekki allt
eins gott og sá eldri var búinn að
segja fyrir um. Verða þeir að
berjast við alls kyns öfl, en að
sjálfsögðu sigrar hið góða að
lokum eins og i góðri sögu.
Þorleifur sagði okkur að þessi
saga minnti töluvert á barna-
sögu eftir Astrid Lindgren sem
hann hefði lesið i útvarpið sl.
sumar og hét „Elsku Mio
minn”. Alls eru lestrarnir átján
talsins.
Þorleifur Hauksson er 33ja
ára gamall, ókvæntur en trúlof-
aður háskólakennari, sonur Ast-
hildar Egilsson og Hauks Þor-
leifssonar, aðalbókara Búnað-
arbankans.
A.Bj.
Þorleifur liauksson
Q Utvarp
14.40 „Frænkurnar", smásaga
cftir Rósu Þorsteinsdóttur
Höfundur les.
15.00 M iðdegistónleikar
Sinfóniuhljómsveitin i
Minneapolis leikur „1812”,
hátiðarforleik op. 49 eftir
Tsjaikovski, Antal Dorati
stjórnar / Filharmoniu-
sveitin i Berlin leikur
Sinfóniu nr. 4 i e-moll op. 98
eftir Brahms, Herbert von
Karajan stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Bróöir minn, ljónshjarta”
eftir Astrid Lindgren Þor-
leifur Hauksson les þýðingu
sina (4).
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.35 Paglegt mál Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 island — Noregur 1975
Frá tónleikum sinfóniu-
hljómsveitar hundrað
norskra og islenzkra ung-
menna i ágúr.t s.l.
21.10 Gullmunnur
Björgvinjar. Séra Sigurjón
Guðjónsson flytur erindi um
norska skáldið Johan Nor-
dal Brun.
21.45 Kórsöngur Don-kósakka-
kórinn syngur rússnesk
þjóðlög, Sergei Jaroff
stjórnar.
22.15 Veðurfregnir Leiklistar-
þáttur Umsjón: Sigurður
Pálsson.
22.50 Afangar Tónlistarþáttur
i umsjá Ásmundar Jónsson-
ar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
§
^ Sjónvarp
5
20.00 Fréttir og veður
20.30 Pagskrá og auglýsingar.
20.35 Kastljós. Þáttur um inn
lend málefni. Umsjónar-
maður Eiður Guðnason..
21.05 Tónleikar I sjónvarpssal
Manfred Scherzer, fiðlu-
leikari, og Jurgen Schröder.
pianóleikari, flytja fiðlu-
sónötu op. 30 nr. 3 eftir Beet-
hoven. Stjórn Upptöku Tage
Ammendrup
21.20 ólgandi blóð (Desire)
Bandarisk gamanmynd frá
árinu 1936. Aðalhlutverk
leika Marlene Dietrich og
Gary Cooper. Ung stúlka
rænir verðmætum perlum
frá skartgripasala i Paris
og flýr með þær til Spánar.
Við landamærin hittir hún
Bandarikjamann i sumar-
leyfi. Hann flytur perlurnar
yfir landamærin án þess að
vita af þvi. Þýðandi Heba
Júliusdóttir.
22.50 Dagskrárlok.