Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 7
DagblaftiO. Föstudagur 2. janúar 1976. 7 Erlendar fréttir Bandarískir fiölmiðlar rqnnsaka morð dr. Kinas: „Of mörgum spumingum um morðið er enn ósvarað REUTER I Vaknaði bakterían eftir milljónir óra undir ísnum? Læknar i Christchurch á Nýja Sjálandi óttast að banda- riskir visindamenn, sem flutt- ir voru frá einangraðri vis- indastöð á suðurheimskaut- inu, hafi fengið bakteriu, sem legið hefur i dvala undir heim- skautsisnum i milljónir ára. Tólf Bandarikjamenn voru fluttir frá stöðinni þegar þeir fóru að þjást af ógleði, uppköstum og niðurgangi. Einn var að auki talinn vera með lifrarbólgu. Bandariska sjónvarpsstööin CBS hefur hafið sjálfstæða rannsókn á morði blökkumanna- leiðtogans Martins Luthers Kings, I þvi augnamiði að ákvarða hvort samsæri var um morðið. t heimildarkvikmynd um morðiö 1968, sem sýnd verður i CBS i kvöld, er komizt að þeirri niðurstöðu, að fjöldi ósvaraðra spurninga sé svo mikill, að full- komlega réttlætanlegt sé að hefja nýja rannsókn, annaðhvort sjálf- stæða eða á vegum þingsins. Fréttamaðurinn Dan Rather, er stjórnað hefur rannsókn CBS á morði Kings, segir engan veginn fullsannaö að James Early Ray hafi verið einn um morð blökku- mannaleiðtogans. „Aldrei rauk úr byssu hans,” segir Rather i texta með mynd- inni. „Engin vitni sáu skotinu hleypt af. Enginn getur með vissu bent á nokkurn, sem flýði af morðstaðnum... ekkert hefur komið fram, sem segir til um til- gang morðsins, hafi Ray verið að verki. Það sem áður virtist taka af öll tvimæli — hrein og klár játning Rays — er nú dregið i efa fyrir dómstólum.” ## — segir CBS fréttamaðurinn Dan Rather Ray, sem var dæmdur i niutiu B’ rnm iiiiMr^nBi ~IHKPI og niu ára fangelsi fyrir morðið á King, dró játningu sina til baka þremur dögum eftir að dómur var kveðinn upp. Hann berst nú. fyrir nýjum réttarhöldum. w t’ Að sögn Rathers gæti fljótlega verið tekin ákvörðun um ný réttarhöld. Hann bætir þvi við, að einvörðungu opinber rannsókn a / r /æ, • geti glimt við spurningar á borf við þá hvort samsæri hafi verið um morö Kings og — með tilliti til nýlegra uppljóstrana um and- stöðu FBI við King — hvort stjórnvöld áttu hlut að máli. Blaðið New York Times birti i -*Lwr V- gær fyrri hluta greinar um morð- ið á King, en blaðið gekkst einnig fyrir sjálfstæöri rannsókn. Segir • W ; t vIFr^- V Sliiv^ þar, að ekkert hafi komið fram er bendli FBI við morðið á Martin ijiw,j K if Luther King. i lílp; 1 Rannsóknarnefnd öldunga- WMi ijffÍrT ’ deildar þingsins um starfsemi leyniþjónusta Bandarikjanna Ji 9 - & . |é1|HPfnfflfwH i skýrði frá þvi i siðasta mánuði, að FBI hefði leynilega gert allt, sem hægt var til að vanvirða dr. King. Dr. King: hver var það, sem raunverulega svipti hann lífi? Líbanon: Nýtt ór minnir á hve ófryggt vopnahléið er Strlðsmenn vinstrisinnaöra múhameðstrúarmanna i Beirút, margir aðeins börns eins og myndir sýnir, fagna einu vopnahléanna. En skyldu þessi börn borga stríðsreksturinn? Nýtt ár múhameðstrúar- manna hófst i Beirút eftir viðburðarika nótt, sem sýndi vel hversu viðkvæmt og ótryggt vopnahléð þar er. Ekki er búizt viö miklum átökum i borginni i dag, enda er allsherjar fridagur — til að minnast flótta Múhameðs spá- manns frá Mekka til Medina — og fólk heldur sig að mestu inni viö. Skothríð heyrðist i Beirút nm miðnættið i nótt, en engin m ki hafa fundizt um átök og er vi talið, að einhverjir striðsma aa hafi verið að fagna nýju ári. Vegatálmunum var komið fyrir i borginni i gær og nokkr- um var rænt. öryggisverðir reyna að fá hina rændu látna lausa, en ekki er vitað hversu margir þeir eru. — Barizt var i gærkvöld i Hamra-hverfinu, þar sem áður var blómleg verzlun og hótelrekstur. CIA þjálfar málaliða fyrir Angola-stríðið Þrjú hundruð fyrrum banda- riskir hermenn hafa verið sendir til Angola sem málaliðar. Álika fjöldi hefur þegar hlotið þjálfun og biður brottfarar, að sögn bandariska blaðsins Christian Schience Monitor. Blaðið hafði i morgun eftir heimildarmönnum i nánum tengslum við CIA, að leyniþjón- ustan sæi óbeint um ráðningu mannanna, þjálfun, og sendi þá siðan til Suður-Afriku. CIA borg- ar einnig hluta af launum mann- anna með fjárhagsstuðningi við stjórn Zaire og þær tvær frelsis- fylkingar Angola, sem eru hlið- hollar Vesturveldunum, UNITA og FNLA. 1 frétt blaðsins sagði að bæði Bandarikjamennirnir og ýmsir aörir málaliðar hefðu fullkomin vopn, þ.á m. stórskotaliðsbyssur. Að sögn Christian Science Monitor eru fyrstu þrjú hundruð málaliðarnir þegar farnir að berjast, aðallega með UNITA. Annar höpur er reiðubúinn brott- farar, en biður þess að CIA fái aukið ráðstöfunarfé. Samkvæmt fréttinni eru mála- liðarnir undir stjórn belgisks her- foringja og fá allt að fimmtán hundruð dollara (250 þús. isl. kr.) mánaðarlaun. CIA hefur neitað að segja nokkuð um málið en tals- maður Hvita hússins i Washing- ton sagði frétt blaðsins ósanna. Flugslysið í Sádi-Arabíu: Svarta kassans leitað Tæknimenn flugféla gsins iliddle East Airlines hafa hafið nikla leit að „svarta kassanum” ir libönsku flugvélinni, sem írapaði ieyðimörk i Sádi-Arabiu i ;ær. t „svarta kassanum” eru ;egulbandsupptökur af siðustu ninútunum fyrir slysið og gera menn sér vonir um að finna orsök slyssins þar. Áttatiu og tveir farþegar og á- höfn voru um borð og létu allir lif- ið. Þegar dimmdi i gærkvöld höfðu sjötiu og þrjú lik fundizt i flakinu. Flestir farþeganna voru Arabar. Vélin var á leið frá Beirút til Ðubai og Muscat. Talsmaður flugfélagsins sagði að flugvélin, Boeing 720, væri brotin i þrennt en hlutarnir lægju hver við annan, sem benti ti! þess að vélin hefði ekki brotnað áður _en hún skall i eyðimörkina. OGÆTILEGA FARIÐ MEÐ ELD í RAFMAGNSLEYSI? Lögreglan og slökkviliðsmenn i La Louviere i Belgiu reyna nú að komast að niðurstöðu um hver hafi verið orsök brunans i skemmtistað i borginni á gaml- árskvöld, þegar fimmtán ung- lingar létu li'fið. Þrjátiu og þrir hlutu bruna- sár, þar af fimm alvarleg. Eld- urinn kom upp við mikla sprengingu. sem varð skyndi- tega i skemmtistaðnum. Talið er að gas og eldur hafi náð sam- an. Að sögn slökkviliðsstjórans i borginni brunnu sumir ungling- anna til bana i' litlum sal, sem notaður var til að dansa i, en aðrir köfnuðu i reyk þegar þeir leituðu skjóls á salernum. Slökkviliðsstjórinn sagði skemmtistaðinn aðeins hafa rekstrarleyfi sem kaffistofa. brunavarnir á dansstöðum væru mun meiri. Rafmagn fór af skömmu áður en eldurinn kom uppoggera mennsér hugmynd- ir um að einhver gestanna hafi reynt að paufast áfram i myrkr- inú með eldspýtur eða kveikj- ara. Þaðan hafi eldurinn komist i veggskrevtingar. Hinir látnu voru flestir á aldr- inum 17—22 ára.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.