Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 6
6
OagblaðiP. Föstudagur 2. janúar 1976.
Hóta að myrða
formenn
CIA-nefndanna
heimsœkja Peking
Fulltrúar Nixons
Hópur öfgasinnaðra hægri-
manna i Bandarikjunum hefur
hótað að myrða Frank Church,
öldungadeildarþingmann og full-
trúadeildarþingmanninn Otis
Pike. Báðir eru þeir formenn
þingnefnda, sem rannsaka spill-
ingu og ódæði bandarisku leyni-
þjónustunnar CIA.
Morðið kemur i kjölfar morðs-
ins á CIA-manninum Richard
Welch i Aþenu, sagði i frétt al-
rikislögreglunnar FBI.
Maður nokkur, sem sagðist
vera fulltrúi hægrihópsins, er
kallar sig „Gamalreynda gegn
samúð við kommúnista”, gekk
inn i sjónvarpsstöð i Houston i
Texas i siðustu viku og skildi þar
eftir bréf með nöfnum fimm
manna, sem ákveðið hefur veriö
að eigi að deyja, sagði enn fremur
i tilkynningu FBI.
Auk þeirra Church og Pike voru
á listanum Tim Butz, ritstjóri
timaritsins Counterspy i
Washington, en hann greindi ný-
lega frá nafni Welch i blaði sinu,
Frank Church, formaður öld-
ungadeildarnefndarinnar, sem
rannsakar starfsemi CIA.
Fred Harris, fyrrum þingmaður,
sem stefnir nú að þvi að hljóta til-
nefningu Demókrataflokksins til
forsetakjörs, og Ronald Dellums,
þingmaður frá Kaliforniu, sem
sæti á i nefnd Pikes.
8 km af pylsum
Ungverjar eta mikiðaf pylsum
um hátiðarnar, sem þeir skola
svo niður með rótsterkum vin-
um. i kjötiðnaðarstöð i Gvör
voru framieiddir átta kllómetr-
ar af pylsum fyrir gamlárs-
kvöld og voru notuð fimmfiu
þdsund tonn af kjöti i pylsugerð-
ina.
KLAUFINN" FORD
Bandarikjaforseta renna sér á
fleygiferð niður brekku — aftur á
bak. Ford hefur verið sagður hinn
mesd klunni, en forsctinn varð
,.Mér skilst að skíðakennarinn unni fyrir hann,” scgir annar fyrst reiður þegar þessi ntynd
hans stjómi lika kosningaharátt- mannanna, sem fylgist með Ford birtist i Denver Post.
Danir fá-
fróðir um
„hittið"
Kennaraskólanemendur i
Danmörku eru svo fáfróðir um
kynferðismál, að þeir eru ekki
færir um að leiða barnaskóla-
börn i allan sannleikann um
býflugurnar og blómin. betta
kemur fram i niðurstöðum
könnunar, sem nýlega hefur
veriö gerð i Alaborg,
Nemendurnir, sem tóku þátt
i könnuninni voru tuttugu og
einsog tveggja ára. Könnunin
leiddi einnig i ljós, að orða-
forði þeirra um kynferðismál
var mjög takmarkaður.
Sálfræðingurinn, sem stóð
að könnuninni, sagðist vera
þeirrar skoðunar, að yfirvöld
attu að ihuga hvort ekki va’fi
rétt að hefja félagslega kyn-
feröisfræðslu i iðnskólum
landsins.
„meistara” bættrar sambúðar
Kina og Bandarikjanna.
Eisenhower-hjónin eru fyrstu
manneskjurnar úr fjölskyldu
Nixons, sem koma til Kina eftir
hina sögufrægu för fyrrv. forseta
þangað 1972.
Julie og David fara frá Peking i
dag i vikuferð um landið — og
fjórar aðrar borgir.
Æ.lulie og pahbi Nixon eftir að hann
j Thafði sagt af sér einbætti. Það
skiptir Kinverjana engu.
Tveir valdamestu menn portúgalska hersins, Antonio Ramalho Eanes
(með sólgleraugun) og Jaime Neves, sem vinstrimenn kalla „böðulinn
Julie Eisenhower, dóttir Nixons
yrrum Bandarikjaforseta, er nú i
Cina ásamt eiginmanni sinum,
)avid — sonarsyni Eisenhowers,
yrrum forseta. Hafa þau hitt þar
að máli Chiao Kuanhua, utan-
rikisráðherra, auk fleiri stór-
menna.
Opinbera fréttastofan Nýja
Kina skýrði frá fundinum, en
nefndi ekki hvað hefði verið rætt.
Eisenhower-hjónin eru i per-
sónulegu boði Huang Chen, for-
manns kinversku sendinefndar-
innar i Washington. Hann hefur
haldið þeim mikla veizlu, þar sem
var margt góðra gesta, og hefur
að auki lánað þeim villu sina i
útjaðri Peking.
Taiið er liklegt, að þeim Julie
og David geti hlotnazt sjá sjald-
gæfi heiður að hitta sjálfan Mao
Tse-tung. Þrátt fyrir að Nixon er
nú fyrirlitinn um nær allan heim
er hann enn i miklum metum
meðal Kinverja. Þeir telja hann
Nýju ári fagnað í
Portúgal með skothríð
Þrír vinstrisinnaðir mótmæl-
endur i Oporto i Portúgal voru
skotnir til bana i gærkvöld.
Fimmtán manns særðust, þar á
meðal fjögurra ára gömul telpa.
Þjóðvarðliðar hófu skothrið á
nokkur hundruð mótmælendur
við Custoias-herfangelsið i Oporto
þar sem um hundrað vinstrisinn-
aðir hermenn og borgarar eru i
haldi.
Fangarnireru sakaðir um þátt-
töku i uppreisnartilrauninni, sem
gerð var 25. nóvember. Engar
kærurhafa formlega verið bomar
fram og fæstir hafa fengið að sjá
aðra en fjölskyldur sinar og lög-
-fræðinga um hátiðarnar.
Skothriðin hófst um kvöld-
matarleytið i gær á meðan fang-
arnir voru að njóta heimsókna
ættingja sinna utan fangaklef-
anna. Að sögn talsmanns portú-
galska hersins komst á mikill ó-
róleiki i fangelsinu og þurftu her-
menn að fara þar inn til að koma
á röð og reglu.
Að sögn talsmannsins hleyptu
verðirnir fyrst I stað aðeins af
byssum sinum upp i loftið, en
þegar grjóti rigndi yfir þá — auk
kúlna úr skammbyssum mótmæl-
endanna — var byssum beint að
mannfjölda num.
Allmargar mótmadastöður
hafa verið fyrir utan fangelsið að
undanförnu. Samstarfshópur,
sem berst fyrir frelsi fanganna,
hefur staðið fyrir mótmælunum.
Lögreglu- og hermenn um-
kringdu i fyrradag Caxias-her-
fangelsið i útjaðri Lissabon til að
koma i veg fyrir svipuð mótmæli
og i Oporto. Alls voru um hundrað
og fimmtiu manns handteknir
eftir uppreisnartilraunina 25.
nóvember og eru flestir þeirra i
Custoias-fangelsinu i Oporto og
Caxias. Auk þessara manna eru
um fimmtán hundruð pólitiskir
fangar i Portúgal, flestir fyrrum
starfsmenn leyniþjónustu hægri
stjórnarinnar.
OPEC-rœningjarnir
enn í haldi í Alsír
Sendiherra Alsir i Vestur-
Þýzkalandi, Mohamoud
Sahnoun, hefur neitað þvi fyrir
hönd stjórnar sinnar, að skæru-
liðarnir sex, sem hertóku
OPEC- bygginguna i Vinarborg
fyrir jól, hafi verið látnir lausir.
I viðtali við sjónvarspfrétta-
mann i Bonn sagði sendiherr-
ann, að skæruliðarnir væru enn i
ströngum yfirheyrslum. Hann
vildi hins vegar engu svara um
hvort stjórn Alsir liti á skærulið-
ana sem glæpamenn eða „virk-
an stjórnmálahóp.
Sahnoun sendiherra visaði
gjörsamlega á bug blaðafrétt-
um um að skæruliðarnir hefðu
verið látnir lausir og fengju hæli
i Alsir sem pólitiskir flótta-
menn.
Sendiherrann sagði mann-
úðarástæður hafa legið að baki
þeirri ákvörðun að leyfa skæru-
liðunum að lenda i Alsir.
Irá Mözanibik”