Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 10
10
Hagblaðið. Föstudagur 2. janúar 1976.
M BIABW
frfálst, úháS dagblað
(Jtgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Ilaukur Helgason
iþróttir: llallur Siinonarson
Hönnun: Jóhannes lieykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
'Pétursson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson.
Ilandrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóltir.
Ejósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Práinn Porleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Ilalldórsson
Askriftargjald KOU kr. á inánuöi innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siöumúla 12, simi 83222, auglýsingar, áskriftir og af-*
greiösla Pverholti 2, simi 27022.
Magurt ár
Árið 1975 var magurt ár fyrir vest-
rænriki. Samdráttur, atvinnuleysi og
metverðbólga þjáði efnahag þeirra
flestra. Ástandið hefur ekki verið
verra siðan i kreppunni miklu 1930-40.
í árslokin voru menn þó yfirleitt
bjartsýnir á, að árið, sem nú er byrj-
að, muni verða skárra og ástandið
batna undir lok þess.
Þetta ömurlega efnahagsástand, sem sums stað-
ar mætti kalla kreppu, svo sem i Danmörku og
Bretlandi, bitnaði þungt á okkur íslendingum. Sam-
drátturinn kom niður á útflutningi okkar, svo að
fiskverð féll. Við munum að sama skapi njóta góðs
af, þegar erlend riki rétta úr kútnum.
Kommúnisminn sótti fram árið 1975. Snemma árs
hrundu varnir bandamanna Bandarikjanna i Indó-
Kina. Suður-Vietnam, Kambódia og Laos færðust
yfir á valdsvið kommúnismans.
Segja má, að með þvi hafi varnarlina vestrænna
rikja i baráttunni við kommúnismann færzt til. Að-
stæðum má likja við undanhald á vigvelli.
Kommúnistar eru staðráðnir i að sækja fram, með-
an unnt verður. Ekki kæmi á óvart, að á árinu 1976
færi að bera á átökum i þeim rikjum, sem liggja
næst Indó-Kinaskaganum, svo sem Thailandi,
Malasiu og Burma. Engu að siður varpa vestrænir
menn öndinni léttar vegna þess, að hinni óþolandi
styrjöld i Indó-Kina er lokið. Svo fór þar sem menn
höfðu getað séð fyrir nokkuð löngu áður.
Minnstu munaði einnig, að kommúnisminn tæki
völdin i einu vestrænu riki, Portúgal. Nýfætt lýð-
ræði þar barðist i bökkum en stóð þó af sér ógnanir
frá hægri og vinstri. Undir lok ársins fóru kommún-
istar halloka i Portúgal, og sæmilega góðar vonir
eru til þess, að lýðræðið standist, þótt það sé enn
mjög takmarkað.
Á Spáni vakti fráfall Francos einræðisherra nýjar
vonir um lýðræði. Þar gætu orðið mikil tiðindi á
nýja árinu. Sennilegt er, að stjórnarfarið þróist i
lýðræðisátt. Mikil hætta er á, að rautt einræði leysi
hið svarta af hólmi, en vonandi komast Spánverjar
hjá þeim vandræðum, sem Portúgalar hafa lent i.
Nýlenduveldi Portúgala, einhverjar siðustu leifar
nýlendutimans, hrundi i Afriku, en i Angólu þvæld-
ust innfæddir i borgarastyrjöld, þar sem stórveldis-
hagsmunir rikja. Ein öflug fylking striðsmanna
nýtur mikils stuðnings frá Sovétrikjunum, sem
reyna að koma landinu undir sitt ok. Ef svo færi,
yrði nýlenduveldinu viðhaldið með nýju formerki.
Ekkert teljandi framhald varð á hinni margum-
töluðu ,,þiðu” i viðskiptum risaveldanna, nema
tivað pappirsgögn voru samin. Þó birti nokkuð til i
Mið-Austurlöndum fyrir tilstilli Bandarikjamanna,
|>egar ísraelsmenn skiluðu aftur nokkru landsvæði,
sem þeir höfðu tekið af Egyptum. Oliuveldi Araba
fór vaxandi á árinu, sem kom meðal annars fram i
samþykktum Sameinuðu þjóðanna, þar sem þeir
stefna að brottrekstri ísraelsmanna.
Þetta var þvi, að öllu samanlögðu, ekki gott ár
fyrir vestræn riki, hvorki i efnahags- né stjórnmál-
um. Þau urðu að hopa á of mörgum vigstöðvum.
Fjölskylda
CIA-fórnarlambs
fellur frá
skaðabótakröfum
Fjölskylda lifeðlisfræðingsins
Franks Olsons, sem dó 1953,
eftir að gerðar höfðu verið
tilraunir á honum með LSD á
vegum Bandarikjahers og CIA,
hefur fallið frá öllum ákærum
sinum á hendur Bandarikja-
stjórn fyrir þóknun og skaða-
bætur.sem nema 1,25 milljónum
bandarikjadala, eða rúmlega
tvö hundruð milljónum is-
lenzkra króna. Auk þess hefur
CIA fallizt á birtingu allra
skjala sem varða málið.
Lögfræðingur Olson-
fjölskyldunnar sendi frá sér
yfirlýsingu um jólin fyrir hönd
ekkjunnar og þriggja
fullvaxinna barna hennar. Þar
sagði m.a. að fjölskyldan hefði
fengið „fulla staðfestingu á þvi
að dómsmálaráðuneytið og
CIA, auk allra annarra
stjórnarstofnana, sem hlut ættu
að máli, styddu fyllilega þær
ráðstafanir, sem gerðar hefðu
verið til að bæta fyrir
kröfurnar.”
Olson stökk niður af tfundu
hæð hótels i New York um það
bil viku eftir að hann hafði
fengið LSD án eigin vitundar.
CIA var að gera tilraunir með
efnið. Fjölskyldu hans var
aldrei sagt hvert banamein
hans hefði verið og fékk hún 150
þúsund dali (25 milljónir) i
bætur á næstu tuttugu og tveim-
ur árum.
Talsmaður öldungadeildar-
þingmannsins Charles Mathias
jr. sagði að Mathias, auk
fulltraúadeildarþingmannsins
Goodloe Byrons, hefði ákveðið
að leggja fram frum varp á þingi
eftir áramótin um bætur til
Olson-f jölsk yldunnar.
Samkomulagið á milli stjórn-
valda og Olson-fjölskyldunnar
gerir ráð fyrir að fjárhæðin
skiptist jafnt á milli ekkjunnar
og barna hennar þriggja, Lisu,
Ericog Nils. Olson var af norsk-
um ættum.
Lögfræðingurinn, David
Rudowsky, sagði frumvarpið
væntanlega gera ráð fyrir að
þóknun lögfræðinga verði ekki
meiri en tiu af hundraði skaða-
bótanna i' heild.
1 yfirlýsingu sinni sagði
Olson-f jölskyldan að upphaflega
hefði hún ætlað að:
gera fjárhagskröfu vegna
(óþarfa) dauða Olsons og
tuttugu og tveggja ára þagnar
og óþæginda vegna dauða hans,
krefjast opinberunar allra
gagna sem til eru um dauða
Olsons og
fá fulla viðurkenningu frá
bandarisku stjórninni um að
eitur- og fikniefnatilraunirnar,
sem CIA hefði haft i frammi,
hefðu verið ólöglegar.
„Jafnframt,” sagði Olson-
fjölskyldan, „reyndum við að
finna leiðir til að tjá reiði okkar
yfir starfsháttum CIA. Þegar
Allstaðar var
eitthvað að gerast
Guðrún Guðmundsdóttir:
MINNINGAR OR HORNAFIRÐI
Með skýringargreinum og bókar-
auka eftir Vilmund Jónsson land-
lækni. Þórhallur Vilmundarson
sá um útgáfuna.
llið islenzka bókmenntafélag
1975. 170 bls.
Þessi bók er verk þriggja ætt-
liða i einni og sömu fjölskyldunni:
amma samdi, pabbi bjó til prent-
unar, en sonurinn á bænum gaf
bókina út þegar til þess kom. Það
er að visu meir en aldarfjórð-
ungur liðinn siðan bókin var að
meginefni tilbúin til útgáfu,
Vilmundur Jónsson dagsetur for-
f
Það sem enginn veit
Þorgeir Þorgcirsson:
ÞAÐ ER EITTHVAÐ SEM ENG-
INN VEIT
Endurminningar Lineyjar
Jóhannesdóttur frá Laxamýri
Iðunn 1975. 150 bls.
Það er margt sem myrkrið veit,
orti Jóhann Sigurjónsson forðum i
Fjalla-Eyvindi. Það er eitthvað
sem enginn veit nefnast bernsku-
minningar bróðurdóttur hans,
Lineyjar, sem Þorgeir Þorgeirs-
son hefur fært i letur eftir frásögn
hennar. En hvað er þá þetta sem
enginn veit þótt bók þeirra Þor-
geirs dragi af þvi nafn sitt?
Allténd varðar það skáldskap,
skáldskapinn og lifið, hlutdeild
skáldskapar i örlögum manna.
Lineyju verður þetta orð á munni
þar sem hún segir frá frændkonu
sinni, Grimu, dóttur Jóhanns
skálds, frásögn um nábýli haturs
og ástar i hjúskap Jóhanns sjálfs.
Þessi .frásögn jók a.m.k. fyrir
undirritaðan lesanda nýjum þætti
i sögu Jóhanns Sigurjónssonar
sem ég ekki þekkti áður. En
annars er þessi minningabók frá-
brugðin öðrum slikum á meðal
annars að þvi leyti að henni er
ekki tiltakanlega umhugað um að
halda vitneskju, staðreyndum að
lesandanum. Þvert á móti hvilir
einlægt einhver dul yfir hinum
ytri atvikum sem vænta má að
ráöið hafi högum og háttum fólks-
ins i sögunni. Frásagnarefnið er
bernskuár ungrar stúlku, frá þvi
að hún man eftir sér og fram á
tólfta ár, að hún fer að heiman úr
sveitinni og til vandalausra. Þá er
móðir hennar dáin og faðir henn-
ar hefur flosnað upp frá búskap.
Og það er kappkostað að halda
frásögninni innan hennar
sjóndeildarhrings, án seinni tima