Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.01.1976, Blaðsíða 24
4,7 stiga kippur í morgun: EÐLI JARÐSKJÁLFTANNA ER AÐ BREYTAST" Mjög snörp jaröskjálftahrina gekk yfir Kelduhverfið um hálf- sjö-leytið i morgun. Vaknaði fólk á öllum bæjum og þungir hlutir, sem ekki hafa hreyfzt i fyrri skjálftum, hreyfðust nú úr stað. „Þetta byrjaði með þrem minni kippum, en siðan kom mjög snarpur kippur, sennilega einn sá versti siöap þetta byrj- aði hér,” sagði Gunnar Indriöa- son á Lindarbrekku i viðtali við DB i morgun. „Einhver breyt- ing virðist einnig hafa orðiö á eðli jarðsk.jálftanna,”- sagði Gunnar ennfremur. „Áður hafa þeir verið nokkuð samfelldur titringur, en nú koma þeir með jöfnu millibili og þá mun kröft- ugri en áður og með meiri sveiflu.” Sagði Gunnar fólk að vonum vera orðið þreytt á þessum hamagangi, enda taldi hann menn hafa verið farna að vona, að eitthvað færi að draga úr þessu. Að sögn Þórunnar Skaftadótt- ur á Veðurstofunni mældist kippurinn 4,7 stig og er það með kröftugri kippum nú að undan- förnu. Þó mældist einn mjög kröftugur, eða 5,3 stig á jóla- daginn. „Þvi miður getur fólk átt von á þvi, að þetta standi yfir i nokkra mánuði,” sagði Svein- björn Björnsson hjá Raunvis- indastofnuninni. „Ef litið er i söguna, sést, að fyrir réttum 100 árum, eða um jólaleytið 1875 stóöu yfir jarðskjálftar á svip- uðum slóðum fram i marzmán- uð. Og svo getum við bent á jarðhræringarnar i Borgarfirði i fyrra, en þær stóðu yfir i rúma tvo mánuði. Þar mældist sterk- asti kippurinn rétt yfir sex stig svo aö kippirnir þarna fyrir norðan eru ekki þeir stærstu,” sagði Sveinbjörn ennfremur. HP. Aramótin gengu i garð i ljómandi góðu veðri i Reykjavik, eins og þessi mynd sýnir. Yfir borginni grúfði sig reykjarský eftir flugeldá og sólir, sem ekki vitnuðu um neitt kreppuástand hjá almenningi. Myndin var tekin frá Háteigsvegi (DB-mynd Björgvin) RÓLEG ÁRAMÓT UM ALLT LAND Áramótin voru með eindæm- um róleg um allt land. 1 Reykja- vik var minna um bókanir i dag- bók lögreglu en verið hefur i 30- 40 ár. Fangageymslur lögregl- unnar i Reykjavik fylltust aldrei yfir áramótin. Nokkur erill varð hjá lögreglunni upp úr kl. 3 á nýársnótt en hvergi dró til al- varlegra tiðinda. Einna mest varð ölvunin við Tónabæ þar sem yngstu borgararnir skemmta sér. Þar var brotin rúða i Sunnubúðinni og lögreglan varð að hafa afskipti af nokkrum unglingum. Sömu sögu er að segja um allt land þar sem við höfðum sam- band i morgun. Lögreglumenn höfðu rólega nótt unz dansleikj- um lauk á hinum ýmsu stöðum. Eftir það varð nokkur erill hjá lögreglumönnum, en hvergi dró til alvarlegra tiðinda. Allmikil ölvun varð viða, en hvergi þó svo að menn myndu ekki verri tima. Alls staðar var sagan sú að áramótin hefðu veriðróleg ASt. SERKROFUR LAGÐAR FRAM „Sérkröfur frá allmörgum félögum voru lagðar inn til okkar fyrir áramótin” sagði Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, i morgun. „Annað hefur ekki gerzt yfir hátiðina. Næsti samningafundur verður á þriðjudaginn,” sagði Ólafur. 432 UTKOLL SLOKKVI- LIÐS ÁRIÐ 1975 Slökkviliðið hafði róleg ára- mót og var ekki kallað nema einu sinni út. Var þá um að ræða óverulegan eld i litlu leikhúsi i húsagarði. Otköll slökkviliðsins á s.l. ári urðu alls 432 en voru 426 árið áður. Stærstu eldsvoðarnir og brunatjónin voru er flu skýlið brann á Reykjavikurflugvelli, að Þverholti i Mosfellssveit og i Skeifunni 11 er Persia og bifreiðaverkstæði brann þar. A tveim siðustu mánuðum ársins fórust 5 menn i eldsvoða á þremur stöðum. I skýrslu SVFI segir að alls hafi 7 manns farizt af eldi og reyk á s.l. ári. Sjúkraflutningar urðu alls 9700 á árinu 1975 en voru 10196 áriö 1974. Farið var i 1320 slysa- og neyðarflutninga á liðnu ári en slikir flutningar voru 1278 árið 1974. ASt. frjálst, úháð dagblað Föstudagur 2. janúar 1976. Fór í banni lœkna af slysadeild Maður varð fyrir bil kl. 1.30 i nótt á móts við húsið nr. 57 við Laugaveg. Hlaut hann höfuð- högg og skurð á enni við slysið og var fluttur i slysadeild. Þaðan fór hann er gert hafði verið að sári hans. Fór hann þó i banni lækna, sem vildu rannsaka meiðsl hans nánar, en ekki varð tauti við hann komið. ASt. Eiginmennirn- ir höfnuðu í fanga- geymslum Tveir eiginmenn sátu i fangageymslum i morgun eftir erjur og átök við eigin- konur sinar eftir gleði nýárs- dagsins. I báðum tilfellunum hafði komið til átaka milli hjóna. önnur eiginkonan hafði haft fullan sigur og lagt eigin- mann sinn hreinlega að velli. Var hann með skurð á höfði eftir átök og hún nokkuð blóð- ug- I hinu tilfellinu hafði bónd- inn haft sigur um stund og rekið eiginkonu sina og dóttur út úr ibúð þeirra. Sat hann sið- an við áframhaldandi drykkju er lögreglan skarst i leikinn að beiðni hinna útreknu. ASt. Fannst hel- kaldur í húsagarði Um klukkan ellefu á nýárs- dagsmorgun var lögreglunni tilkynnt um að maður væri liggjandi i skafli i húsagarði við Tómasarhaga. Maðurinn var fáklæddur. Var hann i skyndi fluttur i slysadeild og þaðan i gjörgæzludeild Borg- arspitalans. Var hann orðinn kaldur mjög og um tima var hann i mikilli lifshættu. Er á daginn leið tók hann að hress- ast og i morgun hafði hann náð sér vel og var um það bil að yfirgefa gjörgæzludeildina. ASt. Fjórir í slysa- deild eftir órekstur Tvær bifreiðir stór- skemmdust i árekstri á Suður- landsbraut á 9. timanum á nýársdagskvöld. Bifreið sem var á leið út úr borginni lenti yfir á syðri helming götunnar og þar á annarri bifreið sem kom á móti. ökumennirnir báðir og tvær stúlkur sem voru farþegar hlutu meiðsli og voru flutt i slysadeild. ASt —HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.