Dagblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Miðvikudagur 14. janúar 1976.
3
í\
Spurning
dagsins
Þetta eru reyndar nýtizkulegri „vikingar” en forfeður okkar, en hvað um það, bréfritari spáir að þeir verði verkefnalausir við
iandhelgisgæzlu innan tíðar og stingur upp á að við leggjumst í viking til London, skv. gamalli hefð.
LEGGJUMST VIÐ í
VÍKING TIL LONDON
SKV. GAMALLI HEFÐ?
„Reykjavik 13. jan. 1976.
Svo virðist sem landhelgis-
málið eigi hug og hjörtu okkar
Islendinga um þessar mundir og
gæti ástæðan verið sú að við
fengjum með yfirgangi Breta
kærkomna átyllu til að fá útrás
fyrir svolitið af niðurbældri vik-
ingaólgu okkar.
Helztu rök Breta og afsakanir
fyrir fiskiþjófnaðinum hér við
land eru að þetta séu þeirra
hefðbundnu fiskimið, þeir hafi
allt frá þvi að við vorum ósjálf-
bjarga og ósjálfstæð mokað upp
fiski hér við land og þess vegna
getum við ekki allt i einu
meinað þeim það.
Eins og allir vita var aðal-
markaður, eða mið, vlkinga
norðursins fyrr á öldum einm.
Bretland. Það sem gerði þess-
um forfeðrum okkar kleift að
herja á Bretland og önnur lönd
voru hin hraðskreiðu langskip
eða knerrir sem gætu vel svarað
til þeirra herskipa sem gera
Bretum það kleift að ræna okk-
ur nú.
Hvað gætu Bretar sagt ef is-
lenzki flotinn, sem brátt verður
verkefnalaus hvort sem er, væri
látinn fara hópferðir til London
með Islenzka alþýðu sem stigi
þar á land og tæki til við að
brenna hús, brjóta verzlana-
glugga og ræna og rupla eins og
forðum og nota siðan sömu rök á
alþjóðavettvangi og Bretar nota
sjálfir, þ.e.a.s. að þetta voru
okkarhefðbundnu mið, við hefð-
um bara hvilt þau um stund,
einsog bændur gera við tún sem
mikið hefur verið beitt á.
En svo ég snúi mér að öðru þá
hef ég tekið eftir a.m.k. þrem
athyglisverðum tillögum er
hafa komið fram varðandi land-
helgismálið.
1 fyrsta lagi að nota land-
græðsluflugvélina, sem er að-
gerðalaus á veturna, til að
dreifa einhverjum óþverra yfir
veiðiþjófana, s.s. skolpi, skarna
eða öðru álika geðslegu. Það
myndi gera þeim dvölina óbæri-
lega á miðunum og þar að auki
er örugglega erfitt að selja fisk
með skólpi á, jafnvel á brezkum
markaði.
önnur athyglisverð tillaga er
að fá litinn kafbát, jafnvel
notaðan, og láta hann svifa inn á
milli togaranna og halastýfa þá
hvern á fætur öðrum. Á friðar-
timum kæmi hann sér vel til að
stugga við rússneskum kafbát-
um sem sifellt eru að sniglast
hér uppi i landsteinum.
Þriðja hugmyndin er svo að fá
fréttamenn eða eftirlitsmenn
frá Sameinuðu þjóðunum eða
NATO til að vera um borð i
varðskipunum og staðfesta rétt-
an fréttaflutning.
Ég get varla skrifað biess án
þess að þakka hinum fáu Islend-
ingum sem eru virkir i þessu
striði, og á ég þar auðvitað við
Grindvikinga og Hornfirðinga.
Það mættu fleiri fara að for-
dæmi þeirra og gera eitthvað
róttækara þvi' auðvitað skiptir
engu máli þótt einum vegi sé
lokað i nokkra tima, vegi sem
hvort sem er er varla fær fólks-
bilum.
Að lokum vil ég beina þvi til
stjórnmálamanna að þeir af-
neiti ekki frumlegum tillögum,
eins og hér að framan, þvi það
er einmitt svoleiðis sem vekur
athygli, og það sem við þurfum
er athygli heimsins, þ.e.a.s. ef
við höfum réttan málstað. Ég er
viss um að það tekur enginn eft-
ir þó smáþjóð sé eitthvað að
kvarta og kveina á alþjóðavett-
vangi eins og ljósast sést á
þeirri meðferð sem kæra okkar
hefur fengið hjá öryggisráðinu.
Ef við aftur á móti skvettum
skyri á Downingstræti 10 eða
spúðum skarna á brezka togara,
þá væri hlustað.
Steinn Logi B jörnsson
Reykjavik.”
Til gesta okkar —
brezku blaðamannanna
„Þegar ég var skóladrengur og
fór að læra ensku, varð fljótlega á
vegi minum enska orðið
Gentleman: 1) maðurgóðrar ætt-
ar vel settur, 2) vel agaður
(menntaður) kurteis maður,
o.s.frv. (skv. Websters N.W.
orðabókinnD.
Það er með mikilli hryggð að
við Islendingar verðum enn á ný
þess áskynja að brezka þjóðin
hagar sér ekki eins og „gentle-
men’ ’ og fölva hefur slegið á þetta
orð, með framkomu ráðuneytis
hennar hátignar, i fiskveiðideilu
Islendinga og Breta.
í heimsstyrjöldinni siðari var
eyland okkar hersetið af brezkum
her.vegna mikilvægis eyjunnar i
Norður-Atlantshafinu, i styrjöld
Breta við Þjóðverja.
Island er enn þá álitið mikils-
vert vígi i Norður-Atlantshafinu,
staðfest með veru okkar i At-
lantshafsbandalaginu.
Þegar Alþingi samþykkti
inngöngu okkar i Atlantshafs-
bandalagið urðu alþingismenn
fyrir grjótkasti öfgamanna, er
þeir gengu út úr Alþingishúsinu.
Atburður sem áður hafði (ekki)
sézt á tslandi. Það myndi reynast
auðvelt verk fyrir þá, sem voru á
móti inngöngu okkar i Atlants-
hafsbandalagið, að safna
nauðsynlegum meirihluta sem
myndi heimta úrsögn okkar úr
þessum samtökum.
tslenzka þjóðin hefur orðið að
ganga i gegn um dimmar aldir,
en við höfum lifað þetta af og við
eigum eftir að lifa lengi, lengi
enn. Þrátt fyrir þetta óskum við
ekki eftir þvi að okkur sé vor-
kennt og við vorkennum okkur
ekki sjálfir. Við höfum rétt til
þess að lifa eins og allir aðrir
menn á jörðinni okkar, en hafið i
huga að landið okkar hefur mjög
takmarkaðar auðlindir, — fiskur
og fiskafurðir mynda um það bil
98 prósent af öllum útflutningi
okkar.
Ég er sannfærður um að við
munum ná samningum við ráðu-
neyti hennar hátignar en ekki i
hinum gamla nýlenduanda, sem
okkur var boðið upp á siðastliðið
haust.
Við munum semja sem frjálsir
menn en ekki fyrir framan
BYSSUKJAFTA.
Að lokum, ef og þegar þið
sendið fulltrúa til samninga við
okkur, vinsamlegast sendið okkur
alvöru Gentlemensvo við getum
breytt orðaskýringunni á þessu
göfuga orði i ensk/islenzku orða-
bókinni okkar.”
Sigurður Jónsson
fv.flugmaður
„Grein þessi var hugsuð og
rituð á ensku um það leyti að til
átaka kom á íslandsmiðum i
haust. Greinin fékkst ekki birt á
þvi máli og er þvi ofanrituð grein
þýðing úr ensku.”
S.J.
„Skrá um nokkur „afrek"
Breta á tslandsmiðum sl. 75 ár.
1910 i okt.: Tveir embættis-
menn, þeir Guðmundur Björns-
son sýslumaður og Snæbjörn
Kristjánsson hreppstjóri, eru
brottnumdir af brezkum togara
er þeir hyggjast færa hann til
hafnar. Togarinn var að veiðum
við Bjarnareyjar á Breiðafirði.
1919i mai.:Erlendir (brezkir?)
togarasjómenn skjóta á islenzka
sjómenn.
1943 i marz.: Varðskipið Ægir
laskar brezkan togara með fall-
byssuskothrið. Togarinn ætlaði að
strjúka til Englands með stýri-
mann af Sæbjörgu innanborðs.
1958 i sept.: Freigátan East-
bourne tekur með ofbeldi niu
varðskipsmenn og hefur þá i
haldi um borð.
1958 i sept.: Hættuleg tilraun
(Breta) til að sigla á varðskipin.
1958 i nóv.: Brezkt herskip hót-
ar að sökkva islenzku varðskipi
með skothrið, hjálpar brotlegum
togara innan gömlu landhelginn-
ar til þess að sleppa.
1960 i marz.: Brezkt ofbeldi i al-
gleymingi. Togarar eyðileggja
veiöarfæri af ráðnum hug og gera
tilraun til að sökkva fiskibáti.
1960 I marz.: Brezk herskip og
togarar hverfa úr islenzkri land-
helgi — i bili „til að bæta and-
rúmsloítið á Genfarráðstefn-
unni.”
1960 i april.: Bretar senda aftur
hcrskip á tslandsmið, verða þó
um sinn utan við 12 milur.
1960 i júní.: Bretar beita ofbeldi
að nýju i islenzkri landhelgi,
flytja islenzkan varðskipsmann
sem fanga úr brezkum land-
helgisbrjót.
1960 i júli.: Landhelgisbrjótur
reynir að kafsigla fiskibát.
1975/1976: Mönnum eru sjálf-
sagt i fersku minni átökin á ts-
Raddir
lesenda
landsmiðum, óþarfi er að geta
þeirra i einstökum atriðum.
Það er athyglisvert að Bretar
voru litið á ferðinni i fyrri heims-
styrjöldinni og hinni siðari en þá
voru Bretar að berjast fyrir lifi
sinu við alvörustriðsmenn og
þurftuá öllu sinu að halda. Það er
einnig eftirtektarvert að til litilla
átaka kom á Islandsmiðum eftir
fyrri heimstyrjöldina en þá gættu
Danir landhelgi okkar, og þóttu
standa sig slælega.”
Sigurður Jónsson flugm
■J
Af hverju ætlar þú aö sjá
„Exorcist”?
ólafur Búi Gunnlaugsson nemi.
— Ég er búinn að lesa og heyra
svo mikið um þessa mynd að ég
ákvað að fara og sjá hana. Ég hef
nú ekki lesið bókina en ég trúi
varla að hún sé mjög hrollvekj-
andi.
Hallur Helgasonnemi. — Ég kem
hingað af forvitni, svo bauðst mér
einnig ókeypis miði. Ég ætla einn-
ig að athuga hvort taugarnar eru i
lagi. Mér skilst að þetta sé upp-
lagt tækifæri.
Ililmar Þór Karlssonnemi. — Ég
er forvitinn að sjá hvernig þessi
mynd er, eftir allt það umtal sem
hefur verið um hana. Ég hef lesið
nokkra kafla úr bókinni og ætla að
sjá hvernig til tekst með mynd-
ina.
Jón Helgason nemi. — Ég er svo
hræddur við drauga, kannski lag-
ast það við að sjá myndina. Eg
hef lesið bókina og fannst hún á-
gæt, það er gaman að sjá hvort
myndin er álika.
Kristinn Tómasson nemi. — Ég
ætla að athuga hvað það er sem
prestarnir voru svo mikið á móti.
Þeir voru búnir að skrifa og ræða
svo mikið um þessa mvnd.
Magnús Baldursson nemi. — Mig
langar að sannfærast um skoðun
mina, en hún er sú að þessi mynd
sé ekki neitt skárri en hver meðal
hrollvekja.