Dagblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 23
nv.
Dagblaðið. Miðvikudagur 14. janúar 1976.
Ci
Utvarp
23
Sjónvarp
Sjónvarpið í kvöld kl. 20,35:
Nýjasta tœkni og vísindi
JARÐSKJÁLFTARANNSÓKNIR
SÓLKÖNNUN ÚR GERVITUNGLI
„Fróðleikur um jarðskjálfta
og um aðgerðir manna að sjá þá
fyrir og að draga á annan hátt
úr skaðsemi þeirra virðist
næsta timabær hér á landi enda
er i fyrri hluta þáttarins um
„Nýjustu tækni og visindi”
bandarisk kvikmynd um þetta
efni,” sagði örnólfur Thorlacius
stjórnandi þáttarins.
Hann sagði að raunar hefðu
jarðskjálftar leikið marga verr
en Islendinga þar sem aðeins
siðustu tiu árin hefðu meira en
hundrað þúsund manns, um
heim allan, farizt af þeirra völd-
um.
1 myndinni kynnumst við
ýmsum ráðstöfunum til að bæta
burðarþol húsa á jarðskjálfta-
svæðum. Sýndar eru aðferðir að
mæla eyðingaráhrif skjálftanna
sem nákvæmast, ennfremur til-
raunir að mæla ýmsa fyrirboða
skjálftanna i von um að hægt
verði að spá um þá með nokkr-
um fyrirvara.
Segja ma að bjartara sé yfir
seinni myndinni en hún er um
könnun sólar úr gervitungli,
einnig bandarisk.
í árslok 1974 var send upp frá
Florida bandarisk burðarflaug
er kom vestur-þýzku gervi-
tungli, Helios, á sporbaug um
sólu. Tunglið kemst nærri sólu
og safnar um hana ýmsum
verðmætum upplýsingum og
mælingum sem sendar eru til
jarðar. Þykir þessi útgerð hafa
vel tekizt og nú er i undirbúningi
himnaför annars tungls sömu
gerðar og sömu erinda —
Helios-B. EVI
Þær eru ófáar borgirnar sem hafa farið illa út úr jarðskjálftum. Myndin er af San Francisko eftir
jarðskjálfta þar árið 1960.
A síðustu tiu árum hafa meira en hundrað þúsund manns um heim allan farizt af völdum iarð-
skjálfta.
Sjónvarp kl. 21,00:
COLUMBO
í KVÖLD
Á FERÐINNI
Sakamálamyndaflokkurinn
um leynilögreglumanninn
Columbo er á dagskrá sjón-
varpsins i kvöld kl. 21.00. þýð-
andi er Jón Thor Haraldsson.
Peter Falk, kvikmyndaleik-
arinn sem fer með hlutverk
Columbos, hefur sagt að allir
fjársjóðir veraldar gætu ekki
fengið hann til þess að halda á-
fram að leika hlutverkið. Hann
hefur verið i þvi sl. fimm ár og
þykir engum mikið þótt hann sé
orðinn leiður á þvi. Siðasti þátt-
urinn er tekinn upp núna i janú-
ar.
„Margir halda þvi fram að ég
sé eitthvað undarlegur að hætta
einmitt núna þegar vinsældir
Columbos eru miklar um heim
allan. En ég hef orðið að neita
hlutverkum i kvikmyndum á
meðan á þessu Columbo-ævin-
týri hefur staðið,” segir Peter
Falk. „Universal sjónvarpsfyr-
irtækið hefur að visu boðið mér
hærra kaup en þetta er ekki
spurning um peninga. — Ég
gæti einnig fengið þúsundir dala
fyrir að koma fram i sjónvarps-
auglýsingum fyrir regnfrakka,”
segir hann ennfremur.
„Það hefur aldrei komið til
greina. Regnfrakkinn hefur
verið gott gervi en nú verður
hann hengdur inn i skáp og ekki
notaður meir,” segir Peter
Falk.
^ Útvarp
13.15 Til umhugsunar Þáttur
um áfengismál i umsjá
Arna Gunnarssonar.
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan :
„Kreutzersónatan” eftir
Leo Tolstoj Sveinn Sigurðs-
son þýddi. Arni Blandon
Einarsson les (6).
15.00 Miðdegistónleikar Fil-
harmoniusveitin i Berlin
leikur „Les Preludes”,
sinfóniskt ljóð nr. 3 eftir
Liszt, Herbert von Karajan
stjórnar. Filharmoniusveit-
in i Los Angeles 'leikur
„Poeme de l’exstase”,
hljómsveitarverk eftir
Skrjabin, Zubin Mehta stj. /
Konunglega filharmoníu-
sveitin i Lundúnum leikur
Sinfóniu nr. 3 i D-dúr eftir
Schubert, Sir Thomas Beec-
ham stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir)!
16.20 Popphorn
17.10 (Jtvarpssaga barnanna :
„Bróðir minn, ljónshjarta”
eftir Astrid Lindgren Þor-
leifur Hauksson les þýðingu
sina (9).
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku og frönsku
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Ur atvinnulifinu
Rekstrarhagfræðingarnir:
Bergþór Konráðsson og
Brynjólfur Bjarnason sjá
um þáttinn.
20. Kvöldvaka a. Einsöngur
Arni Jónsson syngur, Fritz
Weisshappel leikur á pianó.
b. Eyðibýli i afdölum og af-
réttum Agúst Vigfússon
flytur frásöguþátt eftir Jó-
hannes Asgeirsson. c.
Visnaþáttur Sigurður Jóns-
sonfrá Haukagili flytur. d. 1
fjörunni viö Leiruna á Akur-
eyri Pétur Pétursson talar
við Gunnar Thorarensen. e.
Staldrað viö á Vatnsleysu-
strönd Magnús Jónsson
kennari flytur siðara erindi
sitt. f. Kórsöngur Karlakór-
inn Geysir syngur. Guðrún
Kristinsdóttir leikur á
pianó. Stjórnandi: Arni
Ingimundarson.
21.30 Útvarpssagan:
„Morgunn”, annar hluti Jó-
hanns Kristófers eftir Ro-
main RoIIand i þýðingu
Þórarins Björnssonar. Anna
Kristin Arngrimsdóttir leik-
kona les (5).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: ,,í verum”, sjálfsævi-
saga Theódórs Friðriksson-
ar Gils Guðmundsson les
siðara bindi (5).
22.40 Nútímatónlist Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
(!
Sjönvarp
D
18.00 Björninn Jógi. Banda-
risk teiknimyndasyrpa.
Þýöandi Jón Skaptason.
18.25 Kaplaskjól. Breskur
myndaflokkur byggður á
sögum eftir Monicu
Dickens. Þruma úr
heiðskiru lofti. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.50 Ballett fyrir alla.
Breskur fræðslumynda-
flokkur. 4. þáttur. Þýðandi
Stefán Jökulsson.
Hlé.
-
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.35 Nýjasta tækni og visindi.
Jarðskjálftarannsóknir.
Sólkönnun úr gervitungli.
Umsjónarmaður Ornólfur
Thorlacius.
21.00 Columbo. Bandariskur
sakamálamyndaflokkur.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
22.15 Dagur i lifi Kevins.
Kevin er bæklaður af völd-
um thalidomids, en það var
svefnlyf, sem talið var
hættulitið. Siðar kom i ljós,
að tækju þungaðar konur
það við upphaf meðgöngu-
timans, olli það örkumlum á
barninu. I myndinni er
reynt að lýsa þeim vanda,
sem drengurinn og for-
eldrar hans eiga viðaðetja
vegna örkumla hans.
Þýðandi Ragnheiður As-
grimsdóttir.
22.50 Dagskrárlok.
V,
/ V