Dagblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 24
Fréttamaður DB á Kópaskeri í morgun:
Tiónið nemur hundruðum
komiðudd leirslettur os mold os
milljóna króna
Frá Auðuni
Benediktssyni, frétta-
manni DB, Kópaskeri:
Mann skortir orð og imynd-
unarafl til að lýsa þeim ógnar-
krafti sem losnað hefur úr læð-
ingi hér i gær. Tjón á mann-
virkjum skiptir hundruðum'
milljóna króna fyrir utan innan-
stokksmuni i húsum. Það var
ófögur aðkoma þegar farið var
að huga að húsum og eignum
eftir jarðskjálftann. í flestum
húsanna var likt og eftir spreng-
ingu, húsgöign myndir, sjón-
vörp leirtau, og þar innan um
blómapottar og mold sem lá
eins og hráviði um öll gólf.
Sumsstaðar hafði hrunið múr-
brot úr veggjum. Þorpið er al-
gjörlega vatnslaust, enda
margar og stórar sprungur á
leið vatnslagnarinnar til þorps-
ins.
Bryggjan er að heita má ónýt,
stórar sprungur á fjórum stöð-
um og nokkrar minni og hæðar-
misgengi 10—40 sentimetrar i
sprungunum og gliðnun allt frá
5—30 sentimetra.
Eitt hús er algjörlega ónýtt,
en stendur þó uppi. Efri hluti
þess hefur færzt til um neðri
brún á gluggum, allt að 5 senti-
metrum.
Tvö önnur hús eru óibúðarhæf
og flest hús á staðnum eru
sprungin meira eða minna.
Frystihúsið fullt af kjöti og mat-
vælum er óstarfhæft vegna
vatnsskorts, þar sprakk lika
ammoniaksleiðsla en hún er
utanhúss og hægt að keyra
vélar, ef næst til vatns. Jarð-
rask hefur orðið um allt svæðið,
sprungur þvers og kruss og á
þremúr eða fjórum stöðum hafa
komið upp leirslettur og mold og
megn brennisteinsfýla gaus upp
við skjálftann.
A bænum Katastöðum sem er
15—6 km fjarlægð frá Kópaskeri
hrundi milliveggur i fjárhúsum
og drápust 6 kindur og er álitið
að lóga þurfi nokkrum til við-
bótar vegna meiðsla. Mjög stór
sprunga kom i fjall upp af bæn-
um, sem heitir Katastaðafjall.
Einnig hrundi skriða úr öxar-
hnúkinnst i öxarfirði. Vegurinn
i kring er allur krosssprunginn
og þrjár brýr hér fyrir innan eru
stórskemmdar. Mikillar að-
gæzlu er þvi þörf við akstur eftir
veginum.
Viða hér i kring er jarðsig, en
þó er ekki búið að kanna það
vegna myrkurs og óveðurs, en
verið er að senda flokk manna
til að kanna þau verk sem nátt-
úruöflin hafa unnið hér
230 TONN AF DILKAKJOTI
LIGGJA UNDIR SKEMMDUM
— Allt í einni beðju í verzluninni
„Það er varla hægt að segja
annað en að þessi 230 tonn af
dilkakjöti, sem eftir var að
skipa út, liggi undir skemmd
um,” sagði Kristján Ármanns-
son, kaupfélagsstjóri á Kópa-
skeri, Iviðtali við DB. „Búið var
að skipa út um 100 tonnum er
jarðskjálftinn varð og siðan
hafa menn ekki fengizt til þess
að fara inn i eymslurnar.”
Sagði Kristján, að vélar hefðu
bilað og væri nú unnið að þvi að
koma þeim i gang. Eins væri
verið að athuga skemmdir á
bryggjunni, en hana taldi
Kristján vera verulega mikið
skemmda ef ekki ónýta.
Verzlunarhús Kaupfélagsins
ermjög illa farið að innan, allar
vörur i hillum féllu niður á gólf,
og allt brotnaði sem brotnað
gat, krukkur og önnur glerilát.
Allt er þvi i einni beðju i
verzluninni.
,,Það var mesta mildi, að ekki
fór verr i frystigeymslunni.
Menn, sem þar unnu við út-
skipunina, voru hætt komnir.og
égbýstekki við þvi, að þeir fáist
til þess að fara inn I geymsluna
á næstu dögum. HP
RAUFARHAFNARBUAR VILJA
HÝSA FÓLKIÐ í HEIMAHÚSUM
Allt er nú tilbúið á Raufarhöfn
til þess að taka á móti fólkinu
frá Kópaskeri, sem dvaldist á
bæjum i Leirhöfn i nótt. Konur
úr kvenfélaginu og Slysavarna-
félagið hafa séð um skipulag, en
reynt verður að koma öllum
fyrir i heimahúsum.
Ef i hart fer er hótelið á
Raufarhöfn næstum þvi tómt og
þvi auðvelt að hýsa þar allt að
100 manns.
Færð frá Kópaskeri hefur
spillzt mjög i nótt enda var stór-
hrið i gærkvöldi og nótt.
Veghefill var i morgun i fylgd
með bilunum, sem flytja fólkið
frá Leirhöfn og búizt var við, að
allt myndi ganga þar að óskum.
Nokkuð hefur borið á þvi, sem
vonlegt er, að fólk hafi verið
hrætt og þreytt, eftir þessa
miklu lifsreynslu, sérstaklega
hafa börnin tekið þessu illa. Þá
hefur stöðugur titringur og
smákippir ekki bætt úr skák.
JFG/HP
EITT BÍLSLYSIÐ ENN - KONA
KLEMMDIST FÖST í FRAMSÆTINU
Harður árekstur varð siðdegis
i gær skammt frá Grænáshlið-
inu á Keflavikurflugvelli er
Volkswagenbifreið rakst hart á
framstuðaya hópferðabils.
Kona, sem sat við hlið bifreiðar-
stjórans, klemmdist föst þegar
bfllinn gekk saman við árekst-
urinn. Slasaðist hún mikið og
gekk mjög illa að ná henni út úr
bílnum. Bifreiðarstjórinn
meiddist nokkuð en aðrir sluppu
litt eða ekki meiddir.
Volkswagenbillinn var á leið
niður brekku sem þarna er. Var
hann á negidum dekkjum og
með keðjur. A leið upp brekk-
una var hópferðabill með skóla-
börnum. Tókst honum að
stöðvast en þrátt fyrir útbúnað
litla bilsins tókst ekki að draga
svo úr ferð hans að árekstri yrði
afstýrt. Rakst hann hart á
framstuðara hópferðabilsins
með þeim afleiðingum sem að
framan greinir. Var árekstur-
inn svo harður að stærri billinn
skekktist og munaði ekki miklu
að hann félli fram af háum veg-
arkanti þarna. Snjór var, slæm
færð og kafald. orðið og tvö börn en sem fyrr
1 litla bilnum var þrennt full- segir var stóri billinn fullur af
skólabörnum.
-BS—
Volkswagenbíllinn var að sjálfsögðu afar illa farinn eftir áreksturinn við áætlunarbliinn og erfitt
reyndist að ná farþega út úr bilnum.(DB-mynd EMM).
fijáJst, úháð dagblað
Miðvikudagur 14. janúar 1976.
Stolið frá
Krabbameins-
félaginu
1 nótt var farið inn i skrif-
stofur Krabbameinsfélagsins
við Suðurgötu i Reykjavik.
Þar var rótað til á skrifstofum
og peninga er saknað. I morg-
un var ekki vitað um hve háar
fjárhæðir er að ræða. Unnið
var að þvi á skrifstofunni að
kanna það. Málið er i rann-
sókn. ASt.
Þjófar leita
að áður stolnu
morfíni
1 gær var ráðizt að læstum
dyrum á v.b. Draupni VE 550,
þar sem hann lá niður undan
kaffivagninum við Granda-
garð. Voru hespur og lásar á
dyrum bæði framan og aftan
brotin. Rótað var aðallega i
lyfjakassa. Þaðan voru teknar
allar pillur. Morfini hafði áður
verið stolið úr kassanum og
var þvi ekki til er þennan inn-
brotsþjóf bar að garði. Þá var
kveikt upp i eldavél og hefur
allt fyllzt af sóti. Eru
skemmdir af þvi athæfi á dýn-
um og vistarveru.
ASt
Leitað að
lyfjum
í Karlsey
Þjófar i lyfjaieit lögðu leið
sina i m.s. Karlsey, skip
Þörungaverksmiðjunnar, þar
sem það liggur i Slippnum i
Reykjavik. Fóru þeir inn um
gat sem unnið er að viðgerð á
á botni skipsins. Brutu þeir
hurðir i klefum skipverja og
brufu upp skápa. Sýnilega var
leitað að lyfjum. Ekki var
vitað i morgun hverju stolið
var.
ASt.
Vatnsskortur
og röng
einangrun
seinka opnun
fœðingardeildar
„Það voru fyrst og fremst
tvær ástæður fyrir þvi að ekki
var hægt að opna þriðju hæð
nýju fæðingardeildar Land-
spitalans i byrjun vikunnar,
en þvi mun aðeins seinka i
nokkra daga,” sagði Davið
Gunnarsson á skrifstofu rikis-
spitalanna.
önnur ástæðan er sú að loft-
ræstistokkar eru einangraðir
með frauðplasti, en heppi-
legra þykir vegna eldhættu
að einangra þá með steinull.
Hin ástæðan er sú, að sögn
Daviðs, að Landspitalalóðin er
orðin ákaflega frek á heitt
vatn, þar sem alltaf eru að
bætast við nýjar byggingar, og
þegar til kom reyndist vatns-
magnið fyrir fæðingardeildina
ekki nógu mikið. Þurfti þvi að
taka inntak fyrir heitt vatn
annars staðar og er það mál
leyst nú. EVI