Dagblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Miðvikudagur 14. janúar 1976.
9
\
Velta Flugleiða 13,3 milliarðar
- og einhver hagnaður verður
eftir
Leiguflugið jókst um
23,8% og skapar
verulegan hluta
hagnaðarins
„Flugleiðir munu skila hagn-
aði á árinu 1975 en ljóst er að
hann verður ekki mikill,” sagði
örn Johnson forstjóri á blaða-
mannafundi sem Flugleiðir
efndu til i gær. Velta félagsins á
árinu nam 83 milljónum dala
eða um 13,3 milljörðum króna.
Lögð var áherzla á að hagnað-
urinn væri sameiningu flugfé-
laganna að þakka. Tekizt hefði
að ná endum saman i erfiðum
rekstri ársins með þvi að draga
úr sætaframboði og ná á þann
hátt betri sætanýtingu. Einnig
hefði áunnizt sparnaður við
samruna félaganna og minnk-
andi skrifstofuhald og kostnað
af þeim sökum.
Það eina sem gekk verulega
vel hjá félaginu miðað við fyrri
ár var leiguflugið þar eru far-
gjöld lægst, en sætanýting góð.
örn Johnson sagði að með leigu-
flugi væri átt við ferðirnar til
sólarlanda svo og leiguflug i
sumar fyrir SAS til Grænlands.
Farþegum i leiguflugi fjölgaði
um 23.8% frá árinu áður.
Ekki liggur fyrir hverjar tekj-
ur Flugleiðir höfðu af leiguflug-
inu. Forráðamenn félagsins
kváðu það hafa borið sig vel.
Þeir töldu þó að hagnaður fé-
lagsins á árinu væri ekki ein-
göngu borinn uppi af hagnaði af
leiguflugi.
1 N-Atlantshafsferðum félags-
ins varð 7% fækkun farþega
miðað við 1974. 1 Evrópuferðum
varð 0,3% fjölgun farþega mið-
að við 1974. Heildarfarþegatala
félagsins i þessum ferðum lækk-
aði þó ekki nema um 4,9% og er
mismunarins að leita i betri
sætanýtingu.
Leiguflugið hressir upp á út-
komuna. Það jókst sem fyrr
segir um 23,8% frá árinu áður.
Og heildarfarþegatala félagsins
varð þess vegna 3,1% lægri en
1974.
Farþegum Air Bahama, sem
Flugleiðir eiga, fækkaði um
13.5% á árinu 1975 miðað við
1974.
Alls ferðuðust milli landa með
Flugleiðum (þ.e. LL, F1 og Ba-
hamas) 487.732 farþegar móti
510.604 árið áður. Fækkunin
nemur 4.6%.
1 innanlandsflugi ferðuðust
206.732 farþegar 1975 móti
201.375 árið 1974. Aukningin er
2,7%.
Heildarfarþegatala allra
deilda Flugleiða er þvi 694.096
móti 711.979 árið 1974. Fækkun
nemur 2,5%.
—A.St.
Samruni flugfélaganna:
Starfsfólki
fœkkaði um
114 manns
Fœkkunin aðallega meðal erlendra
starfskrafta
Aður en sameining flugfélag-
anna fór fram var heildar-
starfsmannafjöldi þeirra 1779
manns. Skiptust þeir þannig að
hjá Loftleiðum unnu 1232, hjá
Flugfélagi Islands 448 og 99
flugvirkjar unnu i Luxemborg.
Þegar samruninn varð 1974
var ákveðið að flugvirkjarnir i
Luxemborg tilheyrðu ekki leng-
ur islenzku flugfélögunum held-
ur flyttust yfir á starfsmanna-
hald Cargolux. Séu þeir dregnir
frá var starfsmannaf jöldi LL og
F1 samtals 1680 manns fyrir
samrunann. Eftir að samruninn
gekk i gildi fækkaði starfsmönn-
um i 1635 á árinu 1974 eða um 45
manns.
Á árinu 1974 keyptu Flugleiðir
Hótel Esju. Þar starfa 60
manns. Nú á árinu '75 er heild-
arstarfsmannafjöldi (að Esju
meðtalinni). 1624. Sé starfsfólk
Esju undanskilið hefur fækkað i
starfsliði Flugleiða um 114
manns frá þvi sem var fyrir
samrunann. Þess ber og að gæta
‘að allmikil fækkun hefur orðið á
farþegafjölda hjá félögunum á
sama tima.
Sami fjöldi manna mun vera i
yfirstjórn eftir samruna og fyr-
ir. 1 flugliði hefur fækkað úr 278 i
271. Aðalfækkunin að öðru leyti
varð eftir þvi sem fram kom á
blaðamannafundi Flugleiða i
gær við það að skrifstofur F1 og
LL erlendis voru sameinaðar.
Má þvi ætla að verulegur hluti
fækkunar starfsfólks hafi verið
meðal erlendra starfskrafta.
ASt.
Starfsmannafjöldi
Flugloida - þróun
LL1232 IsS FL1575 Mm FL
FI448
1779_____________1635 1624
STJÓRNUNARDEILD S/l IBTS
Blaðamönnum sagðar fréttir af vexti og viðgangi Flugleiða, frá vinstri eru þeir forstjórarnir Sigurður
Helgason, örn O. Johnson og Alfreð Eliasson. (DB-mynd Bj.Bj.)
40 milljón kr. tap
á innanlandsfluginu
Umbeðnar hœkkanir fargjalda fengust ekki
„Innanlandsflug Flugfélags
Islands var á sl. ári rekið með
um 40 milljón króna tapi,” sagði
örn Johnson forstjóri Flugleiða
á blaðamannafundi i gær. Taldi
örn að ástæðan væri eingöngu
sú að stjórnvöld hefðu ekki veitt
heimildir til nægjanlegra hækk-
ana á flugfargjöldum. Áður fyrr
hefði Flugfélagið fengið beiðnir
sinar um hækkanir samþykktar
án tregðu, enda alltaf sýnt fram
á réttmæti hækkunarkrafnanna.
Nú hefði sams konar beiðnum
verið hafnað og árangurinn væri
stórfellt tap.
örn sagði að tvær af vélum F1
i innanlandsflugi væru að fullu
afskrifaðar. Hinar væru á mis-
jöfnu afskriftastigi. Reiknað
væri með afskriftum í 40 millj.
kr. tapupphæðinni.
Örn kvað það ekki ætlun F1 að
kaupa minni vélar- til innan-
landsflugsins. Hins vegar kvað
hann F1 eiga 37% hlutafjár i
Flugfélagi Norðurlands. Þár
hefði verið lagt til að keypt yrði
Twin Otter vél, 19 sæta. Flugfé-
lag Norðurlands annast „fram-
haldsflug” i sambandi við ferðir
Ft til Akureyrar til ýmissa
staða á NA- og NV-landi. Hefur
það samstarf, sem leitað var
eftir að.Fl gerðist aðili að, að
sögn Arnar, gefizt vel. Sætanýt-
ing i innanlandsvélum F1 var á
sl. ári svipuð og áður eða 62.6%.
En eftir sem áður telja Flugfé-
lagsmenn Fokkervélarnar
heppilegustu vélarnar á öllum
lengri flugleiðunum innanlands.
ASt.
„ÞETTA ER BEINT OG EÐLI-
LEGT FRAMHALD í VERKINU
— sagði Hjalti um nektarsenuna í Equus
„Við Allan erum trúnaðarvin-
ir," sagði Hjalti Rögnvaldsson
þegar DB-menn ræddu við hann
um leikritið Equus sem sýnt er
hjá Leikfélagi Reykjavikur um
þessar mundir, en þar leikur
hann aðalhlutverkið, Allan.
Hjalti er 26 ára og útskrifaðist
úr Þjóðleikhússkólanum vorið
1972. „Þetta er mjög gott tæki-
færi sem ég fæ. Strákurinn er
afskaplega heilbrigður og alveg
bráðgreindur. Það kemur mér
reyndar ekki við af hverju hann
gerði þetta en i fyrstu varð ég að
viðurkenna fyrir sjálfum mér
að svipaðir hlutir eru til hér,”
sagði Hjalti.
Allan, aðalpersóna leiksins,
blindar sex hesta og er sendur á
geðsjúkrahús. Er hann þar til
meðferðar hjá lækni sem smám
saman, við að kynnast drengn-
um, fer að efast um réttmæti
starfs sins og tilveru yfirleitt.
„Það hefur komið fyrir að fóik
hefur gengið út af sýningunni og
veldur þvi eflaust nektaratriði i
leikritinu,” sagði Jón Hjartar-
son blaðafulltrúi Leikfélagsins.
„Eflaust stuðar það áhorfendur
að sjá nakið fólk a sviði en þetta
atriði er i beinu og eðlilegu
framhaldi i sýningunni,” sagði
Jón.
Það má geta þess að verið er
að sýna þetta leikrit nú i New
York við góða aðsókn og það er
Antony Perkins sem fer þar
með hlutverk Alans. K.P.
Hjalti Rögnvaldsson og Halla Guðmundsdóttir i hlutverkum sin-
um sem Allan og Jiil i leikritinu Equus.