Dagblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 7
7 Dagblaðiö. Miðvikudagur 14. janiíar 1976. REUTER Erlendar fréttir Church ber hönd fyrir höfuð CIA Rannsóknarnefndir Banda- rikjaþings hafa engar sannan- ir fundið fyrir þvi, að banda- riska leyniþjónustan CIA noti bandarisk einkafyrirtæki til að hylma yfir starfsemi sina erlendis. Frank Church, for- maður rannsóknarnefndar öldungadeildarinnar um starfsemi CIA, skýrði frá þessu i gærkvöld. Að sögn hans hefur CIA fylgt mjög nákvæmlega reglum, sem Lyndon Johnson, fyrrum Bandarikjaforseti, setti leyni- þjónustunni um þetta. Johnson forseti setti regl- urnar árið 1967 eftir að tima- ritið Ramparts ljóstraði þvi upp að CIA léti leynilega renna fé til menntastofnana i einkaeigu og ýmissa trúar- hreyfinga i þvi skyni að njóta góðs af stofnununum i „upp- lýsingasöfnun” sinni. „Þótt rannsókninni sé ekki lokið enn, tel ég mig nauð- beygðan til að gera athuga- semdir við nýlegar blaöa- fregnir þess efnis að' nefndin hafi i höndum gögn er sýna, að CIA noti enn bandarisk einka- fyrirtæki til að hylma yfir starfsemi sina, þrátt fyrir bönn i þá átt,” sagði i yfirlýs- ingu frá þingmanninum. „Ég get þvi upplýst það, að nefndin hefur alls engar sannanir þar um,” sagði Church. Stjórnarmyndunartilraun Aldo Moros hefst í dag Aldo Moro: forsætisráðherra i fimmta sinn á tólf árum. Aldo Moro, sem falin hefur verið stjórnarmyndun á Italiu, hefur i dag viðræður við stjórn- málaleiötoga um myndun nýrr- ar rikisstjórnar — og þar með lausn á óþægilegustu stjórnar- kreppu, sem Italir hafa glimt við frá striðslokum. Eftir tveggja daga viðræður við stjórnmálaleiðtoga landsins fól Giovanni Leone, forseti, Aldo Moro stjórnarmyndun. Hann var forsætisráðherra stjórnar- innar, sem féll fyi ir viku sfðan. Moro sagði fréttamönnum i Róm eftir að hafa gengið á fund forseta, að hann gerði sér vonir um að stjórnarmyndunin gengi fljótt fyrir sig, þar sem þjóðin ætti við efnahagslegan og félagslegan vanda, að glima sem væri hrikalegur aö stærð. Talið er að hann muni i fyrstu umferð reyna að mynda sam- steypustjórn fjögurra flokka — kris tilegra demókrata, sósialista, jafnaðarmanna og lýðveldissinna — á sama hátt og verið hefur á ítaliu undanfarinn áratug. Takist Moro stjórnarmyndun, verður það i fimmta skipti á tólf árum, sem, hann verður for- sætisráðherra. Takist stjórnarmyndun ekki, er talið liklegt að efnt verði til kosninga. Allir helztu stjórn- málaflokkar landsins eru ófúsir til kosninga nú, enda efnahags- ástandið ekki slikt að það geti borgaö sig. Aldo Moro er 59 ára gamall. Hann er talinn harðasti stjórn- málamaður flokks kristilegra demókrata. Hann hefur þver- tekið fyrir að kommúnistar fái aðild að stjórninni, þótt Kommúnistaflokkur Italiu sé næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, er nýtur stuðnings þriðja hvers kjósanda. SÆRÐIST í ÁRÁSINNI Á OPfC Maðurinn fremst á myndinni er Hans-Joachim Klein, einn skæruliðanna, sem rændu oliu- málaráðherrum OPEC-rikj- anna skömmu fyrir jól i Vinar- borg. Það var Klein, sem varð fyrir skotum og var fluttur særður ásamt hinum skæru- liðunum til Alsir, þar sem hann er talinn vera ennþá — á meðan hann nær bata. Myndin var tekin i desember 1974, þegar Klein ók franska heimspekingn- um Jean Paul Sartre til fangelsis i Stuttgart til að hitta þýzka skæruliðaforingjann Andreas Baader. I aftursæti bifreiðarinnar er dr. Klaus Croissant, einn lögfræðinga Baaders. Gamlir félagar Cleavers gera honum lífíð leitt Deila Breta og Argentínumanna um Falklandseyjar: Brezki sendiherrann rekinn úr landi Stjórn Argentinu hefur óskað eftir þvi við brezku stjórnina, að hún kalli sendiherra sinn i Buenos Aires heim. Astæðan er deila þjóðanna um Falklands- eyjar, að þvi er sagði i yfirlýs- ingu argentlnska utanrikisráðu- neytisins i gærkvöldi. 1 yfirlýsingunni sagð'i að sendiherra Argentinu i Bret- landi, sem þessa dagana er i Buenos Aires til skrafs og ráða- gerða, yrði um kyrrt þar til ann- að yrði ákveöið. Brezki sendiherrann átti i gær ■ I N - fimm minútna langan fund með argentinska utanrikisráðherr- anum, Manuel Arauz Castex. Fundurinn varhaldinn að beiðni sendiherra ns. Talsmaður brezka sendiráðsins sagði fundinn hafa skipt litlu máli, en diplómatiskar heimildir Reuters herma að gerð hafi ver- ið tilraun til að „lægja öldurn- ar” i deilunni um Falklandseyj- ar. Argentinumenn lita á eyjarn- ar, sem þarlendir kalla Malvi- nas, sem hluta lands sins. Bretar, sem hernámu eyjarn- ar árið 1833, hafa margsinnis lýst þvi yfir, að þeir muni ekki láta eyjarnar af hendi nema i- búarnir, tvö þúsund talsins og flestir af brezkum ættum, sam- þykki það. Sex manna brezk sendinefnd er nú á Falklandseyjum til að kynna sér horfur i efnahags- málum eyjaskeggja. Brezka stjórnin hefur harmað þá ákvörðun argentinsku stjórnarinnar, að visa sendi- herranum úr landi og kalla sinn heim. Eldridge Cleaver, fyrrum einn leiðtoga bandarisku blökku- mannasamtakanna Black Panthers, sem nýlega sneri aftur til Bandarikjanna eftir sjö ára út- legð og flótta, sagði i morgun að fjandskapur fyrrum félaga sinna kæmi i veg fyrir að hann fengi góðan verjanda. Cleaver sendi yfirlýsingu frá fangaklefa sinum, þar sem hann staðfesti, að þekktur verjandi rót- tækra hefði neitað að verja sig. Hann sagði einnig að tveir þekktir sakalögmenn hefðu ekki viljað taka málið að sér vegna fjár- skorts Cleavers. Cleaver sagðist vera þeirrar skoðunar. að fyrrum félagar sinir hefðu snúizt gegn sér. þar sem þeir voru þeirrar skoðunar, að ummæli sin i þá átt að breytingar kerfisins yrðu að koma innan frá. þýddu uppgjöf hans i baráttunni. ..Sú staðreynd. að ég sneri af fúsum vilja til Bandarikjanna frá Frakklandi i fylgd FBI-lögregiu- manns i nóvember. hefur orðið til að auka á orðróm um að ég sé i slagtogi við FBI," sagði Cleaver. Eldridge Cleaver er nú fertugur að aldri. Hann bjó á Kúbu og i Alsir og Frakklandi um sjö ára skeið, eftir að hann flýði frá Bandarikjunum sakaður um likamsárás með banvænu vopni og þrjár morðtiraunir. sem áttu að hafa verið gerðar i skotbar- dögum lögreglu og svartra pardusa 1968. Fræðilega er möguleiki á. að hvert og eitt brot geti kostað Cleaver lifstiðar fangelsi. Eigin- kona hans. Kathleen.sagðinýlega i viðtali, að Cleaver gerði sér vonir um að góður lögfræðingur gæti fengið refsingu hans stvtta i nokkurra ára fangelsisvist. Frú Cleaver skýrði fyrir fréttamönnum hvers vegna eigin- maður hennar hefði snúið aftur á eftirfarandi hátt: „Hann komst að þeirri niður- stöðu. að það væri betra að dvelj- ast um tima i bandarisku fangelsi en að vera alla ævi i Frakklandi. einangraður frá þjóðfélaginu og kunna ekki aö tala frönsku. Það hefði aldrei komið til að Eldridge hefði orðið Fransmaður."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.