Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.02.1976, Qupperneq 1

Dagblaðið - 02.02.1976, Qupperneq 1
Ritstjórn Síðumula 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. BÆJARSTJÓRA VÍSAÐ ÚR STARFI í VESTMANNAEYJUM — baksíða Lítið letur, en bara til bráða- birgða Dagblaðið í dag er þaö fyrsta sem út kemur, sem unnið er í prent- smiðju Dagblaðsins, en prentað í prentsmiðju Árvakurs h.f. Eins og lesendur munu ugglaust. veita athygli, þá er leturstærð blaðs- ins talsvert minni en áður var. Þetta letur notum við aðeins til bráða- birgða, eða þar til leturdiskar okkar koma frá Bandaríkjunum. Þá munu lesendur aftur fá stærra og greinilegra letur. Biðjum við þá að sýna biðlund með okkur. —JBP— Ólafur i „beinni línu": MUN SVARA „MAFÍUNNI" SÍÐAR! Landhelgin: ENGIR SAMNINGAR Engir samningar verða við Breta á grundvelli þeirra hugmynda, sem fram komu í viðræðum forsætis- ráðherranna í London. Hins vegar hafa verið hugmyndir uppi í stjórn- arflokkunum um, hvort semja ætti við Breta til tveggja eða þriggja inánaða. Byggjast hugmyndirnar helzt á því að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna kemur saman í marz, og hafa sumir talið, að rétt væri, að friður væri í landheginni fram yfir þann tíma. Þessar hug- myndir hafa þó fengið dræmar undirtektir j stjórnmálaflokkunum. Bretar buðu í viðræðunum í London að „lækka” sig frá fyrri kröfum niður í milli 80 og 90 þúsund tonna afla. Það olli íslenzkum stjórn- málamönnum miklum vonbrigðum, að Bretar skyldu ekki lzkka sig meira, enda var þegar í viðræðum í október sýnt, að þeir mundu rciðu- búnir að semja um þann afla. Bretar vilja hafa „vopnahíé” á miðunum fram til 3. eða 4. þessa mánaðar, meðan málin séu í athugun. Samningahugmyndir þess- ar hafa fengið mjög slæmar viðtökur, bæði í stjórnarflokkunum og utan- ríkis- og landhelgisnefnd. Engir möguleikar eru á, að samið verði á þeim grundvelli. -HH. í útvarpsþættinum „Bein lína” í gærkvöld sat Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra fyrir svörum hjá hlustendum. Fékk hann til sín marg- ar spurningar um dómsmála- og við- skiptaráðuneytin og brást misjafn- lega við þeim. Var Ólafur m.a. spurður um álit sitt á samningum við Breta í landhelgismálinu og svaraði hann því til, að hann teldi samnings- grundvöll engan í því máli. Þá var hann spurður um ásakanir þær sem komið hafa fram á hendur dómsmálaráðuneytinu um töf á rann sókn í Geirfinnsmálinu og var Ólafur ómyrkur í máli í svörum sínum: „Það er alltaf álitamál hvenær á að svara svona atriðum og í raun og veru er það dálítið erfitt að koma á framfæri svona leiðréttingiim. . . annars er það ekki Vilmundur, sem þarna er við að eiga, heldur auðvitað sú mafla, sem stendur á bak við þessi skrif og henni mun ég svara síðar.” — Hvaða mafía er það? — Það er Vísis-mafían.” Um það, hvort ekki væri rétt að krefjast opinberrar rannsóknar á allri mafíunni, jafnvel bæði ráðuneytinu og Vilmundi sagði Ólafur; að fram færu nú rannsóknir í þessum málum, en hann taldi oft um viðkvæm mál að ræða og ekki rétt að reka kutann í opin sár og snúa honum þar. — HP. Dálítil hestamennska Ekki amalegt að geta stundað hestamennsku meðan beðið er eftir að pabbi og mamma ljúki viðskipt- um í stóru, stóru búðinni. Bjarnleifur tók myndina meðan helgarviðskiptin fóru fram núna um helgina. Rannsókn Klúbbmálsins var stöðvuð af ráðuneyti 1972 — segir í skjölum saksóknara frá þeim tíma í október 1972 gerði aðalfulltrúi »aksóknara ríkisins ítarlega athugun á máli veitingahússins að Lækjarteig 2. í bréfí saksóknara um þá rannsókn aðalfulltrúans koma ýmsar upplýs- ingar fram og skal nú getið þeirra helztu. Rannsóknardeild ríkisskattí/fjóra vekur athygli á grunsemdum skatt- rannsóknarstjóra um ýmiss konarmis- ferli í sambandi við starfrækslu veit- ingahússins að Lækjarteig 2 hér í borg. Var rannsóknar beðið á þessum málum, segir í skýrslu Hallvarðs Ein- varðssonar. Þar segir ennfremur: „Eðlilegt var að tékið væri fyrir frekari áfengisveitingar í þessu veit- ingahúsi meðan rannsókn stæði yfír...” „Er ráðuneytið aflétti þessu banni hinn 20. þ.m. var sakadómsrannsókn málsins hvergi nærri lokið, rannsókn- argögn um rannsókn málsins höfðu eigi heldur borizt embætti saksókn- ara eóa dómsmálaráðuneyti og frum- skýrslum ríkisendurskoðanda og skattrannsóknarstjóra um þeirra at- hugun eigi heldur lokið. Að sögn rannsóknardómara og skattrannsókn- arstjóra eru hins vegar þegar fram komin veigamikil gögn, sem benda til þess, að upplýst verði í málinu um veruleg söluskattsvik og ófullnægj- andi launaframtöl, ennfremur um verulega bókhaldsóreiðu og brot á reglugerð um veitingar áfengis. Fyrrgreind niðurfelling dómsmála- ráðuneytisins hinn 20. þ.m. á um- ræddu banni lögreglustjóra frá 14. þ.m. þykir því af hálfu saksóknara hafa verið allséndis ótímabær og ástæðulaus og ekki studd almennum opinberum réttarhagsmunum.” ASt. ......—„ f8u olcl holdur borizt ozbcottl - “Trr:...... - omln volgnmlk11 R B ’ Myndí!Te^^53S!u^»öíir533ímarhéítim^tefónssöí^íkissaksóknari sendi dómsmálaráðherra MR|1V72 ' vtflna Klúbbmábins. Bankastjóra- launin 324 þús. á mánuði Mesta listaverka- rán sögunnar - Eiibb. 7 Míní lentí í árekstri við slökkvibíl - bb. 4 Situr inni grunaður um morð: ÓHUGNAN- LEGUR FERILL - bls. 17

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.