Dagblaðið - 02.02.1976, Side 2
2
r
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
Kjarnavopn
ouðvHoð
UM AVISANIR
OG Á.T.V.R.
ATOM SKRIFAR:
„Ég skil ekkert í þessum skrifum
ykkar um það að hér séu kjarnorku-
vopn. Þið býsnizt yfir þessu með
svakalegum látum og sendið meira
að segja blaðamenn á kaupi út á
Keflavíkurflugvöll til þess að láta þá
gera sig að fíflum fyrir framan
Varnarlið okkar sem hefur öðrum
hnöppum að hneppa en að vera að
svara spurningum kommúnista.
Auðvitað eru Bandaríkjamenn
með kjarnorkuvopn á Keflavíkur-
vellinum! Hvað annað? Haldið þið
kannski að eitthvað annað dugi á
þessa Rússa og þeirra fylgifiska?
Síðar í blaðinu birtist líka frásögn
af heimsókninni og þá er blaðamað-
urinn að gera grín að hermönnum
varnarliðsins þegar þeir eru að brjóta
ís frá hurðinni á vopnageymslum.
Hver haldið þið að geymi kjarnorku-
vopn undir lás og slá þegar Rússinn
bíður eftir tækifæri til þess að her-
taka landið.
Ég held þið ættuð að láta af þess-
um barnaskap og reyna að snúa
ykkur að því að upræta spillingaröfl-
in í þjóðfélaginu í staðinn. Hippa og
kommúnista sem gera ekkert annað
en að reykja eiturlyf.”
BJARNI S. SKRIFAR:
„Áfengisútsölur ríkisins hafa nú
hætt að taka við ávísunum sem
greiðslu fyrir brennivín og aðra
drykki, sem þær selja. Margir hafa
mótmælt þessari ákvörðun, sem
verzlunarstjórarnir hafa tekið. Mig
langar til að stinga upp á lausn á
þessu máli, sem allir ættu að geta
sætt sig við.
Bankarnir eiga að bera ábyrgð á
hverri einustu ávísun, sem gefin er út
úr-hefti frá þeim, að tiltekinni upp-
hæð, til dæmis 10—15 þúsund
krónum. Þetta gera bæði danskir og
norskir bankar. í Noregi tekur banki
ábyrgð á allt að 500 króna ávísun
(n.kr.) en í Danmörku allt að 300
krónum (d.,kr.). Upphaflega var
þessari tilhögun komið á með sam-
vinnu kaupmannasamtaka þessara
landa og bankanna. Þrátt fyrir að
ávísanamisferli er mun minna í þess-
um löndum en hér, sögðu kaupmenn
einfaldlega, að ef bankarnir treystu
ekki viðskiptavinum sínum fyrir að
fara rétt með tékkhefti hefðu þeir
ekki ástæðu til að gera það.
Þessi tilhögun myndi í flestum
tilvikum leysa undan þeim vand-
kvæðum, sem stöðugt er kvartað yfír
og þeírrí tortryggni sem víða
verður vart í ávísanaviðskiptum.
Bankarnir gætu á skömmum tíma
skorið af það fólk, sem ekki kann með
tékkhefti að fara. Þess vegna ætti að
vera áhættulaust fyrir bankana að
ábyrgjast ávísanir að einhverju skyn-
samlegu hámarki og allur almenn-
ingur getur þá notað tékkhefti greið-
lega í almennum viðskiptum.
Hins vegar vaknar spurning um
það hvers vegna verzlunarstjórarnir
geta hafnað ávísúnum sem greiðslu.
Mér finnst þetta ekki hafa komið
nógu vel fram. Þeir eru nefnil. látnir
bera ábyrgð á því, að ávísanir séu
innistæðulausar. Þeim er ætlað að
bera skaðann af því, ef ávísun, sem
þeir taka við, reynist ekki góð. Þetta
er vitanlega óhæfa. Afengisverzlun
ríkisins er einhver mesta tekjulind
ríkissjóðs. Verzlunin er ríkisverzlun.
Ríkið á að bera alla áhættu af ávís-
anaviðskiptum, ef verzlunarstjórar
og afgreiðslumenn sýna eðlilega
gætni.
Þetta vandamál í sambandi við
áfengiskaup, og raunar öll hliðstæð
viðskipti, yrðu þó varanlega leyst
með því að taka upp þá tilhögun,
sem ég stakk upp á í byrjun bréfsins.
Þangað til svo verður, á ríkissjóður
að bera áhættuna, og á þeirri
forsendu á að leyfa notkun ávísana
við áfengiskaup eins og í öllum öðr-
um viðskiptum.”
Hvenœr fóum við að vera í friði?
VALDEMAR Á HÚSAVÍK sendi
Dagblaðinu eftirfarandi bréf. Það
barst frekar seint og var því orðið
gamalt, en það stendur vonandi fyrir
sínu enn þá:
„Það er sagt, að fslendingar hafi
lykilaðstöðu á Norður-Atlantshafi.
En er okkur skylt að láta Bretann
hafa lykilinn, svo að hann þurfi ekki
annað en að stinga honum í skrána
og troða niður heimafólk að vild
sinni? Þetta finnst mér einmitt, að
Bretinn sé að gera núna, með því að
ræna einu lífsbjörg okkar — fiskimið-
unum. Við eigum því að láta hart
mæta hörðu, slíta stjórnmálasam-
bandi við Breta og loka herstöðinni,
en ekki biðja um hjálp þaðan. Frekar
skulum við halda þeim þjóðum, sem
eru í NATO á báðum áttum um
það, hvað við munum gera í málinu í
náinni framtíð. Þá má vel láta í það
skína, að til séu fleiri bandalög í
heiminum en þeirra.
Það mætti segja mér, að þegai
málin stæðu þannig, kæmu þjóðir
NATO með ljúfu brosi og bugti og
byðu okkur að borði sínu á ný og
vildu allt fyrir okkur gera. En við
höfum bara séð þessi andlit fyrr, og
þess vegna fórum við hingað norður í
öllum tæknilega-hugsandi bíleigendum hefur
löngum veriö Ijóst, aó vanstilltar og brunnar
platínur, svo og þéttir, sem ekki eru í lagi, eru
algengasta orsök gangtruflana og óhóflegrar
benzíneyöslu.
ilr velku hlekkir eru úr sögunni meö
tilkomu platínulausu transistorkvelkjunnar.
Fyrsta platínulausa transistorkveikjan í heim-
inum var smíóuö af :.d-TD.
Sex ára þróun og sjö einkaleyfi á tæknilegum
lausnum er kaupendura. trygging fyrir því
Þessi viðurkenning er
aðelns veitt einum
aölla ár hvert fyrir
framúrskarandi taskni-
nýjung.
BEZTA SEM VOL ER A
Lumenition
itari
Platínulaus translstorkvelkja er nú-
tfma lausn.
Ef benzínvélin hefói verió fundin upp á því
herrans ári 1975 er þaó öruggt mál, aó engum
hefði dottió í hug aó nota platínur og þétti. Þess
í staó væri notaóur elektrónískur rofi eins og nú
færist í vöxt.
Búnaóurinn samanstendur af magnara, sem
hækkar spennuna, púlsgjafa, sem skrúfaður er í
kveikjuna þar sem platínurnar voru áóur og
neistaskammtara sem þræddur er upp á
kveikjuöxulinn og kemur undir kveikjuhamar-
inn. Neistaskammtarinn er meó jafnmörgum
blöóum og strokkafjöldi viðkomandi vélar. í
púlsgjafanum er díóða sem sendir frá sér infra-
rautt Ijós og Ijósnæmur transistor nemur þann
geisla. Neistaskammtarinn snýst meó kveikju-
öxlinum og í hvert skipti sem blöð hans skera
geislann rofnar straumurinn á háspennukeflió
og neisti hleypur á viókomandi kerti. Einfaldara
— og jafnframt öruggara — getur það ekki
verld.
Kostimir eru augljósir.
í platínulausri transistorkveikju eru
englr hlutir, sem eyöast eða breyta sér.
Eftir ísetningu er kveikjan stillt í eitt skipti fyrir
öll og síðan þarf ekki að hafa frekari afskipti af
tímastillingu. Missmíói á knöstum, jafnvel slit í
fóðringum, hefur engin áhrif á kveikjutímann.
Kostnaóarsöm skipti á platínum og þétti, svo og
kveikjustilling eru úr sögunni. Start, gangmýkt,
viöbragó og benzínnýting veröur mun betri.
Kerti endast lengur, því neistinn veróur miklu
sneggri, þannig aó sótug kerti og jafnvel
benzínblaut skapa ekki vandamál. v
Kaldakstur með innsogi er nónast úr sögunni
og er þaó eitt ekki svo lítió atriói í stuttum
snattakstri, bæði hvaó snertir benzíneyóslu, sót-
myndun og endingu vélarinnar.
Bílaframlelðendur eru aannfœrðlr.
Allir amerískir bílar af árgerð 1975 eru með
platínulausum kveikjubúnaði. Ástæðan er sú,
að þessi búnaður veldur minni mengun, einfald-
lega vegna þess aó benzínbruninn verður full-
komnari, sem aó sjálfsögðu eykur orkuna og
sparar benzín.
Nlðuratðður af Ulraunaakstrl.
Fulltrúum frá Royal Automobil Club í Englandi
var fengið þaó verkefni aó gera samanburó á
vél meó venjulegri kveikju annars vegar og
iMHDltÉBDplatínulausri transistorkveikju hins
vegar. Tilraunin fór fram í janúar og febrúar
1972 og fyrir valinu varó Ford Cortina 1600 L.
Útdráttur fer hér á eftir:
Benzínaparnaðun
Tilraun 1: Vegalengd 282 mílur.
Meðalhraði 34,53 mílur/klst.
Benzíneyðsla 31,33 mílur/gallon.
Tilraun 2: Vegalengd 281,2 mílur.
Meöalhraði 36,28 mílur/klst.
Benzíneyósla 32,14 mílur/gallon.
Báðar tilraunirnar endurteknar — en nú með
ImOttlSDí staó platína:
Tilraunl: Vegalengd 281,2 mílur.
Meðalhraði 35,30 mílur/klst.
Benzíneyósla 34,08 mílur/gallon
í staó 31.33 áóur.
Nlðurataða: 8,77% betri benzínnýting.
Tilraun 2: Vegalengd 281 míla.
Meðalhraði 35,72 mílur/klst.
Benzíneyðsla 34,85 mílur/gallon
ístaó 32,14 áður.
Niðurstaða: 8,43% betri benzínnýtlng.
Viðbrögð vélar:
0—30 milur/klst
0—40 mílur/klst
0—50 mílur/klst
0—60 mílur/klst
0—70 mílur/klst
Með platínum: léBtieBÉtiQfl
4,4 sek. 4,0 sek.
7,0 sek. 6,6 sek.
10,4 sek 9,2 sek.
14,0 sek. 13,4 sek.
19,6 sek. 19,2 sek.
Ofanskráóar tölur eru niöurstöður af tilraunum
hlutlausra aóila og er skýrslan í heild öllum
aðgengileg hjá framleióendum.
I fyrri tilraunum miöast vió nýjar platínur og
hárrétt stillta vél — þannig. aó samanburóur
verður mun hagstæðari fyrir UHHDÉDSD.
þegar áferó á platínum eóa platínubil breytist.
Allir, sem eitthvert vit hafa á vélum, vita aó
benzíneyósla og afköst vélar eru í beinu hlutfalli
við ásigkomulag og stillingu á platínum. Flestir
ökumenn gera sér enga rellu út af þessu — fyrr
en vélin fer að verða treg í gang — án þess að
hugleiða, aó þá þegar hafa tugir, jafnvel hundr-
uö lítra af bensíni runnió ónýttir út í gegnum
útblástursgreinina.
Akstur í þús. km.
j 8]2 16
Línuritió hér aó ofan gefur nokkra hugmynd um
benzíneyösluna. Bíleigandi sem hiróir qm aö
stilla og hreinsa platínur á 4 þús. km fresti getur
gert sér vonir um að afköst og eyósla fylgi
tenntu línunni. Hjá hinum, sem ekkert gera,
gildir bogalínan. Meó næst strax
8% betri nýting, sem helzt óbreytt upp frá því.
Sparnaóurinn í fyrra tilfellinu er rauólitaói flötur-
inn en í þvi síóara allur skástrikaði flöturinn, frá
efri brún rauóu línunnar aó bogalínunni.
I prósentum þýðir þetta annars vegar ca.
8—15% en hins vegar 8—25%. Mióaó við
benzínveró kr. 57 pr. Itr. liggur sparnaðurinn í
öðru tilfellinu milli kr. 4,50—8,50 en í hinu kr.
4,50—14,20. Erlendis er reiknað meó 15%
meóaltals-sparnaói á ársgrundvelli. sem í dag
eru kr. 8,55 fyrir hvern greiddan bensínlítra.
8-20% BENZINSPARNAÐUR
er adeins einn ávinningur af mörgum — eftir
isetningu platinulausu transistorkveikjunnar
Lumenitioti
Platínulausa transistorkveikjan er
eina raunhæfa
endurbótin á
kveikjukerfinu
frá því benzínhreyfillinn var fundinn upp
Loksins geta bíleigendur losnað vió
peningaaustur í benzín sem ekki nýtist
og óhjákvæmilegan kostnað vió endur-
nýjun og stillingu á kveikjukerfinu.
Einkaumboó á Islandi:
“*nmi7hr
Skeifunni 3e Sinii 3*3345
f—----------——V
Háberg h.f. er sérverzlun fyrir varahluti í
rafkerfi þýzkra og sænskra bifreióa.
Ennfremur bjóóum vió spennustilla (cut-
out) og siur í flestar gerðir bifreiða, svo
og hleóslutæki og úrval mælitækja fyrir
bifreióaverkstæði
S--------Z____________—/
Dumbshaf á sínum tíma til að losna
undan ofríki og lifa í friði, þó að
reyndar hafi á ýmsu gengið fram á
þennan dag.
Spörum okkur að
flytja óþarfa varning
til landsins
Við erum þrautsoigir íslendingar,
og höfum oft séð hann svartan, basði
við öflun lífsbjargar okkar og í bar-
áttu okkar við óblíð náttúruöfl.
Við getum auðveldlega, ef við vilj-
um, sparað okkur að kaupa alls
konar miður þarfan varning inn í
landið. Einnig og ekki síður ættum
við að geta sparað okkur að eiga
flokk af auðmönnum í landinu, eins
og nú er. Það er staðreynd, að risið
hefur upp ótrúlegur fjöldi auðmanna
meðal okkar, í ekki stærra þjóðfélagi
en við búum í.
Hverni g á að
borga erlendu
skuldirnar?
Við heyrum oft, að skuldir okk-
ar við útlönd séu orðnar svo hrikaleg-
ar, að ef við eigum ekki að verða
efnahagslega ósjálfstæð innan
skamms tíma, verðum við að lækka
seglin og borga. Ef það er satt að
skuldir okkar við útlönd séu nú þegar
orðnar 45 milljarðar króna, er það
skýlaus krafa allra landsmanna að
forsvarsmenn þjóðarinnar komi fram
í dagsljósið og skýri umbúðalaust
sannleikann og ekkert nema sann-
leikann. Einhvern veginn hljóta þeir
að hafa hugsað sér að endurgreiða
þessar skuldir. Fyrr getum við ekki
stillt okkur saman í hin stóru tök^
Útvörpum áróðri
til brezkra sjó-
manna
Svo er annað, sem mér liggur á
hjarta. Hvernig er radíómálum okkar
háttað? Getum við ekki truflað Bret-
ann í sendingum sínum á íslands-
miðum? Væri ekki einnig möguleiki
á að senda á þeirra eigin bylgjulengd
í gegnum Útvarp Reykjavík orðsend-
ingu á ensku þess efnis, að þeir séu
að brjóta íslenzk lög og verði gripið
til enn harkalegri aðgerða, fari þeir
ekki strax úr íslenzkri landhelgi. Ef
að líkum lætur hafa Bretar útvarpið í
gangi úti á dekki eins og á öðrum
fiskiskipum. Tilkynningar sem þessar
. myndu heyrast yflr allan mannskap>-
inn um borð og ef til vill veikja
mótstöðuþrek veiðiþjófanna. — Þessi
aðferð var notuð með góðum árangri
í síðustu heimsstyrjöld og ætti alveg
eins að hafa áhrif í tilviki sem þessu.
Og að lokum: Ég er anzi hræddur
um, að ef rússnesk beitiskip væru að
nudda sér utan í íslenzk varðskip í
þeim tilgangi að halda þeim frá
úthafsflota þeirra, þá myndi Alvitur'
alvöruauga líta upp með alveg sér-
stökum-alvörusvip og hvessa augun
framan í þjóðina í gegnum skjáinn.
En væri þetta ekki í raun og veru
nákvæmlega sami verknaðurinn?”