Dagblaðið - 02.02.1976, Page 3
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
3
Vélsleðakempur
— haldið ykkur á öðrum slóðum
en skíðafólk
Vélslcðagarpur — hver sem þú ert. Haltu þig fjárri skíðamönnum, segir skíðaunnandi.
SKÍÐAUNNANDI HRINGDI:
„Éger- einn af þessum skíðamönn-
um sem leggja leið sína upp í Bláfjöll
um helgar. En það eru fleiri sem
þangað fara, nefnilega vélsleða-
kempurnar. Það fer ekkert lítið fyrir
þeim þar sem þeir keyra þvers og
kruss innan um skíðafólkið.
Ég efast ekkert um að þessi nýju
leikföng fyrir fullorðna séu ákaflega
skemmtileg og það þurfi alveg óskap-
lega leikni til þess að keyra þetta á 90
km hraða á klukkustund. En leyfist
mér að fara fram á að þeir haldi sig á
öðrum slóðum en venjulegt skíðafólk.
Það fólk er þarna til þess að njóta
þess að hafa ekki olíuþefinn í vitun-
um og hávaðann sem stafar af svona
leiktækjum. Skíðafólkið er þarna til
að njóta fjallaloftsins og kyrrðarinnar
og þess að reyna eitthvað á líkam-
ann.
Þá vil ég einnig benda á þá hættu
sem því er samfara að keyra svona
innan um fólksfjöldann sem þarna er
oft samankbminn.
Vélsleðakempur, haldið þið ykkur
í öllum bænum á öðrum slóðum.”
Eru þeir þó ekki líka skaðabótaskyldir?
— eigendur Svartsengis hljóta veraldlegu gœðin — því hljóta
þeir að vera óbyrgir fyrir því tjóni sem eign þeirra veldur
J. RUNÓLFSSON HRINGDI:
„Undanfarin misseri hafa átt sér
stað miklar umræður um eignarrétt
landgæða og hefur sitt sýnzt hverjum
— eftir því hvar hagsmunir hvers og
eins liggja.
Einkum hefur Svartsengi verið í
brennidepli í sambandi við þessi
mál.
Nú er þáð svo að eigendum Svarts-
engis voru dæmdar litlar 87 milljónir
fyrir varmann frá SVARTSENGI.
Ekki lítil upphæð þar.
Setjum svo að upp kæmi eldgos
einmitt á þessum stað. Rétt
fyrir utan lóðamörkin stendur lítill
bær — sem leggst undir hraun.
Hverjir bera ábyrgðina?
Eigendur Svartsengis fá stórkost-
legar fjárfúlgur fyrir hitaréttinn —
eru þeir þá ekki um leið skaðabóta-
skyldir gagnvart þeim aðilum sem
7
•
„Fyrir nokkrum árum var það ár-
viss viðburður í skemmtanalíFi höfuð-
staðarins að haldið var pressuball.
Þangað var jafnan boðið einhverju
„frægu” fólki utan úr heimi, t.d.
stjórnmálamönnum.
£g man t.d. eftir því þegar Helle
Virkner og Jens Otto Krag sem þá
voru forsætisráðherrahjón Danmerk-
ur kómu. Þá var ballið haldið í Lidó
(núverandi Tónabæ), — og það var
„herlega” skemmtilegt ball.
eignir þeirra kunna að valda? Þeir
eiga veraldlegu gæðin — því hljóta
Það var að vísu mikið óveður (eins
og svo oft á pressuballsdag), raf-
magnið „fór af skemmtistaðnum um
hríð, matnum seinkaði og ýmislegt
fór úrskeiðis”. En þrátt fyrir það
er þetta eitt af allra skemmtilegustu;
pressuböllum sem ég fór á, og ég held
að ég hafi farið á öll sem haldin hafa
verið.
Hvers vegna er ekki haldið pressu-
ball? Það væri gaman að fá svar við .
þeirri spurningu. í öðrum löndum
þeir að taka á sig þá ábyrgð sem
þeim fylgir.”
W
• •
eru haldin pressuböll og þykir það
jafnan einn af mestu viðburðum
samkvæmislífsins.
Þótt hér ríki illt ástand í efna-
hagsmálum þá virðist fólk hafa nóga
peninga þegar um einhverjar
skemmtanir er að ræða. Það myndi
ábyggilega ekki standa á fólki að
sækja slíka skemmtun.”
Fyrrverandi
pressuballgestur.
AF HVERJU
EKKI PRESSUBALL
„HALDIÐ ÁFRAM AÐ BIRTA
NÖFN STÓRGLÆPAMANNA"
LESANDI, sem ekki vill láta nafns
síns getið af öryggisástæðum skrifar.
„Ég vil lýsa mig mjög ánægðan
með þá stefnu, sem Dagblaðið hefur
tekið upp með því að birta nöfnin á
morðingjum Guðmundar Einars-
sonar. —■ Verst að þið skylduð ekki
hafa getað birt myndir líka.
Það hefur oft hvarflað að mér,
hvers konar ástand sé á sálarlíFi
þessara ungu manna. Hvernig skyldi
Raddir
lesenda
þeim líða, að hafa morð á sam-
vizkunni? Nei, hvaða vitleysa er í
mér, — þeir geta ekki haft neina
samvizku. Og eftir því, sem ég bezt
veit, eru þetta ekki einu afbrotin,
sem þeir hafa framið. Ef allar þær
sögur sem maður hefur heyrt um þá,
eftir að nöfnin voru birt, eru sannar,
þá er ferill þeirra vægast sagt blóði
drifinn.
Haldið áfram þeirri stefnu að birta
nöfn stórglæpamanna. Það var svo
sannarlega kominn tími til að brotið
yrði blað í þessari úreltu þagnar-
skyldureglu, sem í rauninni var engin
regla, heldur nokkurs konar yfir-
hylmingarhefð.”.
Eins og sést á meðfylgjandi úr-
klippu úr Alþýðublaðinu var Dag-
blaðið í fullum rétti er það birti nöfn
þeirra aðila sem áttu aðild að morði
Guðmundar Einarssonar. Töluverðar
umræður hafa orðið um þetta, en hér
sjáum við reglurnar svartar á hvítu.
Nöfnin ekki birt
nema sekt sé sönnuð
Nafnabirtingar sakfelldra
manna og aðila að sakamálum
hafa oftsinnis veriö mikið deilu-
efni, ekki aðeins hér á landi,
heldur um viða veröjd. Þessar
deilur hafa nú skotHTupp kollin-
um hérlendis á nýjan leik, varð-
andi hin dularfullu og margum-
töluðu hvörf, Geirfinns og Guö-
mundar Einarssonar. t þessum
málum sitja nú 7 menn i gæzlu-
varðhaldi, og hafa 4 þeirra nú
þegar játað sekt sina, að hluta
til að minnsta kosti. Nöfn þeirra
fjögurra hafa birzt i fjölmiðlum,
en nöfn hinna þriggja gæzlu-
varðhaldsfanganna hafa ekki
komiö á prenti ennþá, enda sekt
þeirra ekki sönnuð. En hvað
reglur gilda um nafnabirtingar
sakamanna hjá islenzkum fjöl-
miðlum?
Indriði G. Þorsteinsson rithöf-
undur á sæti i siðanefnd Blaða-
mannafélags tslands. Við
spurðum hann um þetta atriði.
..Meginreglan hlýtur að vera að
valda ekki saklausu fólki miska
með ótímabærum nafnbirting-
um. Um nafnabirtingar sak-
felldra manna eru engar skráð-
ar reglur, en það hefur veriö
viötekin venja aðbirta ekki nöfn
sakamanna, fyrr en sekt þeirra
hefur veriö sönnuð, eöa játning-
ar þeirra liggi fyrir. Það eru
annars uppi stöðugar deilur um
þetta atriöi, en fyrrnefnd venja
hefur verið i héiðri höfð i Is-
lenzkum blaðaheimi.Það má
<ekki henda aö nöfn ákærðra
manna, sem svo sannast sýkn-
ir saka, verði birt i fjölmiðlum,
slikt er ófyrirgefanlegt. En það
ætti ekki að henda á íslandi, ef
viðteknar venjur eru virtar,”
sagði Indriði að lokum.
—GAS.
Spurning
dagsins
Hvað finnst þér skemmti
legast í sjónvarpinu?
LINDA GUÐLAUGSDÓTTIR, 11
ára.
Mér finnst Colombo og McCloud
skemmtilegastir. Ég horfi stundum á
Stundina okkar. Annars horfi ég ekki á
allt á kvöldin, bara það sem mér finnst
skemmtilegt.
LINDA FRIÐRIKSDÖTTIR, 8 ára.
Læknarnir voru langskemmtilegastir,
en nú eru þeir hættir. Ég fæ stundum
að vaka og horfa á McCloud.
SIGRlÐUR SÖLVADÓTTIR, 11 ára.
Colombo er skemmtilegasti þátturinn
og ég horfi alltaf á hann. Læknaþáttur-
inn fannst mér lika góður, en hann er
bara hættur.BjöminnBangsi er skástur í
barnatlmanum.
HOLGEIR CLAUSEN, 12 ára.
McCloud, ég horfi alltaf á hann. Mér
finnst fréttirnar ltka oftast góðar, en
ekki þó alltaf.
ANNA ÞÓRISDÖTTIR, 8 ára.
Barnatlminn. Mér finnst hann Palli svo
skemmtilegur en Bangsi er samt
skemmtilegastur. Ég hef stundum feng-
ið að horfa á bióið á kvöldin.
HELGA ÍVARSDÖTTIR, 5 ára.
Ég veit það ekki, jú hann Bangsi í
barnatimanum. Hann Palli, sem talar
við hana Sirry, hann á heima í Sjón-
varpinu.