Dagblaðið - 02.02.1976, Page 6
6
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
Ný sending frá VING
Verð kr. 7.995,-
Hlýfóðraðir vandaðir kuldaskór
frá Ving verksmiðjunum.
•Grænt, sterkt og mjúkt skinn og
þrælsterkir sólar.
Nr. 36-41.
Póstsendum samdægurs.
Arl. 444
DOMUS MEDICA
Egilsgötu 3
pósthólf 5050
Sími 18519
Stúdentar mótmœltu, skólunum var lokað:
EFTIR 6 MÁNAÐA HLÉ
OPNA SKÓLAR í BURMA
„Suðupottar stjórnmálanna” voru
háskólarnir í Burma oft kallaðir. í rúma
sex mánuði hefur skólunum verið lok-
að að boði yfirvalda. Nú hafa háskól-
arnir aftur tekið til starfa. Það var 11.
júní í fyrra sem yfirvöld létu loka
skólunum þegar soðið hafði upp úr í
þessum „suðupotti stjórnmálanna”.
Miklar mótmælaaðgerðir brutust þá út.
Kröfðust stúdentar að félagar þeirra,
sem tekið höfðu þátt í mótmælaaðgerð-
um vegna útfarar U Thants, yrðu látnir
lausir.
FÉLL 20 HÆÐIR
NIÐUR
- LIFIR!
Lítil stúlka í Sao Paulo í Brazilíu féll
í síðustu viku út um glugga á heimili
sínu á 20. hæð í fjölbýlishúsi. Það
furðulega gerðist, að barnið lifði fallið
af. Á leiðinni niður lenti stúlkubarnið,
22 mánaða gamalt, á rafmagnsvíra sem
tóku fallið nógu vel af því til þess að
höggið var ótrúlega lítið.
Myndirnar: örin sýnir hvaðan
barnið féll og einnig rafmagnslínurnar
sem urðu því til bjargar. Myndin t.h.
sýnir móðurina ásamt dóttur sinni á
sjúkrahúsinu.
Ingmar
Bergman
með slœma
skattskýrslu
Ingmar Bergman, kvikmynda-
leikstjórinn heimsfrægi, liggur nú
undir grun um að hafa svikið
verulega undan skatti. Vegabréf
leikstjórans var tekið af honum.
Saksóknari, Curt Dreifaldt, sagði
að Bergman hefði verið yfirheyið-
ur sl. föstudag vegna máls þessa.
Hann gat þess jafnframt að
skattamál nokkurra annarra
starfsmanna sænska kvikmynda-
iðnaðarins væru. í rannsókn.
Sænsku blöðin segja að Berg-
man hafi verið tekinn til yfir-
heyrslu meðan hann var að
æfingum hjá Dramaten. Málin
snúast um málefni svissnesks
fyrirtækis sem Bergman átti aðild
að árið 1968.
Mækkun
almn
Bergstaðastræti 4, sími 14350