Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.02.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 02.02.1976, Qupperneq 7
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976. 7 Mesta listaverkarán sðgunnar: 119 Pkasso verkum rœnt — Verðmœtið um 700 milljónir ísl. kr. Mesti listaverkaþjófnaður sögunnar var framinn um helgina er þrír grímu- klæddir menn rændu 119 listaverkum eftir Pablo Picasso, en verkin voru í sýningarsal í Avignon í Frakklandi. Þetta voru síðustu verk meistarans og Pablo Picasso við vinnu sína, kominn á fullorðinsár. meðal stolnu verkanna var m.a. uppáhaldsverk hans, Ungi málarinn. Verkin, sem voru tryggð, eru metin á um 700 milljónir ísl. króna. Ræningjarnir réðust á verði og særðu tvo þeirra. Þeir skildu ekki eftir sig nein fingraíor eða annað er gæti vísað á þá. Einn vörðurinn telur mennina hafa talað saman á spænsku og er það eina vísbendingin sem lögreglan vinnur nú eftir. Lögreglan telur að ræningjunum kunni að reynast erfitt að koma verkun- um í fé, þar sem þau eru mjög þekkt meðal fjölda fólks, og einnig eru þau ekki merkt listamanninum, svo væntan- legir kaupendur kunna að verða tor- tryggnir. Vónast lögreglan til að þjófarnir muni grípa til sömu úrræða og þeir þjófar, scm árið 1962 stálu Sesanne listaverk- um í Frakklandi, sem til þess tíma var einhver mesti listaverkaþjófnaður sög- unnar. Listaverkin fundust um síðir í yfirgefum stolnum bíl, og voru þau óskemmd. Þá var annað listaverkarán framið í Frakklandi í gær. Þar stal maður mál- verki í renaissance stíl. Gerði hann það um miðjan dag og var fjöldi fólks í safninu í París þegar maðurinn tók myndina skyndilega niður og hraðaði sér út. öryggisverðir voru of seinir á sér og misstu af manninum, sem er ófynd- inn enn. Verkið er metið á 15 til 20 milljónir ísl. króna. — Hitabylgja Snjor og kuldi voru helztu vanda- málin á íslandi í síðasta mánuði en i Kaliforníu hafa hins var óvenju miklir hitar og þurrkar, þeir mestu í 98 ár, skapað þar vandamál. Ekki kom dropi úr lofti allan mánuðinn og var hitinn að jafnaði 23 til 25 stig á Celcius. Síðasta dag mánaðarins komst hann upp í 28 stig. Þetta veðurfar hefur haft alvarleg- ar afleiðingar á gróður og komið illa niður á ávaxtarækt. Yorster, forsœtisróðherra S-Afríku: Rússar œtla að nota Angola sem stokkpall í önnur Afríkuríki Vorster, forsætisráðherra S-Afríku, sagði í gær að tilgangur Rússa með því að styrkja MPLA hreyfinguna í Angola, væri augljóslega að nota Angola sem stökkpall til að styrkja marxiskar frelsishreyfingar í öðrum Afríkulöndum og benti hann sérstak- lega á Zambíu og Saire, en í fyrr- nefnda landinu hafa kommúnistar þegar náð sterkum tökum. Vorster telur víst að Rússar muni beina spjótum sínum að SV-Afríku um leið og MPLA hefur unnið sigur í Angóla, eins og útlit er fyrir nú. Hann bendir einnig á að ef Rússar nái undirtökunum í Angola eignist þeir land að Gape-skipaleiðinni, en um þriðjungur allra olíuflutninga í heiminum fer um þá leið og 25 þúsund skip sigla um hana árlegaJ Telur hann aðstöðu Rússa við þessa leið styrkja þá til muna þar sem þeir eiga þá auðvelt með að ógna umferð um hana. Annars er það að frétta frá Angola, að MPLA vinnur enn á og Rússar sty^ja þá stöðugt. Kissinger berst nú fyrir því að Bandaríkjaþing styrki UNITA og FNLA beint í bar- áttunni við MPLA en viðbrögð þingsins eru ekki endanlega ljós. Filippseyjar: RÆNINGJAFLOKKUR MYRTI 25 MANNS Harðsnúinn glæpaflokkur gerði fólskulega árás á fólksflutningabíl á hlykkjóttum fjallavegi nokkuð fyrir utan Manila, höfuðborg Filippseyja, í nótt. Glæpamennirnir gerðu skot- árás á bílinn með þeim afleiðingum að 25 farþegar létust og 32 særðust. Eftir skothríðina rændu glæpamenn- irnir líkin og hina særðu, og virðist það hafa verið eini tilgangurinn með árásinni. Þeir ganga enn lausir. Glœpafaraldur í Egyptalandi: Erlendar fréttir 1 REUTER 12000 manns I handteknir síðustu daga Öryggislögreglan í Egyptalandi hefur daga og standa þessar handtökur i. valda þess efnis að vinna gegn vaxandi handtekið 12000 manns nú siðustu beinu sambandi við ákvörðun stjórn- glæpum i landinu. Fyrsta daginn voru 4000 manns handteknir Allar tegundir glæpa hafa farið vaxandi í Egyptalandi að undanförnu svo sem kynferðisglæpir, vasaþjófnaður og eiturlyfjasmygl. Fyrir skömfnu gerði lögreglan upptæk eiturlyf fyrir hundruð milljóna ísl. króna og sérþjálfaðar lög- reglusveitir fara nú óeinkennisklæddar um götur til þess að góma þjófa. Þrátt fyrir allt halda yfirvöld þó fram að glæpatíðni sé lítil í Egyptalandi miðað við flest önnur lönd. Prófessor Werner Heisenberg lótinn Prófessor Werner Heisenberg, nóbels- verðlaunahafi í líffræði árið 1932, lézt að heimi sínu í Þýzkalandi í gær, 74 ára að aldri. Hann átti við veikindi að stríða síðustu ár ævi sinnar. FÉKK H0RMÓNALYF,— EIGNAÐIST FIMMBURA Fimmburar fæddust í Japan um helgina, fyrstu fimmburarnir sem fæðast lifandi þar í landi. Læknir á sjúkrahúsinu þar sem fæðingin átti sér stað, í borginni Kagoshima, sagði að börnin hefðust vel við en væru enn í súrefniskössum. Það var frú Noriko Yamashita sem fæddi tvo drengi og þrjár stúlkur á tíu mínútum. Konan var við góða heilsu að sögn læknisins. Börnin fæddust 19 dögum fyrir tímann og^ voru misstór við fæðingu, allt frá 990 grömmum upp í 1800 grömm. Foreldrarnir giftust fyrir fimm árum en höfðu verið barnlaus. Fékk konan hormónalyf hjá lækni þeirra hjónanna í því skyni að auka frjósemina, — og fyrr en varði fengu þau hjónin þær ánægjulegu fregnir að konan gengi ekki lengur einsömul. Skömmu áður en fæðingin átti að verða hélt hún frá Tokyo, þar sem eiginmaður hennar er yfirmaður hjá japanska ríkisútvarpinu, til heima- borgar sinnar, Kagoshima. Móðir bjargar barni sínu Á þessum myndum UPI-fréttastofunnar sjáum við Mariu Aparecida, hús- móður í Sao Paulo í Braziliu, bjarga 8 ára dóttur sinni, Soniu, frá því að drukkna. Mikil flóð vegna rigninga herjuðu á borgina i síðustu viku og sýna myndirnar greinilega hversu alvarlegt mál flóðin verða oft og iðulega erlendis. | 1. Móðirin kemur að þar sem barnið hefur fallið i vatnselgnum og getur enga björg sér veitt... 2. ...hún þrífur með hendinni ofan í kolmórautt vatnið, en heldur sér með hinni hendinni til að verjast falli í vatnselgnum. 3. Maria Aparecida hefur náð tökum á fötum litlu dóttur sinnar. 4. Sonia litla var enn með meðvitund og hjúfrar sig upp að móður sinni sem reyndist henni bjargvættur á örlagastundu. TWYFORDS HREINLÆTISTÆKI □ HANDLAUGARí BORÐ □ HANDLAUGAR Á FÆTI □ BAÐKÖR STÁL & POTT □ FÁANLEG í SJÖ LITUM. □ TWYFORDS-HREINLÆTISTÆKIN ERU í SÉRFLOKKI. Byggingavöruverzlun Tryggva Hannessonar SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 83290.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.