Dagblaðið - 02.02.1976, Síða 14
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Er Leeds-liðið enn
einu sinni að brotna á
úrslitastund? Síðasta
vikan var hroðaleg hjá
liðinu. — Fyrst tap gegn
Crystal Palace úr 3.
deild í FA-bikarnum og
nú á laugardag stórtap
fyrir Norwich. Báðir
ieikirnir á heimavelli
Leeds — Eiiand Road
— eftir að hafa áður
leikið þar í langan tíma
án þess að fá á sig mark
og sjö sigurleiki í röð í 1.
deild. Eftir tapið gegn
Norwich (0—3) féll
Leeds niður í fjórða
sæti. Að vísu mfeð einum
leik minna en efstu liðin
þannig að Leeds hefur
tapað jafnmörgum stig-
um og Liverpool, einu
Iþrottir
Lancashireliðin halda
strikinu — ófall Leeds
— Manch. Utd. efst með 38 stig — Liverpool vann stórsigur ó West Ham í
Lundúnum og í öðru sœti með 37 stig. Leeds féll niður í fjórða sœti eftir stórtap
stigi meira en efsta liðið,
Manch.Utd.
Strax á 11. mín. var markaskorar-
inn mikli, Ted MacDougall hjá
Norwich, á ferðinni og skoraði fyrsta
markið eftir mikil mistök Poul
Madeley. — Óvenjulegt hjá þeim
trausta landsliðsmanni. Leikmenn
Leeds reyndu mjög að jafna, en á 63.
mín. kom náðarstuðið. Þá urðu öðr-
um landsliðsmanni hjá Leeds á
furðuleg mistök — markverðinum
David Harway. Hann hafði varið en
kastaði knettinum svo beint fyrir
fætur Mike McGuire. Mike varð
steinhissa en þegar hann hafði jafnað
sig renndi hann knettinum í mark
Leeds. Þar með var öllu lokið hjá
Leeds og á 87. mín. skoraði
MacDougall 3ja markið. Phil Boyer,
Norwich, átti stangarskot á 36. mín.
Don Revie, landsliðseinvaldur, var
meðal áhorfenda — og þessi fyrrum
framkvæmdastjóri Leeds, sem gerði
félagið að stórveldi, varð vitni að
sorglegum leik hinna gömlu félaga
sinna — sama leik, sem hann varð þó
stundum vitni að hér áður fyrr þegar
mest reið á.
En lítum á úrslitin áður en lengra
er haldið. Níu leikjum varð að fresta.
Á laugardag var mesti kuldi á Bret-
landseyjum í fjögur ár.
1. deild:
Arsenal-Sheff.Utd. 1—0
Aston Villa-QPR 0—2
Derby-Coventry 2—0
Everton-Burnley 2—3
Ipswich-Tottenham 1—2
Leeds-Norwich 0—3
Leicester-Manch.City 1—0
Manch.Utd.-Birmingham 3—1
Middlesbro-Newcastle 3—3
West Ham-Liverpool 0—4
Wolves-Stoke 2—1
Heldur betur óvænt úrslit — fimm
útisigrar.
2. deild:
Blackburn-Plymouth 3—1
Blackpool-Hull 2—2
Bolton-Oxford frestað
Bristol R.-Portsmouth 2—0
Carlisle-Fulham 2—2
Charlton-York City 3—2
Chelsea-WBA 1—2
Luton-Nottm.For.
Notts. Co.-Orient
Southampton-Oldham
Leik Sunderland og Bristol City,
sem vera átti á föstudag, var frestað.
Stórsigur Liverp>ool í Lundúnum
stingur mest í augun — lið West
Ham hrundi alveg síðasta hálftíma
leiksins og í bikarkeppninni sló
Liverpool bikarmeistara West Ham
út, einnig á Upton Park. Framan af
benti ekkert til þess að Liverpool
mundi vinna þennan stórsigur.
Liverpool var þó aðeins betra liðið í
f.h. — en ekki afgerandi, þó Merwyn
Day hefði meira að gera í marki en
Ray Clemence hjá Liverpool. Keith
Robson kom inn sem varamaður hjá
WH á 58 mín. og fimm mín. síðar
byrjaði ballið. Þá skoraði John
Toshack og West Ham hrundi.
Toshack var aftur á ferðinni á 75.
mín. og fullkomnaði þrennu sína á
82. mín. — þrjú mörk á 19. mín. Það
var von að fréttamaður BBC sagði
þá: West Ham 0 — John Toshack 3.
Kevin Keegan skoraði fjórða markið
rétt fyrir leikslok. Meðal áhorfenda
var ítalski landsliðseinvaldurinn og -
hann hlýtur að hafa hrifizt af sam-
vinnu Keegan og Toshack í leiknum.
Hún var stórkostleg, en sá ítalski
kom til að líta á ensku landsliðs-
mennina. ítalia og England eru í
sama riðli í HM 1978.
Manch.Utd. heldur forustu sinni í
1. deild, sem það hefur haft í tæpan
mánuð. Liðið sigraði Birmingham
3—1 — ellefti sigurleikurinn á Old
Trafford á leiktímabilinu í 1. deild-
og áhorfendur voru 50.724 í kuldan-
um. Birmingham er 3ja liðið sem
Manch.Utd. sigrar í báðum leikjun-
um — áður Wolves og Sheff.Utd.
Manch.Utd. virtist stefna í stórsig-
ur gegn Birmingham sem tapað
hefur þremur síðustu leikjum sínum.
Á 38. mín. skoraði Alex Forsyth
bakvörður með þrumufleyg af 25
metra færi, og rétt fyrir leikhléið
bætti Lou Macari öðru marki við, en
eitthvert óbragð var af því. Þá héldu
leikmenn United að öllu væri lokið
— sigur liðsins í höfn — og slöppuðu
af. Ekki í fyrsta skipti. En Tony
Withe skoraði fyrir Birmingham á
60. mín. og United var í erfiðleikum.
Tveimur mín. fyrir leikslok tryggði
þó Sammy Mcllroy sigurinn — og
strax á eftir var bakvörður Birming-
ham, Archie Styles, rekinn af velli.
Derby County komst í 3ja sætið
eftir sigurinn á Coventry. Ekkert
mark var skorað í f.h. en á 58. mín.
var Roger Davies sendur inn á völl-
inn í stað Francis Lee og þá fór
ýmislegt að ske. Á 61. mín. var
dæmd vítaspyrna á Brogan, fyrrum
Celtic-bakvörðinn hjá Coventry.
Charlie George skoraði örugglega úr
vítinu — og á 83. mín. var hann
aftur á ferðinni. Skallaði knöttinn í
mark — 19. mark hans á leiktímabil-
inu, svo sjaldan hafa 100 þúsund
sterlingspund eins og Derby borgaði
Arsenal fyrir George skilað sér eins
vel.
QPR er í fimmta sæti og liðið
vann athyglisverðan sigur í Birming-
ham — Aston Villa, en sanngjarn
var sá sigur ekki. 32 þúsund sáu
leikinn sem fór fram við erfiðar að-
stæður — eins og víðast var. John
Hollins skoraði fyrra mark QPR á
77. mín og Gerry Francis það síðara
eftir að komið var fram yfir venju-
legan leiktíma.
Neðstu liðin hlutu öll stig nema
Birmingham og Sheff.Utd. Arsenal
vann Sheff.Utd. 1—0 á Highbury og
hefur því sigrað United í báðum
leikjunum — en „leikurinn er sá
lélegasti, sem ég hef séð á leiktíma-
bilinu og ef Arsenal leikur þannig
áfram bíður ekkert nema fall liðsins,”
sagði einn fréttamanna BBC.
Arsenal sótti miklu meira í leiknum
en Jim Brown stóð sig frábærlega vel
í marki Sheff.Utd. Hann réð þó ekki
við spyrnu Liam Brady fimm mín-
útum fyrir leikslok. Burnley sigraði
Everton í Liverpool. Það var góður
sigur og engan veginn óvæntur því
Everton hefur gefið mjög eftir að
undanförnu, en Burnley er hins
vegar að ná saman sínum beztu
leikmönnum aftur eftir sex tapleiki í
David Harway, markverði Leeds,
urðu á furðuleg mistök gegn Norwich
á laugardag. Hér skorar Dennis
Smith, Stoke, hjá honum fyrr á leik-
tímabilinu. Stoke sigraði 3-2.
röð. Peter Noble skoraði fyrsta
markið í leiknum — fyrsta markið
sem hann skorar eftir meiðslin.
Bryan Hamilton jafnaði fyrir
Everton en Brian Flynn náði aftur
forustu fyrir Burnley. Aftur jafnaði
írinn Hamilton en Derek Scott
skoraði sigurmark Burnley.
Úlfarnir unnu góðan sigur á Stoke.
Staðan í leikhléi var 1 —0 fyrir þá og
skoraði Willie Carr markið úr víta-
spyrnu. í síðari hálfleiknum jafnaði
Terry Conroy fyrir Stoke en það stóð
ekki nema í mínútu. Norman Bell
skoraði sigurmark Ulfanna minútu
síða r. Hörkuleikur var í Middlesbro
við hinar erfiðustu aðstæður. David
Mills náði forustu fyrir heimaliðið á
43. mín., en í byrjun síðari hálfleiks
tókst Alan Gowling að jafna fyrir
Newcastle. Middlesbro komst svo í
3—1 með sjálfsmarki Glen Keeley
hjá Newcastle og Willie Maddren.
Þannig stóð þar til tvær mínútur
voru til leiksloka, en þær nægðu
Newcastle til að jafna. Bakverðirnir
Alan Kennedy og ' Irving
Nattrass skoruðu þá tvívegis á einni
mínútu. Tottenham vann athyglis-
verðan sigur í Ipswich. Ralp Coates
skoraði í f.h. og Keit Osgood skoraði
annað mark Tottenham úr víta-
spyrnu. Rétt fyrir lokin skoraði
David Johnson eina mark Ipswich en
það var of seint. Bob Lee skoraði
eina markið í leik Leicester og
Manch.City. — fjórða mark hans á
leiktímabilinu. Leicester vann þarna
sinn sjöunda sigur í röð á heimavelli.
í 2. deild léku efsfcu liðin ekki svo
lítil breyting varð. WBA vann bezta
sigurinn — gegn Chelsea í Lundún-
um — og þar skoraði Mic Martin
sigurmarkið. Southampton lenti í
erfiðleikum á heimavelli gegn Old-
ham sem hafði yfir í leikhléi 2—1. En
í síðari hálfleiknum tókst Stokes og
Channon að skora fyrir Dýrlingana.
Peter Osgood skoraði fyrsta mark
leiksins — en síðan þeir Young og
Shaw fyrir Oldham.
I 3. deild léku efstu liðin, Hereford
og Crystal Palace, og varð jafntefii
1 — 1. Palace er efst með 35 stig,
Hereford hefur 34, Peterbro, Brigh-
ton og Walsall 32, Cardiff 30. I 4.
deild er Lincoln efst með 42 stig.
Northampton hefur41 stig. Reading
39 og Tranmere 34.
Staðan er nú þannig:
Terry Macini, til vinstri, átti góðan
leik í vörn Arsenal á laugardag í
sigurleiknum gegn Sheff. U TD.
Myndin er frá leik Arsenal og
Everton. Gary Jones liggur á
vellinum — Pat Rice til hægri.
1. deild
Manch.Utd. 27 16 i 6 i 5 44-25 38
Liverpool 27 13 11 3 44-23 37 '
Derby 27 15 6 6 43u34 36 1
Leeds 26 15 5 6 45-26 35
QPR 28 12 10 6 36-22 34
West Ham 27 13 5 9 37-38 31
Man,City 27 10 9 8 41-25 29
Middlesbro27 10 9 8 29-25 29
Stoke 27 11 7 9 33-32 29
Ipswich 27 8 12 7 32-29 28
Everton 27 9 10 8 44-50 28
Newcastle 27 10 7 10 49-37 27
Leicester 27 7 13 7 30-37 27
Tottenham27 7 12 8 38-43 26
Norwich 27 9 . 7 11 40-41 25
Aston Villa27 8 9 10 32-37 25
Coventry 27 8 9 10 28-37 25
Arsenal 27 8 7 12 31-33 23
Wolves 27 6 1 14 28-40 19
Birmingh. 27 7 4 16 37-54 18
Burnley 27 5 7 15 28-44 17'
Sheff.Utd. 27 1 6 20 18-55 8
2 !. deild
Sunderland26 16 4 6 41-22 36
Bolton 26 13 9 5 43-23 35
Bristol C. 27 13 9 5 43-23 35.
Southpt. 26 14 4 8 47-32 32
Notts. Co. 26 13 6 7 36-23 32
WBA 27 U 10 6 27-25 32
Luton 27 12 6 9 38-30 30
Oldham 27 12 6 9 40-41 30
Bristol R. 27 í 1 1 7 28-26 29
Fulham 26 9 9 8 33-29 27
Blackpool 27 9 8 10 26-31 26
Orient 25 8 9 8 22-23 25
Plymouth 28 9 7 12 34-37 25,
Chelsea 27 9 7 11 33-37 25’
Chaclton 26 10 5 11 35-43 25
Nottm.For. 27 8 8 11 29-28 24
Carlisle 27 8 8 11 25-34 24
Blackburn 27 6 11 10 26-31 23
Hull 27 9 5 13 29-35 23
Oxford 26 5 8 13 25-37 18
York 27 5 5 17 21-47 15
Portsmth. 27 4 6 17 17-41 14
/