Dagblaðið - 02.02.1976, Blaðsíða 23
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
li
Útvarp
23
Sjónvarp
D
Útvarp kl. 20.30.
„Á VETTVANGI
DÓMSMÁL-
ANNA"
— bíleigandi fer í mál við Vegagerðina
„Þetta atvik skeði daginn eftir að
gosið hófst í Vestmannaeyjum,” sagði
Björn Helgason hæstaréttarritari, en
þáttur hans ,,Á vettvangi dómsmál-
anna” er á dagskrá útvarpsins kl. 20.30
í kvöld.
Á sínum tíma lögðu margir bíleig-
endur leið sína um Suðurlandið, þar
sem vel sást til gosstöðvanna í Eyjum.
Einn vegfarandinn ók bíl sínum ofan í
hvarf eða ræsi á leið sinni um þjóðvegi
landsins. Maðurinn varð fyrir tjóni af
völdum þessa óhapps og vildi meina að
Vegagerðin ætti að bæta það. Til vara
krafði hann tryggingafélag bílsins bóta
vegna þessa tjóns.
Það verður fróðlegt fyrir okkur hlust-
endur að heyra hvernig þessu máli
lyktar og getum við dregið okkar lær-
dóm af því.
KP
Það er nóg af holóttum vegum á landinu okkar og í kvöld heyrum við um ófarir
manns nokkurs sem fékk á þeim að kenna.
Útvarp kl. 22.15.
MYNDLISTARÞATTUR
-^sömnomen5 sýrnngtex tilh©Tmfða ndanlega
um samnorræna sýningu á vefjarlist, ^hvar hún verður en væntanlega
l sýningu á vefj
sem verið er að undirbúa á öllum
Norðurlöndunum,” sagði stjórnandi
þáttarins Þóra Kristjánsdóttir, en
þáttur hennar verður á dagskrá út-
varpsins kl. 22.15.
Sýning þessi verður farandsýning
og verður sett fyrst upp í Álaborg.
Hún verður væntanleg hingað til
lands eftir um það bil eitt ár og
verður sett upp 20. janúar 1977. Það
verður hún á Kjarvalsstöðum.
Sýningin er styrkt af Norræna menn-
ingarsjóðnum vegna kostnaðar við
flutning og annað.
í félagi textilhönnuða eru nú 17
konur, sem fást við vefnað og tau-
þrykk m.a. Þetta félag hefur starfað
nú í eitt og hálft til tvö ár og
formaður er Ragna Róbertsdóttir.
öllum er heimil þátttaka í þessari
sýningu og greint verður frá því síðar
hvar tekið verður á móti verkum á
hana. Búizt er við að sýningin verði
geysi umfangsmikil og að þar verði
um 200 verk.
Þóra minnist á aðrar sýningar í
borginni, t.d. sýningu Elíasar B.
Halldórssonar, sem var opnuð í
Norræna húsinu á laugardaginn var.
Elías er búsettur á Sauðárkróki og
langt er síðan borgarbúum hér hefur
gefizt kostur á að sjá verk hans. KP
Nemendum Myndlista- og handíðaskólans gefst kostur á að nema fjölda námsgreina,sú nýjasta er textilhönnun.
Sjónvarp kl. 22.40.
HEIMSSTYRJÖLDIN SÍÐARI - 3. þáttur
Það var í maí 1940 sem Þjóðverjar
hertóku Holland, Luxemborg og
Belgíu. Þeir höfðu sterkan flugher og
gerðu loftárásir við töku landanna.
Frakkar bjuggust við svipaðri árás og
árið 1914 af Þjóðverja hálfu, en sú varð
ekki raunin, Holland gafst upp 15. maí
1940.
grein fyrir vélvæðingu herafla Þjóð-
verja. Þann 14. júní féll svo Parísar-
borg.
Þann 16. júní var Pétain gerður for-
sætisráðherra og vopnahlé var samið við
Þjóðverja. Stjórn hans var eins konar
leppstjórn undir stjórn Þjóðverja sjálfra.
FRAKKLAND FELLUR
KP
Sóknarlína Þjóðverja lá í gegn um
Ardennafjöll en því höfðu landsmenn
ekki búizt við vegna þess hve landið er
erfitt yfirferðar á þessum stað. Þarna
var því aðeins til varnar léttvopnað lið
manna, sem gat engum vörnum við
komið gegn sókn Þjóðverjanna. Þann
20. maí náðu skriðdrekahersveitir Þjóð-
verja allt að Ermarsundi þar sem
Somme fellur í það. Bandamenn sundr-
uðust og herir þeirra flýðu m.a. til
Englands. Frakkar hugsuðu enn um
fastar víglínur og höfðu ekki gert sér
Q Utvarp
MÁNUDAGUR
2. febrúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Sagan af
Birgittu,” þáttur úr endurminn-
ingum eftir Jens Otto Kragh.
Auðun Bragi Sveinsson byrjar
lestur eigin þýðingar.
15.00 Miðdegistónleikar Léon
Goossens og Gerald Moore leika
á óbó og píanó Þrjár rómönsur
op. 94. eftir Schumann. Jean-
Rodolphe Kars leikur á píanó
Fantasiu í C-dúr op. 15, „Wand-
erer.”-fantasíuna eftir Schubert.
Harmony kammersveitin í Prag
leikur Serenöðu i d-moll fyrir
blásturshljóðfæri, selló og bassa
op. 44 eftir Dvorák; Martin
Turnovský stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.00 Tónlistartími barnanna.
Egill Friðleifsson sér um timann.
17.30 Að tafli. Ingvar Ásmundsson
sér um skákþátt.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn-
ingar.
19.35 Daglegt mál. Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Ingólfur Guðmundsson lektor tal-
ar.
20.00 Mánudagslögin.
20.30 Á vettvangi dómsmálanna.
Björn Helgason hæstaréttarritari
segir frá.
20.50 Frá tónlistarhátíðinni í Salz-
burg s.l. sumar. Leontyne Price
syngur lög eftir Beethoven,
Strauss o.fl. Píanóleikari: David
Garvey.
21.30 Útvarpssagan: „Kristnihald
undir Jökli” eftir Halldór
Laxness, höfundur les (4).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Myndlistar-
þáttur í umsjá Þóru Kristjáns-
dóttur.
22.50 kvöldtónleikar. Flytjendur:
Sinfóníuhljómsveit Lundúna,
Mormónakórinn og Sinfóníu-
hljómsveitin í Fíladelfíu. Leopold
Stokowski stjórnar. a. „Valkyrju-
reiðin” eftir Wagner. b. „Síðdegi
fánsins” eftir Debussy..c. Andleg
lög. d. Tilbrigði eftir Rakhmani-
noff um stef eftir Paganini.
23.40 Fréttir t stuttu máli. Dag-
skrárlok.
MÁNUDAGUR
2. febrúar
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Meðferð gúmbjörgunarbáta.
Fræðslumynd um notkun gúm-
báta og fleiri björgunar- og
öryggistækja. Kvikmyndun: Þor-
geir Þorgeirsson. Inngangsorð og
skýringar: Hjálmar R. Bárðar-
son, siglingamálastjóri.
21.00 Iþróttir. U msjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
21.30 Til hvers er félagið? Haldinn
er fundur í fámennu átthaga-
félagi. Félagslífið er komið í fast-
ar skorður og mikil deyfð yfir
því, en nýr félagi hristir drung-
ann af samkomunni. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir. (Nord-
vision-Sænska sjónvarpið)
22.40 Heimsstyrjöldin síðari. 3.
þáttur. Frakkland fellur.
Þátturinn fjallar m.a. um
árás Þjóðvcrja á varnarlínu
Frakka, og reynt er að skýra,
hvers vegna Þjóðverjum tókst að
rjúfa varnir Frakka. Þýðandi og
þulur Jón O. Edwald.
23.35 Dagskrárlok