Dagblaðið - 02.02.1976, Page 24

Dagblaðið - 02.02.1976, Page 24
Bœjorsljóra Vestmama eyja vísað úr starfi — vantur að gera grein fyrir hálfri fjórðu milljón, sem Samband sveitarfélaga í Suðurlandskjördœmi œtlaði að gefa í uppbygginguna í Eyjum Sigfinni Sigurðs syni, bæjarst^jðra í Vestmannaeyjum, hefur verið vlsað frá störfum. Páll Zóphoníasson, bæjartæknifræðingur, gegnir störfum bæjarstjóra um stundarsakir og hefur prókúuruumboð fyrir bæjarstjóm. Þetta var ákveðið á lokuðum skyndifundií bæjarstjórn Vestmanna- eyja á laugardaginn. Meirihluti bæjarstjórnar bar fram tillögu þar um og var hún samþykkt með öllum atkvæðum. Kveikjan að brottvísun Sigfinns eru upplýsingar, er stjórn Sambands sveitarfélaga í Suðurlandsjördæmi — en Sigfinnur var áður framkvæmda- stjóri sambandsins — kom áleiðis til bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Dagblaðið hefur öruggar heimildir fyrir því, að þessar upplýsingar séu eftirfarandi: í framkvæindastjóratíð Sigfinns ákvað stjórn sambandsins að leggja þrjár og hálfa milljón króna í uppbygginguna í Vestmannaeyjum ■og var Sigfinni falið að afhenda þá peninga. En þeir peningar hafa aldrei komið til skila. Telja menn sig nú hafa ástæðu til að ætla, að Sig- finnur hafi notað féð í eiginhags- munaskyni, en eins og áður hefur verið getið um byggir hann nú stórt einbýlishús á Selfossi. Þá kemur hér einnig til, að á síðasta bæjarráðsfundi í Vestmanna- eyjum lagði Sigfinnur bæjarstjóri fram beiðni um leigukjör á tveimur íbúðum, sem verið er að byggja á vegum kaupstaðarins. Einn bæjar- fulltrúa í Vestmannaeyjum sagði í samtali við fréttamann blaðsins í gærkvöld, að þessi beiðni hefði verið „um sérstök kjör, sem .keyrðu svo langt úr hófi fram, að vonlaust var að verða við beiðninni”. Áður en bæjar- stjórn hafði tekið endanlega afstöðu til málsins, hafði Sigfinnur látið brjóta niður veggi á milli íbúðanna, svo úr yrði ein íbúð. íbúðirnar tvær vildi hann síðan leigja á fimmtán þúsund krónur á mánuði og eiga forkaupsrétt að þremur árum liðn- um — á núgildandi verði. Einnig koma inn í dæmið óeðlilega háir dvalarkostnaðar- reikningar bæjarstjóra, „langt um- fram það sem kalla má eðlilegt,” sagði einn bæjarfulltrúinn. Eins og frá hefur verið greint í blaðinu hefur minnihluti bæjarstjórnar í Eyjum nú: farið þess á leit við embætti ríkissak- sóknara að rannsókn verði gerð á fjármunastjóm Sigfinns Sigurðssonar frá því að hann tók við starfi bæjar- stjóra Vestmannaeyja í byrjun ágúst 1975 Stjórn Sambands sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi mun koma saman til fundar á miðvikudaginn, þar sem málin verða rædd. Þar verður tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til að hefja málshöfðun ál hendur Sigfinni vegna peninganna, sem ekki hafa komið fram. I Vestmannaeyjum er gert ráð fyrir því að krafa bæjarsjóðs um endurgreiðslu vegna dvalarreikninga bæjarstjórans fráfarandi muni verða lögð fram fljótlega. -ÓV. Os við skattstofuna á „elleftu stundu”: DRENGSKAPARHEITUM SKILAÐ í TONNA TALI Drengskaparheit er gefið á hverri skattskýrslu, og það gefa konur ekki síður en karlar. Það var heilmikil „stemning”í bænum á laugardagskvöldið og um- ferð eins og á mesta annatíma. Þegar nálgaðist miðnætti náði um- ferðin hámarki og var varla hægt að komast um Tryggvagötuna, en þar voru hlutirnir að gerast. Fólk var að skila skattskýrslum sínum í kassann hjá Skattstofunni og það voru margir sem voru á „síðustu stundu” en náðu samt að skila fyrir miðnætti. Það var eins og „léttara” væri yfir umferðinni úr bænum og eins og fargi væri létt af fólki að hafa losn- að við þetta áhrifamikla plagg í tæka tíð. — A.Bj. Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri, gengur að kassanum þar sem hann losar sig við þá illræmdu skattskýrslu, sem gerir mörgum manninum lífið leitt í byrjun hvers árs. (DB-mynd HS) Yarnarsamningnum er ekki framfylgt PÓSTURINN FER ÓSKOÐAÐUR TIL VARNARLIÐSMANNANNA — og þar er „bein lina" í fíkniefnasendingum til landsins „Heildarmagnið, sem náðst hefur í á Vellinum er sennilega um 25 kiló af hassi og marijuana,” sagði Kristján Pétursson deildarstjóri hjá Tollgaezlunni á Keflavíkurflugvelli í viðtali við Dagblaðið. „Þá höfum við náð i töluvert ntagn af „speedi”, mjög sterku, og eitthvað berst alltaf inn af LSD”. Sagði Kristján að söluverðmæti hassins eins væri sennilega um 30 milljónir og „speedið” væri um fjög- urra milljón króna virði. „Það sem gerir okkur erfiðast fyrir er að grein þeirri í varnarsamningn- um við varnarliðið sem kveður á um nákvæma tollskoðun á pósti varnar- liðsntanna er ekki framfylgt,” sagði Kristján ennfremur. „Pósthúsið hér á Vellinum er því „bein lína” frá Bandaríkjunum og mestur hluti fíkniefna, er við höfum fundið, kemur með pósti til Vallarins. Þó vil ég benda á að 10 kíló af hassi fundust i einni af flutningavélum hersins núna i sumar, þannig að allar leiðir eru notaðar.” Sagðist Kristján margoft hafa bent ráðamönnum á nauðsyn þess að toll- skoðun færi fram á pósti og varningi sem til pósthússins kæmi. Þar hefðu menn vísað hver á annan. „Pósturinn er heidur ckki skráður, nema þær sendingar, sem fara eiga í ábyrgð,” sagði Kristján ennfremur. „Þrátt fyrir gott samstarf við bandarisku lögregluna hér hefur ekki verið nokkur vegur að rekja slóð sendinganna og komast þannig fyrir þær.” —HP fijálst, úháð dagblað Mánudagur 2. febrúar 1976. Týndi foreldrum sínum: Ætlaði fétganq- andi til Þorléks- | hafnar Urii fimm-leytið í gærdag var komið með átta ára dreng á lög- reglustöðina í Árbæjarhverfi. Hafði sá er með hann kom ekið fram á drenginn einan á gangi á Suðurlandsvegi. Tók maðurinn drenginn tali, þar eð honum þótti ferðalag hans undarlegt, og kom þá í ljós að hann ætlaði sér fótgangandi' til Þorlákshafnar. Er á lögreglustöðina kom sagði drengurinn til nafns og sínar farir ekki sléttar. Hafði hann verið í Reykjavík með foreldrum sínum en orðið viðskila við þá. Sá hann því ekki annað ráð en að halda fótgang- andi til heimabæjar síns og var kominn langt á leið er maðurinn fann hann. Er drengurinn hafði dvalið á lög- reglustöðinni um stund, var hann sóttur af skyldmennum sínum. —HP Gabboði lögregluna upp að Geithólsi Lögreglan í Árbæjarhverfi fékk í nótt tilkynningu um slys uppi við Geitháls. Var brugðizt hart við og sendar þangað lögreglu- og sjúkra- , bifreið. Er löggæzlumenn komu á staðinn var þar fyrir kunnur borgari, sem gjaman ferðast um á reiðhjóli sínu. Engin meiðsli var á honum að finna, enda kom fljótlega í ljós að hann hafði verið að þykjast. Löggæzlumenn gerðu athuga- semdir við ljósaútbúnað hjólsins og með það var hjólreiðakappanum sleppt. Að sögn lögreglunnar í Árbæ hefur hann verið í slagtogi með öðrum manni, af svipaðri gáfna-; gráðu, sem hefur um langan tíma haft ofan af fyrir sér með því að selja hjólkoppa. Hefur samstarf þessa tveggja manna verið Árbæjarlög- reglunni þyrnir í augum, enda hafa þeir átt það til að stunda ýmis bellibrögð. — HP — Varð fyrir bíló Miklubraut Lítil stúlka varð fyrir bil á Miklu- braut i gærdag. Var bilnum ekið framhjá kyrrstæðum strætisvagni, en telpan hljóp út undan honum. Telpan var flutt í slvsadcildina en hlaut ekki alvarleg meiðsli. ASt. V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.