Dagblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 7
Dagblaðið. Þriðjudagur 3. febrúar 1976.
7
Deilurnar
um
Sahara:
STRÍÐ GíTUR BROTIZT
ÚT Á HVZRRISTUNDU
Arabaleiðtogar reyna órangurslaust að sœtta þjóðirnar
Sáttasemjarar frá mörgum Araba-
ríkjum hafa verið í stöðugum ferðum
í gærkvöldi og nótt á milli Alsír,
Marokkó og Máritaníu til að reyna
að koma í veg fyrir að stríð brjótist úr
milli landanna vegna deilna þeirra á
milli um yfirráð í Vestur Sahara, en
undir morguninn • höfðu samninga-
umleitanir engan árangur borið. Því
eru sterkar líkur fyrir að stríð kunni
að brjótast út á þessum slóðum á
hverri stundu, a.m.k. landamærastríð
á milli Alsír og Marokkó.
í síðustu viku brutust út bardagar
milli hersveita Marokkómanna og
Alsírmanna, og segja báðir frá miklu
mannfalli og tjóni í liði hins, en ekki
sínu. Hvað sem því líður magnast
spennan stöðugt og báðir þrjózkast
við að semja, telja að hinn eigi að
hafa frumkvæðið.
Alsírmenn geta ekki sætt sig við að
Marokkómenn og Máritaníumenn
fái hlutdeild í Vestur Sahara, eins og
til stóð eftir að Spánverjar létu af
yfirráðum sínum í landinu.
Alsírmenn halda því fram að íbúar
Vestur Sahara eigi að ráða málum
sínum sjálfir og styrkja þeir frelsis-
hreyfingu Vestur Sahara, Polisario.
Það styrkir stöðu Alsírmanna að
fyrir tveim mánuðum gerðu þeir
bandalag við Libýu þess efnis að árás
á annað ríkið þýddi árás á bæði. Líti
Alsírmenn þannig á að Marokkó-
menn ráðist á sig, komi til átaka á
landamærunum, kunna þeir að njóta
aðstoðar Mirage herþota Libýu-
stjórnar.
Picassoþjófarnir:
Lögreglan
hefur
nýjar
vís-
bendingar
Franska lögreglan telur sig nú hafa
fleiri vísbendingar um listaverkaþjóf-
ana, sem um helgina stálu 119 Picasso-
myndum, en að þeir tali spönsku.
Nánari upplýsingar eru hins vegar ekki
gefnar, en áköf leit heldur áfram. Lista-
verkasérfræðingar telja að þjófunum
muni reynast erfitt að selja verkin af því
að nafn listamannsins er ekki á þeim,
en hann var vanur að merkja þau ekki
fyrr en þau voru til sölu.
Málverkin voru hluti af sýningu 201
verks í páfahöllinni í Avignon, en sú
sýning hefur verið opin frá því skömmu
eftir að listamaðurinn lézt árið 1973.—
4 fingur
grœddir ó
Marta Carpenter í San Francisco
varð fyrir því slysi um daginn í
matvælaverksmiðju, sem hún vinn-
ur í, að lenda með höndina í vél,
sem skar af henni fjóra fingur. Verk-
stjóri hennar hirti fingurna og setti
þá í ís og sendi þá með henni á
sjúkrahús. Læknalið sjúkrahússins
ákvað að græða fingurna á aftur og
tókst það á 14 klst. og er reiknað
með að þeir geti með tímanum
orðið cins nothæfir og áður.
BALKANRÍKIHYGGJA
Á NÁNA SAMVINNU
Stjórnmálaleiðtogar Fimm þjóða á um nánari samskipti og samvinnu land- um heimildum að vel miði í samkomu-
Balkanskaga sitja nú lokaða ráðstefnu anna og hefur Reuter eftir áreióanleg- lagsátt í mörgum atriðum.
Ráðstefnan hefur nú staðið í viku og
er setin af fulltrúum Rúmeníu,
Búlgaríu, Júgóslavíu, Tyrklands og
Grikklands. Rússar leggja mikla áherzlu
á þessa samvinnu og eins og skýrt var
frá hér á síðunum um daginn bauð
Varsjárbandalagið fulltrúum Grikk-
lands og Tyrklands til heræfinga og
skoða margir það sem ögrun við Nato.
Á næstu dögum er búizt við að birt
verði einhvers konar samkomulag í
mörgum liðum um aukna samvinnu og
samskipti landa þessara í framtíðinni.
Carmona
iaxito
J,ucala
‘Malanje
Carvalho'
Dondo
Lobito
Sitva Porto
.yV... yf;
Mocamedes
Hanaslagur
endurvakinn
ó Englandi
Þrátt fyrir að hanaslagur sé bannaður
með lögum í Englandi síðan 1849,
fengu brezkir sjónvarpsáhorfendur
óvænt að sjá. hanaslag í sjónvarpsút-
sendingu BBC í gærkvöldi. í frásögji af
slagnum sagði fréttamaður að hanaslag-
ur ætti vaxandi fylgi að fagna í Eng-
landi, en upptakan fór fram á leyndum
stað utan Lundúna, þar sem hanaslag-
ur er haldinn tvisvar í viku. Er vinsælt
að veðja á hana og ganga góðir bar-
dagahanar nú kaupum og sölum á háu
verði. Fyrr á öldum var hanaslagur
einkum vinsæll í Grikklandiog Róm, og
náðu vinsældir hans hámarki í Eng-
landi á 18. öld.
Spónverjar mega nú skoða brjóst
í fyrsta skipti í 40 ár mega spönsk
tímarit nú birta myndir á forsíðum
sínum af brjóstaberum konum og
reyndar má sjást víðar í þær. Einnig
hefur verið leyfð sala erlendra tíma-
rita, sem leggja upp úr slíku mynda-
vali, en þau sem lengst ganga, eru þó
enn bönnuð. Líklega telja spönsk
yfirvöld ekki heppilegt að hafa
skammtinn of stóran eftir svo langt
bann.
Svikalogn
í Angola?
— búizt við stórsókn á 15 ára afmœli MPLA
á morgun
Nú stendur yfir alþjóðleg ráðstefna
þar sem rætt er um frekari stuðning og
fyrirkomulag á stuðningi við MPLA
frelsishreyfinguna í Angola, sem Rússar
styrkja. Er hún haldin í Luanda í
tilefni 15 ára afmælis MPLA
Dr. Neto, forseti MPLA, sagði í ræðu
við setningu ráðstefnunnar í gær, að
þýðingarmikið væri að koma á eðlileg-
um samskiptum MPLA og stjórnvalda í
nágrannaríkinu, Zaire, en UNITA og
FNLA hreyfingunum hefurboriztstuðn-
ingur í gegn um Zaire. Þótt þessi
ummæli Netos séu ekki bein hótun gera
yfirvöld í Zaire sér ljósa grein fyrir hver
staða þeirra yrði, næði MPLA Angola á
sitt vald, því nágrannaríkin Zambia og
Kongo eru hliðholl MPLA.
Hann sagði einnig að MPLA hygðist
ekki vera háð neinu stórveldi í framtíð-
inni, Angola ætti að vera frjálst alþýðu-
lýðveldi.
Bardagar hafa verið með minnsta
móti í Angola nú undanfarna daga og
telja margir að það sé fyrirboði stór-
sóknar MPLA, hreyfingin sé að endur-
skipuleggja sóknina þessa dagana.
Hvort sem það reynist rétt eða ekki,
nota UNITA og FNLA tímann og
reyna að vígbúast eftir mætti. Þeim
hefur bætzt liðsauki hundruða þjálfaðra
málaliða og leita nú eftir að fá keypta
skriðdreka í Vestur Evrópu eða Banda-
ríkjunum. —
Á kortinu má sjá afstöðu Angola til
nágrannaríkja sinna og þar sést einnig
hvernin Kongo, Angola og Zambia
liggja á þrjá vegu að Zaire.