Dagblaðið - 03.02.1976, Síða 11

Dagblaðið - 03.02.1976, Síða 11
Dagblaðið. Þriðjudagur. febrúar 1976. 11 starf sitt mcð mikilli leynd. Því er í rai n ríkjandi alger óvissa um hvaða v steínu óeirðirnar kunna að taka og hversu víðtækar þær geta orðið. Akafir hægrimenn, sem eru heldur á undanhaldi í tyrkneskum stjórn- málum, leggja ríka áherzlu á að sýna skæruliðum þegar í stað hina mestu hörku en Demirel fer nú varlega í sakirnar enda kosningar í aðsigi og hann óttast að íhlutun hersins eða setning herlaga kunni að reynast ó- vinsælar ráðstafanir meðal al- mennings. Þrátt fyrir vfirlýsta stefnu hersins að vilja í lengstu lög halda sig utan við átökin eru valdamiklir hægri mcnn innan hans sem telja að hörkulcgar aðgerðir hersins gegn vinstrisinnuðum skæruliðum mundu efla ungmennasamtök hægrisinna til muna. Vinstrimenn telja að þau samtök njóti óæskilegrar verndar yfirvalda og fái að vaða uppi með hvcrs kvns ruddaskap, sem látinn er óátalinn. Óeirðirnar í Tyrklandi nú náðu hámarki nálægt borginni Malatya í Austur Tyrklandi, þar sem Kúrdar eru alls ráðandi. Hundruð lögreglumanna með þyrlur til afnota og hundruð leyni- þjóriustumanna tóku þá samtímis þátt í ,,Ieitar- og eyðingarherferð- inni” scm gerð var í þeim tilgangi að uppræta endánlega TPLA og stuðningsmenn hrcyfingarinnar. Fjöldi fólks var handtekinn í þeim tilgangi að kæfa óeirðirnar þegar í fæðingu, en þær aðgerðir leiddu af sér víðtækar mótmælaaðgerðir sem þegar hafa kostað einn mann lífið. Margir eru nú uggandi um að skæruliðaaðgerðir muni halda áfram þrátt fyrir að stjórnin kunni að veita lögreglunni mun víðtækari heimildir til húsrannsókna og handtaka en hún hefur nú. Demircl er því í alvarlegum vanda. Beiti hann fullri hörku gegn skæruliðunum kann hann að baka sér vaxandi óvinsældir vinstri manna. Haldi hann hins vegar aftur af sér á hann yfir höfði sér óvinsældir hægrimanna sem beita nú öllum ráðum til að draga herinn inn í átökin. ASTANDIÐ EKKIBEYSIÐ ÓLAFUR JÓNSSON Bók menntir Jón Óskar: KYNSLÓÐ KALDA STRÍÐSINS Bókaútgáfa Guðjónsó, 1975. 284 bls. Það má nú segja: aum hefur verið ævi Jóns Óskars fram eftir allri skáldatíð hans, og þó því aumari sem lengra lcið. Kynslóð kalda stríðsins cr fjórða bók hans með,,minnisatriðum um líf skálda og listamanna í Reykjavík” frá því á stríðsárunum og frameftir. Er nú sögunni komið fram um og yfir árih 1950, og kemur nú loks að því eftir langa töf að birtast bækur eftir Jón Óskar, Ijóð og smásögur hans, árin 1952 og 1953. En lítill ánægju- auki verður honum að þessum bókum, finnst þær koma alltof seint út og fellur þungt móttökur sem þær fá í blöðum og tímaritum. Hann segir að árið 1945 hafi hann verið talinn meó rithöfundum og átt hljómgrunn vísan á meðal lesenda. En forlag hans, Mál og menning, brást honum: ,,Ég var svikinn um útgáfu bókar hjá því fyrirtæki sem ég hafði fórnað mér af hugsjónaástæð- um.” Raunar kemur hvergi fram í hverju ,,fórn” Jóns Óskars lá — nema þá í því að nokkurt efni birtist eftir hann í ýmsum vinstrisinnuðum bl(')ðum og tímaritum þessara ára, Tímariti Máls og menningar, Þjóð- viljanum, Landnemanum og Mel- korku, tímariti kvenna. Þegar bækurnar loks koma út verða undirtektir eftir þessu. Ekki er skrifað um þær í Þjóðviljann eða Tímarit Máls og menningar. Aftur á móti rekur Jón Óskar í alllöngu máli neikvæða ritdóma um bækur sínar, og virðist hann telja að dulnefnd umsögn um smásögur hans í tímarit- inu Helgafelli hafi vcrið einhverskon- ar ,,hæstaréttardómur” um bók- menntalegt verðgildi sitt. Þetta má mcrkilegt heita — en eftir sína fyrstu bókmunjón Óskar ekki hafa lagt svo heitið geti stund á smásagnagerð. Eftir þessum raunum gengur ann- að á ævi Jóns Óskars um þær mundir sem hér segir frá. Hann er fjarska heilsulaus af magaveiki og geturþess vegna • kki unnið ncina líkamlcga vinnu, þó svo langt gangi að hann prófi að fara í kaupavinnu. Hann framfleytir sér á hljóðfæraleik, eink- um í danshljómsveitum, og virðist þó bæði hann og aðrir hafa mestu skömm á þeirri atvinnugrein. Jafn- framt er hann að fást við tungumála- nám og þýðingar, en verður Iítt ágengt, þýðir þó á þessum árum nafntogaða skáldsögu, Pláguna eftir Camus, sem Mál og menning gaf út. Sárt langar hann að komast til París- ar, en hefur aldrei fjárráð til þess, enda ekki framtak að fara upp á von og óvon eins og ýmsir vinir hans þó hvetja hann til. Loks kemst hann til útlanda, til Berlínar á æskulýðsmót með öðrum ungum kommum. En sú för verður þá til að sanna fyrir Jóni hrakfarir hans á rithöfundarbraut: félagsbræður hans í Æskulýðsfylking- unni muna ckki eftir að kalla hann til að yrkja Ijóð í tilefni af hátíðinni, né þykir taka því að senda hann á kynningarfund með rithöfundum á mótinu. Þegar frásögn loksins lýkur situr Jón Óskar enn á kaffihúsi í Reykjavík, þetta sinn á Laugavegi 11, innan um nýja kynslóð unglinga sem hann kann ekki við, og þykir nú flestu öfugt snúið á við það sem var í hans eigin æsku. Eiginlega eina Ijósglætan í allri þessari eymd er ferð sem Jón Óskar eitt sinn fer með dansmeyjum, undir- leikari á sýningarferð þeirra út um land. Þá er vor í lofti og hann eflist í bili í trú á lífið og listina. En það má líka taka eftir því að hvergi kemur fram í frásögninni að Jón hafi lagt sig fram við neitt annaðverkeða hugðar- efni sitt á þessum árum í líkingu við æfingarnar fyrir þessa ferð. Hitt má undravert heita að vera enn að aldar- fjórðungi liðnum með hugann svo njörvaðan við umliðið dáðleysi sem höfundur er í þessari bók. Það var svo sem vitað fyrir að Jón Óskar er minnugur á andstreymi og misgerðir sem honum finnst sér hafi verið sýndar. í fyrstu minningabók sinni skrifaði hann af einkennilega megnri þykkju um móðurmálskenn- ara einn sem hafði verið honum eitthvað ónotalegur í tíma manns- aldri fyrr. Annað dæmi kemur upp í þessari bók, þetta sinn frásögn af Haraldi Björnssyni leikara sem hranalegur var við Jón á leikæfingu þar sem hann átti að vera undirleik- ari. í hinum fyrri minningabókum voru læsilegar frásagnir, einfaldar í sniðum en einatt kankvíslega frá sagt, sem fróðlegar virtust um ung skáld liðinnar tíðar, hagi þeirra og hugi. Að vísu hefur gætt mjög vax- andi beiskju í frásögninni eftir því sem á hana leið. Og í fjórðu bók er svo komið að gremja og leiði höfund- arins eru alveg einráð og frásagnir hans um leið orðnar alveg persónu- Iegs eðlis: áreiðanlega er Kynslóð kalda stríðsins ekki til vitnis um neitt annað en sálarástand höfundar síns fyrr og síðar. Og það er sem sé ekki mjög bcysið. Eins og vænta mátti ræðir Jón óskar sitthvað í þessari og fyrri bókum um bókmenntir og bók- menntaumræður á frásagnartíma sínum. í Kynslóð kalda stríðsins sökkvir hann sér hvað eftir annað lofan í blaða- óg tímaritsgreinar frá þessum tíma og rekur þaðan þykkju- þungur margar misþóknanlegar skoðanir, ekki síst úr viðtölum við og greinum eftir Halldór Laxness. En muna má úr fyrri bókum að Jón er jafnan mjög uppnæmur og hvump- inn fyrir Halldóri og ritum hans. í þessu sambandi verður víst ekki hjá því komist að víkja nokkrum orðum að margumtöluðu efni: atómskáld- um og atómskáldskap. í upphafi voru orðin ,,atómljóð” og „atómskáld” einvörðungu háðs- yrði um nýstárlegan skáldskap. Ljóð sem viku frá hefðbundnum bragregl- um og einatt þóttu um leið torkenni- • leg að efni, allt að óskiljanlegleik og endileysu, það voru atómljóð, og atómskáld hétu þeir er*. svo ortu. Og það hygg ég aó orð þessi hafi brátt verið notuð holt og bolt um hvaðeina sem nýstárlegt eða óvenjulegt þótti í skáldskap, þótt jafnan væri lagt mest upp úr merkingarleysu og rím- og Ijóðstafaleysi. Að almannarómi var Steinn Steinarr á þessum árum for- sprakki og höfuðpaur þvílíkra kveð- skaparhátta með ungum skáldum. Nú er bæði háðsmerking og til- finningagildi þessara heita löngu úti. Eigi þau að viðhaldast virðist hand- hægast að nota þau um þann hóp ungra skálda sem fram koma á eftir Steini og Jóni úr Vör og leggja sig eftir ýmislegum nýjungum í skáld- skaparmáli. Það eru atómskáldin, og þau hrinda fram hinni svonefndu „formbyltingu” íslenskrar ljóða- gerðar. En gá ber að því, að það er sitthvað módernismi í ljóðagcrð og atómstefna og formbylting, enda atómskáldin sjálf sundurleitur hópur. í heild á sá hópur varla annað sameiginlegt en viðleitni sína til formlegrar endurnýjunar. Sá inódernismi íslenskrar ljóðagerðar sem hefst með Steini Steinarr hygg ég að hinsvegar haldi áfram í ljóðum hinna róttækustu atómskálda og annarra sem síðan koma. Jón Óskar virðist telja það höfuð- skömm ef gert cr ráð fyrir að „atóm- skáldin” hafi orðið fyrir einhverjum áhrifuin af ljóðum Steins Steinars. Nú hefur samband þeirra og hans aldrei verið rækilega athugað frekar en svo margt annað í nútímabók- menntum, en allténd held ég megi eftir fiestöll atómskáld, líka Jón Óskar, finna dæmi kvæða með mik- illi ytri líkingu við kvæði eftir Stein. En þau áhrif sem máli skipta liggja áreiðanlega dýpra. Hitt má vel vera rétt hjá Jóni Óskari fyrir mér að sjálfur hafi hann ekkert lært að gagni af frumlegustu höfundunum í kyn- slóðinni á undan sjálfum honum. Ekki verður séð af þessari bók að enn sé komið að sögulokum af skáldatíma Jóns Óskars, og orð hefur hann um að skrifa „sérstaka bók um pólitíkina” ef sér gefist tækifæri til. Það er að vísu vonandi að þar komi þessum frásögnum að lokum að Jón Óskar verði á ný maður með mönn- um. skíðaferðalagið hjá Jóni og Gunnu þau staðið fjögurra ára snáða aó baki. Einhvern veginn fór það samt svo að niður brekkuna fóru þau, meira á maga og lærum en að þau stæðu á skíðum sínum. Afleiðingin hlemmistórir marblettir. Afieiðingarnar létu heldur ekki á sér standa Hlemmistórirmarblettir brutust út, svona til þess að auka á fegurð líkamans. Það var ekki laust við að Jón og Gunna vrðu fegin að komast heim. ,,Hevrðu, Gunna mín. Svona lagað getur ekki gengið lengi. Ég vil ekki trúa því að við séum svona miklir erkiklauf- ar.” varð Jóni að orði. ,,Nú ferð þú í búðir á morgun, þar sem þú ert líka fjármálavitringur fjölskyldunnar og kaupir svona skíði og klossa eins og Stebbi var á, Sástu líka hann Sigga Jóa. Það vai biira eins og hann hefði aldrei gert aniiað en vera á skíðum. Þó veit ég að hann byrjaði ekki .á þessu fyrr en í vctur. „Þetta eru græjurnar, maður,” sagði hann, þegar ég hrósaði honum fyrir lipurðina. Gunna fór af stað, og til þess að gefa ykkur, lesendur góðir, hugmynd um hvað skíðaútbúnaður kostar birtum við hér verðin sem Gunnu voru gefin upp. Sá bögull fylgdi bara skammrifi hjá Gunnu að það þurfti mun meiri peninga í pyngjuna en Gunna hafði til þess að kaupa svona búnað. Hún cr því enn í úlpunni af Jóni og sömu galla- buxunum, en skíði, klossa og bindingar keypti hún og mikill munur er nú fyrir hann Jón að horfa á sína ástkæru svinga sér niður brekkurnar. Hvað kostar svo almenni- legur útbúnaður?. Skátabúðin. f skátabúðinni var verð í skiðum á 6-7 ára aldur kl. 5.700. A unglinga og kvenfólk frá 8260 til 24 þús. kr. Karl- mannaskíði frá kr. 19.900 upp 40 þús kr. Unglinga- og kvenbindingar á 9.900 kr. og karlmannsbindingar frá 10.500 kr. Smelluklossar á 6-7 ára aldur kosta 8.200 kr unglinga og dömustærðir á 9.500 kr og herrastælrðir frá 10.800 kr. upp í 22 þús. kr. Stafir fyrir börn og unglinga eru á 1.320 kr. og fullorðins á 1.980 kr. Skíðalúffur kosta um eitt þúsund kr. og leðurfingravettlingar um 3 þús. kr. Húfur kosta frá 700 kr. og nyLonpoki fyrir skíðin kostar 5 þús. k. Utilíf Hjá Útilífi voru til skíði á 4-5 ára með hæl- og tábindingum á kr. 4.750 og 5.475 kr. Barnaskíði frá 7.000 kr. upp í 17.000 kr. Fullorðinsskíði frá 8 þús. kr. upp í 30-40 þús. kr. Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir kr. Hæl- og tábindingar fyrir börn, 7.300 upp í 15.800 kr. Hæl- og tábindingar fyrir börn og Barnaklossar hafa kostað tæpar 6 þús unglinga 7.100 kr. Fullorðins frá 8.600 kr. Unglingastærðir 9-10 þús. kr. og fullorðins 9.20-21.900. Barnastafir eru frá 900 kr. upp í 1.770 kr. og fullorðins 1.993-3.700. Barnaskíðagallar kosta 7.500 kr., dömugallar kr. 20.900-27.000 kr. og herragallar frá 20-30 þús. kr. Skíðabogi fyrir fern skíði á bílinn kostar 7.500 kr. Sportval Hjá Sportvali kosta skíði fyrir 6-7 ára kr. 6.570 unglinga-dömu- og herraskíði frá 6.570-8.170 kr. Hæl- og tábinding fyrir börn kostar kr. 1.640, unglinga- dömu og herra bindingar 3.800 kr.-16.000 kr. Stafir eru frá kr. 715 upp 1 4.995. Smelluklossar frá kr. 7.300 upp í 37 þús kr. Barnaskíðagallar eru á rúmar 11 þúsundir og^ 12.620 kr. Unglinga-, dömu- og herragallar frá 13.155 kr. upp í 17.850 kr. Gallonföskur fyrir klossana kosta 2.890 kr. Poki undir skiðin úr tjalddúk er á 1.580 kr. og úr gallon kostar hann 3.580 kr.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.