Dagblaðið - 03.02.1976, Page 23

Dagblaðið - 03.02.1976, Page 23
Dagblaðið. Þriðjudagur. 3. febrúar 1976. Útvarp 23 Sjónvarp HÉRNA KEMUR KONAN HANS COLUMBOS Nú hefur Columbo verið á skerm- inum í fimm ár. Hann hefur oft talað um „konu sína” í þáttunum en hún hefur samt aldrei komið fram. Fólk um gjöryallan heim, sem fylgzt hefur með þáttum hans, hefur borið fram eindregnar óskir um að fá að sjá „frú Columbo.” Hérna er hún, frú Alice Falk, eiginkona Columbos í einkalífinu. Hann hefur annars gætt þess vand- lega að járnhliðið að heimili þeirra í Beverly Hills sé vandlega læst, engu líkara en um væri að ræða herbúðir, þar sem geymd væru hernaðar- leyndarmál. Nú hefur Falk hins vegar leyft Ijósmyndurum að koma inn fyrir og mynda konu sína og fósturdætur þeirra tvær, Jackie sem er átta ára og Catherine fjögurra ára. Þau hjónin hafa verið gift í fimmtán ár en ekki getað eignazt börn sjálf, svo þau ættleiddu þessar tvær telpur. Fjölskyldan býr í meðalstóru húsi sem kostaði um 36 millj. ísl. kr., sem þykir ekki ýkja mikið þar í landi. Öðrum megin við þau býr kvik- myndaleikarinn Kirk Douglas og hin „eilífa jómfrú kvikmyndanna”, Doris Day, býr hinum megin við þau. Því hefur verið haldið fram að Peter Falk kunni ekkert mjög vel við sig í þessu dýra og fína umhverfi. „Þótt ég ætti á hættu að ráðizt yrði á mig,” segir hann, „vildi ég miklu heldur vera í New York. Hér í Beverly Hills er ekki nokkur einasti maður á ferli.” Peter Falk fæddist fyrir 48 árum á Peter Falk er nýfarinn að leggja fyrir sig teikningu og virðist býsna drátt- hagur. Peter Folk hefur haldið henni vandlega leyndri Alice og Peter mæta á frumsýningu á einni af myndum hans, en annars eru þau ekki mikið fyrir „hið Ijúfa næturlíF’. Manhattan og er sonur Gyðinga- kaupmanns. Þótt hann sé í dag einn af hæstlaunuðu kvikmyndastjörnun- um í Bandaríkjunum, hefur hann mjög lítinn áhuga á peningum, um- hverfi sínu eða sjónvarpshlutverki sínu yfirleitt. Síðari hluta árs 1975 voru teknar sjö sjónvarpsmyndir um hetjuna Columbo. Fyrir hverja mynd fær hann greitt sem svarar rúmlega 25 millj. kr. Þetta eru miklir peningar, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hver 90 mínútna þáttur er ekki nema 10 daga í upp- töku. Bankainnistæða Peter Falk vex því drjúgt á hverju ári. Kvikmynda- félög og leikhússtjórar keppast um að fá Columbo í þjónustu sína. Það virðist ekki standa í vegi fyrir frama hans þótt hann sé ekki nema 168 cm á hæð, með glerauga hægra megin og jafnan ógreiddur, hafi óstöðugt göngulag og sé í alla staði frekar óásjálegur. „Við getum þakkað Columbo fyrir að við eigum alltaf salt í grautinn og smjör á brauðið,” segir, Peter Falk. „En ef ég leik í venjulegri kvikmynd fæ ég helmingi meiri laun og tíma. í hvert skipti sem ég fæ nýtt sjónvarps- handrit í hendur setur að mér skjálfta, tíminn til upptökunnar er alltaf of naumur og það skerðir gæði myndarinnar oft á tíðum.” Þegar Peter Falk er ekki að vinna heyrist ekki mikið frá honum. Hvorki hann eða Alice kona hans, sem er fyrrverandi tízkuteiknari, kæra sig um að stunda næturklúbbalíf. Þau hjónin helga sig algjörlega dætrunum og leika við þær í hinu eilífa sólskini Kaliforníu eða þá að þau fara í bílferðir, enda ekki í kot vísað, því þau eiga bæði Jaguar og loftkældan Rolls Royce. Áður fyrr lék hann tennis af miklu kappi, en það var dálítið erfitt fyrir hann vegna þess að hann er eineygð- ur. Augað missti hann af völdum sínum í leik við dæturnar tvær í góða veðrinu í Kaliforníu. Frú Alice Falk er fyrrverandi tízkuteiknari. heilaæxlis sem hann var skorinn upp við þegar hann var þriggja ára gamall. Áður fyrr var hann einnig áhugasamur biljardleikari, en nú hefur hann lagt það á hilluna fýrir fullt og allt. „Þegar það rann upp fyrir mér, að ég er ekki neitt unglamb lengur, ákvað ég að hætta. Ég vildi ekki líta til baka og sjá að ég hefði eytt 75 þúsund klukkutímum við biljard- borðið,” segir Peter Falk. Hann hefur fengið áhuga á að teikna nakta kvenmenn og einnig teiknar hann myndir af dætrum sín- um heima á Foothill Road. Eins og svo margir aðrir kvik- myndaleikarar er Peter Falk hrædd- ur við að áhorfendur „skipi honum í ákveðinn bás,” og vill því gjarnan segja skilið við hlutverk löreglu- mannsins Columbo. Hann ætlaði að vera hættur fyrir löngu en jafnan látið undan, bæði vinum og framleið- endunum, um ,,að gera bara eina seríu í viðbót.”. En nú hefur hann tekið ákvörðun um að þeir þættir sem teknir voru upp í janúar og um þetta leyti verði þeir allra síðustu. Það verður spenn- andi að vita hvort hann stendur við það. Við hér á íslandi þurfum ekki að vera hrædd um að sýningar áþáttum hans hætti vegna þess að ekki séu til nógir þættir, því þeir skipta mörgum tugum sem hann hefur leikið í á undanförnum árum. Nú hefur verið breytt um sýn- ingardag í sjónvarpinu hjá okkur, og Columbo er sýndur í kvöld og verður framvegis á þriðjudagskvöld- um í stað miðvikudags, eins og verið hefur. —A.Bj. wmmmmmmmmmm (! jigSjónvarp ÞRIÐJUDAGUR . 3. febrúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: TónJeikar. 14.30 Póstur frá útlöndum. Send- andi: Sigmar B. Hauksson. 15.00 Miðdegistónleikar. Hljóm- sveitin Fílharmonía leikur tvo forleiki eftir Weber, „Töfraskytt- una” og „Preciosa”, Wolfgang Sawallisch stjórnar Hljómsveitin Fílharmonía leikur Sinfóníu nr. 3 í a-moll op. 56 Skozku sinfóníuna eftir Mendelssohn, Otto Klemp- erer stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatíminn. Finnborg Scheving sér um tímann. 17.00 Lagið mitt. Anne-Marie Markan sér um óskalagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla í spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn- ingar. mmmammmmmmmmmmmmnamsimmmmmammBmmm 19.35 Orsakir landeyðingar á ís- landi. Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Gítar úr gaddavír. Kynning á pólitískum ljóðasöng í Þýzka- landi eftir stríð. Tomas Ahrens leikur á gítar. Kynningar: Halldór Guðmundsson og Jórunn Sigurðardóttir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „í verum,” sjálfsævisaga Theó- dórs Friðrikssonar Gils Guð- mundsson les síðara bindi (13). 22.40 Harmonikulög. Jo Basile og hljómsveit hans leika. 23.00 „Ol Man Adam.”. Sögur bandarískra svertingja af því, er þeir Guð, Móses og Salómon gamli gengu um meðal fólksins. Mantan Moreland les. 23.40 Fréttir í stuttu máli. Dag- skrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 20.00 Fréttir og.veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. 21.10 Columbo. Bandarískur saka- málamyndaflokkur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.25 Utan ur heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.55 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.