Dagblaðið - 03.02.1976, Síða 24
r
ÍBÚÐARLEIGAN HEFÐI
KOSTAÐ BÆJAR-
frjálst,áháð dagblað
Þriðjudagur 3. febrúar 1976
A RETTUM TIMA
— 26 þúsund blöð, — uppselt
á afgreiðslunni
DAGBLAÐIÐ kom út í gær,
prentað í prentsmiðju Arvakurs h.f. í
Skeifunni 19, en unnið að öðru leyti í
hinni nýju prentsmiðju DB. Þetta
var 118. tölublað DB, — og það
fvrsta scm kom úi á réttum tíma.
Prentun hófst laust upp ör. 12 á
hádegi og lauk um kiukkan hálf-tvö.
Prentuð voru 26 þúsund eintök af
blaðinu í gær — og seldust þau
gjörsamlega upp hjá afgreiðslu
blaðsins og margir útsölustaðir voru
orðnir blaðalausir undir kvöld og
óskuðu eftir fleiri blöðum, en því
miður var ekki hægt að hjálpa upp á
sakirnar..
Ymis tæknileg vandamál komu
upp við prentun fvrsta blaðsins við
þessar aðstæður en næstu daga vcrð-
ur unnið að því að leysa þau. Meðal
vandamálanna er leturstærðin, en
von er á stærra letri, blaðaletri,í stað
bókaletursins sem blaðið verður að
nota fyrst í stað. -JBP-
• •
Olvaður
ökumaður
velti bíl
sínum
Bílvelta varð á Vesturlandsvegi á
móts við Lágafell í nótt.
. Fólksvagni var ekið þar út aí
veginum og fór hann eina veltu,
áður en hann stöðvaðist á hjólunum
á ný. Fernt var í bílnum, ökumaður,
tvær konur og barn.
Voru konurnar fluttar á slysa-
deild með minniháttar skrámur en
ökumaður fluttur í blóðprufu, þar
sem hann hafði viðurkennt að hafa
bragðað áfengi, áður en ökuferðin
hófst.
Bíllinn var eitthvað dældaður og
þurfti að fá kranabifreið til að ná
honum upp á veginn á ný. —HP.
Útilegumaður
fundinn
FÉLAGIÐ 7-8 MILLJ.
Undanfarna daga hefur verið lýst
eftir manni, sem horfið hafði frá
heimi sínu fyrir nokkrum dögum.
Maður þessi kom í leitirnar í
gærmorgun í húsi, þar sem kvartað
hafði verið undan nærveru hans.
Lögreglan taldi öruggast að flytja
manninn á slysadeild, þar eð hann-
var vannærður og eitthvað
hruflaður eftir útivistina. —HP.
Dagblaðið hefur aflað scr nánari
upplysinga um það, sem leiddi til
þess að Sigfinni Sigurðssyni, bæjar-
stjóra í Vestmannaeyjum, var vísað
úr starfi á laugardaginn.
Sumt af því hefur minnihluti
bæjarstjórnar Vestmannaeyja raunar
þegar kært til saksóknara ríkisins og
er viðbragða hans vænzt á hverri
stundu. Það sem gerði þó útslagið
var „íbúðaleigan," sem Sigfinnur
vildi koma á við bæjarstjórn. Eins og
skýrt var frá í Dagblaðinu í gær. vildi
Sigfinnur leigja tvær íbúðir af
bænum í tvö "ar á „sérstökum kjör-
um,” eins og einn bæjarfulltrúi
orðaði það. Aður en bæjarstjórn
hafði tekið endanlega afstöðu til
málsins hafði Sigfinnur látið brjóta
niður vegg á milli íbúðanna svo úr
yrði ein.
Sigfinnur hafði einnig farið fram á
það að fá að innrétta íbúðirnar eftir
eigin höfði, í stað þess að nota þær
stöðluðu innréttingar er fylgdu
bæjaríbúðunum. Upphaflega féllst
meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks á þessa ósk Sig-
finns, jafnframt þeirri að leigan yrði
15000 krónur á mánuði fyrir báðar
íbúðirnar. Þá gerði Sigfinnur þá
kröfu — eða lagði fram um það ósk
— að lcigutíminn yrði þrjú ár en að
þeim tíma liðnum gæti hann keypt
íbúðirnar á núgildandi kostnaðar-
verði — og gengju þá leigugreiðsl-
urnar upp í kaupverðið.
íbúðir þessar eru m.a. byggðar til
að útrýma héilsuspillandi húsnæði og
lánar ,,hið opinbera” allt að 80%
byggingarkostnaðar, bæjarfélagið
greiðir megnið af hinu. Minnihluta-
menn sáu sér leik á borði og á næsta
bæjarstjórnarfundi lagði Magnús
Magnússon, fvrrum bæjarstjóri spilin
á borðið fyrir bæjarstjórnarfulltrú-
ana:
Með því að ieigja — og síðan selja
— Sigfinni húsnæðið væri ekki bein-
línis verið að útrýma heilsuspillandi
húsnæði. Þar með myndi ríkið ekki
lána nema hluta af því sem að öðrum
kosti yrði lánað, nefnilega þau 80%
sem á nndan er getið. Þannig gæti
bæjarfélagið reiknað sér beint fjár-
hagslegt tap, allt að átla milljónum
króna, miðað við ákveðna verðbólgu-
þróun, á því að ganga að kjörum
Sigfinns.
Meirihlutamenn sannfærðust, eftir
að hafa hugsað málið gaumgæfilega.
En þá var Sigfinnur búinn að brjóta
niður vegginn. -ÓV.
f#Get
ekkert um
þoð sagt"
segir stjórnarformaður
útgófufélags Vísis um
hvort dómsmdla-
raðherrc verður stefnt
fyrir ummœli sín um
„mafíu" og „glœpa-
menn" er standi að
útgdfu Vísis
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hefur Ólafur Jóhannesson.
dómsmálaráðherra, ítrekað talað um
aðstandendur dagblaðsins Visir sem
„rnafiu.” Síðast í gær sagði ráðherr-
ann á Alþingi, að „mafía er það og
mafía skal það heita.”
Vísir sagði í forsíðugrein Þorsteins
Pálssonar ritstjóra í gær, að drægi
ráðherra þessi ummæli sín ekki til
baka, yrði hann að svara fyrir þau
,,að réttum lögum.” ólafur
Jóhannesson sagði í útvarpsþættin-
um „Bein lína” í fyrrakvöld, að
„Vísismafían” yrði að „svara til
saka” fyrir grein Vilmundar Gylfa-
sonar í Vísi á föstudaginn, þar scm
Vilmundur sakar Ólaf og ráðuneyti
hans um óeðlileg afskipti af rannsókn
sakamála.
Vegna þessa hafði fréttamaður
blaðsins samband við Ingimund
Sigfússon, stjórnarformann útgáfu-
félags Vísis, og spurði hann hvort
stjórn Vísis hygðist stefna dóms-
málaráðherra fvrir ummæli sín.
„Um það get ég ekkert sagt,” sagði
Inginnindur. „Ég hef satt að segja
ekki áhuga á að ræða það.”
Þá var Ingimundur spurður að
því, hvort Vísir myndi styðja við
bakið á Vilmundi Gylfasyni í þeim
átökum, sem hann kynni að eiga í á
næstunni.
„Ég skil alls ekki hvað þú ert að
fara,” sagði Ingimundur Sigfússon.
—ÓV.
Dagblaðið í prent-
smiðju Árvakurs:
Nýja blaðið skoðað í prentsmiðju
Árvakurs í hádeginu í gær, frá vinstri
Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmda-
stjóri Dagblaðsinsjóhannes Reyk-
dal, útlitsteiknari, Ólafur Brynjólfs-
son, prentsmiðjustjóri Hilmis, Jónas
Kristjánsson ritstjóri og Benedikt
Jónsson, framkv.stj. Hilmis h.f, en
það fyrirtæki sér um filmu- og plötu-
gerð Dagblaðsins (DB-mynd Bjarn-
leifur)
Fannst
fótbrotinn
ó götu
Um klukkan eitt í nótt kom lög-
reglan í Reykjavík að manni þar
sem hann lá ósjálfbjarga á götunni
við gatnamót Nóatúns og Borgar-
túns.
Kom í ljós, að hann hafði dottið í
hálkunni og fótbrotnað og gat því
litla björg sér veitt.
Maðurinn, sem er utanbæjar-
maður, var fluttur á slysadeildina,
þar sem gert var að meiðslum háns.
— HP.
IFYRSTA SINN A MARKAÐI
Níu bátor gerðir út frá Stokkseyri á vetrarvertíð
— „Það cru allir að undirbúa sig á
vertíðina og cr það aðalumræðuefni
manna hér núna,” sagði sveitarstjór-
inn á Stokkscyri, Steingrímur Jóns-
son, í viðtali við Dagblaðið í mo.gun.
„Vertíðin byrjar í dag. Alls verða
níu bátar gerðir út frá Stokkseyri.
Þrír eru þegar byrjaðir, hófu raunar
róðra um áramót. Þeir hafa lagt upp
í Þorlákshöfn, og kemur með því
gífurlegur aukakostnaður á aflann,
en það kostar. tvær kr. á hvert kg að
flvtja fiskinn frá Þorlákshöfn og hing-
að.
Aflinn hefur að mcstu lcyti vcrið
ufsi, sem er flakaður og saltaður hér
á Stokkseyri, lil útflutnings á Þý/.ka-
landsmarkað.
Bátarnir sem gcrðir eru út frá
okkur eru frá 105 tonnum upp í 180
tonn á stærð. Stærstu bátar, sem við
getum tekið á móti her í höfninni,
cru 80 tonn.”
— Hvernig hefur afli þeirra verið?
„Ég held að hann hafi verið nokk
uð sæmil'egur. Sá sem mest hefur
aflað hefur fengið um 200 tonn og
hinir tveir eru komnir með á annað
hundraðið. Nú eruin við að búast við
að fá loðnu til vinnslu, og verður
einnig að aka henni hingað frá
Þorlákshöfn.”
— Er búið að laga skemmdirnar
sem urðu hjá vkkur í nóvember sl?
„Nei, við höfum cnga fyrirgrciðslu
fengið enn. Það er mjög bagalegt, því
ef það kæmi eitthvert brim að ráði er
hætta á landbroti. Sjóvarnargarður-
inn þarfnast mikillar lagfæringar og
sömuleiðis þarf að lagfæra landbrot
sem varð hér fyrir austan kauptúnið.
Við höfum fengið vilyrði fyrir 700
þúsund kr. fjárveitingu frá alþingi,
en það segir lítið í svo fjárfrekar
framkvæmdir sem þessar.” — A.Bj.