Dagblaðið - 05.02.1976, Síða 13

Dagblaðið - 05.02.1976, Síða 13
Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976. >P W QS& 99P Q9P 099 Q9P Q9P W 099 Q9P mmm ' QPP RPP PPP {PPP RPP’ QPS' 13 HER VERDA VETRARLEIKARNIR Þrjátíu km skíðaganga fór fram á Olympíu- leikunum í morgun — og lauk í hádeginu eða nokkru eftir að blaðið fór í prentun, svo við gátum ekki birt úrslitin. Gangan hófst skammt norð-áustur af See- feld í 186 metra hæð — en hæst fór brautin í 360 metra hæð. Sigurvegari á Olym- píuleikunum í Sapporo 1972 í 30 km skíðagöngu var Viatjeslav Vedenin, So- vétríkjunum. Hann var í sérflokki — gekk á 1:36,31.15, en Norðmaður- inn Pal Tyldum varð annar á 1:37,25.30 og landi hans Jos Harviken þriðji. Kl. tvö í dag hefst 1500 m skautahlaup kvenna. Sigurvegari 1972 varð Diaane Holum, Bandaríkjunum, og hún setti nýtt olympískt met, 2:20.85 mín. slakur timi. Heimsmetið á Tatjana Aver- ina, Sovétríkjunum, 2:08.90 mín. Rétt áður hófst brunkeppni karla. Bernard Russsi, Sviss, varð Olympíumeistari í Sapporo og mun verja titil sinn í Innsbruck. Hann hefur náð frábærum árangri undanfarna daga í brautinni þar. Annar í Sapporo varð landi hans Roland Collombin, sem slasaðist svo illa í heimsbikarkeppninni í vetur að litlar líkur eru á að hann stígi á skíði framar — lamaðist. Þriðji varð Heini Messner, Austurríki. —í dag er Franz Klammer álitinn sigurstranglegastur Austurríkismaðurinn sem verið hefur nær ósigrandi í bruni tvö síðustu árin. Þetta var svissnesk grein í Sapporo — Svisslend- ingar áttu fjórða og sjötta mann, auk tveggja fyrstu. Norðmaðurinn Erik Haker1 varð fimmti. Ef við lítum á sigurvegara í bruni eftir síðari heimsstyrjöldina, þá sigraði Henry Oreller, Frakklandi, 1948 — Zeno Calo, Ítalíu, sigraði 1952, kappinn frægi Tony Sailer, Austurríki 1956, en 1960 Jean Viar- net, Frakklandi. 1964 varð Egon Zimmer- mann, Austurríki sigurvegari — en Jean- Claude Killy, Frakklandi, einn mesti skíðamaður allra tíma, sigraði 1968. í dag og langt fram á kvöld verða leikir í íshokkey—ísdans í kvöld og parakeppni í listhlaupum á skautum. Teikningin að ofan er af Olympíusvæð- inu í Inn-dalnum — og þar merkt inn á hvar einstakar keppnisgreinar fara fram. Miðdepillinn er borgin Innsbruck, þar sem aðalgreinarnar fyrir áhorfendur eru — skíðastökk, skautahlaup, íshokkey og listhlaup á skautum. Hvað er að gerast hjó Leeds United? Leeds United — liðið sem hefur vegnað betur en nokkru öðru liði á Englandi síðustu 10 árin virðist vera að riða. Eftir tvö íöp í röð, og það heima, eru krankleikarnir farnir að koma í ljós. Að minnsta kosti er það álit ensku pressunnar. Fyrir tæpum hálfum mánuði tapaði Leeds United fyrir Crystal Palace í 4. umferð enska bikarsins. Og síðan — svona rétt til að skvetta salti í sárin — tapaði Leeds fyrir Norwich í deildinni á Elland Road á laugardaginn. Ótrú- legustu menn gerðu hrein byrjendamistök — enska landsliðsmanninum Madeley urðu á hroða- leg mistök, cem Ted MacDougall nýtti vel og skoraði. Þá kastaði David Harvey 6 skozki lands- liðsmarkvörðurinn boltanum beint til Pat McGuire eftir að hafa varið ágætt skot. McGuire nýtti tækifærið til hins ýtrasta. Og afleiðingarnar eru farnar að koma í ljós — nú hafa 2 af máttarstólpum liðsins farið fram á sölu. Það eru engir aðrir en enski landsliðsmaður- inn Norman Hunter og skozki landsliðsmark- vörðurinn David Harvey. Krafa þeirra um sölu kom mjög á óvart — raunar skók enska knatt- spyrnuheiminn. Hunter hefur átt við meiðsli að stríða í vetur og ekki getað leikið með sem skyldi. Hann hefur því átt í erfiðleikum með að tryggja sæti sitt í liðinu. Hins vegar hefur Harvey ekki átt við slík vandamál að stríða — og krafa hans um sölu kemur því enn meir á óvart. Hvort Leeds samþykkir kröfur þeirra tvímenn- inga er ekki vitað enn — enda væri þar skarð fyrir skildi ef félagið missti þessa máttarstólpa sína. h.halls. SKIÐASKOU INGEMARS STENMARK Haldiö hnjánum' saman, þá er auöveldara aö beita köntunun. 13 -tO Hafiö dáliö bil milli skiöanna og efra skföiö framar en hitt. Þunginn er hafður á neöra skiöinu. Beitiö köntunum rétt i brekkuna eins og neöri myndin sýnir.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.