Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.02.1976, Qupperneq 14

Dagblaðið - 05.02.1976, Qupperneq 14
ekki vaða Dagblaðið. Fimmtudagur 5. febrúar 1976. í einkasetustofu forsetafrúarinnar í Hvíta húsinu Hún horfir björtum augum til framtíðarirtnar. BANDARÍSKA FORSETAFRÚIN ER ÁKVEÐIN KONA sem lœtur ísig okkar og það góða samband sem er á milli okkar. Sp.: Fannst þér spurningin um Susan vera óréttlát? Betty: Nei. Ef við lítum raunhæft á hlutina verðum við að ræða svona mál umbúðalaust. Sp.: Hvað finnst þér um yfirlýsingu Jacks sonar þíns um að hann hafí reykt hass? Betty: Mér fannst hann koma heiðarlega fram — alveg eins og ég sjálf. Við Jack erum mjög lík. Ég vissi að þetta var eitthvað sem börn- in gera ekki þegar við erum viðstödd. Ég var hissa, — líklega eins og hver annar. Sp.: Hvernig lízt þér á að Jack skuli hafa verið á diskótekum í New York með fólki eins og Biancu Jagger? Betty: Ég held nú satt að segja að það hafi verið sett á svið af Biancu og Mick Jagger. Ég veit það í rauninni fyrir víst. Jack sat þarna einn síns liðs og Bianca kom til hans og gaf sig á tal við hann. Hún var einungis að vekja á sér athygli. Sp.: Álítur Jack að hann hafi verið ,,notaður”? / Betty: Já svo sannarlega. Hann hefur nú dregið sig í hlé frá samkvæmis- lífinu, í bili a.m.k. Þegar ég fór að hátta í gær var hann steinsofandi í rúminu sínu en Susan var ennþá úti. Mér datt datt þá í hug, hvar ég hefði haldið mig þegar ég var átján ára! Sp.: Hver eru framtíðaráform barnanna? Betty: Elzti sonur okkar, Mike, er kvæntur og er að ljúka guðfræði- námi. Ég er ekki viss um að hann ætli sér að verða prestur. Ég held að hann fari út í félagsráðgjöf. Ég veit ekki hver áform Jacks eru. Ég held að hann viti það ekki sjálfur. Sp.: Hvað með Steve? Betty: Ég yrði mjög ánægð ef ég gæti náð honum af hestbaki! Hann langar til þess að fara aftur á búgarðinn og ég geri ráð fyrir að það verði úr, og líklega fer hann í háskóla í Montana. Sp.: Ætlar Susan að hætta í skólanum til þess að verða ljósmyndari? Betty: Ekki ef ég get komið í veg fyrir það. Hún verður að vera a.m.k. eitt ár í háskóla og ég vona að hún byrji sitt háskólanám núna í febrúar. Sp.: Hvernig var forsetinn sem ungur faðir? Betty: Fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir því að við vorum orðin talsvert fullorðin þegar við eignuð- umst okkar fyrsta barn. Ég var 32 ára þegar Mike fæddist og 39 ára þegar ég átti Susan. Jerry var búin. að vera piparsveinn svo lengi að ég dauð- Betty Ford dáist að hvolpum tíkarinnar Liberty á flötinni fyrir framan Hvíta húsið. Sp.: Hver voru viðbrögð þín þegar þú varst nefnd sem ein af vinsælustu forsetafrúm Bandaríkjanna? Betty: Það var meiriháttar áfall. Jack kom til mín einn morgun og sagði—: Jæja, þú hlýtur að vera mjög hamingjusötn.” „Auðvitað, ég er mjög hamingjusöm, — af hverju?” sagði ég. Hann sýndi mér úrslitin í skoðanakönnuninni og ég gat ekki fundið betur en að hann væri mjög stoltur. Sp.: Hvað fannst þér um að vera vinsælli en eiginmaðurinn? Betty : Ég fór hjá méc. En hann var mjög ánægður. Sp.: Varst þú mótfaliin því að for- setinn ákvæði að bjóða sig fram aftur? Betty: Nei, ég var mjög ánægð. Ég vildi ekki að heilsa mín eða annað yrði til þess að halda aftur af honum. Sp.: Hvað finnst börnunum um framboð hans? Betty: Ég geri ráð fyrir að þau hefðu verið ánægðari ef hann hefði ákveðið að bjóða sig ekki fram á ný. Þau eru í frekar leiðinlegri aðstöðu- að þurfa alltaf að hafa leyniþjónustumenn á hælunum. En ég þori ekki að láta þau vera án þeirra — ef eitthvað skyldi koma fyrir. Forsetahjónin ásamt sonum sínum, Jack (t.v.) og Steve, cftir að morðtilræðið við Ford átti sér stað. Sp.: Varstu fyrir vonbrigðum þegar maðurinn þinn skipaði karlmann í hæstaréttardómaraembættið? Betty: Hann vissi að ég óskaði eftir því að kona yrði fyrir valinu. Mér fannst vera tími til kominn. En hann las allar skýrslurnar og varð að fram- kvæma samkvæmt eigin sann- færingu. Ég varð samt sem áður fyrir vonbrigðum. Sp.: Eruð þið alltaf á sama máli? Betty : Við erum stundum ósam- mála. En það er hann sem er for- setinn en ekki ég. - Sp.: Eru börnin sammála honum? Betty: Ekki' alltaf. Hann er alltaf Eitt af því erfiðasta sem nun „lenti í” á árinu er talið sjónvarpsviðtalið fræga þegar Betty sagðist ekki yrði hissa þótt dóttir hennar, hin átján ára gamla Susan, lenti í nánu ástar- ævintýri. Við rákumst á athyglisvert viðtal við Betty Ford í bandarísku tímariti og fer það hér á eftir í lauslegri þýðingu: Sp.: Sérðu eftir því sem þú sagðir um möguleg ástarævintýri Susan dóttur þinnar? Betty: Nei, ég held ég hafi komið heiðarlega fram. Ég sagðist ekki gera ráð fyrir að það kæmi fyrir, einungis að EF það kæmi fyrir vildi ég helzt að Susan leitaði til mín og ég myndi reyna að skilja hana. Hún átti stefnumót í gærkvöldi, — ég hringdi í hana í morgun til þess að vita hvernig það hefði gengið. Við erum mjög góðar vinkonur. Sp.: Hver voru fyrstu viðbrögð for- setans þegar hann heyrði til þín? Betty: Hann kastaði í mig sófa- púða og sagði glettnislega: ,Jæja, þetta kostaði mig um 100 þúsund atkvæði.” Þá sagði ég víst eitthvað annað og hann bætti við: „200 þúsund atkvæði!” En hann tók þetta ekki nærri sér. Hann þekkir dóttur kveið fyrir hvernig hann myndi bregðast við föðurhlutverkinu. En hann var hreint og beint stórkost- legur. Og naut þess í fyllsta máta. Sp.: Hvernig hefur maðurinn þinn breytzt síðan þið komuð í Hvíta húsið? Betty: Sjónarmið hans gagnvart ýms- um vandamálum hefur orðið frjálslega, en mér finnst hann hafi ekkert breytzt persónulega. Hann er enn sami maðurinn gagnvart mér* tilbúinn til þess að hlusta á þau. Við ræðum mörg vandamál þegar við borðum miðdegisverð. Sp.: Er forsetinn eins klaufskur í umgengni heima fyrir og hann virð- ist vera opinberlega? Betty : Já, það er hann. Þegar hann kom í heimsókn heim til mín í fyrsta sinn stóð blómvöndur í vasa á sófa borðinu. Hann ætlaði að ýta borðinu til.en þá datt vasinn um koll og allt fór út úr honum. Mér fannst þetta ekki gott en hvað, þó hann sé klaufskur þá er hann alls ekki klunnalegur. Hann dansar t.d. mjög vel og er góður íþróttamaður. Sp.: Langar þig virkilega til þess að maðurinn þinn verði endurkjörinn? Betty: Ef það er hans vilji, þá er það minn vilji. En aftur á móti væri ég líka fullkomlega ánægð með að fara aftur til okkar fyrri heimkynna. ofan Sl. ár var að mörgu leyti mjög ánægjulegt og hamingjuríkt ár fyrir Betty Ford forsetafrú Bandaríkjanna. Hún gekkst undir aðgerð við brjóst- krabbameini sem læknar töldu sig hafa komizt fyrir. Hún kom fram fyrir almennings sjónir og sagði meiningu sína umbúðalaust. Hún barðist fyrir því að konur fengju meiri völd og m.a. því að kona yrði skipuð dómari í hæstarétti Banda- ríkjanna. Hún studdi við bakið á ýmsu lista- fólki og listgreinum, m.a. ballettinum. Skoðanakönnun, sem fór fram nokkru fyrir jól, sýndi að hún var ein af allra vinsælustu for- setafrúm Bandaríkjanna. Það er ekki síður athyglisvert fyrir þá staðreynd að vinsældir forsetans fara minnk- andi skv. skoðanakönnunum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.