Dagblaðið - 21.02.1976, Page 11
Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976.
11
\
var samþykkt stjórnarskrárbreyting
sem gerði stjórninni mögulegt að
fresta kosningunum um óákveðinn
tíma.
Þessi ákvörðun konungs varð til
þess að mótmæli bárust frá ýmsum
hópum Palestínumanna, þrátt fyrir
að PLO hefði fengið upplýsingar um
hana fyrirfram.
Lokið á
ormakrukkunni
„Þetta var í rauninni ekki annað
en frestunaraðgerð,” sagði vestrænn
diplómat í Amman við fréttamann
Reuters, ,,og hefur borið ágætan
árangur... vesturbakkinn er orma-
krukka fyrir Jórdani og lokið er
ennþá á henni.”
Embættismenn stjórnarinnar í
Amnan staðhæfa að stjórnin muni
ekkert gera er brjóti í bága við
Rabat-samkomulagið. Þar með vísa
þeir á bug fréttum frá ísrael um
diplómatískt samband Jórdana og
fsraelsmanna á bak við Palestínu-
mennina.
Jafnvel þótt Jórdanir væru ekki
skuldbundnir PLO. þá hefðu þeir
ekki áhuga á að taka upp samninga-
viðræður við ísraelsmenn í takt við
samkomulag þcirra við Egypta, að
sögn diplómata í Amman, Cairo og
Jerúsalem.
V arast vítin
Allar hreyfingar í þá átt mvndu
verða til þcss eins að valda óánægju
nágrannaríkianna, sérstaklega
Sýrlendinga scm Jórdanir hafa haft
mikil og innileg samskipti við síðan í
fyrra.
Jórdanir hafa einng aðra ástæðu
fyrir því að forðast slíkar aðgerðir,
sem séi þá að þar með ættu þeir á
hættu að missa af fjárhagsstuðningi
hægri. Við vitnaleiðslur kom í ljós,
að glæpurinn scm framinn hafði
verið, var sá að stúdentarnir fjórir
ætluðu að gangast fyrir lokasam-
kvæmi í einni deildinni í lok sumar-
kennslutímabilsins 1974. Höfðu þau
talað við húsvörðinn og fengið
samþykki hans fyrir skemmtuninni,
eins og við var að búast, þar eð
húsvörðurinn hafði aldrei áður
neitað stúdentum um húsnæði til
funda eða annarra samkoma.
Er nú tekið til við að undirbúa
samkvæmið, keyptar pylsur og kar-
töflusalat ásamt bjór og þessu komið
fyrir í kennslustofunni þar sem sam-
koman skyldi haldin. Kemur þá
öllum að óvörum prófessor
deildarinnar og tjáir stúdentunum
fjórum að hann vilji ekki hafa að
samkvæmi þetta fari fram, sé hann
búinn að læsa salernunum svo ekki
þeim sem þeir fá frá olíuríkum
bágrönnum sínum.
Stjórn Huseins konungs hefur
nýlega lagt fram nýja fimm ára
áætlun (1976-1980). Á þeim tíma
hyggst hún minnka mikinn
viðskiptahaila, draga úr mikilli
verðbólgu og nytja betur
náttúruauðævi sin, fosfat.
„Viljum aðeins frið”
Ef þessi áætlun á að ná fram að
ganga þá verða Jórdanir að búa við
frið og stöðugleika. ,,Við viljum
aðeins frið,” er haft eftir einum
landsmanna. „Hvað gerist á
vesturbakkanum veltur í rauninni á
hinum, Bandaríkjunum og ísrael.”
Þeir eru nokkrir, Jórdanirnir, sem
tala í hálfum hljóðum um mögulega
framtíðarlausn vandamála vestur-
bakkans, og þá í samráði við
ísraelsmenn. En þeir viðurkenna
jafnframt að sá möguleiki sé mjög
veikur.
Vandamálið sjálft: Palestínumenn á vesturbakka Jórdanár.
skr’rfar frá V-Þýzkalandi
geti orðið neitt úr neinu og ef þau
fjögur verði ekki farin á brott með
veizluföngin innan tíu mínútna
muni hann hringja á lögregluna.
Líður nú ekki langur tími
(mínútufjöldann bar ákærðu og
ákæranda ekki saman um) þar til
stúdentunum verður litið út um
gluggann á skólabyggingunni og sjá í
húsagarðinum fjölda lögreglumanna
í ólátabúningum (þ.e. með kylfur,
grímurj hjálma og skildi). Ryðjast
lögreglumennirnir svo inn í húsið og
handtaka stúdentana fjóra og færa
þá niður á stöð. í réttarhöldunum
kom fram að slíkan fantaskap höfðu
stúdentarnir aldrei upplifað sem við
handtöku sína. í öllum Iátunum hjá
lögreglunni handtók hún fimmta
stúdentinn, saklausan kúrista á leið
upp á bókasafnið. Vart þarf að taka
fram að úr fyrirhuguðu lokasam-
kvæmi deildarinnar varð ekkert eftir
allan fyrirganginn. Réttarhöldum
þessum er enn ekki að fullu lokið, en
stúdentarnir eiga stórar fjársektir yfir
höfði sér, auk alls málskostnaðar.
Enn eitt dæmið um, hvernig
stjórn háskólans hagnýtir sér
teygjanleg lög um friðhelgi stofnana
er að við mensuna (mötuneyti
stúdenta) hefur tíðkazt að stúdentar
væru með gjallarhorn, ýmist til að
auglýsa samkomur, skýra frá
pólitískri sannfæringu sinni eða deila
um stjórnmál gegnum gjallarhornin.
Gátu þær deilur oft verið ærið
forvitnilegar og hin bezta skemmtan.
Nýlega brá þó svo við að stjórn
háskólans ákvað að túlka orð töluð úr
gjallarhorni sem brot á friðhelgi húsa
og stofnana. Fyrstu dagana varð
engin breyting á, stúdentar mættu
með sín gjallarhorn eftir sem áður
unz einn daginn birtust á annan tug
fólkswagen-rúgbrauða full af lög-
regluþjónum vopnuðum kylfum og
skammbyssum. Gengur þá forstjóri
mensunnar til stúdenta þeirra er
með gjallarhornin voru og segir að ef
þeir hætti ekki undireins muni lög-
reglan taka af þeim gjallarhornin.
Var því ekki sinnt og hleypti þá
lögregluforinginn mönnum sínum út
Yaesser Arafat: vissi fyrirfram allt
um ákvörðun konungs.
úr rúgbrauðunum. Slógu stúdentar
skjaldborg um þá er í gjallarhornin
töluðu og tókst að hindra lög-
reglumennina í valdbeitingunni.
Tókst stúdentunum svo að komast
undan og urðu ekki meiðsl á
mönnum. Ekki hefur neinn stúdent
síðan þá þorað að sýna sig með
gjallarhorn, en alla næstu viku á eftir
mátti sjá fjölda fólkswagen-
rúgbrauða með lögregluþjóna að
innihaldi bíða fyrir utan mensuna á
matmálstímum, þegar vænta mátti
gjallarhorna.
Harkan í stúdentapólitíkinni er-
lendis er ærin, a.m.k. hér í Vestur-
Þýzkalandi, og sennilegast víðar.
Yfirvöldum í Evrópu verður e.t.v
hugsað til fyrri stúdentaóeirða þar
sem víða lá við þjóðfélagslegri upp-
lausn og hyggjast fyrirbyggja að slíkt
geti átt sér stað aftur.
— frá vinstri til hœgri
framtaks og einarðra skoðana sem
hann áður var og stuðningsmenn
hans hafa lagt skilning í, að hann
ætti að vera, byggja á einstaklings-
hyggju, en ekki félagshyggju. •
Þessi linkind kemur greinilega
fram á Alþingi, í ríkisstjórn og jafn-
vel í borgarstjórn. En einmitt í borgar
stjórn, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
er í meirihluta, var éitt af hagsmuna-
málum hins almenna borgara, kveðið
svo rækilega niður, að það hefur ekki
séð dagsljósið síðan. Er hér átt við
mál, sem varðaði lokunartíma verzl-
ana í Reykjavík og var mikið hitamál
borgaranna um að leiða til lykta
þannig, að fólk gæti verzlað í þeim
verzlunum, sem kaupmenn sjálfir
vildu hafa opnar lengur en nú er, og
þá t.d. einnig á laugardögum og
sunnudögum. En eins og allir vita er
mikil þörf fyrir slíka þjónustu á íbúa-
svæði með um 90 þúsund íbúa.
Mál þetta fékk þá afgreiðslu, að
ekki skyldi vera heimilt að hafa verzl-
anir opnar lengur en nú er raunin, og
réði þar auðvitað mestu um, að for-
ysta launþegasamtakanna var á móti
tilhliðrun varðandi breyttan vinnu-
tíma, nema með afarkostum. En í
borgarstjórn eiga líka sæti svo margir
forsvarsmenn verkalýðshreyfingar-
innar, að hagsmunir hins almenna
neytanda eru gjörsamlega fyrir borð
bornir.
En ekki stendur á að samþykkja
frumvörp, sem miða að svokallaðri
„samhjálp”, mestmegnis fyrir fólk,
sem enga þörf hefur fyrir aðstoð, svo
sem eins og dagheimili fyrir börn
giftra mæðra, sem vinna úti, og eru
þannig samverkandi þáttur í þeirri
upplausn, sem íslenzkt þjóðfélag er
nú orðið þekkt fyrir. Einnig mun
ganga greiðlega að samþykkja í
borgarstjórn greiðslur úr sameigin-
legum sjóði til ýmissa aðila, sem eru
fullfærir um að sjá fyrir sér, en telja
hagkvæmara að lifa sem ómagar á
því kerfi, sem „samhjálpin” hefur
stuðlað að. Og víst er um það, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður
átt nokkra formælendur að þeirri
þróun, sem orðið hefur í þessum
málum hin síðustu ár.
í flestum áhrifameiri málum er
það æ oftar, að sjálfstæðismenn hafa
ekki í frammi nógu skeleggan mál-
flutning, sem telja verður miður,
þegar um er að ræða mál, sem bein-
línis stuðla að framgangi hins frjálsa
framtaks, og oftar en ekki láta þeir
knýja sig til undanhalds í mörgum
meiriháttar málum, sem áður fyrr
hefði verið talið sjálfsagt að Sjálf-
stæðisflokkurinn stæði í forsvari fyrir.
Á Alþingi og eins í ríkisstjórn
kemur þetta glögglega fram í þeirri
viðleitni sjálfstæðismanna að gera
hosur sínar grænar fyrir vinstri öflun-
um, og þá með ýmsum ummælum,
sem eiga að falla í góðan jarðveg, ef
það mætti verða til þess að ná í
einhver atkvæði frá vafasömum kjós-
endum, en sem síðar verður aðeins til
þess að gera trausta stuðningsmenn
fráhverfa.
En þótt á Alþingi falli stundum
hin kynlegustu ummæli, sem ekki er
alltaf hægt að átta sig á hvers hags-
munum þjóna, þá hefur Morgun-
blaðið heldur betur skýrt afstöðu
sína gagnvart þeim, sem enn skyldu
vera í vafa um réttan vettvang fyrir
stuðning sjálfstæðisstefnunnar á fs-
landi. En í forystugrein Mbl. sl.
laugardag segir orðrétt: „Morgun-
blaðið er ekki flokksblað Sjálfstæðis-
flokksins eða málgagn hans. Hins
vegar er Morgunblaðið fylgjandi
Kjallarinn
Geir R. Andersen
sömu meginhugsjónum og Sjálf-
stæðisflokkurinn og hefur leitazt við
að standa vörð um þær”!
Það verður að segjast, að það er þó
bót í máli, að Morgunblaði skuli enn
vera fylgjandi sömu „megin”-
hugsjónum og Sjálfstæðisflokkurinn,
og að það hafi „leitazt við” að standa
um þær vörð. Má ef til vill búast við,
að næsta yfirlýsing Mbl. verði sú, að
það eigi EKKERT sameiginlegt með
flokknum. Við hverju getur fólk ekki
búizt?
Það er ekki að ástæðulausu, sem
hinir almennu fylgismenn Sjálf-
stæðisflokksins eru kvíðandi um
framtíð þeirrar stefnu, sem hefur
einstaklingsframtak og frelsi að
leiðarljósi, eigandi ekki aðgang að
mönnum eða málgögnum sem sér-
staklega eiga að heyja baráttuna, af
ekki minna kappi en flokksblöð
vinstri aflanna, og sem virðast hafa
erindi sem erfiði.
Ríkisstjórnin með sjálfstæðismenn
í fararbroddi * ~rur meiri hluta á
Alþingi, og hún á að ráða mikilvæg-
um málum, hver sem þau eru, til
lykta, án samráðs við vinstri flokk-
ana, og við það vinnur hún traust
alménnings. Við kosningar hefur
þjóðin tækifæri til þess að dæma,
hvort rétt var ráðið. Hik stjórnvalda
og framkvæmdaleysi ýtir undir öfga-
öfl í landinu, og því lengur sem hik
og framkvæmdaleysi varir, eykst
öfgaöflum ásmegin, og að lokuqi
hafa þau yfirhöndina með þeim
áformum, sem þau hafa á stefnuskrá
sinni.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, einkaframtaksins og vestrænnar
samvinnu munu ekki láta sér nægja
neitt minna en AFDRÁTTAR-
LAUSA AFSTÖÐU forystumanna
sinna á opinberum vettvangi til allra
þeirra mála sem samboðin eru stefnu
flokksins, jafnvel þótt hann eigi ekk-
ert „málgagn”, sem staðið getur vörð
um hann.