Dagblaðið - 24.02.1976, Page 13

Dagblaðið - 24.02.1976, Page 13
Dagblaðið. Þriðjudagur 24. febrúar 1976. 13 íþróttir IÞ róttir íþróttir íþróttir )] — gegn Luxemborg í Olympíukeppninni — Var markhœstur leikmanna íslands í Olympíuleikjunum í Munchen og nú aftur í olympíuhóp íslands Jón Hjaltalín gerði usla í liði sovézkra í landsleiknum í desember og þá tók Bjarnleifur þessa mynd af honum með knöttinn í færi. Jón Hjahalín í 50. sinn í kmdsliðinu Það er mér mikið gleði- efni að vera kominn í landsliðshópinn á ný. Fyrst landsleikurinn við Sovétríkin í Reykjavík rétt fyrir jólin og svo nú að vera valinn í Olympíuliðið gegn Lux- emborg og Júgóslavíu, sagði Jón Hjaltalín Magnússon, gamli Víkingurinn í Lugi-liðinu í Svíþjóð, þegar Dagblað- ið ræddi við hann í Lundi. jón var fastur landsliðsmaöur um árabil meðan liann lék með Víking hér heima — og einnig fyrst eftir að hann fór til Svíþjóðar í verkfræðinám. En frá því á Olympíuleikjunum í Munchen 1S)72, þar sem hann var markhæstur lcikmanna fslands. hefur Jón ekki leikið í Iandsliðinu fyrr cn gegn Sovétríkjunum í desember. Þar gerði Jón Hjaltalín svo mikinn usla í vörn sovc/.kra að þeir gripu til þess ráös að setja sérstakan leikmann honum til höfuðs. Það cr ekki vafi á því að Jón Hjaltalín verður styrkur fyrir íslenzka Olympíuliðið — Júgóslavar reikna ekki með honum nú, en þcir þckkja hann auðvitað vel frá því á Olympíuleikjunum í Múnchen. Þar urðu Júgóslavar Olympíumeistarar og hafa allan hug á að verja þann titil í Montreal í sumar. Landsleikurinn við Luxemborg um heleina verður 50. landsleikur minn fyrir ísland Ég sleppi síðasta leik Lugi í Allsvenskan til að gcta fariö í keppnis- förina með íslenzka landsiiðinu — og hlakka mikið til að hitta strákana í Luxemborg. Þangað held ég á föstudaginn héðan frá Svíþjóð. Lugi hcfur misst af lestinni í Allsvenskan? Já, ég held að ég hefði tekið íslenzka landsliðið fram yfir Lugi, þó liðið hefði verið í baráttu um meistaratitilinn sænska. Staðan í Allsvenskan cr nú þannig, að Ystad og Heim eru efst með 22 stig, en Malmö og Hcllas hafa 20 stig. Þau lið keppa um meistaratitilinn. Síðan kemur Guif með 18 stig og við í Lugi með 17. Síðasti lcikur liðsins verður við Guif. Hellas sigraði Malmberget á dögunum í Norður-Syíþjóð með cins marks mun, 14-15,' og tryggði sér þá réttinn. Ekki veit ég hvað Ágúst Svavarsson skoraði í þeim leik — en hann hefur fengið ákaflega góða dóma síðan hann byrjaði að leika með Malmbergct-liðinu um miðjan janúar. Nokkuð á leiðinni heim? Það er erfitt að segja — en auðvitað hefur maður alltaf heimþrá. Okkur hjónunum líkar ákaflega vel hér í Svíþjóð — Jón Hjaltalín starfar sem rafmagnsverkfræðingur hjá stórfyrir- tækinu Kockum — en það er þó fyrst og fremst spurning um vinnu heima, hvort við komum eða ekki. Ég neita því ekki, að það er verið að ^athuga fyrir mig um vinnu heima á íslandi — og ef eitthvað gott rekur á fjörurnar er ekki að vita hvað maður gerir. Jón Hjaltalín Magnússon er ekki nema 27 ára, þó hann hafi um langt árabil verið kunnur landsliðsmaður í handknattleik og hafi fyrir löngu lokið námi í verkfræði. Vissulega yrði það Víkingum mikið fagnaðarefni ef Jón flytur aftur heim. Hann mundi áreiðanlega styrkja Víkingsliðið mjög — og á enn mörg ár eftir í handknatt- leik ef af líkum lætur. Víkingur hefur orðið að sjá á bak sterkum leik- mönnum í nám erlendis. Fyrst Jón Hjaltalín og síðan Einar Magnússon — einhverjir tveir mestu skotmenn í hand- knattlcik, sem fsland hefur átt. Þrettán ára og stökk 1.71 metra Ágætur árangur náðist á sveina- og meyjameistaramóti íslands, sem var háð í Kársnesskóla um helgina. Hæst ber árangur Sigurðar P. Guðjónssonar úr FH — hann setti nýtt piltamet í hástökki — stökk 1.71 — 5 cm hærra en gamla metið. Frábært hjá 13 ára dreng. Sigurður sigraði þó ekki — Guðmundur R. Guðmundsson einnig úr FH sigraði, stökk 1.80. Mjög gott hjá þessum ungu piltum. Einnig vakti ungur piltur úr Breiðholti athygli, Sigurjón Sigurðsson úr Leikni. Hann stökk 7.97 í þrístökki án atrennu, sem er 23 cm lengra en gamla metið. Sigurvegari varð Sig- urður Sigurðsson úr Ármanni, hann stökk 8.61 cm. Sigurður sigraði einnig í langstökki án atrennu, stökk 2.86 . í hástökki án atrennu sigraði Guðmundur R. Guðmundsson FH, hann stökk 1.45. Hjá stúlkunum var hörð barátta í langstökkinu án atrennu. Ásta B. Gunnlaugsdóttir ÍR sigraði eftir harða keppni, hún stökk 2.40 Næstar komu Margrét Grétarsdóttir úr Ármanni. og Brynja Bjarnadóttir úr Leikni, sem báðar stukku 2.39. Aðeins einn sentimetri skildi næstu að, sú var Erna Guðmundsdóttir úr KR, hún stökk 2.38. í hástökki setti Þórdís Gísladóttir, ÍR, nýtt meyjamet (15-16 ára), hún stökk 1.63. h. halls. íþróttir Heimsmet Rita Wilden, Vestur-Þýzkalandi, bætti heimsmest sitt í 400 m hlaupi innanhúss á EM í Múnchen í gær. Hljóp á 52.26 sek., og var tíminn tekinn á rafmagnsklukkur. Eldra metið var 52.28 sek., sett í Dortmund fyrr í þess- um mánuði og tíminn þá tekinn af tímavörðum. Hefur hún því bætt metið verulega — þó aðeins sé um tvo hundruðustu úr sekúndu að ræða á skrám. önnur í hlaupinu varð Jelica Pavlicic, Júgóslavíu, á 52.47 sek. Linda Haglund, Svíþjóð, sigraði í 60 m grindahlaupi, á 7.24 sekl, en Sonia Lannaman, Bretlandi, hljóp á 7.25 sek. Sergei Senyukov, Sovét, sigraði í hástökki karla, stökk 2.22 metra. Á mótinu kom á óvart hve sumar sterkar þjóðir — Austur-Þjóðverjar, Pólverjar Finnar og Bretar — lögðu litla áherzlu á Evrópumeistaramótið og var það því í daufasta lagi. Þess var getið í blaðinu í gær, að Geoff Capes, Bretlandi, sem sigraði í kúluvarpinu, hefði keppt slasaður. Hann fór illa út úr því — meiðslin á tveimur fingrum tóku sig upp og Capes var mjög kvalinn í keppninni. Varpaði þó mun lengra en aðrir. Verðlaun á EM skiptust þannig: Sovétríkin V-Þýzkaland Búlgaría Bretland Pólland Frakkland A-Þýzkaland Belgía Svíþjóð G S B 6 3 3 4 4 4 3 1 2 1 2 1 1 1 3 1 1 1 1 1 1 1 0 0 1 0 0 Aðrar þjóðir hlutu ekki gullverðlaun. Rúmenía hlaut tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun, Tékkar og Júgó- slavar silfur og brons, Grikkir og Finnar silfur, og Ítalía brons. Skautahlauparinn Sten Stensen var mesti afreksmaður Norðmanna á Olympíuleikjunum í Innsbruck á dögun- um. Hlaut gullverðlaunin í 5000 metra skautahlaupinu — og á myndinni að ofan hampar hann þeim — en varð annar á þeirri vegalengdinni, 10000 metrum, þar sem hann var talinn enn öruggari með fyrsta sætið. Hollendingurinn Kleine kom þar mjög á óvart — bætti tíma sinn um nær hálfa mínútu og sigraði Sten, sem þó náði frábærum tíma. Var rétt við heims- met sitt á vegalengdinni — sett fyrr í vetur. • Markatalan rœður eftir allt Alþjóðahandknattleikssambandið til- kynnti Vestur-Þjóðverjum fyrir leikinn við Belgíu í Olympíukeppninni síðastlliðinn sunnudag, að markatala í riðlinum mundi ráða úrslitum ef tvö lið yrðu jöfn að stigum. Þessi ákvörðun var tekin á fundi nefndarinnar í sl. viku og hlýtur einnig að varða okkur íslendinga, þó kannski séu, ekki miklar líkur á, að íslenzka landsliðið verði jafnt því júgóslavneska í riðlinum, sem löndin leika í. Það er því ekki nóg fyrir ísl. landsliðið að vinna upp 6 marka muninn frá landsleiknum við Júgó- slava hér heima, heldur einnig tugi marka, sem Júgóslavar hafa fram yfir í leikjunum við Luxemborg. En hvað um það — sennilega skiptir þetta ekki máli. En hjá Vestur-Þjóðverjum var* viðhorf- ið annað. Þeir sigruðu Austur-Þjóðverja með þriggja marka mun í leik landanna í Múnchen ~ og gengu beinlínis berserks- gang gegn Belgum á sunnudag í Eppel- heim til að ná sem mestum markamun. Og það tókst þeim. Þeir sigruðu Belga með 28 marka mun, 34-6 eftir að staðan í hálfleik var 16-3. Vestur-Þýzkaland hefur sex stig, en Austur-Þýzkaland fjögur og Belgía ekkert. öll löndin hafa leikið þrjá leiki. Irans-keisari talar um tíu millj. dollara — segir Ali ef ég vil slást við Forman hjá honum Ég held, að Jean-Pierre Coopmann taki það ekki nærri sér, þó Evrópusambandið hafi sett hann í tveggja ára keppnisbann fyrir að keppa við mig, sagði heimsmeist- arinnMuhammad Ali, þegar hann kom til New York í gær eftir keppnina í San Juan. — Ég sé þessum piltum fyrir lifibrauði, sagði Ali, sem alltaf kallar Belgann Coop- ermann. Hann rotaði hinn 29 ára belgíska steinsmið í fimmtu lotu í San Juan. Evrópusambandið var alla tíð á móti leik þeirra — taldi Coopmann ekki verðugan mótherja fyrir Ali, hvað einnig sýndi sig. Ali ræddi um leikinn við Coopmann í New York. Ég sló hann fast. Hann var kvalinn og hann var meiddur. Þá var Ali spurður hvers vegna allir meiri háttar leikir hans voru háðir utan Bandaríkjanna Hann svaraði. Amerískir vilja ekki borga mér nóga peninga. írans-keisari talar um tíu milljónir dollara ef ég slæst hjá honum við Foreman. Blaðamannafundurinn með Ali var haldinn hjá leikfangafyrirtæki, sem notaði fundinn til að kynna „Muhammad Ali dúkkuna”.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.