Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.03.1976, Qupperneq 28

Dagblaðið - 01.03.1976, Qupperneq 28
Á slysstaðnum við Háaleitisbraut. Fjórir bílar meira og minna klesstir. DB-mynd. Sveinn Þormóðsson. frjálst, úháð daghlað Mánudagur 1. marz 1976. Norðurlandaróð: Fordœmir aðgerðir Breta Þing Norðurlandaráðs samþykkti' einróma áskorun þess efnis, að Bretar dragi herskip sín þegar í stað úr íslenzkri lögsögu, þ.e. út fyrir 200 mílna mörkin. Brezk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um það, hvort þau ætli að verða við þessari áskorun, sem forsæt.isnefnd Norðurlandaráðsþings samþykkti. Þessi samþykkt hefur að vonum vakið heimsathygli, en í henni felst afdráttarlaus stuðningur við sjónarmið íslendinga um, að eng-| ar viðræður við Breta um fiskveiði- deiluna geti farið fram á meðan brezk herskip eru innan íslenzkrar lögsögu. Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, hefur lýst ánægju með þessa yfirlýsingu Norðurlandaráðsþingsins og telur hana sterkustu viðbrögð, sem hægt var að vænta þaðan í þessu máli. — BS Akureyri: Harður árekstur Ingimar Eydal, hinn landskunni hljómlistarmaður, liggur í sjúkra- húsi Akureyrar eftir árekstur sem hann lenti í sl. þriðjudag. Var hann á ferð í bíl sínum ásamt konu og tveim börnum á leið til Akureyrar á móts við Ferðanesti á mótum Flug- vallarvegar. Kom þá bifreið frá bænum og varð áreksturinn harður mjög. Ingimar, kona hans og annað barnanna voru flutt í sjúkrahús, en konan og barnið fengu að fara heim daginn eftir. Ingimar Eydal er hins vegar talinn mjaðmargrindarbrot- inn og mun þurfa að gera á honum aðgerð vegna slyssins, að sögn lög- reglunnar á Akureyri. Mun Ingimar því gista sjúkrahúsið enn um skeið. -ASt. Siglt á Baldur Freigátan Yarmouth sigldi um hádegisbilið á laugardag inn í hlið varðskipsins Baldurs, átti árekstur- inn sér stað norðaustur aí landinu. Á freigátuna kom um 50 cm löng rifa, rétt neðan við akkerið, auk þess sem tveir til þrír metrar af efri fóðringu á stjórnborða vöðluðust upp, eins og um blikkdós væri að ræða. Eftir á huldu skipverjar frei- gátunnar skemmdirnar með stóru segli. Sigldi freigátan inn í hlið Baldurs á sama stað og freigátan Diomede fyrir um tveim vikum síðan. Skemmdir urðu litlar sem engar á Baldri að þessu sinni, aðeins lítillega' var bætt við beyglur þær er fyrir voru á varðskipinu. Þessi fannst mann- laus í Sólheimum. Árekstrasúpa á Miklubraut Á 10. tímanum í gærkvöldi varð árckstrasúpa á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Okumaður stórrar amcrískrar bifrciðar varð fyrst valdur að árckstri á Miklatorgi, þar scm hann skemmdi Ghevrolet- bifreið. Síðan var ekið austur Miklu- braut og á mótum Háaleitisbrautar yarð hann valdur að árckstri sem stórskemmdi fjóra bíla. f’rá þessum slysstað stakk öku- maðurinn einnig af. Bíll hans fannst síðar inn í Sólheimum mannlaus. Var bíllinn færður í port lögreglu- stöðvarinnar. Þangað kom svo maður enn síðar með kranabíl og ætlaði að taka bílinn. Var sá við skál. Neitaði hann að hafa ekið bílnum fyrr um kvöldið. Maðurinn gisti fanga- geymslur í nótt og málið bíður rann- sóknar. ASt. Fiskverð ákveðið í nótt MIKILL AGREININGUR UM VERÐ Á LODNUVERTÍÐ Mikill ágreiningur varð í yfirnefnd um loðnuverðið. Verð hennar var, eins og annað fiskverð, ákveðið um miðnætti síðastliðið, en að loðnu- verðinu stóðu aðeins oddamaður í yfirnefnd og fulltrúar seljenda, en fulltrúar kaupenda mótmæltu harð- lega. Verð á loðnu var ákveðið 3,10 krónur á kíló frá 1. til 7. marz, 2,80 frá 8. til 14. marz, 2,50 frá 15. til 21. marz og 2,25 frá 22. marz til loka vertíðarinnar. Þá bætast við 5 aurar á kíló fyrir flutning frá 1. til 14. marz. Fiskverðshækkun almennt varð annars nokkuð yfir 24 prósent. 24 prósent af hækkuninni má rekja til breytinganna frá sjóðakerfi. Yfir- nefnd ákvað fiskverð með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda, en fulltrúar kaupenda greiddu ekki at- kvæði. Þorskur 43—54 sentimetra hækkar um 25%, sé hann 54—70 sm hækkar verðið um 31% og um 36% sé hann yfir 70 sm. Ýsa hækkar um 33%, steinbítur um 36%, ufsi um 24%, að sögn verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Þá hækkar karfi í verði um 26%, lúða um 25% en um 30% sé hún yfir 3 kíló. Skata hækkar um 25% og einnig hrogn og lifur. Þá ákvað yfirnefnd samhljóða, að loðna til frystingar skyldi kosta 24 krónur og loðnuhrogn til frystingar 50 krónur kílóið. Kassafiskur og línufiskur verður 8% dýrari. Ríkið greiðir 90 aura á kíló fyrir framangreindan línufisk. Breytingar urðu ekki á stærðar- flokkum. — HH Sigurbjörn og Magnús ákœrðir Ákæruskjal hefur verið gefið út á hendur Sigurbirni Eiríkssyni, veitingamanni, og Magnúsi Leópoldssyni, framkvæmdastjóra Klúbbsins, fyrir brot á lögum um söluskatt, tekjuskatt og lögum um bókhald, vegna reksturs tveggja veitingahúsa Glaumbæjar og Klúbbsins. Tekur ákæran til fjárhæða, sem nema tæplega 40 milljónum króna. —BS Þór Vilhjálmsson í Hœstarétt Þór Vilhjálmsson, prófessor hefur verið skipaður hæstaréttardómari. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru þessir: Bjarni K. Bjarnason, borgar- dómari, Elías Elíasson, sýslumaður, Halldór Þorbjörnsson, yfirsaka- dómari, Jóhann Salberg Guðmunds- son, sýslumaður, Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti, og Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri. Forseti íslands veitir þessa stöðu að tillögu dómsmálaráðherra. —BS Þorlákshöfn: Tveir drengir slasast alvarlega Alvarlegt slys átti sér stað á þriðju- dagskvöldið í höfninni í Þorlákshöfn. Tveir átta ára drengir fundust þar á dekki bátsins Húnarastar illa á sig komnir, mjaðmargrindar- og lærbrotn- ir. Fundust drengirnir ekki fyrr en um kl. .23 um kvöldið en álitið er að dreng- irnir hafi klemmzt á milli Húnarastar og annars báts um kvöldmatarleytið. Hafði þeirra verið saknað um nokkurn tíma og hóf björgunarsveitin Mann- björg leit að drengjunum um 22.30. Brotsjóir gengu vfir bryggjuna og ófullgerðan hafnargarðinn og var mesta mildi að vel tókst til við flutning drengjanna frá bátnum og í land. Voru drengirnir síðan fluttir í Landakotsspít- ala og tók ferðin þangað a.m.k. helm- ingi lengri tíma en venjulega vegna hins ömurlega ástands Þorlákshafnarvegar. Er á sjúkrahúsið kom, að svo löngum tíma liðnum, hafði annar drengjanna misst það mikið blóð að ekki mátti tæpara standa og lá drengurinn á spít- alanum alla nóttina milli heims og helju. — BH. Sigurður Jónsson bakarameistari hefur bakað bollur í 54 ár. Ljósm. DB-Bjarnleifur. B0LLA - Við mættum klukkan fjögur til þess að byrja á bollubakstrinum, sagði Sigurður Jónsson bakarameistari í bakaríinu Austurveri við Háaleitis- þraut. Fyrstu bollurnar fóru vestur á elli- heimilið Grund kl. hálf sjö, en þangað fóru þúsund bollur. Næsti skammtur, fimm hundruð stykki, fór inn á Klepp. — Hvað ætlarðu að baka margar bollur? ,,Ætli þær verði ekki eitthvað um - B0LLA tuttugu og fimm þúsund. Það er heldur minna en í fyrra, því þá urðu þær þrjátíu þúsund. Fólk hefur miklu minna milli handanna núna eftir verkfallið. Við* spurðum Sigurð hvenær hann hefði bakað sína fyrstu bollu. „Það var í Vestmannaeyjum árið 1922. Þá voru ekki til rjó'mabollur bara rúsínubollur, krembollur og berlínar- bollur. Þá kostuðu bollurnar átta aura stykkið. —A.Bj. Eldur varð laus í gömlu húsi á Eyrarbakka seint á föstudagskvöld- ið. Hús þetta, sem ber heitið Steins- bær, er gamalt timburhús, hæð og ris. 77 ára gömul kona var eini íbúinn í húsinu og bjó uppi í risinu. Gamla konan varð eldsins ekki vör, en vegfarendur sem leið áttu framhjá sáu eldinn og gerðu henni aðvart. Mátti ekki miklu muna að útgönguleiðir hefðu lokazt, þá er gamla konan var leidd út úr húsinu. Slökkvilið Eyrarbakka réð niður- lögum eldsins en húsið er mjög illa farið eftir. Innbú gömlu konunnar var óvátryggt, en húsið var í trygg- ineu. ASt. MILLJ0N KR0NA ÞYFI FUNDIÐ Kópavogslögreglan með fjögur i varðhaldi vegna innbrots i Grindavík Lögreglan í Kópavogi hefur hand- samað þjófa þá er brutust inn í verzlunina Bragakjör í Grindavík að- faranótt föstudagsins sl. Þá hefur þýfið, peningaskápur með mikilli fjárhæð, fundizt. Að sögn Ásmundar Guðmunds- sonar, rannsóknarlögreglumanns í Kópavogi, virðist sem þjófarnir, sem eru um tvítugt, hafi verið tvcir sam- an er þeir fóru á stolnum bíl til Grindavíkur á föstudagsnóttina. Hafa þeir haft peningaskáp með um einnar milljónar króna virði í pening- um og víxlum með sér. Er þeir nálguðust Kópavoginn ákváðu þeir að losa sig við skápinn og földu hann í gryfju við Vatnsenda. Þar fanns skápurinn í gær og voru þjófarnii hai dteknir, ásamt einum vini þeirra og vinstúlku. Eru þau öll í gæzlu- varðhaldi og vinnur rannsóknarlög- reglan nú að rannsókn málsins.. — HP Eyrarbakki: Gamalli konu bjarg- að úr brennandi húsi

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.