Dagblaðið - 29.03.1976, Síða 4

Dagblaðið - 29.03.1976, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MARZ 1976. Fylgist með verðlagi Verðsýnishorn úr HAGKAUP HAGKAUP VERSLUN A VERSLUN B Snap cornflakes 510 g 205.- Sveppir 425 g 220.-. Jacobs tekex 1 pk. 85.- Maggi súpur 1 pk. 89.- Sykur 1 kg 135.- Sykur 50 kg 6.250.- Ath. Verð pr. kg í 50 kg sekkjum 125.- Libby's támatsása 340 g 145.- Allt dilkakjöt á gamla verðinu Ef þér verslið annars staðar, þá hafið þér hér eyðublað til að gera verðsamanburð. Opid til 10 föstudagaog 9—12 laugardaga Uj m SKEIFUNN11511SÍMI 86566 Bifvélavirkjar! Óskum eftir að ráða 4—5 bifvélavirkja strax. Bónusvinna á staðnum. Skoda umboðið Audbrekku 44—46, Kóp. sími 42600. Hraðbátur í sérflokki Sænskur hraóbátur í sérflokki til sölu. Báturinn er 16'/j fet á lengd með 80 ha.utanborðsvél, rafstarti og raflyftu á vél. Bátur og vél lítið notuð og í mjög góðu ástandi. Sérlega vandaður trailer á vindufjöðrum fylgir bátnum. Þetta er einstakt tækifæri. Nánari uppl. i símum 98-1195. 98-1470 og 98-1616 í Vestmannaeyjum. Járnsmiður Óskum eftir ad ráda járnsmid eda van- an sudumann. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 12962. Reykjavíkurhöfn Tilkynning frá Reykjavíkurhöfn: Smábátaeigendur Eigendur allra smábáta, sem hug hafa á ad geyma báta sína í Reykjavíkur- höfn í sumar, skulu hafa samband vid yfirhafnsögumann fyrir 10. apríl nk. vegna nidurrödunar í legupláss og frágangs á legufærum. t|f Yfirhofnsögumaður Eftirlitsmenn veitingahúsonna: „Ekki starfa sínum vaxnir" - \Z*9mar 1 „Ég get kannski verið hreykinn af því að oftar reynist vera of margt i Sigtúni en á öðrum stöðum. Það sýnir þá bara að kollegar minir eru ekki með eins vinsæl hús og fá ekki næga aðsókn,” sagði Sigmar Pétursson veitingamaður í Sigtúni í viðtali við DB. Eftirlitsmenn með vínveitingahúsum borgarinnar Lögreglan töldu út úr Sigtúni síðastliðið laugardagskvöld ásamt fimm lögregluþjónum. Niðurstaða talningarinnar reyndist vera sú að inni í húsinu voru rúmlega 1200 manns en húsið tekur ekki nema 956. Refsing fyrir þetta brot Sigmars er sú að um helg- ina fékk hann ekki leyfi til að hafa opið lengur en til kukkan 11.30. Sigmar taldi hins vegar í Reykjavík ekki taka því að hafa opið fyrir svo stuttan tfma, þannig að gestir Sigtúns voru neyddir til að leita annarra skemmtistaða á laugardagipn. „Þessi lokun bitnar svo sem ekki á mér sjálfum heldur starfsfólki minu og ekki slður rfkinu,” sagði Sigmar. Það má búast við því að fjármálaráóuneytiö hafi um eina milljón króna f tekjur af Slgtúni á einu laugardagskvöldi svo að þetta er einna tilfinnanlegast fyrir ríkiskassann. í raun og veru ætti að beita fjársektum vegna svona brota. Þá myndi refsingin bitna á réttum aðila. Hins vegar er skoðun mín sú að tala 1204 sé röng. Það voru alls ekki fleiri en um 1050 manns í húsinu. Fólkið rápaði mikið út og inn og vitaskuld verða allir að borga inn í hvert skipti.” Eftirlitsmennirnir „Ég skal ekki fullyrða að oftar sé talið út úr Sigtúni en öðrum stöðum,” sagði Sigmar ennfremur. „Hins vegar virðist talning hjá mér yfirleitt bera meiri árangur en á öðrum stöðum. An gamans og án þess að ég sé að bera neina sakir upp á starfsbræður mína þá held ég að ég sé ekkert meiri glæpamaður en þeir hvað mannfjölda í veitingahúsunum varðar.” — En hvers vegna ber talning úr Sigtúni meiri árangur en annars staðar? „Það er greinilega eitthvað bogið við eftirlitsmennina. Ég veit dæmi þess að þeir voru eitt kvöld komnir á lögreglustöðina að eftirlitsferð lokinni og tilkynntu gott ástand á öllum skemmtistöðum, nema hvað ef til vill væri I það mesta í Sigtúni. Þá tóku aörir lögreglumenn sig til og töldu út úr Klúbbnum. Niðurstaða þeirra varð sú að 1700 manns komu út, enda þótt húsið taki ekki nema milli 900 og 1000 manns. Eftirlitsmenn þessir eiga einnig að hafa eftirlit með vínbirgðum húsanna. Það stendur ekki á þvi að þeir finni eina og eina flösku hjá mér sem hefur gleymzt að merkja hjá ATVR. En þeir hafa ekki fundið það sem meira er hjá öðrum eins og alþjóð veit. Þetta tel ég mjög vafasamt.” — Hafa eftirlitsmennirnir þá eitthvað meira á móti þér en öðrum veitingamönnum? „Ég er viss um að siðasta talning var einungis hefndarráðstöfun hjá þeim vegna þess hve þeir runnu á rassinn er þeir gerðu upptækar hjá mér nokkrar flöskur af vodka á dögunum. Þeir töldu þá sannað að ég seldi splra en við rannsókn kom f ljós að á flöskunum var venjulegt vodka.” — Kann að vera að aðrir veitingamenn múti eftirlitsmönnunum? „Ég hef þá skoðun að eftirlitsmennirnir mismuni veitingahúsum í eftirliti sínu og gæti rökstutt hana með ákveðnum dæmum.” Er ekki á móti eftirliti „Ég er ekki að frábiðja mér eðlilegt eftirlit,” sagði Sigmar Pétursson að lokum. „En ég vil að eftirlitið gangi jafnt yfir alla. Ég tel dómsmálaráðuneytinu til vansa að vera með menn í vinnu eins og þá sem gegna veitingahúsaeftirlitinu. Það er langt frá því að þeir kunni almenna kurteisi og séu að öllu öðru le.vti starfi sínu vaxnir.” Skýrsla laugar 20. mars /y; 6 Um i' framkvœmdu við undirritaðir eftirlitsmenn neð vínveitinga- talningu gesta ur húsum borgarinnar talningu gesta úr veitingahúsinu veitlnghúsinu Slgtúniglgl.úni við Suðurlandsbraut nsamt iögreglumönnum nr. 78.9i \^ið Suðurlandsbraut 11? 141 Qg lg5 Talning hófst kl. 23.45 og stóð yfir til kl. 03.00 um nóttina en talningunni var hagað þannig að •i undirritaður eftirlitsmaður ásamt lögreglumann nr. 78 töldu út um aðaldyr hússins, lögreglumenn nr. 117 og 141 . . . . » töldu ut um eldhusdyr a vesturhlið hussins, lógreglumenn nr. 96 og 155 fylgdust með brunndyrum á nusturhlið og IJlnar H.iörnsson el'l irl i t smaður vnr viö brunndvr á suöur- hlið. Er við hófum talninguna tilkynntum við Sigmari Pétur ;j syni ætlun okkar og tók hann þeirri frétt með sínum ' venjulega geðofsa út í eftirlitsmenn og lögreglu. ! Ötkoma úr talningunni var þannig að teljarar við aðaldyr j sýndu 1234 og 1237 og teljarar við eldhúsdvr sýndu 25 ;| eða alls út úr húsinu sé tekin lægri talan 1259. Þar frá dregst starfsfólk hússins sem er alls 55 samkvæmt upp- I lýsingum yfirþjóns og er því fjöldi talinna gesta úr húsinu 1204. En samkvæmt ákvörðun borgarlæknis, skal fjöldi í húsinu vera í hámarki 956. Þarna er þv{ 248 ges um of margt f húsinu. Tala seldra rúllumiða þetta kvöld var 1171 miði og skiftast númer þeirra þannig. F.282604-283000. F.626001-626681. F.397001-397095. AlgreiBíta: ÞaS skal teklS fram aS kl. 02.15 var rafmagn teklS af t ó*r**lu*l|6rtnn i ftoykjavtfc Karuikrá báðum andyrum hússins til að torvelda okkur talninguna. , Létum við þá dyraverði loka húsinu og neituðum að hleypa i gestum út fyrr en rafmagn væri komið á aftur og var það , þegar gert er við höfðum lokaö húsinu. Fór talning vandræðalaust fram eftir það. 'I Þetta tilkynnisy^kwJJpér með herra lögreglu- » stJóri- Vilhjálmur Örn (signl .Björnsson (sign) eftirlltsmaður. Vfc^ll^ír'vrlitsmaður. nétt endurrit staðfestir. > r ////) 'ý Hér má sjá ljósrit af skýrslu þeirri sem eftirlitsmenn vínveitingahúsa gáfu aó lokinni talningu út úr Sigtúni. Sigmar Pétursson hefur margt við hana aö athuga. Skip og bótar óskast. Hðfum á skrá nokkra kaupendur að bátum af ýmsum stœrðum, frá 12 tonnum — ca 3-400 tonna. Skipaval, Laugavegi 96, 2 hœð. Simar 25410 og 25370. Rýmingarsala Við rýmum fyrir nýjum vörum og seljum til mánaðamóta með 30% afsketti. Nælonúlpur, stærdir 12—16, kulda- fódradar kápur, mokkakápur og jakkar, stærdir 4—14, og telpnakjólar, stærdir 6—14. Mikid úrval af nýjum gódum vörum. Verzlunin Sísí Laugavegi 58.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.