Dagblaðið - 29.03.1976, Side 6

Dagblaðið - 29.03.1976, Side 6
6 DAGBLAÐli). MÁNUDAGUR 29. MARZ 1976. ÓSKARSVERDIAUNIN '76 VERDA VEITT í KVÖID llin árlega veiting Óskars- verðlaunanna verður í Holly- wood í kvöld. Almennt er álitið að bandaríski leikarinn Jack Nicholson hljóti verðlaunin fyrir beztan leik í kvikmynd- inni „One Flew Over the Cuckoo’s Nest". Helzti keppinautur hans er „guðfaðirinn” A1 Pacino, sem leikur kynvilltan bankaræn- ingja í kviklnyndinni „Dog Day Afternoon”. ■Þetta er þriðja árið í röð sem þeir Nicholson og Pacino berjast um Öskarinn fyrir bezta leikinn í aðalhlutverki. Nicholson er 39 ára, Paeino 35 ára. Kvikmynd Nicholsons, sem fjallar um uppreisn eins manns gegn kerfinu á geð- veikrahæli — og síðan ósigur hans — hefur hlotið flestar tilnefningar til Öskarsverð- launa í ár, alls niu. Á hátíðinni í Hollywood í kvöld verður einnig veittur sérstakur Öskar til handa einni mestu leikkonu fyrstu Hollywood-kynslóðarinnar fyrir rúmlega fimmtíu árum. Það er engin önnur en Mary Pickford, sem nú er 82 ára, er verður heiðruð fyrir bæði að vera einn frumbyggja Holly- woodborgar og upphafsmaður Öskarsverðlaunaveitingarinn- ar. Mary Pickford getur ekki verið viðstödd sjálfa afhend- ingarathöfnina, en þess i stað sjá gestir þar kvikmynd, sem tekin var af afhendingunni heima hjá henni, í húsinu sem hún og Douglast Fáírbanks Sr. byggðu þegar þau giftust fyrir löngu síðan. Um verðlaunin fyrir bezta leik í kvenhlutverki berjast þær Louise Fletcher, sem leikur mjúkmælta og einbeitta hjúkrunarkonu í „Cuckoo’s Nest”, og Ann-Margret, sem leikur móðurina i rokkóper- unni „Tommy” Tilnefndar til verðlaunanna fyrir beztu kvikmynd ársins eru „Cuckoo’s Nest”,„Dog Day Afternoon”, „Nashville”, „Jaws" og „Barry Lyndon” eftir Stanley Kubrik. Meðal annarra ieikara, sem taldir eru sigurstranglegir, eru Walter Matthau, sem leikur gamla vaudevillestjörnu í „The Sunshine Boys”, Maxi- milian Sehell fyrir hlutverk sitt í myndinni „The Man In the Glass Booth” og Ioks James Whitmore fyrir túlkun sína á Harry Truman, fyrrum Banda- ríkjaforseta, i„Give 'em Hell Harry!” Sigurstranglegar leikkonur eru franska leikkonan Isabelle Adjani, sem leikur dóttur Victors Hugo i „The Story of Adele H”, Glenda Jackson fyrir hlutverk Heddu Gabler og Carol Kane, sem leikur í „Hester Street”, gamanmynd um rússneska Gyðinga er flytja til New York. Þessir eru sigurstranglegastir: A1 Pacino, Maximiliian Schell, Jack Nicolsson, James Whitmore og Walter Matthau. Ef bíllinn er auglýstur, fœst hann hjó okkur ÁHORNI BORGARTÚNS OG NÓATÚNS SÍMI 28255-2 línur Dr. med. Jörgen B. Dalgaard, prófessor í réttarlækningum vid Háskólann í Árósum flytur fyrirlest- ur um umferðarslys og varnir gegn þeim mánudaginn 29. mars kl. 17.00 í Nor- ræna húsinu. Allt áhugafólk velkomid. Fyrirlestur þessi er fluttur á vegum Læknadeildar Háskóla íslands, Umferdarráds og Norræna hússins. Allir velkomnir NORRÆNA HÚSIÐ Argentína: NÝR FORSETI f DAG — Peron blönk og vill ekki fara ór landi Rafael Videla hershöfðingi, trúarleiðtogum, sem komu að vana og vilji ekki láta vísa sér úr yfirmaður landhersins í Argen- heimsækja hana, að hún sé fjár- landi. tínu mun sverja forsetaeið í dag, sá áttundi í röðinni af hermönn- um, sem það gerir á síðustu 30 árum. Videla mun halda embætti sínu sem yfirmaður hersins og jafn- framt halda stöðu sinni í her- foringjaklíku þeirri, sem tók völd- in í Argentínu s.l. miðvikudag. María Peron, sem nú er i stofu- fangelsi á sveitasetri, hefur sagt Herforingjastjórnin sver embættiseið sinn. Frá vinstri: Emiiio Eduardo Massera, Jorge Rafael Videla, hinn nýi forseti og Orlando Ramon Agosti. Wallace hyggst Ríkisstjóri Alabama, George Wallace hefur látið hafa eftir sér, að hann muni ekki taka þátt í fleiri forsetakosningum, ef hann vinnur ekki í þetta hœtta... skiptið. I sjónvarpsviðtali í gærkvöldi sagði ríkisstjórinn: ,,Ég verð ríkisstjóri Alabama í ein þrjú ár til viðbótar, en þá er stjórn- málaferii mínum að öllum lík- indum lokið. Ég mun ekki sækjast eftir forsetakjöri einu sinni enn.” Yfirlýsing þessi kemur í kjöl- far þriggja ósigra Wallace i for- kosningunum fyrir Jimmy Carter, i Flórida, Illinois og Norður-Karólínu. SENDIHERRAR TIL VANDRÆÐA í SVÍÞJÓD Sænska lögreglan stöðvaði bil, sem var ekið mjög glannalega í miðborg Stokkhólms á föstudaginn og lét flytja hann á brott þegar ökumaðurinn, erlendur sendiherra, neitaði að yfirgefa bílinn, en hellti sér yfir lög- regluinennina með kröftugum og kjarn.vrtum yfirlýsingum. „Hann var einstaklega ruddalegur og hrokafullur," sagði lögreglumaðurinn, sem stöðvaði sendiherrann. „Þegar ég rétti honum höndina, eftir að við vorum komnir með hann heim. hröpaði hann að mér: „Farðu til helvítis, tíkar- sonurinn þinn. Áður hafði hann setið þrjá tíma i bilnum.” Talsmaður Stokkhólmslög reglunnar segir lögregluskýrsl- una um málið bera með sér. að sendiherrann hafi ekki verið fær um að stjórna bifreið sinni og verið hættulegur alntennri umferð. Þessi meðferð hafi þvi verið í fullu samræmi við al- þjóðlegar reglur og lög. Sænska lögreglan hefur ekki viljað skýra frá því, hvaða sendiherra átti í hlut. Fyrr í þessum mánuði var erlendur sendiherra í Stokkhólmi sakaður um að hafa nauðgað stúlku nokkurri marg- oft í íbúð sinni í borginni, en rannsóknin var látimiiður falla þegar hann vísaði til diplómatískrar stöðu sinnar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.