Dagblaðið - 29.03.1976, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MARZ 1976.
Iþróttir
Sþróttir
Iþróttir
Iþróttir
ABARATTU
IUINNLOKS
grdag þegar liðið sigraði KR og
fyrsta titil eftir 18 óra baráttu
manns sagöi eftir leikinn, „strák-
arnir unnu þetta á samstillingu og
liðið lék sem ein heild.”
Jimmy Rogers var stigahæstur
Ármenninga með 27 stig, Jón Sig-
urðsson og Haraldur Hauksson
skoruðu 15 stig hvor.
Trukkurinn byrjaði mjög vel og
var óstöðvandi í fyrri hálfleik,
skoraði þá 20 stig, en í síðari
hálfleik kom fram þreyta og
hittnin minnkaði og allt í allt
skoraði hann 30 stig. Birgir Guð-
björnsson skoraði 12 stig og
Bjarni Jóhannesson 11 stig.
ÍR — UMFN 94-93
ÍR-ingar vissu sem var að til að
eygja möguleika á að sigra í mót-
inu þá urðu þeir að sigra UMFN
og Njarðvíkingar voru ekki á að
gefa sitt eftir — fyrir vikið var
um hörkuleik að ræða og hvorug-
ur gaf eftir.
Leikurinn var alltaf jafn — ÍR
hafði nauma forystu í hálfleik 49-
36 og í síðari hálfleik skiptust
liðin á að hafa forystu.
Þegar aðeins 35 sekúndur voru
eftir og staðan 91-90 fyrir Suður-
nesjamenn fengu þeir tvö víti,
sem Kári Marísson skoraði úr —
93-90. ÍR með boltann en illa gekk
að komast í gegn. Þó fékk ÍR 2 víti
þgar aðeins 15 sekúndur voru
eftir og eins og Kára áður urðu
Kristni Jörundssyni ekki á nein
mistök — hann skoraði úr þeim
báðum og þa var staðan 92-93
fyrir Njarðvík og að því er virtist
sigur i höfn. ÍR náði boltanum og
sekúndurnartifuöu einaf annarri
5...4..3..2.. og þá skaut Kristinn
Jörundsson utan af kanti og hvar
hafnaði boltinn annars staðar en í
körfunni og um leið sigur ÍR, og
áhorfendur stóðu á öndinni.
Kolbeinn Kristinsson skoraði
33 stig fyrir lR og Kristinn Jör-
undsson 22. lljá UMKN bar mest
á þeim Br.vnjari Sigmundssyni —
24 stig. Kára Manssyrii 18 stig og
Gunnari Þorvarðarsyni 17 stig.
Snæfell — UMFN 69-96
Síðasti leikur íslandsmótsins
fór fram uppi á Skaga í gær og þá
kvaddi Snæfell 1. deildina, að
sinni að minnsta kosti. Liðið
hefur verið áberandi lakasta liðið
í vetur og náði aldrei að ógna
Njarðvíkingunum, sem eru í úr-
slitum bikarkeppninnar og við
sigurinn höfnuðu í fjórða sæti.
h.halls.
Lokastaðan í islandsmótinu í
körfuknattleik varð:
Armann 14 13 1 1309-1072 26
ÍR 14 12 2 1331-1106 24
KR 14 10 4 1290-1137 20
UMFN 14 8 6 1157-1104 16
ts 14 6 8 1148-1182 12
Valur 14 5 9 1170-1178 10
Fram 14 2 12 964-1159 4
Snæfell 14 0 14 870-1298 0
Lið Kanada
létt bróð
— ísland sigraði með ellefu marka mun
Islendingar og Kanadamenn
léku sinn annan landsleik á
tveimur dögum í gærkvöld og í
annaö sinn bar íslenzka liðið
sigur úr býtum. í gærkvöld á mun
meira sannfærandi hátt en á laug-
ardag — 22-11. Þrátt fyrir helm-
ingsmun er sannleikurinn sá að
islenzka liðið átti engan glans-
leik, til þess var mótstaðan of
lítil. Vörnin var betri hluti ís-
lenzka liðsins, mjög þétt og hörð
fyrir. Kanadamenn áttu í megn-
ustu erfiðleikum með að brjótast
í gegn um vörnina, sem sést bezt á
því að í fyrri hálfleik skoruðu
þeir aðeins f jögur mörk og þar af
skoraði markvörðurinn eitt mark,
þvert yfir völlinn.
I vörninni voru Kanadamenn
líkastir klórandi köttum, héngu í
íslenzku sóknarmönnunum í tíma
og ótíma. Fyrir vikið var
pokkrum þeirra vísað af velli af
ágætum dómurum leiksins, þeim
Birni Kristjánssyni og Óla Ölsen.
Heldur fór það í taugarnar á
bæði forráðamönnum og leik-
mönnum, sem sífellt voru væl-
andi, frumstæður handknatt-
leikur sem þeir leika. Óskiljan-
legt að þetta kanadíska lið skuli
hafa sigrað Hamburg SV 15-13 á
dögunum — og þó, liðið hans
Einars er svo gott sem fallið.
Nú, en leikurinn í gærkvöld fór
fremur rólega af stað, íslenzku
sóknarmönnunum gekk illa að
komast framhjá kanadísku
varnarmönnunum, enda einatt
hangið í þeim. Jón Karlsson
skoraði fyrsta mark leiksins og
eftir 10 mínútna leik var staðan
1-1 og eftir 23 mínútur 5-4 en þá
tóku íslendingar góðan sprett og
skoruðu 5 mörk í röð og breyttu
stöðunni í 10-4 í hálfleik.
Fljótlega í síðari hálfleik var
staðan orðin 14-4 og það var ekki
fyrr en á 9. mínútu að Kanada
skoraði sitt fyrsta mark í hálf-
leiknum, en ótrúlegt, eftir það
héldu Kanadamenn í við íslenzka
liðið og kom þar mest til kæru-
leysi Islendinganna en þess ber
þó að geta að Kanadamenn voru
mjög æstir og ef til vill hefur það
haft áhrif á okkar menn. Hvað um
það — lókastaðan varð 22-11,
landsleikur sem ekki verður
lengur í minnum hafður.
íslenzka vörnin var eins og
á< ur sagði aðall liðsins í gær-
kvöld, þó er það íhugunarefni að
sárafáir boltar unnust í vörninni
og fyrir vikið fá hraðaupphlaup.
Gegn jafn slöku liði og því kanad-
íska er það ekki nógu gott, það á
að vinnast með 20—30 marka
mun, toppþjóðir hefðu gert það.
I sókninni stóðu menn nokkuð
fyrir sínu og ánægjulegt að sjá
hve Guðjón Magnússon hefur
komið vel frá leikjunum um helg-
ina, skoraði drjúgt og átti góðar
línusendingar.
Jón Karlsson og Guðjón
Magnússon skorðu sín fjögur
mörkin hvor. Árni Indriðason,
Ólafur Einarsson og Bjarni
Jónsson 3 mörk hver. Sigur-
bergur Sigsteinsson 2 og þeir
Pétur Jóhannsson, Hörður Sig-
marsson og Friðrik Friðriksson
skoruðu eitt mark hver. h.halls.
Bikarkeppni
Bikarkeppni HSÍ — 8-liða úrslit
fer af stað i kvöld í Laugardals-
höllinni kl. 21.30 Þá leika Víking-
ur og Grótta.
IRIl.DEILD!
lR leikur í 1. deild næsta haust
— ÍR hafði tryggt sér sætið með
sigri gegn Þór á fimmtudaginn
30-21 en í gær lék ÍR við KR og
steinlá fyrir vesturbæjarliðinu
18-23.
Leikur KR og ÍR var alls ekki
vel leikinn, kæruleysi einkenndi
leikinn og greinilegt að ÍR-ingar
voru búnir að tryggja sætið. En
þrátt fyrir það virtist sem ÍR
ætlaði að kafsigla KR, náði yfir-
burða stöðu 10-5 en liðið klúðraði
því kæruleysis vegna og KR hafði
minnkað muninn í eitt mark í
hálfleik 10-11. Brátt kom í ljós í
síðari hálfleik að KR-ingar voru
mun sterkari og sigu örugglega
framúr og lokatölur urðu 23-18 og
sannarlega má segja að ÍR hafi
sloppið fyrir horn. Liðið byraði
mjög vel í haust og fyrri hluta
vetrar var liðið langbezt í 2. deild
en eftir að Agúst Svavarsson fór
hefur stöðugt sigið á ógæfu-
hliðina og nú er liðið aðeins
svipur hjá sjón. KR-ingar hins
vegar geta nagað sig í handarbök-
in til næsta hausts og engum
örðum en sjálfum sér géta þeir
um kennt.Liðið hlaut aðeins stigi
minna en ÍR — en tapleikurinn
gegn ÍBK í Laugardalshöllinni
um miðbik mótsins varð liðinu
dýrkeyptur. Aðeins 5 minútur
voru til leiksloka í þeim leik og
KR hafði 4 mörk yfir — ótrúlega
klaufalega klúðruðu þeir því og
Keflavík sigraði með eins marks
mun.
Fylkir tryggði sér sætið í 2.
deild í gær með sigri gegn Leikni
29-24 og sendi Breiðablik í 3.
deild með þeim sigri. Breiðablik
tapaði fyrir ÍBK 20-21 i gær, en sá
ósigur skipti ekki máli — liðið var
þegar fallið. h.halls.
Annað sœtíð hjá Danker-
sen er að verða ðruggt!
— en Hamborg er svo gott sem fallið niður i 2. deild
Þetta leit ekki vel út hjá okkur
í byrjun. Altenholz skoraði f jögur
fyrstu mörkin, 4—0, og þá loks
fórum við af stað hjá Dankersen.
Unnum upp muninn fyrir hléið
— höfðum reyndar yfir 8—7, og
sigruðum í leiknum með 17—12,
sagði Axel Axelsson, þegar Dág-
blaðið ræddi við hann í morgun.
Við þurfum nú að fá tvi) stig úr
þeim tveimur leikjum, sem eftir
eru til að tryggja okkur annað
sætið í norðurdeildinni. Eigum
eftir að leika við Gummersbach
og Kiel á heimavelli, sagði Axel
ennfremur. Gummersbach hefur
sigrað í norðurdeildinni. Er með
29 stig, Dankersen hefur 22 stig,
Essen 17 stig og hefur leikið ein-
um leik minna, og Derschlag
hefur 16 stie.
Axel skoraði fjögur mörk i
leiknum gegn Altenholz á laugar-
dag — og Olafur H. Jónss. eitt.
Axel er ekki alveg orðinn góður
af tognuninni, en er mjög að
koma til.
Utlitið hjá Hamborg er nú orðið
’afar slæmt — liðið er svo gott,
sem fallið i 2. deild. Það tapaði á
heimavelli um helgina fyrir Kiel
18—21, þó svo Pickel skoraði 10
mörk í leiknum. Hamborg er með
10 stig — Altenholz er fallið — en
3ja er Bad Schwartau með 12 stig
og á eftir tvo heimaleiki.
í suðurdeildinni sigraði Göppin-
gen Neuhausen, neðsta liðið í
deildinni, með 18—16. Gunnar
Einarsson skoraði eitt mark í
leiknum — hafði á sér sérstakan
gæzlumann. Göppingen á tvo leiki
eftir og verður að vinna báða til
að komast hjá því að keppa um
fallsæti.
Sigurbergur Sigsteinsson
skoraði falleg mörk úr hornunum
í landsleikjunum við Kanada —
dæmigerð Sigurbergsmörk. DB-
mynd Bjarnleifur.
Banja Luka
í úrslit
Júgóslavneska liðið Borac
Nanja Luka tryggði sér rétt í
úrslit Evrópubikarsins i hand-
bolta, þegar liðið sigraði
Gummersbach 15-13 í síðari Ieik
liðanna í undanúrslitum i Banja
Luka á föstudag. Fyrri leik lið-
anna lauk með jafntefli 16—16.
Staðan í hálfleik var 11—8 á
föstudag fyrir Júgóslava.
Mörk liðsins skoruðu Popovic
5, Selec 3, Radjenovic 3, Karalic
2, Vujnovic og Golic eitt hvor.
Fyrir Gummersbach skoruðu
Deckarm 6, Scmidt 4, Brand 2 og
Schlaghek 1.
Breiðablik i 1.
deild i körfunni
Breiðablik tryggði sér 1.
deildardsætið i körfuknattleik,
þegar liðið, með Guttorm Ólafs-
son fyrrum Ieikmann KR í farar-
broddi, sigraði Grindavik 68-60 á
laugardag. Leikurinn var alltaf
mjög jafn. Þó virtist í lokin að
Grindavik væri með leikinn í
höndunum en með mjög góðum
endaspretti náði Breiðablik að
síga framúr og getur liðið þakkað
reynslu Guttorms það öðru
fremur. Breiðablik tekur sæti
Snæfells í 1. deild.
Punktamót
Haukur Sigurðsson, Akureyri,
varð sigurvegari í punktamóti í
svigi á laugardag i Hlíðarfjalli.
Keyrði á 110.64 mín. og var rétt á
undan hinum 16 ára Karli
Frimannssyni, Akureyri, 110.89
sek. Tómas Leifsson varð 3ji og
Arni Óðinsson fjórði — báðir
Akureyri.
I kvennaflokki sigraði Stein-
unn Sæmundsdóttir Á á 105.16
sek. rétt á undan Margréti
Baldursdóttur, Akureyri, 105.52
sek. Jórunn Viggósdóttir varð 3ja
á 106.05.
Gísli meistari
Gísli Þorsteinsson varð
Isl.meistari í opnu flokkunum á
meistaramótinu í judó á laugar-
dag. Sigraði Viðar Guðjohnsen í
úrslitum. í 3.—4. sæti urðu
Halldór Guðbjörnsson og
Sigurjón Kristjánsson: 1 kvenna-
flokki sigraði Þóra Þórisdóttir,
sem sigraði Önnu Láru Friðriks-
dóttur í úrslitum. i flokki 15—17
ára sigraði Viðar Finnsson, tsa-
firði,' í léttvigt, Daði Daðason,
UMFK, í millivigt og Sigurður
Gunnarsson, JFR, í þungavigt.