Dagblaðið - 29.03.1976, Side 16
16
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 29. MARZ 1976.
Hvað segja stjörnurnar?
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 30. marz.
Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Nú ráða
öfl er valda því að málin snúast þér í hag.
Þú skalt færa þér þetta tímabil í nyt. Þau
mál sem einna helzt gætu valdið þér ein-
hverjum vanda eru ástamálin.
Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Þessi
dagur er góður til að innheimta skuldir.
Farirðu í verzlunarleiðangur, virðast
miklar líkur á að þú komist yfir eitthvað
mjög óvenjulegt. Breytingar sem verða á
einhverjum félagslegum framkvæmdum
valda þér vonbrigðum.
Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Þetta
verður rólegur dagur. Sinntu daglegum
verkum þannig að þau dragist ekki aftur
úr. Þessir friðartímar gætu vel endað
mjög snögglega þannig að þú skalt koma
því svo fyrir að það valdi þér engum
vanda.
Nautið (21. apríl—21. maí): Líkur eru á
fjölskyldudeilum. Vertu eins ákveðinn og
hægt er — en á vingjarnlegan, rólegan
hátt — og ættir þú þá að sitja með ásana á
hendi. Varaðu þig á að bjóða einhverjum
heim í fljótræði.
Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Nú er
rétti tíminn til að hefjast handa um ýmsar
persónulegar breytingar. Skemmtileg og
spennandi áætlun verður þér til ánægju,
en þú mátt samt ekki láta það koma í veg
fyrir að þú sinnir skyldum þínum.
Krabbinn (22. júní—23. júlí): Þér býðst
nú tækifæri til að fara í ferðalag. Stjörnu-
staðan bendir til þess að það komi ekki til
með að verða eins og þú ímyndar þér. Þú
getur komið í veg fyrir að eldri mann-
eskju finnist hún vanrækt.
Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Þú virðist
vera flæktur í dálítið heimskulega aðstöðu
og að þú verðir að fara varlega í kvöld.
Einhver virðist nú færa þér hinar
ánægjulegustu fréttir en þær þýða líka
auknar bréfaskriftir.
Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Gerðu það
sem í þínu valdi stendur til að hressa
þunglyndan vin þinn. Eitthvað mjög
óvenjulegt gerist að öllum líkindum í
kvöld. Ástarsamband virðist ætla að ná
hámarki sínu innan skamms.
Vogin (24. sept.—23. okt.): Sýndu stjórn-
vizku og munt þú þá bæði fá þínu fram-
gengt og halda orðspori þínu sem alls
ósínkur maður. Hugaðu að heilsufari
þínu, stjörnurnar benda til að þú þurfir á
meiri hvíld að halda.
Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Nú
ætti eitthvað sem þú átt og þykir vænt um
að finnast aftur. Spáð er stuttu ferðalagi.
Það lítur út fyrir að kvöldinu eyðir þú í
félagsskap annarra — en þér er ráðlagt að
fylgjast með fjárútlátum.
Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.~): Stefnu-
mót gæti vel brugðizt. Nánasta framtíð þin
viröist bera i skauti sér óvænta heppni,
sem á eftir að verða þér til mikillar gleði.
Nýr vinur þinn gæti brugðizt nokkuð
vonum þínum.
Steingeitin (21. des.—20. jan.): Dagurinn
í dag ætti að verða nokkuð líflegur og
áhugaverður. Þér er boðið hingað og
þangað og verður þú að grípa til lagninnar
er þú afþakkar eitt þessara boða. Haltu
pesónulegum bréfum til haga.
Afmæiisbarn dagsins: Árið hefst með
fjörkipp í félagslífinu, veizlum og fundar-
höldum. Líkur eru á nýju ástarævintýri
fyrri hluta árs. Þó er ólíklegt að það verði
nokkuö varanlegt. Utlitið er mjög
skemmtilegt eftir mitt tímabilið og þér
ætti að bjóðast fyrsta flokks tækifæri.
um
Ja, hvorl væri nú bctra. . . . telja konuna frani scrstak-
lega, — cða sem slæma fjárfestingu? H. SKA'l'TBKKti,
Emnia! bú lofaðir að kaupa ekki meira af þessufn
stofubiómum!
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Kópavogur: Lögreglan sími
41200, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími
51166, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 51100.
Keflavik: Lögreglan sími 3333.
Sjúkrabifreið 1110. Slökkvistöðin
2222.
Akureyri: Lögreglan sími 23222.
Slökkvi- og sjúkrabifreið sími
22222.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
3333. Sjúkrabifreið 1110. Slökkvi-
stöðin 2222.
Rafmagn: I Reykjavík og
Kópavogi, sími 18230. I
Hafnarfirði í síma 51336.
Hitaveitubilanir: Sími 25524.
Vatnsveitubilarnir: Sími 85477.
Simabilanir: Sími 05.
Bilanavakt
borgarstofnana
Sími 27311.
Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til kl. 8 árdegis og á
helgidögum er svarað allan'
sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um
bilanir á veitukerfum
borgarinnar og í öðrum tilfellum,
sem borgarbúar telja sig þurfa að
fá aðstoð borgarstofnana.
Orðaqáta 6
1
2
3
4
5
6
7
Þessi gáta líkist venjulegum
krossgátum. Lausnarorðin koma í
láréttu reitina, en um leið kemur
fram orð í gráu reitunum, og er
skýring þess: Þekktur
veitingastaður í Reykjavík. Fyrsti
stafur i því orði er einnig fyrsti
stafur í 1 lárétt.
1. Saumurinn (eða nízkupúkinn)
2. Fríða 3. Verkfæri 4. Kalda
veðrið 5. Hrærð 6. Listamaðurinn
7. Hesturinn.
Lausn á orðagátu 5:
1. Fuglinn 2. Félagar 3. Kollana 4.
Afbakar 5. Raungóð 6. Ókindin 7.
Afbragð. Orðið í gráu reitunum:
Félagið.
HÍÍÍM
Kvöld- og helgidagavarzla vikuna
26. marz til 1. apríl er í Lauga-
vegsapóteki og Holtsapóteki. Það
apótek, sem fyrr er nefnt, annast
eitt vörzluna á sunnudögum,
helgidögum og almennum frídög-
um, einnig næturvörzlu frá kl. 22
að kvöldi til kl. 9 að morgni virka
daga, en til kl. 10 á sunnudögum,
helgidögum og almennum frídög-
um,
HAFNARFJÖRÐUR —
GARÐABÆR
NÆTUR- OG
HELGIDAGAVARZLA,
upplýsingar á slökkvistöðinni í
síma 51100.
Á laugardögum og helgidögum
eru læknastofur lokaðar en
læknir er til viðtals á göngudeild
Landspítalans, sími 21230.
Upplýsingar um lækna- og
lyfjabúðaþjónustu eru gefnar í
símsvara 18888.
Sjúkrabifreið: Reykjavík og
Kópavogur, sími 11100, Hafnar-
fjörður, simi 51100.
Tannlæknavakt er í Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstig
alla laugardaga og sunnudaga kl.
17-18. Sími 22411.
Reykjavík—Kópavogur
Dagvakt: Kl. 8-17. Mánud,-
föstud., ef ekki næst í
heimilislækni, sími 11510. Kvöld-
og næturvakt: Kl. 17-08 mánud,-
fimmtud., simi 21230.
A laugardögum og helgidögum
eru læknastofur lokaðar, en
læknir er til viðtals á göngudeild
Landspítalans, sími 21230.
Upplýsingar um lækna- og
lyfjabúðaþjónustu eru gefnar í
símsvara 18888.
Eftirfarandi spil kom nýlega
fyrir í keppni í USA. Vestur
spilaði út hjartagosa í þremur
gröndum suðurs. Suður opnaði á
einu grandi — norður stökk í
þrjú, skrifar Alan Truscott.
Norðub
* 104
43
O ÁDG865
*K104
Vestur
* Á973
G1096
0 1043
+ 76
Austur
* KG6
S? D82
O K2
* 98532
Suoun
A D852
'í’ ÁK75
O 97
*. ÁDG
Spilarinn í suður drap heima á
kóng og svínaði strax tígulgosa.
Austur gaf á stundinni, þar sem
hann reiknaði með að suður
mundi reyna tígulsvínun aftur.
Auðvitað hefði hann nagað sig í
Ifandabökin ef suður hefði átt
fjóra tígla. Til þess kom þó ekki
og þetta átti eftir að reynast vel. I
3ja slag spilaði suður laufi á
gosann — og síðan tigli á
drottninguna. Austur drap á kóng
og tók eftir því að félagi hans lét
tíuna. Með tvíspil í tígli hefði
vestur strax látið hátt-lágt svo
þetta hlaut að vera ósk um útspil í
hærri hálitnum.
Auk þess var greinilegt fyrir
austur að spaðinn bauð upp á
einu vonina til að hnekkja
spilinu, þar sem hjartagosi í
byrjun neitaði hærra spili í
litnum. (Skrítið það — ef
varnarspilari á t.d. ÁG1097 —
ath. blaðsins). Austur fann
vinningsvörnina. Spilaði
spaðagosa og vörnin fékk fjóra
spaðaslagi. Suður lét drottningu á
gosann. Vestur drap með ás —
spilaði litlum spaða sem austur
tók á kóng. Enn spaði og nían og
sjöið hjá vestri sáu fyrir 8-5
suðurs.
If Skák
Á skákmóti í Hollandi 1950 kom
þessi staða upp hjá van
Scheitinga og sænska
stórmeistaranum Stahlberg, sem
hafði svart og átti leik.
|§| I * <>
1 1
* l
Ö M l
1 l
£ llll ■éf E
1.----Hxd5! 2. Hxd5 — Db7 3.
Da5 — Rc7 og hvítur gafst upp
þar sem hrókurinn er glataður. Ef
3. Dg2 — Dbl+ 4 Dgl — De5+ 5
Dg2 — Dxg2 6. Kxg2 — Rf4 og
hrókurinn fellur.
Þú ert svo upptrekktur, aó maður gæti
haldið að þú værir fréttamaður hjá ríkis-
fjölmiðli. Hvar eru Kóróna fötin þin?