Dagblaðið - 29.03.1976, Page 24

Dagblaðið - 29.03.1976, Page 24
FREKjATA ÓVIG EFflR ÁSIGUNGAR A BALDUR Freigátan Diomede er á leid til Bretlands vegna mikilla skemmda sem á henni urdu vid ásigl- ingar á vardskipid Baldur. Þetta er í annad skipti, ad Baldur gerir herskip óvígt. Eftir ásiglinguna, þar sem freigátan hlaut svo miklar skemmdir, mönnuöu Bretar byssur herskipanna og beindu þeim að varðskipsmönnum. Með því var, að því er virtist, hafinn nýr og háskalegri þáttur í þorskastríðinu. Bretar kölluðií til Baldurs og sögðu að honum yrði ekki liðin frekari áreitni við togarana. Hélt Baldur þá undan. Diomede gerði yfir tuttugu tilraunir til ásiglingar á Baldur á tæpum klukkutíma, milli tæp- lega tvö og.tæplega þrjú á laug- ardaginn. í fjögur skipti varð harður árekstur og þó lang harðastur í tvö skipti. Engin meiðsl urðu á mönnum. Skemmdir á herskipinu urðu mun meiri en á Baldri. Á her- skipinu sáu menn, að komið var 5—6 metra langt og 1,5 métra breitt gat á mótum þilfaranna, rétt framan við miðlínu. Þar opnaðist inn í skipið. Á Baldri urðu skemmdir á Bretar urðu æfir og mönnuðu byssurnar og beindu þeim að varðskipsmönnum. Á myndinni sjást sjóliðar í nýtízku brynjum, yfir höfuð og herðar. Þær munu vera úr asbesti. Þeir starfa við flugskeytabyssurnar. Þorskastríðið er komið á hættulegra stig. brúarvæng. Þar var brot í þil- farið og skemmdir inn í her- bergi skipherra. Skemmdir urðu á stjórnborðslunningu frá þilfarskrana aftur að miðgálga. Á milliþilfari hefur bognað inn á sama kafla. Tvær rifur eru á efra þilfari og brot á þilfari á ásiglingarstað. — Þetta varð 52 mílur austur af Langanesi. Varðskipið fer væntanlega aftur á miðin í dag. —HH Það urðu engar smáræðis skemmdir á freigátunni. Gatið er 5—6 metra langt og hálfur annar metri á breidd. r.....^ Réttargœzlumenn þremenninganna: V Rannsóknarlögregki ó hólum ís „Lögreglumenn skulu stöðugt miða alla rannsókn sína við að leiða hið sanna og rétta í ljós í hverju máli, sem þeir hafa til meðferðar, og rannsaka jöfn- um höndum þau atriði sem benda til sektar sakaðs manns og sýknu.” „Við ásökum rannsóknarlög- regluna fyrir að hafa ekki haft þetta ákvæði laga um meðferð opinberra mála að leiðarljósi á nefndum blaðamannafundi,” segja réttargæzlumenn þriggja manna, sem nú sitja í gæzlu- varðhaldi. Af yfirlýsingu réttargæzlu- manna þriggja manna, sem nú sitja í gæzluvarðhaldi, grunaðir um að vera valdir að dauða og hvarfi Geirfinns Einarssonar, verður hiklaust dregin sú álykt- un, að ekki liggi fyrir játning skjólstæðinga þeirra um ýmis þau atriði, sem úrslitaþýðingu kunna að hafa um niðurstöður rannsóknarinnar. Að sögn réttargæzlumann- anna hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sl. 62 daga, sem styðji frásögn þá, sem þykir helzt benda til sektar gæzluvarðhaldsfanganna. Sé það rétt, að mikilvægir þættir í rannsókninni rýri mjög frásögn þremenninganna, vaknar sú spurning, hvernig það gæti hugsanlega atvikazt, að mjög áþekkur framburður þriggja manna er svo samhljóða, sem skýrt hefur verið frá. Miðað við framansagt og með hliðsjón af hinni mjög svo harð- orðu gagnrýni, sem fram kemur í yfirlýsingunni, verður ekki gengið fram hjá þeim mögu- leika, að framburður sá, sem einkum er byggt á, hafi verið mjög mikið á reiki, og jafnvel að einhveru leyti beinlinis dreginn til baka. Réttargæzlumennirnir eru þeir Hafsteinn Baldvinsson, hrl. Ingvar Bjornsson. hdl. og Jón Gunnar Zoega, hdl„ og fer yfir- lýsing þeirra hér á eftir: Við undirritaðir, róttargœzlumenn þriggja manna. sem nú sitja í gœzluvarðhaldi, grun- aðir um að vera valdir að hvarfi Geirfinns Einarssonar, sem talið er að horfið hafi í Koflavík þann 19. nóv. 1974, teljum óhjó- kvœmilegt að koma á framfœri athuga- semdum við frásögn rannsóknarlögreglunn- ar af rannsókn málsins á blaðamannafundi í gœr, eins og hún hefir birzt í fjölmiðlum í gær og í dag. Við ásökum rannsóknarlögregluna fyrir það að hafa á nefndum blaðamannafundi fœrzt undan að svara hver hafi verið við- brögð hinna grunuðu manna, er þeim var kynnt frásögn hinna þríggja ógæfuung- menna um aðild þeirra að hvarfi Geirfinns. Fáum við ekki séö hvaða tilgangi það þjónar að þegja yfir viðbrögöum skjólstæðinga okk- ar. Við ásökum rannsóknariögregluna enn- fremur fyrir það aö hafa á nefndum blaða- mannafundi látið hjá líða að skýra frá mikil- vægum þáttum í rannsókn málsins, sem rýrt hafa verulega framburð hinna þriggja vitna. Við ásökum ennfremur rannsóknartög- regluna fyrir að hafa látið ógert að skýra frá því á nefndum blaðamannafundi, að vætti fjölmargra aðila hefir komið fram, sem gerir frásögn hinna þríggja vitna meira en tor-l tryggilega. Við ásökum loks rannsóknaríögregluna fyrír að hafa sleppt því að skýra frá þvi á nefndum blaðamannafundi, aö allt frá 26.. janúar sl. eöa i 62 daga, hefir ekkert komið fram við rannsókn málsins, sem styður frá- sögn hinna þriggja ógæfuungmenna. Undirritaðir róttargæzlumenn harma, að þurfa að taka þátt i umræöu um rannsókn máls þessa á opinberum vettvangi og hefðu heldur kosið að mega reka réttar skjólstæð- inga sinna fyrír löglegum dómstólum landsins. En þar sem þeir, sem ábyrgð bera á rannsókn málsins hafa kosið að velja fjöl- miðla sem vettvang til umræöna um það, verður naumast undan vikizt, að taka þátt í þeim umræöum. „Vil ekki munnhöggvast í — segir Örn Höskuldsson „Við munuro svara þessari yfirlýsingu fyrir réttinum, en ekki munnhöggvast I fjölmiðl- um,” sagði Örn Hiiskuldsson, sakadómari, er blaðið leitaði til hans i morgun vegna yfir- lýsingar réttargæzlumanna þriggja þeirra fjögurra manna, sem grunaðir eru um að eiga sök á hvarfi og dauða Geirfinns Einarssonar. Örn vildi ekkert láta hafa eftir sér um þessa yfirlýsingu réttargæzlumannanna, en viðurkenndi þó, að við henni hefði mátt búast. Dómsrannsókn i þessu máli, sem sífellt virðist ætla að verða flóknara og furðulegra, hefst í dag. Henni stjórnar Örn Höskuldsson. frfálst, úháð dagbJað MÁNUDAGUR 29. MARZ 1976. Ranaslys ufan Hafnarfjarðar- hafnar Maður einn ó báti féll fyrir borð 46 ára gamall maður, Hilmar Þórarinsson, Urðarstig 5 í Hafnarfirði drukknaði í morgun skammt utan við Hafnarfjarðarhöfn. Hilmar var einhleypur maður, fæddur 21.3. 1930 og bjó hjá foreldrum sínum. Hilmar hélt úr höfninni á tímabilinu milli kl. 6 og 8 í morgun. Fór hann á smátrillu, opinni. Nokkru síðar fann maður á öðrum báti litlu opnu trilluna mannlausa á siglingu úti fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Náði hann mannlausa bátnum og fann nokkru síðan Hilmar heitinn í sjónum, en hann var þá látinn. Snjór var í mannlausa bátnum og hált í botni hans. Er talið að Hilmar heitinn hafi hrasað vegna hálkunnar í bátnum og fallið fyrir borð og síðan misst af bát sínum, sem hélt áfram siglingu. —ASt Éljakóf og skaf renningur 6 Keflavikurvelli Veður var enn slæmt á Reykja- nesi í gærkvöldi og í nótt. Á Keflavíkursvæðinu gekk á með kafaldsbyljum og skafrenningi i éljunum. Olli þetta nokkru amstri og erfiðleikum á Keflavíkurflug- velli, en ekki þó svo að tafir yrðu á flugi af þess völdum. —ASt. Óvenjulegur órekstrafjöldi i Hafnarfirði Nokkuð varð um bifreiða- árekstra á sunnudaginn, en þó keyrði um þverbak í Hafnarfirði hvað þetta snerti. Urðu þar 10 árekstrar þennan eina dag, og er slíkt mjög óvenjulegt. Voru lögreglumenn önnum kafnir við mælingar. Engin slys urðu á fólki, en ökumenn munu ekki hafa varað sig á hálkunni. Hafnarfjörður var jafnoki höfuðborgarinnar í fjölda árekstra, því 10 urðu þeir einnig í Reykjavik. í Kópavogi hafði lögreglan afskipti af þremur slík- um. í öllum þessum árekstrum varð talsvert eignatjón, en meiðsli lítil eða engin. —ASt. Hvoð á barníð að heita? Fjöldamargir hafa hringt og lagt til nöfn handa nýja flug- félaginu. Meðal þessara nafna eru þessi: Leifur heppni, Þotukraftur, Flugfákar. Sólarflug (Sunways). Einn vildi láta fyrirtækið heita Flugglaðir og taldi það í mótsetningu við aðalkeppinautinn, Flugleiðir —JBP

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.