Dagblaðið - 02.04.1976, Side 2

Dagblaðið - 02.04.1976, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976. Sólveig auglýsir góða fermingarskó Kökubasar og flóamarkaður að Hallveigarstöðum laugard. 3. apríl kl. 2 Kvennadeild Rangœingafélagsins Lœknir til afleysingo Lækni eda læknakandidal vantar til sumarafleysinga á Fædingarheimili Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefur Gudjón Gudnason yfirlæknir. Umsóknum skal skila til sama adila fyrir 12. apríl n.k. Reykjavík, 30. marz 1976. Borgarspítalinn Verð kr. 4.990.- Sendum í póstkröfu RUDDALEG FRAMKOMA BILSTJORANS — segir lesandi, barni varð ó að selja upp í leigubíl Sólveig Þóröardóttir hringdi: ,,Ég á barn sem er lungna- sjúklingur og verð að fara með það mánaðarlega á göngudeild Landspítalans. Ég tók leigubíl eins og. venjulega og hafa þess- ar ferðir verið þægilegar og ég hef fengið góða þjónustu hjá bílstjórunum. Nú síðast tók ég leigubíl frá Hreyfli og viðmót bílstjórans var þannig að ég var eftir mig eftir þessa stuttu ferð. Að vísu varð dálítið slys á leiðinni, barnið seldi upp og það fór dálítið á gólfið í bílnum. Barnið hafði ekki borðað neitt um morguninn, svo þetta var mest vatn. Þegar upp að göngudeildinni kom greiddi ég bílinn, sem kostaði 550 kr. Þá horfir maðurinn á mig fok- vondur og spyr hvort ég ætli virkilega að skilja þetta eftir svona, ég verði að borga fyrir þetta. Ég varð hálf taugaóstyrk yfir þessu öllu og gat auðvitað lítið gert til að bæta þetta. Þetta var algjört slys og barnið hafði ekki selt upp um morguninn. Til að kóróna þetta allt klykkti hann út með þessu: ,,Þú ert meiri helvítis druslan, ég man eftir andlitinu á þér.” Hvað ætli svona hótanir eigi að þýða? Ætli þessir menn hafi aldrei lent með verri farþega? Þessir menn taka alltaf áhættu þegar þeir taka farþega upp í bíl til sín og þetta er jú þjónusta við fólk. Svona skapstirðir menn eiga ekki að vera í svona starfi, þeir verða að gera eitthvað annað. ALDREI HEFUR SKORT KARTÖFLUR NÉ GRÆN- METI FYRR EN NÚ — segir í bréfi frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins Frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins: Þar sem Dagblaðið hefur ráðizt harkalega á Grænmetis- verzlun landbúnaðarins, þá er talið rétt að svara þeim árásum. Einna alvarlegastar eru ásakanir þær sem birtust i forystugrein blaðsins þann 29. marz. Hér á eftir verða nokkur atriði úr umræddri forystu- grein birt orðrétt og athuga- semdir við þau. —„Þegar Dagblaðið lét svo kanna málið kom í ljós, að nóg var af kartöflum í helztu út- flutningshöfnum Hollands, Vestur-Þýzkalands og Dan- merkur.” Það hefur varla farið fram hjá nokkrum sæmilega viti- bornum manni að mjög mikill kartöfluskortur var strax fyrir- sjáanlegur á sl. hausti i V- Evrópu. Kartöfluakrar voru um 10% minni á síðastliðnu ári en árið áður og svo var uppskera alit að 20%, minni á einstöku land- svæðum en í meðalári. Það er ótrúlegt annað en að flest blöð á tslandi hafi ekki getið þeirrar fréttar frá Belgíu. að þung viðurlög voru við hamstri á kartöflum. —„forstjóri Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins því fram, að of dýrt væri að kaupa sænskar kartöflur á 250 krónur kílóið um borð í skip"— Það hefur aldrei komið til tals að kaupa kartöflur frá Svíþjóð, enda eru Svíar ekki aflögufærir og hafa orðið að flytja inn rándýrar kartöflur frá Bandaríkjunum, sem seldar hafa verið þar í verzlunum sem svara til ísl. kr. 250 hvert kg. Grænmetisverzlunin hefur aldrei keypt kartöflur frá Svíþjóð, en einu sinni selt þangað íslenzkar kartöflur. —„Þegar Dagblaðið lét svo kanna málið, kom í ljós að um alla Norðvestur-Evrópu var hægt að fá spánnýja uppskeru á 90—100 kr. kílóið”— Það var ekki fyrr en 23. marz sem möguleikar voru fyrir hendi að kaupa nýjar kartöflur á skaplegu verði, þegar komiö var með farnt af mexíkönskum kartöflum til Ilollands. Auð- vitað er hægt að fá kartöflur ef ekki er spurt urn verð eða flutningskostnað. Þar sí-tn snentma i janúar höfðu verið l'est kaup á kartöfl- um í Póllandi sent áttu að duga fram í júlí. var eingöngu um að ræðá að kaupa kartöflur sem nægöu þar ti'l pólsku kartöfl- urnar kæmu á markað hér. Því gat aðeins verið um að ræða tiltölulega stutt tímabil, sem þurfti að brúa, með inn- flutningi annars staðar frá. —„sneri Grænmetisverzl- unin sk.vndilega við blaðinu og pantaði sjálf þessar nýju kartöflur”— Þarna fer Jónas með rangt mál, því hann átti að vita að fréttin, sem Dagblaðið var að búa til miðvikudaginn 24. marz, var engin stórfrétt, þegar þeir Dagblaðsmenn fengu það upplýst hjá Grænmetisverzlun- inni að þann 23. marz, eða deg- inum áður, hafði hún þegar fest kaup á nýjum mexíkönskum kartöflum í Hollandi, sem þá voru nýkomnar á markað þar. Verð það sem Grænmetis- verzlunin greiðir fyrir þessar kartöflur er um 30% lægra en það verð sem Dagblaðið vill endilega láta Grænmetis- verzlunina greiða fyrir kartöfl- ur, sennilega af sama farmi, sama afbrigði og sömu gæðum. Þetta er það, sem kallað er frjálst framtak, ólíkt betri verzlunarmáti. en „einokun" Grænmetisverzlunarinnar. Sennilega er annað á bak við en umhyggja fvrir neytendum. —„Þegar Dagblaðið lét svo kanna málið, kom í ljós, að hollenzkir útflytjendur könnuðust ekki við neitt slíkt gjald.” Ekki eru þeir traustir heimildarmenn Dagblaðsins ef það hefur farið fram hjá þeim, útflutningsgjaldið, sem sett var á hollenzkar kartöflur i febrúar. Fréttir um þetta gjald vöktu mikla athygli og birtust í fjöl- miðlum um allan heim. —„Grænmetisverzlun land- búnaðarins hefur enn einu sinni sannað vangetu sína — Hún hefur misfarið hrapalega með einokun sína á kartöflu- sölu, eins og raunar á grænmeti yfirleitt.” Síðan Grænmetisverzlun landbúnaðarins tók til starfa fyrir 20 árum, hefur aldrei skort kartöflur hér á landi fyrr en nú en það var vegna óvenju- legra aðstæðna. Viðskipti við Hollendinga hafa ávallt verið traust og aldrei komið til van- efnda af þeirra hálfu fyrr en nú. Grænmeti hefur einnig verið fáanlegt í landinu, svo framar- lega sem það hefur verið falt erlendis á verði, sem hægt var með góðu móti að bjóða íslenzk- um neytendum. Það þarf eflattst ekki að taka það fram að Grænmetisverzlun land- búnaðarins veit að hægt er að fá nýjar kartöflur og nýtt græn- meti allan ársins hring. Það er aðeins spurning um verð. Grænmetisverzlunin hefur kappkostað að fá góóa vöru á hagstæðu verði og þannig talið sig þjóna hagsmunum neytenda bezt. (DB mun svara þessu rugli einhvern tíma í næstu viku, þegar pláss verður) Lífshœttulegur akst- urcmnfi — úbyrgðarlausir öku- Ul OlllQ II menn j Artúnsbrekkunni Ökuþór skrifar: ,,Nú er mér alveg nóg boðið. Eg átti leið upp Ártúns- brekkuna einn eftirmiðdag nú fvrir skömmu. Á undan mér voru tveir flutningabílar frá Vífilfelli. annar yfirbvggður, hinn pallbill. Akstursmáti þessara bíla gekk alveg fram af mér og lífs- hættulegt var að konia nálægt þeini, þess vegna varð ég að halda mig í óeðlilega mikilli fjarlægð frá þessunm tveim ökutækjum. Það varð og til þess að ég gat horft enn betur á aðfarir bílstjóranna. Þeir óku samhliðá í kápþakstri og þrengdu Hvor að öðrunt til skiptis. Maðurinn sem sat við hlið bílstjórans á pallbílnum hristi í sifellu kókflösku og sprautaði yfir framrúðu hins bílsins. Hurðin var meira að segja rifin upp þarna í brek’kunni. sjálfsagt til að geta miðað b'etur. Bílarnir hafa verið á ca 70 kílómetra hraða. Þegar að beygjunni út af Vesturlandsvegi kom, þröngv- aði pallbillinn sér fram fyrir hinn. svo hann mátti snögg- hentla. Hvers konar bílstjórar eru þetta? Líta þeir á bílana sem léiktæki, eða eru þetta bara ..bíladellutöffarar," , sem eru einir í heiminum?”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.