Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.04.1976, Qupperneq 9

Dagblaðið - 02.04.1976, Qupperneq 9
LOGFRÆÐINGARNIR FENGU 2 MILU. KR. „Það er auðvitað ljóst að þetta er mikill málskostnaður en bærinn var dæmdur til þess að greiða hluta af málskostnaði mínum, eða um 330 þúsund krónur, og svo fékk ég vexti ofan á bæturnar frá 1970. Með þessum peningum tókst mér að greiða minn málskostnað sem var tæp ein milljón, eins og hjá bænum”, sagði Pálmi G. Jóns- son.bifreiðarstjóriá Akureyri i viðtali við Dagblaðið. Dómur neíur nú fallið í máli þvf er hann höfðaði gegn bæjar- sjóði vegna slyss er hann varð fyrir í vinnu fyrir Akureyrar- bæ með kranabifreið sína árið 1970. Eftir slysið var hann dæmdur 60% öryrki og var bæjarsjóði gert að greiða honum 1.3 milljónir í slysa- bætur, ásamt vöxtum og 'A af málskostnaði. Reikningurinn frá lög- fræðingi Akureyrarbæjar hljóðaði upp á 946 þúsund, og málskostnaður Pálma var svipaður. „Bærinn hefur orðið að láta af hendi nærri 3.1 milljónir króna vegna þessa máls, 2.2. milljónir til Pálma, þar f vextir og hluti málskostnaðar hans,”sagði Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Við höfum hins vegar staðið í samningum við lögfræðing okkar og farið fram á afslátt. En ef við þurfum að greiða allt saman verður heildarupphæðin sú sem nefnd hefur verið.” Af framansögðu er því ljóst, að nærri lætur, að lögfræðing- arnir tveir, sem skipt hafa sér af málinu, hafi haft I sinn hlut læpar tvær mnijonir Króna. —HP Þetta sagði Fanný Guð- mundsdóttir sem við hittum að máli er hún var að vinna við ásamt öðrum konum að koma fyrir hlutum sem verða til sölu á basar Aðventista á sunnudaginn kemur að Ingólfsstræti 19. Fanný hefur búið til einkar skemmtileg brúðuhúsgögn úr „ónýtum” niðursuðudósum. Til verksins notar hún sérstakar járnklippur og einskonar „krullujárn” til þess að búa til útflúrið. Hún kvaðst hafa kynnzt þessu í Kanada og búið til bæði kertastjaka, vegglampar og ýmsar innréttingar í brúðuhús. Munir eftir hana voru í haust á basar hjá Aðventistum í Keflavík og „runnu út”. Einnig sýndi Fanný okkur nála- púða sem búnir voru til úr is- pinnastöngum. Hún sagðist eiga margvíslega hluti búna til úr plastpinnunum, einnig var hún með múni úr skeljum. „Krakkar hafa lifandis ósköp gaman af því að búa til hluti úr ýmsum skemmtiiegum efnum. Ég hef hjálpað til að stytta börnum stundir í sumarbúðunum í Hlíðar- dalsskóla. En basarinn er einmitt haldinn til þess að afla peninga svo að við getum byggt sundlaug Gefinn hefur verió út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa ríkissjóös, H flokkur, aö fjárhæö 300 milljónir króna. Skal fé því, sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, variö til framkvæmda viö Norður- og Austurveg. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru endur- greidd aö 10 árum liðnum með verðbótum í hlutfalli við hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf að endurnýja i 10 ár. Á hverju ári verður dregið um 942 vinninga að fjárhæð 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregið 20. maí n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla, skattfrjálsir. Happdrættisskuldabréf rikissjóðs eru tit söki nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. (#} SEÐLABANKI ISLANDS sem tolið er „ónýtt" „Það er þægt að búa til alla mögulega hluti úr því sem fólk hendir og mér finnst full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að reyna að nýta hlutina betur en gert hefur verið.” við skólann. Við höfum nóg af heitu vatni —A.Bj. Nýta mó betur ýmislegt Afnám einkasölu? — tímabœrt frumvarp, segir Albert „Eg tel fullkomlega tímabært að flutt verði á þingi tillaga um að endurskoða afstöðu hins opinbera til einkasölu,” sagði Albert Guð- mundsson alþingismaður í viðtali við Dagblaðið í gær. „Ég er á móti einkasölu á græn- meti og öllum einkasölum,” sagði Albert. „Dreifingarkerfið á grænmeti ætti að vera í höndum innflytjenda. Það yrði neytendum tvímælalaust til hagsbóta. Þá gætu innflytjendur keppt við að finna beztu vöruna. Samkeppni yrði um verð og gæði.” „Rfkið á að taka það, sem það telur sig þurfa, með tollum.” -HH. Ærsl við Alþingishúsið Nokkrir nemendur gagn- fræðaskóla i Reykjavík héldu í gærmorgun niður í miðbæ 1 góða veðrinu og höfðu sig frammi á ýmsum stöðum, m.a. við Alþingishúsió. Var lögreglan kvödd til og fór svo að kastað var nokkrum eggjum í lögreglubif- reiðina. Tók lögreglan með sér tvo drengjanna og voru skráð nöfn þeirra á lögreglustöðinni. Kom þá hópurinn allur á eftir inn á „stöð” og ræddi við lögregluna, voru þá félagar þeirra farnir frá lögreglunni og skömmu seinna, eftir viðtal við aðalvarðstjórana, héldu unglingarnir leiðar sinnar án biturleika í garð lögreglunnar. BH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.